Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Viðburður fólksins Fimmtíu þúsund manns voru á Menningarnótt í miö- borg Reykjavikur aldamótaárið 2000, þar sem allir aldurs- hópar skemmtu sér saman, kynntust menningu og listum í borginni, auöguðu mannlífiö, sýndu sig og sáu aðra. Veörið lék við borgarbúa og gesti þeirra, dagskráin var þétt, ekki síst í tilefni ársins. Verið var að kveðja öld og árþúsund. Menningarnótt í Reykjavik, sem þá fór fram í fimmta sinn, hafði fest sig í sessi. Fólkið vildi vera með. Allir lögðu sig fram, hvort sem voru þátttakendur í lista- nóttinni eða almenningur. Hefðin sem skapast hefur, á þessum fáu árum, sást best á liðnu ári. Þá voru aðstæður aðrar, rigning og vindbelg- ingur. Menn létu það þó ekki á sig fá þvi um fjörutíu þús- und manns nutu þess sem var á boðstólum. Tónlistarmenn léku af fmgrum fram, jafnt á kaffihúsum, i verslunum og á götum úti. Handverks- og listamenn opnuðu smiðjur sín- ar og vinnustofur. Flugeldasýning á hafnarbakkanum lýsti upp himininn og dansinn dunaði fram á nótt. Enn er komið að hinni árlegu hátið í höfuðborginni. Nóttin er löng þessa síðsumarhelgi því dagskráin hefst á hádegi í dag, laugardag, og stendur fram á næstu nótt, fram á afmælisdag borgarinnar 18. ágúst. Reykjavíkur- maraþon verður einnig í dag og verður sameiginleg setn- ing þess og Menningarnætur klukkan tólf. Aðstandendur Menningarnætur segja að dagskráin hafi aldrei verið fjölbreyttari enda hafa margir tekið þátt í undirbúningi. Verslanir verða opnar fram í myrkur og sama gildir um veitingahús, kirkjur, söfn, gallerí og vinnustofur. Þar verður boðið upp á margs konar við- burði í tilefni hátíðarinnar í borginni. Húsin lifna við sem og ýmsar verur og vættir. Tónlist mun hljóma um mið- borgina, allir sýningarsalir og söfn Reykjavíkurborgar verða opin, dansað verður inni sem á götum úti. Dagskrá verður viða samfelld í fyrirtækjum og listastofnunum. Skagfirðingar verða sérstakir gestir Menningarnætur í Reykjavík að þessu sinni. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um stöðu miðborgarinnar. Margir hafa óttast að hún gæfi eft- ir, drabbaðist niður. Menningarnóttin er merki þess að lítil hætta er á slíku. Borgarbúar og gestir þeirra þrá að komast í miðborgina og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða. Hvað sem liður umræðu um samkeppni við nýj- ar verslunarmiðstöðvar keppa aðrir ekki við það sem í boði er í hjarta borgarinnar. Enda á svo að vera. Höfuð- borgarbúar og gestir þeirra sýna það þráfaldlega að þeir vilja hittast og gleðjast í borginni. Taka má undir orð Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem sagði við kynningu Menningarnætur nú að hún væri viðburður fólksins i borginni. Listamenn, fyrirtæki og síðast en ekki sist al- menningur hefðu gert hana að stærsta menningarvið- burði landsins. Menningarnóttin væri fyrir alla. Allir ald- urshópar eiga að finna eitthvað við hæfi sæki þeir Menn- ingarnótt í Reykjavík. Þessi borgarhátíð er sambland fræðslu og skemmtunar, sannkallað síðsumarkarnival. Hugmyndin er góð. Menn- ingarnóttin hefur náð að þróast og mun gera það um ókomin ár. Fjöldinn nýtir sér það tilefni sem gefst til að skemmta sér, taka þátt og hitta aðra. Andrúmsloftinu var ágætlega lýst í pistli Silju Aðalsteinsdóttur, menningar- stjóra DV, að lokinni Menningarnótt í Reykjavík fyrir tveimur árum: „En það er líka gaman að upplifa sig svo áþreifanlega sem hluta af vinsamlegu samfélagi. Allir voru svo sérkennilega kurteisir og allir voru góðir og glaðir.“ Megi svo einnig verða í dag og næstu nótt. Jónas Haraldsson X>V Lausnir þorpslæknisins Reynir Traustason rítstjómarfulltrúi Laugardagspistill „Þú skalt drífa þig heim og fara í bað. Síðan læt ég flytja þig á bráða- móttöku,“ sagði héraðslæknirinn grafalvarlegur og horfði á sjúkling- inn sem sýnilega var brugðið. „En er ég ekki með hjartaáfall?" spurði sá sjúki með hálfbrostinni röddu. „Svona, svona. Driföu þig. Þaö er ekki hægt að bjóða spítalanum upp á að taka við þér óböðuðum,“ sagði læknirinn óþolinmóður og bandaði frá sér með hendinni þar til sjúk- lingurinn snerist á; hæli og hvarf út' . um dyr I læknastof- uimar. Hjartsláttur Sólin var að hníga til viðar og bjarma sló á vesturfjöllin sem mynduðu þorp- inu skjól gegn grimm- um vetrarvindum. Sá sjúki gekk hægum skrefum áleiðis heim og var í þungum þönkum, enda hafði hann fram að þessu ekki glímt við hjartasjúkdóma af neinu tagi. Það var reyndar af hreinni rælni sem hann lagði leið sína til læknisins. Hann hafði á til- finningunni á mánudagsmorgni að hjartað slægi óþarflega hratt og var ekki viss um ástæður. Að auki var hann meö seiðing í vinstri hand- legg sem gat verið vísbending á hjartakvilla. Maðurinn var miöur sín eftir úrskurð læknisins og velti fyrir sér ástæðum þess að svo var komið. Hann var að vísu tæpum 30 kílóum of þungur en það hafði fram að þessu ekki komið að sök nema þegar hann pissaði og átti erfltt með að fmna tilheyrandi tól. En oflita olli auknu álagi á hjarta- vöðvann, það vissi hann, og þess vegna kom greiningin ekki svo mjög á óvart. Helgina á undan hafði hann drukkið ótæpilega og hann var aö byrja að jafna sig þegar hjartað tók á sprett. „En skrattakomið. Hjartað hefði átt að þola slikt,“ hugsaði hann með sér á göngunni heim. Meðferðarúrræði Þorpslæknirinn var annálaður fyrir sérkennilegar aðferðir íbúum til heilsubótar og bata. Hann hafði tekiö upp alls kyns frumlegheit til þess að fyrirbyggja að umbjóðend- ur stefndu sjálfum sér í heilsufars- legan voða sem aftur yrði til að auka álag á heilsugæsluna. Læknir- inn var einkar hæfileikarikur þar sem kom að greiningu og meðferð en helsti veikleiki hans var aö geta ekki vaknað fyrir hádegi. Þetta vissu þorpsbúamir sem fæstir vog- uðu sér að veikjast fyrr en seinni- partinn. Lækninum var áfengisbölið eink- ar hugleikið og hann var ekki í vafa um að óhófleg neysla leiddi til sjúkdóma sem aftur kölluðu yfir hann óþarfa álag. Hann hafði um árabil verið formaður barna- stúkunnar Vonar á staðnum, án þess þó að ná þeim fullnægjandi ár- angri sem að var stefnt. Alltaf var einn og einn kolsvartur sauður sem skaut upp kollinum í annars drif- hvítri hjörðinni og lenti á glapstig- um. Meðal áhugamála þorpslæknis- ins var kvikmyndagerð af hvers kyns tagi sem hann ástundaði á milli þess að hann gaf skjólstæðing- um sínum magnyl á báða bóga. Laugardagskvöld eitt var hann þungt hugsi yfir einum þorpsbúan- um sem átti það til að blóta Bakkus ótæpilega. Skyndilega uppljómaðist hugur hans og lausn á áfengisböli mannsins lá í augum uppi. Dansandi þorpari Þetta tiltekna kvöld var götu- veisla í einni af aðalgötum þorpsins og læknirinn tók hatt sinn og töku- vél og hélt á vettvang. Það var eins og hann grunaði. í miðri götuveisl- unni dansaði þorparinn stríðsdans og virtist vera fast að því viti sínu fjær af ofsfenginni gleði sem rekja mátti þráðbeint til ákavítisflösku sem stóð honum í beltisstað. Lækn- irinn ræskti sig og mundaði kvik- myndatökuvélina. Síðan tók hann til við að mynda manninn. Fífla- gangurinn færðist í aukana við at- hygli hins alsjáandi auga og dans- inn tók á sig þær myndir að annað eins hafði ekki sést í þorpinu síðan kýr nokkur slapp frá slátrara sín- um og fór með loftköstum um byggðarlagið. Myndatakan hélt áfram og læknirinn gætti þess vandlega að missa ekki úr eitt einasta brot af Bakkusardansi skjólstæðingsins. Hinir þorpsbúamir, sem voru einkar sómakært fólk sem í engu mátti vamm sitt vita, gáfu lækninum homauga. Pískrað var mn það í götu- veislunni að „nú væri læknirinn að gera enn eina tilraun- í miðri götuveislunni dansaði þorparinn stríðsdans og virtist vera fast að því viti sínu fjœr af ofsafenginni gleði sem rekja mátti þráðbeint til ákavítisflösku sem stóð honum í beltisstað. varlegur i bragði og kvaddi. Maðurinn horfði undrandi á eftir honum og hristi svo höfuðið. „Nú er hann loksins búinn að missa vit- ið,“ hugsaði hann með sér og gekk í gagnstæða átt. Maðurinn með hjartsláttinn gekk ákveðnum skrefum áleiðis heim til að hlýöa skipun læknisins. Hann hugleiddi hvort það væri mann- eskjuleg meðferð á sér, fárveikum manninum, að skipa honum að fara í bað. Sjálfur fann hann eitthvað at- hugavert við hjartsláttinn og skömmu áður en hann kom heim mætti hann póstbera staðar- ins. Venjan var þegar þorps- búar hittust að þeir ræddu stuttlega saman um sjósókn, tíðar- ma . Eldri kona með næmar tilfinn- ingar rifjaði það upp þegar hún fór til læknisins til að fá bót við brjóstsviða sem hrjáði hana. „Ég vildi fá töflur við þessu en hann skipaði mér að fara út að ganga,“ sagði hún við tvo ættliöi sem stóðu henni sinn til hvorrar handar. Tortryggnin var ráð- andi í götunni þar sem læknirinn beindi kvik- myndatökuvélinni stöðugt að dansandi drykkjumannimmi. Þeg- ar dansarann þraut ör- endi hneig hann niður í götima og læknirinn myndaði hrúgaldið í nokkrar sekúndur. í sömu svifum og tveir góðhjartaðir ná- grannar þess ofurdrukkna báru hann öldauðan áleiðis heim slökkti læknirinn á vélinni og smellti loki fyrir linsuna. Hann brosti drýg- indalega til annarra gesta götunn- ar, sem horfðu á hann með spurn- arsvip, og gekk áleiðis heim. „Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim,“ raulaði hann á göngunni, hæstánægður með afrakstur kvöldsins. Fárveikur í baði Hjartasjúklingurinn var niður- dreginn þar sem yfir honum vofði að fara dauðvona í bað. Á heimleið- inni hitti hann kunningja sem vildi vita hvemig hefði fiskast hjá smá- bátunum í þorpinu. „Það hefur ver- ið þokkalegt hjá stærri bátunum," sagði hjartasjúklingurinn og næstu minútumar ræddú þeir félagamir um bölvun kvótakerfisins og fólsku þeirra er búa sunnan Bröttu- brekku. Hjartasjúklingurinn leit á klukkuna og sýndi einkenni ókyrrðar. „Ertu að flýta þér eitthvað?" spurði hinn, enda hafði hann ekki vanist öðra en kunningi hans hefði nægan tíma til að ræða þjóðmál. „Ég er með hjartaáfall og þarf að drífa mig í bað,“ sagði sá sjúki al- far og nýjustu myndböndin. Pósturinn ávarpaði þann sjúka og spurði hvort hann hefði séð nýju Brace Wiliis- myndina. „Láttu mig í friði. Ég er með hjartaáfall og á að fara i bað,“ æpti sjúkling- urinn að póst- inum sem i skelfingu sinni hljóp í burtu svo að slatti af gluggapósti varð eftir í slóð hans. Það spurðist út um þorpið með hraða ljóssins að maðurinn með • hjartsláttinn væri orðinn brjálaður og segði öllum að hann væri með hjartaáfall og þyrfti að fara í bað. Einn af öðrum lagði leið sina fram hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.