Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 25
24 HelQorblctö 33 V LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Bleikj a Bleikja er beinfiskur af laxaætt sem lifir víða íNorður-Evrópu, allt norður að Svalbarða. Bleikja og urriði eru einu nafni kölluð silungur, enda er margt líkt með þeim, svo sem lífshættir og bragð. Bleikjan skiptist ísjóbleikju, sem lifir í sjó en gengur íár til hrggningar, og vatnableikju sem elur allan sinn aldur í ósöltu vatni. Einnig skiptist hún ínokkur afbrigði þar fgrir utan, misjöfn að stærð og gæðum. Bleikjan nærist einkum á vatnakröbbum og mglirfum en á seinni árum er hún víða alin íkerum og þá á aðkegptu, sérútbúnu fóðri. Bleikj- an er eftirsóttur matfiskur og leggja veiðimenn á sig ferðir, fé og tíma til að fanga hana á stöng. Eldisbleikja fæst orðið í verslunum allt árið hér á landi og er hún gfirleitt feitari en sú villta. Bleikja er Ijúffengur fiskur sem gott er að sjóða, steikja, grilla, baka, grafa og regkja. Best snöggelduð - segir Borgþór Egilsson á Tveimur fiskum Borgþór Egilsson, matreiðslumaður á veitingahús- inu Tveimur fiskum segir bleikju fínan matfisk en gæta verði þess að elda hana ekki um of. Hann býður upp á bleikju bæði steikta og grafna og kveðst hafa lagt áherslu á einfaldleikann við gerð uppskriftanna. ásamt sítrónusafanum og fínrifnum berkinum. Þetta er snöggsteikt og bragðbætt með salti og pipar. Basildressing 1 dós svrður riómi 10% feitur heslihnetuolíu og krydda með svörtum pipar úr kvörn og Maldon-salti. Einnig fara léttbakaðir kirsu- berjatómatar vel með. Þeir eru skornir í tvennt, penslaðir með hvítlauksolíu, kryddaðir með salti og pipar og bakaðir við 120‘C í 6 mínútur. Steikt bleikja á lárperu með kaldri basildressingu og bralíandi nýjum kartöflum 3-4 flök meðalstór bleikja Flökin eru beinhreinsuð og snyrt og roðið skafið meö hnif (til að losna við slím). Bleikjan er steikt á roðhliðinni við meöalhita þar til roðið er orðiö gull- inbrúnt og stökkt. Þá er henni snúiö við og rétt leyft að snerta pönnuna. Kryddað með salti og pipar. 1 búnt ferskt basil búnt fersk steinselia 3 meðalstórir hvítlauksqeirar 1 msk. maiones (má sleppa) safi úr hálfri sítrónu salt oq pipar Grafin bleikja 2 flök meðalstór bleikia 100 a salt 50 a svkur 2 msk. dill 1 msk. dillfræ 1 tsk. fennelduft hvítur pjpar úr kvórn « ' 1 meðalstór laukur. fint saxaður Basillaufin og steinseljan tekin af stilkunum og maukuð í matvinnsluvél ásamt hvítlauknum. Sýrða rjómanum, majonesinu og sítrónusafanum bætt í. Bragðbætt með salti og pipar. Borðað með nýjum soðnum kartöflum. Tilvalið er að hafa ruccola-salat með bleikjunni. Gott er að velta því upp úr skvetta af Sambuca Flökin eru snyrt og beinhreinsuð. Kryddinu bland- að vel saman og þunnu lagi stráð í botninn á ílátinu sem grafa á í. Flökin lögð ofan á kryddblönduna með roöhliðina niður. Kryddblöndunni stráð yfir og Sam- bucanu skvett yfir i lokin. Þetta klikkar ekki með sinnepssósu og ristuðu brauði. Sinnepssósa 4 msk. Diion-sinnep 2 msk, hunanq 2 msk. ferskt dill 1 dl olía Hvitur pipar. nvmalaður Sinnep, hunang, dill og pipar er hrært sam- an. Olían bevtt saman við smátt oa smátt. 2 stk. lárperur, skrældar og kjarninn fjarlægður. Skornar i teninaa. Safi oq börkur úr hálfri sitrónu. Laukurinn er svitaður létt. Lárperuteningarnir settir á pönnuna LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 HelgarbtacJí 33V 25 DV-mynd Teitur Sítrónan gefur ferskt bragð af bleikjunni og hér rífur Borgþór niður börkinn. Hann kappkost- aði að liafa matreiðsluna ein- falda til að einhver nennti að fara eftir uppskriftinni hans. Hér er lokahönd lögð á skreyt- inguna. Ferskt mauk úr lauki og lárperuteningum er lagt á disk eða fat og snöggsteikt bleikjuflökin ofan á. Basildressingu er svo dreift með fram, auk þess sem hún er borin með. Suðrænir ávextir og eikartónar - er val Eggerts ísdals hjá Rolf Johansen Ástralska hvítvínið Penfolds Koonunga Hill Chardonnay hentar einstaklega vel með bleikju og öðru fiskmeti, sem og kjúklingi, er mat Eggerts ís- dals hjá Rolf Johansen. Hann segir Penfolds Koon- unga Hill Chardonnay líka þekkt fyrir mikil gæði og hagstætt verð. Þessi víntegund er eingöngu gerð úr Chardonnay-þrúgunni og kemur að mestu leyti frá McLaren Vale í SV-Ástralíu. Penfolds Koonunga Hill Chardonnay er strágult með grænleitum blæ og angan af ferskjum og ristaðri eik. í bragði má finna melónu, græn epli og suðræna ávexti. Eins og áður segir er verðið hagstætt því nýtt verð í ÁTVR 1. ágúst er 1.250 kr. Eggert lumar á fleiri áströlskum tegundum mat- arvíns sem hann telur hæfa einstaklega vel léttum sjávarréttum, salati og ljósu kjöti. Eitt þeirra er Bin 65 Chardonnay frá Lindemans Bin sem hann segir mest selda ástralska hvítvínið í heiminum í dag. „Það er vegna hins góða jafnvægis á milli sýru og ávaxtar,“ segir hann. Bin 65 Chardonnay ætti því að bragðast vel með bleikju og basildress- ing, eins og þeirri sem Borgþór Egilsson mat- reiðslumaður er að kynna á síðunni á móti. Það telst líka vera á þokkalegu verði og merkilegt nokk þá var það að lækka í verslunum ÁTVR. Þrúgurnar í Lindemans Bin 65 Chardonnay koma víös vegar að frá mörgum af bestu vínrækt- arsvæðum Ástralíu, aðallega þó frá suðaustur- hluta Ástralíu. Vínið er eingöngu gert úr Chardonnay-þrúgunni og er látið gerjast í eik- artunnum úr amerískri og franskri eik sem gefur víninu fyllingu. Vínið er strágult á litinn með keim af suðrænum ávöxtum og ferskri melónu. Þaö hefur góða fyll- ingu og einkenni þess er ananas, melóna og suðrænir ávextir í bland við milda eikartóna. Lindemans Bin vínin hafa notið óhemju- vinsælda út um allan heim og hvað eftir annað hafa þau verið valin „Bestu kaup“ af hinu virta vínblaöi Wine Spectator. Meðal annars hefur Lindemans Bin 65 Chardonnay verið valið „Bestu kaup“ ellefu ár í röð. Egg- ert segir ástæöuna fyrir vinsældum Bin-vín- anna vera stöðug gæði ár eftir ár og gott verð. Eins og að framan greinir lækkaði Lindemans Bin 65 Chardonnay í verslunum ÁTVR í ágúst, úr 1.490 kr. í 1290 kr.. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.