Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 44
52 H&lQarhlað DV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson V Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri DV, verður fimmtugur á morgun Jónas Haraldsson, aöstoðarritstjóri DV, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Jónas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1972 og BA-prófi i félags- fræði frá HÍ 1977. Jónas var blaðamaður við Dagblaðið frá 1977, að- stoðarfréttastjóri við Dagblaðið frá 1979, var frétta- stjóri DV 1982-99 og hefur verið aðstoðarritstjóri DV frá 1999. Jónas sat um skeið í stjórn Blaðamannafélags ís- lands. Hann var búsettur í Reykjavík til 1976 en hef- ur síðan verið búsettur í Kópavogi. Fjölskylda Jónas kvæntist 22.9. 1973 Halldóru Teitsdóttur, f. 8.4. 1953, lyfjatækni og nú skrifstofumanni hjá Teiti Jónassyni ehf. Hún er dóttir Teits Jónassonar, for- stjóra í Kópavogi, og k.h„ Ástbjargar Halldórsdóttur húsmóður. Börn Jónasar og Halldóru eru Teitur, f. 3.5. 1973, ljósmyndari í Reykjavík, eiginkona hans er Dóra Fjölnisdóttir tölvunarfræðingur; Haraldur, f. 30.8. 1976, ljósmyndari í Reykjavík, sambýliskona hans er Ragnheiður Tryggvadóttir nemi; Hildur Björg, f. 2.4. 1981, háskólanemi, búsett í Kópavogi, sambýlismaður hennar er Heiðrekur Þór Guðmundsson; Ásta Sirrí, f. 16.6. 1989, grunnskólanemi i foreldrahúsum. Systkini Jónasar eru Ólafur Haraldsson, f. 9.7.1951, sölumaður, búsettur í Kópavogi; Hulda Sólborg Har- aldsdóttir, f. 9.11. 1953, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Reykjavík; Oddný Halla Haraldsdóttir, f. 9.11. 1955, myndmenntakennari, búsett í Kópavogi; Harald- ur Haraldsson, f. 9.2.1957, skólastjóri í Melkoti í Leir- ársveit. Foreldrar Jónasar: Haraldur Jónasson, f. 4.8. 1926, rafvirkjameistari í Garðabæ, og k.h., Svanhildur Ólafsdóttir, f. 5.11. 1930, d. 15.6. 2001, starfsmaður Rík- isendurskoðunar. Ætt Haraldur er sonur Jónasar, skipstjóra í Reykjavík, bróður Elísabetar, móður Sigurðar Sigurðssonar íbróttafréttamanns. Jónas var sonur Böðvars, bakara- meistara og bæjarfulltrúa i Hafnarfirði, bróður Magn- úsar, afa Magnúsar Gunnarssonar, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði. Böðvar var sonur Böðvars, gestgjafa í Hafnarfirði, bróður Þorvalds, afa Haralds Böðvars- sonar á Akranesi. Böðvar var sonur Böðvars, prófasts á Melstað, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur, og bróöur Sigríðar, langömmu Önnu, móður Matthíasar Johannessens, skálds og fyrrv. rit- stjóra Morgunblaðsins. Hálfsystir Böðvars prófasts var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. ráðherra, föður prófessoranna Þor- teins heimspekings, Þorvalds hagfræðings og Vil- mundar, ráðherra og ritstjóra. Böðvar var sonur Þor- valds, prófasts í Holti, Böðvarssonar, pr. í Holtabing- um, Presta-Högnasonar. Móðir Böðvars gestgjafa var Elísabet, systir Þórunnar, langömmu Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra, föður Péturs hæstaréttardóm- ara. Önnur systir Elísabetar var Guörún, móðir Hall- gríms biskups og Elísabetar, móður Sveins Björns- sonar forseta og Ólafs Björnssonar í ísafold, stofn- anda Morgunblaðsins. Þriðja systir Elísabetar var Sigurbjörg, móðir Þórarins B. Þorlákssonar listmál- ara, Bjargar, fyrsta kvendoktorsins, Þorláks, föður Jóns forsætisráðherra, og móðir Arnórs, afa Sigurðar Pálssonar skálds. Móðir Jónasar skipstjóra var Sig- ríður Jónasdóttir, b. í Drangshlíð, hálfbróður Sigrún- ar, ömmu Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu. Hálfbróðir Jónasar var Kjartan, afi Kjartans Ragnarssonar leikritaskálds. Jónas var son- ur Kjartans, pr. í Ytri-Skógum, Jónssonar, og Sigríð- ar Einarsdóttur, stúdents í Ytri-Skógum, Högnasonar, og Ragnhildar Sigurðardóttur, systur Jóns, fóður Steingríms biskups. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir, eldprests Steingrímssonar. Móðir Haralds var Hulda Sólborg Haraldsdóttir, b. á Álftanesi á Mýrum, Bjarnasonar og Mörtu Maríu, systur Haralds Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra, og Soffíu, móður Völund- arbræðra. Annar bróðir Mörtu Maríu var Hallgrímur á Grímsstöðum, afi Sigurðar, fyrrv. stjórnarformanns Flugleiða, og Hallgríms tónskálds Helgasona. Systir Mörtu Maríu var Sesselja, móðir Sveins Valfells for- stjóra. Marta María var dóttir Níelsar, b. á Gríms- stöðum, Eyjólfssonar, og Sigriðar, hálfsystur Hall- gríms, biskups og albm., og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Svanhildur var dóttir, Ólafs, húsasmíðameistara í Reykjavík, frá Kirkjubóli í Múlasveit, sonar Jóhanns Sigurðssonar og Gerðar Guðmundsdóttur. Móðir Svanhildar var Ingunn, systir Gísla, fóður Gylfa myndlistarmanns. Ingunn var dóttir Eiríks, tré- smiðs á Eyrarbakka, bróður Ástgeirs, afa Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Eiríkur var sonur Gísla, b. í Bitru í Flóa, bróður Guðrúnar, ömmu Vil- hjálms frá Skáholti. Gísli var sonur Guðmundar, b. á Löngumýri, Arnbjörnssonar, bróður Ögmundar, föð- ur Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Ingunnar var Guðrún, systir Kristjóns, afa Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfundar, móður rit- höfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar Jökulsbarna. Guðrún var dóttir Ásmundar, b. á Apavatni, Eiríks- sonar, b. á Gjábakka, bróður Jóns, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Eiríkur var sonur Gríms, ættfóður Nesjavallaættar Þorleifssonar. Móðir Ásmundar var Guðrún Ásmundsdóttir. Móðir Guð- rúnar var Helga, systir Álfheiðar, langömmu Árna kaupmanns, afa Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Önnur systir Helgu var Rannveig, langamma Kristjönu, ömmu Þráins Bertelssonar, fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans, en systir Kristjönu var Gíslína, langamma Össurar Skarphéðinssonar, fyrrv. Messur Árbæjarkirkja: Messa kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Ferming. Fermd verður: Natasha Björk Brynjarsdóttir, Hraunbæ 124. Altarisganga. Prestur sr. Þór Hauksson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Áskirkju syngur. Arni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson messar. Fermd verður Dagmar Lárusdóttir, Leiru- bakka 16. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthiasson. Digraneskirkja: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Fella- og Hólakirkja: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20 í umsjá Lilju G. Hall- grímsdóttur djákna. Prestarnir. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Ámason prédikar og þjónar fyrir altari. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 14.15. Sr. Vigfús Þór Ámason prédikar og þjónar fyrir altari. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Grund, dvalar- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 14. Sr. Láras Hall- dórsson messar. Hallgrimskirkja: Menningarnótt í Hallgrímskirkju laugard. 17. ágúst. Fjölbreytt dagskrá i Hallgrímskirkju frá kl. 17 til 22.30. Messa sunnudag M. 11. Sr. Jón Bjarman prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Tónlistarguðsþjón- usta kl. 20. Jón Ólafur Sigurðsson, org- anisti kirkjunnar, leikur Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach, prelúdíu í G-dúr eftir Mendelssohn og kóraforspil, „Leiftrar þú sól“, eftir Jón Ásgeirsson. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnað- arsöng. Sr. íris Kristjánsdóttir. Kópavogskirkja: Vegna sumarleyfa starfsfólks verður ekki messað í kirkj- unni í ágústmánuði og er fólki bent á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í Kópa- vogi. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups: Morgunbænir meö hugvekju kl. 11. Árni Svanur Daníelsson guð- fræðingur annast bænagjörðina. Kaffi- sopi eftir stundina. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa kirkjunnar lokuð frá 21. júlí til 2. september. Sóknarprestur verður í sumarleyfi til 20. ágúst. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bú- staðakirkju, þjónar Langholtssöfnuði á meðan. Laugarneskirkja: Vegna sumar- leyfa starfsfólks Laugarneskirkju er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkj- unum. Neskirkja: Messa kl. 11. Kór Nes- kirkju leiðir safnaðarsöng. Sr. Örn Bárður Jónsson. Kynningarguðsþjón- usta fyrir fermingarböm og foreldra þeirra sunnudagskvöld, kl. 20. Prestar sr. Frank M. Halldórsson og sr. Öm Bárður Jónsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar. Seltjamarneskirkja: Guðsþjónusta kl.ll. Kammerkór Seltjamameskirkju syngur. Prestur sr. Siguröur Grétar Helgason. ritstjóra Alþýðublaðsins og DV. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-Hálsættar, Árna- sonar. Jónas er að heiman. Afmæli Laugardagurinn 17. ágúst 95 ÁRA___________________ Kristín Hannibalsdóttir, Breiðuvík 13, Reykjavík. 90 ÁRA___________________ Unnur Stefánsdóttir, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði. 85 ÁRA Gísli Guðjónsson, Hrygg 1, Selfossi. Magnús Guömundsson, Sörlaskjóli 62, Reykjavík. Margrét Helgadóttir, Fossi 3, Kirkjubæjarklaustri. 80 ÁRA Katrín Sigurjónsdóttir, Blálandi, Skagaströnd. Ólafur Jensson, Kópavogsbraut la, Kópavogi. 75ÁRA Bjarni Guöjónsson, Ægisíðu 64, Reykjavík. Geröa T. Garðarsdóttir, Hólabraut 15, Hafnarfirði. Margrét Baldvinsdóttir, Þórunnarstræti 128, Akureyri. 70ÁRA Anton Sigurösson, Hæöargarði 12, Reykjavík. Esther Friöjónsdóttir, lllugagötu 69, Vestmeyjum. Hún dvelur á heimili dóttur sinnar, aö Setbergi 21 í Þor- lákshöfn, á afmælisdaginn. 60 ÁRA Eiríkur Ragnarsson, Lyngholti 26, Akureyri. Helen Margaret Haldane, Bergstaðastræti 60, Reykjavík. Kristín Kristjánsdóttir, Seljavegi 10, Selfossi. Sveinn Yngvason, Hólabergi 70, Reykjavík. 50 ÁRA___________________ Ágúst Sigurður Salómonsson, Aöalstræti 8, isafiröi. Dóra Halibjórnsdóttir, Hátúni 5b, Bessastaöahreppi. Erla Elín Hansdóttir, Skúlagötu 44, Reykjavík. Guörún Stefánsdóttir, Bröttugötu 30, Vestmeyjum. Haraldur Líndal Haraldsson, Stekkjarhvammi 8, Búðardal. Lene Hjaltason, Bárugranda 5, Reykjavík. Matthías Sæmundsson, Holtabyggö 3, Hafnarfirði. Þorkell Árnason, Búhamri 29, Vestmannaeyjum. 4.0 ÁRA__________________ Björn Finnbogason, Gónhóli 1, Njarövík. Björn Ingi Hilmarsson, Freyjugötu 40, Reykjavík. Jóhannes R. Sæmundsson, Ekrusmára 1, Kópavogi. Markús Karl Valsson, Silfurtúni 18b, Garði. Rannveig Einarsdóttir, Blómvangi 10, Hafnarfirði. Selma Hreindal Svavarsdóttir, Brekkubyggö 13, Blönduósi. Siguröur Jónsson, Selsvöllum 11, Grindavík. Sólrún Helgadóttir, Brekkugötu 13, Vestmeyjum. Sunna Guölaugsdóttir, Þjóttuseli 3, Reykjavík. Sölvi Arnar Arnórsson, Skeljatanga 41, Mosfellsbæ. Vassana Thongthas, Maríubakka 30, Reykjavik. Sunnudagurinn 18. ágúst 90 ára __________________ Ólafía J. Thorlacius, Nóatúni 32, Reykjavík. 85 ÁRA___________________ Guörún Þorgeirsdóttir, Fellsmúla 2, Reykjavík. Kristín Fjóla Bjarnadóttir, Hlíöarhúsum 3, Reykjavík. Margrét Stefánsdóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. 80 ÁRA Halldór Gunnþórsson, Glaöheimum 20, Reykjavík. María Finnsdóttir, Efstalandi 24, Reykjavík. Þórdís Brynjólfsdóttir, Hrísalundi 12c, Akureyri. 75 ÁRA Helgi Einþórsson, Miövangi 41, Hafnarfirði. María Dagbjartsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Níelsína Þorvaldsdóttir, Bakkastíg 13, Bolungarvík. Sigríður Stefánsdóttir, Skaröshiíö 23e, Akureyri. 70 ÁRA____________________ Ása R. Ásmundsdóttir, Karlagötu 21, Reykjavík. Elín 0. Einarsdóttir, Ægisvöllum 10, Keflavík. Magnús J. Tulinius, fyrrv. tryggingafu11trúi, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Sigurgeir Guömundsson, Aöalbraut 2, Drangsnesi. 60 ÁRA____________________ Ámi Baldur Pálsson, Háseylu 37, Njarðvík. Ástríöur Baldursdóttir, Geithellum 1, Djúpavogi. Ástríöur Sveinsdóttir, Sigtúni 29, Selfossi. Dagbjartur Sigtryggsson, Höföabrekku 19, Húsavík. Elísabet Arnoddsdóttir, Sólhlíö 7, Vestmannaeyjum. Guölaug Rögnvaldsdóttir, Miötúni 54, Reykjavík. Jón Kristinn Antoníusson, Hrauni 5, Djúpavogi. Siguröur Gíslason Ólafsson, Drangavöllum 3, Keflavík. Þórarinn B. Guðmundsson, Stekkjartröð 13b, Egilsst. 50 ÁRA Anna Herbertsdóttir, Mýrargötu 25, Neskaupstað. Anna Ragnheiður Möller, Nónhæð 3, Garðabæ. Ari Hálfdánarson, Erluhólum 2, Reykjavík. Bragi Finnbogason, Bakkastöðum 37, Reykjavík. Ingibjörg Erlendsdóttir, Ósabakka 13, Reykjavík. Sigurbjörg Pétursdóttir, Fífumóa 3d, Njarövík. Svavar Svavarsson, Fannafold 82, Reykjavík. Tryggvi Marinósson, Ægisgötu 24, Akureyri. Þráinn Hauksson, Miðvangi 107, Hafnarfiröi. 40 ÁRA____________________ Ásta Margrét Grétarsdóttir, Lýsubergi 14, Þorlákshöfn. Guöbrandur Garöars, Gautavík 16, Reykjavík. Hermann Rúnar Hermannsson, Sunnubraut 12, Keflavík. Ingibjörg I. Siguröardóttir, Botnahlíö 32, Seyðisfirði. Jóhann Bragi Helgason, Logafold 97, Reykjavik. Kristján H.S. Edelstein, Stekkjarbergi 10, Hafnarfiröi. Siguröur Einarsson, Ingólfsstræti 12, Reykjavík. Tena Lesley Palmer, Hverfisgötu 73, Reykjavík. Zanny K. Sigurbjörnsdóttir, Leynimel 9, Stöövarflröi. Þóranna Andrésdóttir, Suöurgaröi 8, Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.