Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Útlönd DV REUTER-SMYND Situr sem fastast í Texas George W. Bush Bandaríkjaforseti sendir utanríkisráðherra sinn á um- hverfisráðstefnu SÞ í sinn stað. Bush lætur ekki sjá sig á um- hverfismálafundi George W. Bush Bandarlkjafor- seti ætlar ekki að sækja leiðtoga- fund Sameinuðu þjóðanna um um- hverfismál í Jóhannesarborg siðar í mánuðinum. Colin Powell utanrík- isráðherra mun í staðinn fara fyrir bandarísku sendinefndinni. Embættismaður í Washington sagði að ástæðan fyrir því að Bush færi ekki væri meðal annars sú að hann hygði á mikla reisu til Afríku snemma á næsta ári. Þá er Bush í sumarfríi á búgarði sínum i Texas og verður þar fram yflr mánaðamót. Búist er við um fimmtíu þúsund þátttakendum á ráðstefnunni í Jó- hannesarborg og verður hún sú stærsta sem SÞ hafa staðið fyrir. Á fundinum verða ræddar leiðir til að bæta lífskjör í þróunarlöndunum án þess að ganga mjög nærri umhverf- inu. Ungir innflytjend- ur vilja ekki gift- ast dönskum Ungir innflytjendur í Danmörku vilja gjarnan eiga danskar kærustur og danska kærasta. Þeir hafa þó ekki áhuga á að ganga í hjónaband með innfæddum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var fyrir skýrslu sem kemur út um miðjan september. Rannsóknin náði til 388 ung- menna af ýmsum uppruna, öðrum en dönskum. Um helmingur aö- spurðra vildi eiga vingott við danska jafnaldra en aðeins flmm prósent gátu hugsað sér að eiga danskan maka. Rúmlega helmingur vill að makinn komi frá sama landi og foreldramir. REUTERSMYND Á fornum slóðum Jóhannes Páll páfi kom til Krakow í Póllandi í gær þar sem hann nam guðfræði og varð síðar kardínáli. Þúsundir fagna páfa í Krakow Þúndir manna fógnuðu Jóhann- esi Páli páfa þegar hann kom i fjög- urra daga heimsókn til borgarinnar Krakow í Póllandi í gær. Jóhannes Páll var kardínáli borgarinnar áður en hann var kjörinn páfi árið 1978. Þar nam hann lika guðfræði á laun á meðan borgin var á valdi nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Páfi brosti glaðlega þegar hann gekk niður landgang flugvélarinnar við upphaf 98. ferðar hans til út- landa frá þvi hann gerðist yfirmað- ur kaþólskra í heimi hér. Páfi er orðinn heilsuveill og telja margir að þetta verði síðasta ferð hans. Tvennt yfirheyrt vegna hvarfs bresku stúlknanna: Mánuðum gefið nýtt nafn Sapramúrad Níjazov, forseti fyrr- um Sovétlýðveldis- ins Túrkmenistans, sem kallar sjálfan sig spámann, hefur gengið skrefinu lengra en flestir aðr- ir í persónudýrkuninni með því að gefa mánuðum ársins ný nöfn, sitt eigið og ýmissa ættingja, svo og helsta afreks hans á ritvellinum. Ekki staðið við sáttmála Færeyska samfélagið stendur ekki undir ýmsum grundvallarþátt- um evrópska sáttmálans um félags- leg og fjármálaleg réttindi, að mati Biritu Ludvíksdóttur Poulsen lög- fræðings. Færeyingar hafa þó ekki enn skrifað undir sáttmálann en eiga að gera það, segir Birita. Ræddu síðust allra við Jessicu og Holly Tugir þúsunda íbúa austurhluta Þýskalands fara að heiman: Ekkert heyrist í geimfari Geimfar sem bandaríska geimvís- indastofnunin NASA sendi á loft til að rannsaka tvær halastjörnur lét ekkert í sér heyra í gær, annan dag- inn í röð. Samband við geimfarið rofnaði þegar það átti að fara út úr gufuhvolfi jarðar. Breska lögreglan yfirheyrði í gær húsvörð í skóla og kærustu hans vegna hvarfs hinna tíu ára gömlu Jessicu Chapman og Holly Wells í þorpinu Soham í Cambridgeskíri fyrir tæpum hálfum mánuði. Andy Hebb aðalvarðstjóri sagði fréttamönnum að hinn 28 ára gamli Ian Huntley og Maxine Carr, sem er 25 ára, hefðu faUist á að gefa skýrslu hjá lögreglunni sem vitni. Þau voru yfirheyrð hvort í sinni lögreglustöð. Á sama tíma hóf lögreglan um- fangsmikla leit á heimili Huntleys og Carr í Soham, ef þar skyldu leyn- ast einhverjar vísbendingar um hvar stúlkumar eru niður komnar. Þá var einnig leitað í Soham Col- lege, skólanum þar sem Huntley starfar. Skólastjórinn sagði í gær að þegar hefði fjórum sinnum verið leitað í skólanum. Huntley hafði þegar stöðu vitnis í rannsókninni á hvarfi stúlknanna þar sem hann er sá síðasta sem vit- að er að hafi talað við stúlkurnar. Hann sagði i viðtali við sjónvarps- stöðina Sky áður en hann var færð- ur til yfirheyrslu að stúlkurnar hefðu verið í sólskinsskapi þegar hann ræddi við þær. „Það virtist allt í stakasta lagi. Þær voru glaðlegar og skrafhreifar. Ég sá ekkert óæskilegt, engan á sveimi,“ sagði Huntley við Sky. Maxine Carr starfaði sem aðstoð- arkennari við skóla stúlknanna til loka siðasta skólaárs en fékk ekki fasta stöðu. Stúlkumar spurðu um hvernig Carr hefði það þegar þær ræddu við Huntley, enda héldu þær mikið upp á hana. Lorraine Barnes, nágranni Hunt- leys og Carr, sagði fréttamönnum í gær að þau hefðu aðeins búið þama í nokkra mánuði og virtust afar við- felldin og ærleg. Fyrr um daginn komu foreldrar stúlknanna fram á fundi með frétta- mönnum í Soham College þar sem þeir grátbáðu þann sem hugsanlega heíði þær í haldi að sleppa þeim. „Einhverjir eru með þær. Þær eru ekki þeirra böm. Þær eru böm- in okkar. Við viljum fá þær aftur. Við söknum þeirra sárt,“ sagði Leslie, faðir Jessicu, við fréttamenn. Fjölskyldurnar lifa enn í þeirri von að stúlkumar finnist á lífi og þær lýstu yfir trausti sínu á störf lögreglunnar. Andy Hebb aðalvarðstjóri sagði í gær að yfirheyrslan yfir þeim Huntley og Carr væri aðeins einn þáttur í rannsókn málsins. Hann vildi þó ekki segja neitt frekar á þessu stigi. Holly og Jessica voru klæddar í einkennisboli knattspyrnuliðsins Manchester United þegar þær hurfu. Liðsmenn United létu taka af sér mynd þar sem þeir héldu á spjaldi með áskorunum til hugsan- legra sjónarvotta að hafa samband við lögregluna. REUTERS-MYND Leltað að bresku stúlkunum Lögregiuþjónar búa sig undir að leita að þeim Jessicu Chapman og Holly Wells í húsi í heimabæ þeirra, Soham í Cambridgeskíri, eða að vísbendingum um hvar þærgeti veriö niður komnar. Tæpur hálfur mánður er frá því stúlkurnar hurfu og hafa allar eftirgrennslanir til þessa ekki komið að neinu gagni. Lögregtan yfirheyrði tvennt í gær vegna rann- sóknar málsins. Karlinn er húsvörður í skóla í Soham en konan fyrrum aðstoðarkennari í skóla stúlknanna. Borgin Dresden í austanverðu Þýskalandi er umflotin vatni í mestu flóðum sem þar hafa nokkru sinni orðið. Þúsundir íbúa borgar- innar hafa orðið að flýja heimili sín undan vatnsflaumnum í ánni Sax- elfi. Yfirborð árinnar var rúmlega níu metrar í gær en er annars um tveir metrar á sumrin. Yfirborð árinnar hélt áfram að hækka í gær en búist var við að flóðið myndi ná hámarki síðastliðna nótt. Embættismenn óttuðust mjög í gær að fleiri af sögufrægum bygg- ingum í miðborginni færu á kaf. Flestar bygginganna eyðilögðust í loftárásum Breta og Bandaríkja- manna árið 1945 en voru nýlega gerðar upp. Sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að því í gær að reyna að bjarga miðborginni. Aðrir bæir við Saxelfi voru einnig á kafi í vatni. Flóðin hafa orðið að minnsta kosti 89 manns að bana í Þýska- REUTERSMYND Barlst vlð vatnsflauminn Sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að því að hlaða uþp sandpokum til að reyna að hefta framgang flóösins í Saxelfi í borginni Dresden. landi, Rússlandi, Austurriki og Tékklandi síðustu daga. Ljóst er að gífurlegt hreinsunar- starf bíður íbúa borga og bæja og mun það kosta mörg hundruð millj- arða íslenskra króna að koma öllu i samt lag aftur. Einhverjir íbúar Prag, höfuðborg- ar Tékklands, sneru aftur til síns heima I gær þar sem flóðið þar var farið að sjatna. Annars staðar í Tékklandi héldu bæir þó áfram að fara undir vatn og áætlað tjón hækkaði á hverri klukkustund. í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, var flóðið í Dóná í rénun og her- menn byrjuðu í gær að fjarlægja sandpoka sem staflað hafði verið upp til að hefta framgang vatnsins. Ráðamenn NATO sögðu að neyð- araðstoðarlið bandalagsins væri að samhæfa aðstoðina við Tékkland. Þá hefur NATO boðið fimm öðrum löndum í Mið-Evrópu aðstoð sina. Þýskaland er þar á meðal. Gegn atvinnuleysi Gerhard Schröder Þýska- landskanslari gerir sér vonir um að hugmyndir stjórnskipaðrar nefndar, sem kynntar voru í gær, muni draga verulega úr atvinnuleysi í landinu og auka þar með á sigur hans í kosning- unum í næsta mánuði. Varaforseti í heimsókn Varaforseti Taívans hefur hitt að minnsta kosti einn ráðherra í heim- sókn sinni til Indónesíu, þrátt fyrir fullyrðingar indónesískra stjórn- valda um hið gagnstæða. Poppari í geimþjálfun Bandaríski ung- popparinn Lance Bass úr hljómsveit- inni ‘NSYNC flýgur til Houston í lok mán- aðarans þar sem hann mun fá þjálfun hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA til að geta farið með rússnesku Soyuz geimfari til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í október. Bass verður þó að greiða fyrir ferðina fyrir lok næstu viku til að af þessu geti orðið. Hringurinn þrengist Friðargæsluliðar NATO sögðu í gær að þeir væru bjartsýnir á að hafa hendur í hári Radovans Kara- dzics, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, eftir aðgerðir gegn stuðnings- mannaneti hans síðustu daga. Hvítir bændir ákærðir Yfirvöld í Simbabve ákærðu fimm hvíta bændur og handtóku allt að fimmtán til við- bótar fyrir að virða fyrirskipanir stjórnar Roberts Mugabes for- seta um að hafa sig á brott frá jörðum sínum að vettugi. Termítar borða kjörskrá Termítar hafa gætt sér á mestallri kjörskrá Nígeríu og þar með spillt fyrir skipulagningu næstu kosninga í landinu, að sögn formanns yfir- kjörstjómar landsins. Sögufrægar byggingar í Dres- den í hættu vegna flóðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.