Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Fréttir DV Utanríkisráðuneytið fær upplýst að varnarliðið hækkaði tilboð Eyktar eftir útboð: Varnarliðið samþykkti milljón dollara „mistök“ - ástæða til að samræma bandarískar og íslenskar reglur, segir ráðuneytið Utanríkisráðuneytiö hefur fengið það upplýst að útboðsdeild varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli sam- þykkti að hækka tilboð byggingafyr- irtækisins Eyktar ehf. um eina milljón dollara (85 miiljónir króna), eftir að tilboð þess og fleiri ís- lenskra byggingaverktaka voru opn- uð. Hér var um að ræða fram- kvæmdir vegna endurbóta á fjölbýl- ishúsi á varnarsvæðinu. Þegar öll tilboðin höfðu verið opn- uð kom í ljós að Eykt ehf. bauð 1,8 milljónir dollara en þeir sem áttu næsthæsta tilboðið voru íslenskir að- alverktakar sem buðu 3,2 milljónir dollara. Þegar tölur allra útboðsaðila lágu fyrir upplýstu forsvarsmenn Eyktar ehf. að mistök hefðu átt sér stað - fyrirtækið hefði ætlað að bjóða 2,8 milljónir dollara - þarna hefðu orðið prentmistök við tilboðsgerð. Þar sem stæði 1,8 milljónir dollara ættu að vera 2,8 milljónir dollara. Á þessar skýringar féllst varnarlið- ið með hliðsjón af reglu sem sam- kvæmt upplýsingum DV hefur gjarn- an verið kölluð „honest mistake". Bandarikjamenn töldu að Eykt ehf. hefði sýnt fram á með gögnum að mis- tök hefðu verið gerð. Megn óánægja og undrun hefur skapast í kjölfar þessa, ekki síst hjá þeim byggingafyr- irtækjum sem buðu á móti Eykt í framkvæmdina. Þegar grunur kom fram um að til- boð hefði veriö hækkað eftir að út- boðsgögn voru opnuð óskaði utanrík- isráðuneytið sérstaklega eftir viðræð- um við fulltrúa vamarliðsins. Ekki boðiö út að nýju Róbert Trausti Árnason, for- stjóri Keflavíkurverktaka, segir að fyrirtækið hafl lagt það til, bæði við varnarliðið og utanríkisráðu- neytið, að í ljósi þessa yrði verkið boðið út að nýju. „Það fékk engan hljómgrunn," sagði Róbert Trausti við DV. Gunnar Gunnarsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir að Eykt ehf. muni fá verkið. „Við áttum fund með vamarliði- inu og fórum yfir gögn. Þarna fengum við upplýst að vamarliðið leyfði þessar breytingar á tilboð- inu,“ segir Gunnar. Hann segir varnarliðið hafa gert þetta í ljósi eigin verklags þar sem ákvæði er í útboðsreglum um að svokölluð „honest mistake" geti átt við ef trúanleg gögn eru lögð fram. í ís- lenskum útboðsreglum kemur hins vegar skýrt fram að tilboðum skuli ekki breytt eftir að útboðs- gögn eru opnuð. „í ljósi þessa munum við fara í viðræður við varnarliðið um að- lögun bandarískra útboðsreglna að íslenskum þannig að misskiln- ingur eins og þessi komi ekki upp varðandi sameiginleg útboðsmál,“ sagði Gunnar Gunnarsson. -Ótt Njarðvík: Vaknaði við árekstur Kona á fertugsaldri ók upp á um- ferðareyju og keyrði niður tvö skOti á Fjarðarbraut í Njarðvík rétt fyrir kvöldmat í gær. Hún hafði dottað und- ir stýri og rankaði ekki við sér fyrr en hún skall á fyrra umferðarskiltinu, en þá var of seint að afstýra ákeyrslu á seinna skOtiö. Konan var flutt á sjúkrahús og kvartaði undan eymsl- um í höfði, hálsi og baki. -jtr Hafnar starfslokasamningi: Æviráðinn Ár- nesprestur sit- ur sem fastast Jón ísleifsson, prestur í Árnes- hreppi á Strönd- um, hafnaði formlega tOboði Biskupsstofu um starfslokasamn- ing í gær. Auk þess hafnar hann athugasemdum sem sóknarbörn í Ámeshreppi hafa gert um störf og framkomu séra Jóns með undir- skriftalista sem um 80 prósent íbúa í hreppnum skrifuðu á. Þorvaldur Karl Helgason biskups- ritari segist munu fara yfir málið með lögfræðingum biskupsembætt- isins eftir helgi. „Við þvingum eng- an tO eins eða neins. Eina leiðin tO starfsloka prestsins er að ná ein- hvers konar samningi við hann,“ segir Þorvaldur. Séra Jón er æviráðinn sem prestur í Árneshreppi. Hann er um flmmtugt og getur þvi samkvæmt öOu setið áfram þar tO hann verður sjötugur. Til stendur að leggja niður prestsemb- ættið í Árneshreppi og sameina það Hólmavík. „Það verður ekki gert á meðan séra Jón er prestur," segir Þor- valdur biskupsritari. -jtr Færeyskar fyrirsætur: ■slensk umboðskona sökuð um svik og lygar Nokkrar færeyskar fyrirsætur hafa undanfarið sakað Kolbrúnu Aðalsteins- dóttur, eiganda módelskrOstofunnar Icelandic Models, um svik í tengslum við vangoldin laun og aflýsta ferð 18 fyr- irsætna tO New York. I fréttasyrpu fær- eyska blaðsins Dimmalætting síðustu vikur hafa ungar fyrirsætur frá eyjun- um greint frá því hvernig þær greiddu fyrirtæki Kolbrúnar aflt frá 200 tO 270 þúsund krónur inn á fyrirhugaða ferð á módelkeppni í fyrra. Koma Kolbrúnar tO Færeyja vakti á sínum tíma talsverða athygli á eyjunum þar sem hún auglýsti eftir stúlkum tO að uppfyfla mód- eldraum. I fréttum Dimmalætting lýsa fyrirsæturnar því hvemig módeldraum- urinn varð að martröð þegar ferðhmi var aflýst af óþekktum ástæðum og fengu þær ekkert endurgreitt. Auk þess sögðu stúflcur sem störfuðu áður sem fyrirsætur á vegum Kolbrúnar hana hafa svikið sig um launagreiðslur. Skúlagentur snýttar fyri yvir 200.000 krónur Skólastelpur sviknar Frétt færeyska blaösins Dimmalætting. Kolbrún lýsti því hins vegar yfir í Morgunblaðinu á þriðjudag að 11 af 18 færeysku stúlknanna hefðu hætt við New York-ferðina, meðal annars vegna hryðjuverkaárásanna þann 11. septem- ber, og kvaðst hún ekki geta neytt fóOí tfl farar. Færeyska stúlkan Chanett Danielsen segist í samtali við DV hafa borgað fyr- ir ferð sem aldrei var farin. Hún segir Kolbrúnu ljúga í Morgunblaðinu um ástæður þess að ferðinni var aflýst. „Kolbrún sagði okkur að hætt hefði ver- ið við fyrirsætusýninguna í New York. Hún hefur ekki borgað mér tO baka og ég veit ekki tO þess að hún hafi borgað neinum aftur,“ segir hún. Foreldrar Chanett lögðu tO þær 250 þúsund krónur íslenskar sem hún kveðst hafa borgað í hendur Kolbrúnu. Þeir vom fengnir úr menntunarsjóði dótturinnar og ákvað hún sjáif að ráð- stafa þeim á þennan hátt. Hún skrifaði ekki undir samnnig fyrir afhendingu peninganna. „Við treystum Kolbrúnu vegna þess að árið áður fóru færeyskar stelpur í ferð með henni og létu vel af. Lögfræðingar og lögregla segja okkur að ekkert sé hægt að gera, því nú er þetta bara orð gegn orði,“ segir Chanett. -jtr Allir hafa jafna möguleika - segir Höskuldur Asgeirsson í Leifsstöð Flugstöðvarfundur var haldinn síð- astliðinn fimmtudag. Forráðamenn Flugstöðvar Lefis Eiríkssonar boðuðu miklar breytingar á húsnæðinu í norð- urbyggingunni þar sem verslunar- reksturinn er núna. MikO óánægja er meðal verslunareigenda með skipulag- ið en þeim finnst mörgum sem búið sé að taka frá bestu plássin undir frfliöfn- ina og að valið standi um piássin sem rekendur fyrirtækisins vOdu ekki. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Lefis Eiríks- sonar, segir að í fyrsta lagi hafi verið skýrt tekið fram á fundnium að einung- is um hugmyndir og drög að skipulagi verslunarsvæðis hafi verið að ræða. „Þessar tiflögur munu eflaust breytast í gegnum forvalsferlið. Þá geta núver- Af fundinum sem var haldinn síöastliöinn fimmtudag. andi verslunareigendur komið sinum hugmyndum að,“ segh- Höskuldur. Hann segir markmiðið með forvalinu vera að gera verslunarsvæðið fjöl- breyttara og eftfisóknarverðara fýrfi farþega að versla. Þá sé verið að stækka útleigusvæðið á brottfarar- svæði flugstöðvarinnar um 45%. „Það gefur okkur möguleika á að fjölga verslunum og auka þjónustu við farþega. Við ætlum okkur ekki að valta yfir neinn og vfl ég taka fram að núver- andi verslunareigendur hafa jafna möguleOca og aðrfi á að vera með sinn rekstur þama í framtíðinni og hvet ég þá tO að taka þátt í forvalinu en það verða þefi að gera tO að fá sina verslun inn,“ segfi Höskuldur. „Það er mjög algengt að sú fríhafn- arverslun sem er með vin, tóbak, snyrtivöru og sælgæti sé með lykfl- staðsetnfiigu á fríverslunarsvæðinu. Sams konar fyrfikomulag er t.d. hjá BAA sem rekur helstu flugstöðvar á Bretlandseyjum, svo sem Heathrow. Þó höfúm við 15 tfl 20 ný verslunar- pláss,“ segfi Höskuldur. -ss Blaðið í dag Hamingju- blómá heúnOið Allt í blóma r Fullnæglng á / Z-' ' eftirspum k'j , .. Innlent fréttaljós Riðið um svarta sanda og gyllta Sundreið á Snæfellsnesi Hinn feiti dauði Ámi Gunnarsson Sportlegur og hlaðinn staðalbúnaði Reynsluakstur Mazda 6 Erlent fréttaljós BUkur á lofti í veðurfari jarðar Davíð á faraldsfæti Davíð Oddsson forsætisráðherra situr fund forsætis- ráðherra Norður- landa og Eystra- saltsríkjanna í Riga i Lettlandi á mánu- daginn. Þaðan fer hann í opinbera heimsókn tO Litháens. Því næst fer Davíð tfl Þórshafnar í Færeyjum þar sem haldinn verður fundur for- sætisráðherra íslands, lögmanns Færeyja og formanns grænlensku landsstjórnarinnar. Hörpudiskveiöar bannaðar Hörpudiskveiðar hafa verið bann- aðar í Arnarfirði vegna þung- málmamengunar í fiskinum. Cadmín í hörpudiskinum er ofan við viðmiðunarmörk Evrópubanda- lagsins.ÝHefur þetta vakið athygli þar sem íslendingar hafa gjarnan státað af því að veiða sjávarfang í einu af hreinasta hafsvæði í heimi. - RÚV greindi frá. Baldur í afleysingar Ákveðið hefur verið að Vest- mannaeyjaferjan Herjólfur fari í slipp í Fredrikshavn í Danmörku 16. september og á Breiðafjarðarferj- an Baldur að leysa hann af á meðan. Viðgerðin mun taka niu daga og er Herjólfur þá væntanlegur tfl baka 29. september. Loftsteinn nærri jörðu Loftstemn sést með berum augiun frá jörðu um helgina og á að vera hægt að fylgjast með honum með kíki ef skyggni er gott. Loftsteinn- inn, sem ber nafnið 2002 NY40, er aðeins um 800 metrar í þvermál en jarðnánd hans verður mest á sunnu- dag. Þá verður hann í um hálfrar milljónar kílómetra fjarlægð. Enn ófundinn Leitin að ítalska ferðamanninum Davide Paita, sem saknað er á Látraströnd, hafði engan árangur borið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Aðstæður tfl leitar voru mjög erfiðar í gær en mannsins hafði þá verið saknað í átta daga. Hann er rúmlega þrítugur og hefur dvalið á landinu í á þriðja mánuð Maðurinn hóf göngu um Látraströnd norðan Grenivíkur við Eyjafiörð á fimmtudag í síðustu viku og hugðist ganga norður Látraströnd í tvo tO þrjá daga. Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftfi ábendingum frá þeim sem kynnu að hafa orðið varfi við ferðfi ítalans í Eyjafirði og nágrenni síðast- liðinn hálfan mánuð. Slátra 65.000 fjár Matvælafyrirtækið Norðlenska á Húsavík áæOar að slátra 65.000 fiár í haust. Það er mikO aukning frá síðustu sláturvertíð. Tekin verður í notkun ný vinnslulína sem gerfi það að verkum að hægt verður að auka framboð af fersku kjöti. - RÚV greindi frá. Stalst í peningakassa 16 ára pOtur hrifsaði fé úr pen- ingakassa á veitingastaðnum Quiznos við Suðurlandsbraut, rétt eftir klukkan 8 í gærkvöld. POturinn náðist 15 mínútum síðar skammt frá, þegar lögregla leitaði hans eftir lýsingu starfsfólks. -jtr/HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.