Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 33
32 Helgarblacf X>V LALJ GARDAGUR I "7. ÁGUST 2002 GeirJón Þórisson yfirlögregluþjónn er að öðrum ólöstuðum andlit löqreqlunnar íReykjavtk. Svo gripið sé til slanqurs úr villta vestrinu er hann það næsta sem Reykjavík kemst þvíað eiga „skerfara“. Ganqa má lengra oq kalla hann skerfara af Guðs náð, því GeirJón er afar trúaður oq virkur meðlimur íHvíta- sunnusöfnuðinum. Hann er líka vélvirki, fyrrverandi frístundatrillukarl oq einsönqvari, svo fátteittsé nefnt oq seqist aldrei missa sjónar á þvíívinnunni að enqinn sé vonlaus. Með Guði á vaktinni GEIR JÓN ER FÆDDUR og uppalinn Reykvíking- ur en fluttist til Vestmannaeyja 1974, árið eftir gos. Hann hafði lært vélvirkjun en fór til Eyja til að vinna sem verslunarstjóri í byggingavöruverslun hjá kunningjum. Tveimur árum eftir komuna til Eyja gekk Geir Jón til liðs við lögregluna. „Það var talað við mig um sumarafleysingar árið áður, 1975 - ætli þeim hafi ekki þótt ég það stór að ég myndi standa upp úr í lögreglunni - en það kom ekki til greina. Mér fannst það einhver alvitlaus- asta hugmynd sem ég hafði heyrt og taldi þetta starf ekki eiga við mig. Árið eftir var ég aftur beð- inn og þá sló ég til. Ég fann svo mjög fljótlega að þetta var starfið mitt.“ - Hvers vegna? „Ég hugsa það séu þessi nánu mannlegu sam- skipti. Að geta tekið á mannlegum harmleik til að afgreiða hann og leiða til lykta eins farsællega og mögulegt er. Að leiðbeina og þjónusta. Þetta er grunntónninn í þessu. Ég hef ánægju af að þjón- usta, hjálpa og taka á málum, allt frá fyrstu hjálp til þess að ljúka þeim.“ Geir Jón varð fljótt varðstjóri, þá rannsóknarlög- reglumaður. Hann var í félagsmálaráði, barna- verndarnefnd og í hinu smáa samfélagi varð hann fljótlega öllum hnútum kunnugur. Hann kynntist öllum sviðum löggæslugeirans og þekkti hvern ein- asta mann i Vestmannaeyjum að eigin sögn. „Ég var einn af fáum aðkomumönnum sem var nánast tekinn algerlega inn í samfélagið. Enn i dag er ég talinn Vestmannaeyingur, ekki AKP.“ - Með tvö vegabréf, ef svo má segja? „Já, og stoltur af því.“ - Hvað þýðir AKP? „Aðkomupakk,“ upplýsir Geir Jón og hlær hjart- anlega. Sægreifi í frístundum 1 Eyjum stundaði Geir Jón líka útdauða aukabú- grein með góðum árangri. „Það fyrsta sem ég keypti mér ásamt vini mínum við komuna var trilla. Við fórum mikið á skak og þegar yfir lauk hafði ég átt þrjár trillur ásamt tveimur félögum mínum. Þetta var fyrir kvótakerf- ið og við fiskuðum mikið. Aflinn var góður og þetta var ágætis aukabúgrein. Við létum byggja fyrir okkur plastbát og borguðum hann upp á einu ári.“ Hann segist þó ekki hafa getað hugsað sér að verða sjómaður í fullu starfi. Segist of mikill land- krabbi til þess þrátt fyrir breiðfirskt sjómannsblóð. Flest málanna sem komu til kasta Geirs Jóns í Eyjum segir hann hafa verið vinnuslys, töluvert hafi verið um þau á togurunum og á höfninni. „Svo var dálítið um innbrot. Þarna voru ungir og frískir strákar sem ég þurfti stundum að taka á og loka inni. En þeir eru góðir vinir mínir í dag og heilsa mér alltaf þegar við sjáumst. Þeir sáu villu síns vegar. Gaman að vita af því.“ - Þýðir nokkuð að standa í innbrotum í svona litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum?! Má ekki vænta þess að það komist fljótlega upp að gömlu hljómflutningstækin hans Gulla séu á dularfullan hátt komin inn í stofu hjá Kidda? „Ja, það er svo sem ekkert vit í því. Yfirleitt komst þetta mjög fljótlega upp. En það hafa svo sem komið upp mál í Eyjum sem ekki hafa verið upplýst." Eyjar eða Scala? Eftir tæpa tvo áratugi í Eyjum fannst Geir Jóni hann þurfa stærra svæöi til að athafna sig í faginu. Hann var 39 ára gamall og stóð á þeim tímamótum að vilja spreyta sig annars staðar, í stærri tjörn ef svo má segja. Þá sótti hann um og fékk starf sem aðalvarðstjóri við lögregluna í Reykjavík. Fljótlega varð hann aðstoðaryf- irlögregluþjónn og að lokum yfirlögregluþjónn. „Ég hafði unnið einn vetur hjá lögreglunni í Reykja- vík, árið 1984, þegar ég fór í Söngskólann. Mér líkaði vel og fannst vinnan í Reykjavík góð tilbreyting. Ég var því ekki allsendis ókunnugur þegar ég kom hingað 1992.“ - Söngskólann, segirðu? „Ég hef sungið mikið frá unga aldri. Byrjaði fyrir þrjátíu árum í kirkjukór Breiðholtskirkju. Ég hélt áfram að syngja í kirkjukórnum í Vestmannaeyjum og organistinn þar, Guðmundur Hafliði Guðjónsson, sá einsöngvara í mér. Hann fór að ýta undir það og þjálfa mig. Ég fór því að syngja einsöng við jarðarfarir og aðr- ar athafnir og söng meðal annars með Sinfóníuhljóm- sveitinni á goslokaafmælinu ‘83. Ég fékk áhuga á þessu og leiðbeinendur sem komu til Eyja hvöttu mig til að fara í Söngskólann í Reykjavík.“ Geir Jón lauk fimmta stigi í Söngskólanum og þótti það efnilegur að honum var boöið að syngja hjá Is- lensku óperunni. Hann segir þó Scala og Metropolitan ekki hafa freistað mjög. „Á lokatónleikunum í íslensku óperunni var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég vildi ekki halda áfram, fara í frekara nám og vinna hjá Óperunni. En ég sá ekkert nema fjölskylduna og Eyjarnar svo ég afþakk- aði það. Ég sé svo sem ekkert eftir því. Það eru nógu margir og miklu betri söngvarar sem hafa lagt sönginn fyrir sig. Mitt hlutskipti var annað. En ég syng enn í mínum söfnuði og kirkjukórum, oft einsöng." - Þú ert bassi, væntanlega? „Ég er baritón en syng fyrsta bassa í kórum.“ - í messurýni Fókuss var þér líkt við Barry White. Er það nærri lagi? „Já, ég sá það. En ég þekki hann ekki neitt og get því ekki borið um það.“ Kóka ltóla-fólk Það eru svo sem engin ný tíðindi að glæpir og of- beldi í Reykjavík hafa farið síharðnandi, sveita- bragur og hugarfar smæðarinnar eru endanlega farin af undirheimum borgarinnar. Ný og grimmi- legri mál koma sífellt og reglulega upp, nú síðast fólskuleg og lífshættuleg árás tveggja alræmdra of- beldis- og afbrotamanna, kenndum við Skelja- granda, og föður þeirra, á saklausan vegfaranda sem næstum beið bana. Hvernig upplifa lögreglu- menn þessa þróun og það að kljást við miskunnar- laust fólk? „Staðreyndin er sú að þetta er harðnandi heimur. Yngra og yngra fólk er á kafi í eiturefnum og býr á götunni. Það finnst okkur sorglegt. Virðing fyrir lögreglunni er lítil og fer hrakandi. Hverju þar er um að kenna er vert að skoða en hlýðni við yflrvald virðist vera almennt mjög erfitt íslendingum. Ég held að víkingablóðinu sé um að kenna. Við vegum hægri vinstri, hugsum mest um eigin þarfir og ósk- ir og förum einfaldlega frá A til B án þess að spyrja kóng eða prest. Tillitssemi, lipurð, umburðarlyndi, virðing - mér finnst vanta þetta í þjóðarsálina okk- ar. Skortur er einnig á aga, sem er grunnurinn að hinu. Trúlega þarf að taka upp einhvers konar þjálfun ungs fólks, skyldri heraga. Ég á að sjálfsögðu ekki við eiginlegan her heldur svipað prógram þar sem ungt fólk er þjálfað í að bera respekt, virða yfirvald, vinna undir aga og kommandó og bjarga sér í lífinu. Hver er staðan í dag ef sú staða kemur upp að lög- reglan þarf á varaliði að halda? Að vísu er hér gott og hæft björgunarsveitarfólk en ef við einhvern tím- ann þyrftum á að halda varaliði væri ómetanlegt að geta kallað til ungt fólk nýkomið úr svona þjálfun,“ segir Geir Jón og lýkur máli sínu kankvís á svip: „Ég verð að segja að mér finnst allt of mikill kóka kóla-bragur á mörgu ungu fólki og þætti gaman að finna meiri lýsislykt af því!“ Góði strengurinn Geir Jón segist ekki búast við því að íslenskir lög- reglumenn muni neyðast til að vopnast. Hann segir is- lenska glæpaheiminn það lítinn og ekki sé séð fram á að þjóðin muni stækka svo mjög í nánustu framtíð að það hafi umtalsverð áhrif á glæpaflóruna hér. Góð- kunningjarnir séu vel þekktir og mest sé það sama fólk- ið sem fremji glæpina. - Hvað segir þú við síbrotamanninn sem situr fyrir framan þig í fimmtugasta skiptið? „Það er nú það,“ segir Geir Jón og dæsir. „Því mið- ur fyrir marga af þessum mönnum þá er þeim nákvæm- lega sama. Þeir eru bara í þessu munstri. Innst inni í öllum mönnum er samt ákveðinn strengur - vottur ábyrgðar og samvisku - sem hægt er að höfða til, þó víst sé hann oft lítill og viðkvæmur. Gallinn er sá að maður hefur yfirleitt bara ekki nægan tíma til að eiga við þennan - Verðurðu aldrei reiður, missir þolinmæð- ina? „Jú. Það gerist.“ - Læturðu fólk þá heyra það? „Já, stundum. Annað dugar ekki á suma en virkilega að hella sér yfir þá. En stundum getur maður gengið of langt í hita leiksins svo maður sjái eftir því og þá verð- ur maður að geta beðist afsökunar. Sérstaklega hleyp- ur í skapið á mér þegar saklaust fólk sem getur nánast ekkert varið sig verður fyrir barðinu á sömu einstak- lingum aftur og aftur, nánast bjargarlaust gegn ítrekuð- um, einbeittum og alvarlegum árásum af einhverju tagi sem smám saman tortíma þeim og eyðileggja líf þeirra. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Helcjctrblaö X>V 4 Geir Jón frelsadist 14 ára gamall á sam- komu bandarísks predikara í Fríkirkjunni: „Þetta var kvöldsamkoma á sunnudegi og ég kom á samkomuna bara til að láta heyra í mér, trufa og stríða. Sætin voru bíóstólar, með setum sem hægt var að velta upp og ég gerði mér leik að því að skella þeim saman. En þá tók Guð í hnakkadrambið á litla karlinum. “ Það er einfaldlega óþolandi og hlutur sem maður getur ekki sætt sig við. Úrræði laganna eru hins vegar oft þvi miður takmörkuð." - Missið þið einhvern tímann stjórn á ykkur? „Auðvitað getur það gerst. Við erum bara menn. Ég held að enginn lögreglumaður treysti sér til þess að fullyrða að hann hafi aldrei brugðist. Við búum hins vegar yfir þjálfun og reynslu sem á að koma i veg fyrir það. Hins vegar geta komið upp þær aðstæður að slíkt gleymist í hita leiksins. Við reynum hins vegar af alefli að koma í veg fyrir það og læra af reynslunni ef það gerist." Trúgimin erfið í starfinu Helstu kosti sína sem lögreglumaður telur Geir Jón vera umburðarlyndi og að hann eigi auðvelt með að lynda við fólk. I takt við hinn trúaða mann nefnir hann einnig þann kost að geta fyrirgefið. Það síðastnefnda getur reyndar einnig virkað sem ákveðinn galli því Geir Jón segist stundum vera aðeins of trúgjarn. Hann vill reyna sitt besta til að trúa fólki. - Er það ekki ákveðin fötlun fyrir lögreglumann? „Jú, það getur verið slæmt þegar logið er að manni hvern einasta dag eins og oft er í þessu starfi. En mig langar að trúa fólki. Þegar á móti manni situr einstak- lingur sem hefur brennt allar brýr að baki sér og lofar því að núna ætli hann að snúa við blaðinu, sver og sárt við leggur að hann ætli sér að verða nýr og betri mað- ur, þá er mjög erfltt að hafna því alfarið. Þá vil ég af fremsta megni trúa fólki. Það væri svo ósanngjarnt að segja einfaldlega að þetta hefði viðkomandi oft sagt áður og vilja ekkert mark á honum taka. Ég hef nefni- lega séð menn, gjörsamlega vonlausa í manna augum, umsnúast eins og hendi væri veifað. Þess vegna trúi ég því að allir eigi sér einhverja von.“ Geir Jón segist fyrir löngu hafa áttað sig á því að hann geti ekki tekið allt persónulega sem sagt er við hann í vinnunni. Starfsins vegna hitti hann fólk undir erfiðum kringumstæðum og það sé oftar en ekki frekar að tala við „búninginn" en hann persónulega. „Maður áttar sig á því að sumt er ósanngjarnt. En veit jafnframt að þetta verður maður að þola og leiða hjá sér. Eins er það að lögreglan verður að koma fram sem einn maður. Stundum lendir maður í því að fram- fylgja hlutum sem maður er kannski ekki alveg sam- mála í hjarta sínu eða segja og verja hluti sem maður hefur kannski einhverja aðra skoðun á. Við slíkar að- stæður er gott að geta leitað til guðs.“ Frelsaðist í Fríkirkjunni Geir Jón er alin upp á trúuðu heimili - Hvítasunnu- safnaðarfólks - og segir trúna sér í blóð borna. Hann hafi hins vegar sjálfur ekki verið móttækilegur fram eftir aldri og frekar andsnúinn. Á fjórtánda ári hafi hann hins vegar orðið fyrir ákveðinni reynslu sem fékk hann til að skipta um skoðun. „Guð mætti mér á ákveðnu augnabliki, þar sem ég var í uppreisn og mótþróa. Á þessum tíma var uppeldi almennt strangara en i dag. Foreldrar mínir vildu mér vel en ég vildi gera annað. Fólk gengur í gegnum ýms- ar breytingar á unglingsárunum og eins og fólk veit fylgja því oft átök að segja skilið við æskuna og verða fullorðinn. Sem barn fór ég í sunnudagaskólann en þeg- ar ég varð unglingur vildi ég fara mínar eigin leiðir og eins og aðstaðan var þá fyrir trúaða einstaklinga var það erfiðara. Hlutirnir voru miklu strangari þá en í dag. Ég er mjög félagslyndur maöur og vil vera með fólki. Ég hélt að trúin væri einvera. En drottinn sýndi mér að svo er ekki og ég tók það gæfuspor að fylgja honum.“ - Hvernig kom það til? „Það gerðist bara allt í einu á einni samkomu í Frí- kirkjunni hjá predikara að nafni Oswald J. Smith. Þetta var kvöldsamkoma á sunnudegi og ég kom á sam- komuna bara til að láta heyra i mér, trufla og stríða. Sætin voru bíóstólar, með setum sem hægt var að velta upp og ég gerði mér leik að því að skella þeim saman. En þá tók Guð í hnakkadrambið á litla karlinum. Hann mætti mér þannig að hann braut mig niður, egóið og uppreisnina og ég fékk syndaneyð. Ég blygðaðist mín fyrir það sem ég hugsaði og stóð fyrir og þráði að eiga líf í Jesú Kristi. Ég bað Guð að fyrirgefa mér og taka við mér - iðraðist - og þá breyttist allt lífið. Þetta var svo ljóslifandi fyrir mér. Ég sá unga fólkið syngja í kringum mig og áttaði mig á að þetta vildi ég gera. Þessu vildi ég tilheyra. Hvítasunnusöfnuðurinn hefur síðan verið mitt andlega heimili.“ - Og þú hefur ekki litið til baka síðan? „Aðalatriðið er að með því að taka við Jesú Kristi öðlast maður trú, kærleika og fyrirgefningu sem maður reynir að rækta og varðveita upp frá því. Ég er breysk- ur maður eins og við öll og hef gert mín mistök en ég iðrast og reyni að bæta ráð mitt ef ég finn að ég hef brugðist. Kærleikurinn hjálpar mér í gegnum svo margt. Guð byggir mig upp og gefur mér styrk. Ég leita til hans og það hefur hjálpað mér mikið i þessu starfi. Bænin er til dæmis min besta áfallahjálp." - Finnur þú fyrir honum með þér í starfinu? „Já, svo sannarlega. Ég bið oft til hans og finn fyrir honum.“ - Hvenær er það helst? „Þegar mikilvægt er að ég bregðist rétt við. Erfiðustu aðstæður sem maður lendir í er þegar eitthvað ægilegt hefur gerst á heimili fólks - heimilisófriður eða eitt- hvað þaðan af verra - eða þegar maður þarf að færa fólki váleg tíðindi á heimili þess. Fyrstu orðin sem lög- reglumaðurinn segir geta annaðhvort virkað græðandi eða sem sprenging. Það þarf ekkert að hafa að gera með lögreglumanninn heldur þau algengu viðbrögð fólks að „skjóta sendiboðann". Þegar svo mikiö veltur á fram- komu manns er hætta á að maður bregðist. Og þá er gott að leita til drottins." Darwin og steinkast - Mörg ríki í Bandaríkjunum, þar sem mikið er um trúað fólk, hafa neitað að hafa kenningar Darwins á námskrá skóla sinna og kenna sköpunarsöguna eins og hún er í Biblíunni. Hverju trúir þú? „Ég trúi því sem stendur í Biblíunni. Ég kann ekki að skýra það frekar. Biblían lætur vera að skýra það frekar. Trúin er fullvissa um það sem maður vonar og sannfæring um hluti sem maður sér ekki. Trú snýst um það. Og af hverju ætti ég að trúa því að Darwin hafi frekar rétt fyrir sér en Biblían? Texti Biblíunnar er svo miklu dýpri en mannshugurinn getur umfaðmað. Til dæmis segir á einum stað að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum en á öðrum að einn dagur sé fyrir Guði sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Það þýð- ir ekki að lesa Biblíuna bara bókstaflega, textinn er svo margræður." Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, og Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, eru líklega þekktustu forsprakkar trúar- söfnuða hér á landi. Hægt er að kalla þá bókstafstrúarmenn og þeir hafa mjög ein- dregnar, strangkristnar skoðanir sem ekki rúma mikið umburðarlyndi gagnvart ýmsum minnihlutahópum - til dæmis samkynhneigðum - og hafa strangar skoðanir á mannlegu atferli, predika skírlífi og hreinlífi og undir- gefni gagnvart guði. Flestum Islendingum þykir fátt til þeirra málflutnings koma og frekar er ímynd þeirra nei- kvæö meðal þjóðarinnar, eiginlega þykja þeir öfgamenn. Hvað segir Geir Jón um trúbræður sína? Er hann jafn- mikill harðlínumaður og þeir? „Ja, ég segi bara aftur fyrir mig að ég trúi því sem stendur í Biblíunni. Sumir fókusera kannski á ákveðin atriði umfram önnur. Sumir leiðtogar trúarsafnaða eru sterkir karakterar sem hafa sterkar skoðanir. Það er þeirra mál og misjafnt hvernig fólk tjáir sig um þetta. Ég segi bara við hvern og einn: Lestu Biblíuna og leitaðu með þitt til drottins. Gáðu hvað hann segir við þig. Ég er maður kærleikans og umburðarlyndis. En allt það sem er synd þarf að hreinsast, bæði úr mínu lífi og annarra. Það er hins vegar ekki mitt að segja hverjir eru meiri syndarar en aðrir. Ég segi bara eins og Jesú: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Það virðast margir kasta steinum í dag.“ -fin -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.