Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 He/gorö/adf JOV 27 ert skemmtilegra, það er min ástríða. Það var mjög gaman að byggja upp Leikfélag islands. Þetta voru mjög skemmtileg ár. Auðvitað þyngdist róðurinn seinni árin og það tók á. Þó framkvæmda- og fjár- málastjórn væri á annarra höndum og mitt starf fælist i listrænni stjórnun þá hafði þetta auðvitað áhrif hvert á annað. Fyrst og fremst er ég leikstjóri og listamaður. Þar nýt ég mín best.“ Var erfitt að hætta? „Það var í raun ekki mjög erfitt. Ég hafði alltaf ætl- að að hætta um þetta leyti. En ég hefði auðvitað kos- ið að leikfélagið hefði fengið að blómstra áfram, það átti það skilið. Leikfélag íslands setti upp yfir fjörutiu leiksýningar. Nokkrar þeirra voru frábærar, margar ágætar og ein og ein mistókst." Mótsagnakennd gagnrýni - Hver heldurðu að listræn þýðing Leikfélags ís- lands hafi verið? „Ég er kannski ekki besti maðurinn til að meta það. Ég er sjálfur stoltur af mörgum sýningum sem við settum upp, margar þeirra voru í háum listræn- um standard og aðrar skemmtilegar og náðu nýjum hópi inn í leikhúsið. Kannanir hafa sýnt að eftir 1994 jókst aðsókn ungs fólks að íslensku leikhúsi. „ Varla kemur nýtt Leikfélag Islands. En þab kemur eitthvað annab, nýtt og sþennandi í staðinn. Þeir voru margir sem trúbu ekki ab félagið þyrfti á auknum stubningi ab halda þótt á þab hefbi verið bent í þrjú ár. Eftir ab Leikfélag ís- lands hætti áttubu margir sig á því ab sjálfstœb leikhús þurfa líka stubning. Tfirvöld hafa þegar tekib við sér og hœkkab styrki til sjálfstœðu leikhús- anna. Þab er gott, aðstœbur fyrir leikhúsrekstur eru því að batna og œttu að gera nýjum leikhópum aubveldara um vik. Þab vill oft brenna við að leik- hús eru studd til ab byrja með en síðan er ekki hlúð nægjan- lega vel að þeim til ab þau geti haldið áfram ab vaxa og Það er jákvætt. Ég held að með mörgum nýjungum sem Leikfélagið innleiddi hafi komið ferskir straumar og nefni ég sem dæmi starfrækslu hádeg- isleikhúss. Við frumfluttum fyrstu verk nokkurra nýrra íslenskra höfunda sem síðan hafa haldið áfram að skrifa fyrir leikhús og margir listamenn sem eru áberandi i dag stigu sín fyrstu skref hjá Leikfélagi íslands. Við rákum leikhús við ákveðnar aðstæður og þurftum þvi auðvitað að velja verkefni út frá því. Það var afskaplega margt sem okkur langaði til að gera en gátum ekki gert. Ýmis gagnrýni sem við fengum var sanngjörn en stundum var hún mótsagnakennd. Til dæmis gagn- rýndi sami maðurinn Leikfélag íslands fyrir að velja verkefni of mikið út frá markaðsforsendum og hins vegar fyrir að sníða sér ekki stakk eftir vexti! Ómálefnaleg gagnrýni af þessu tagi dæmir sig sjálf.“ Af hverju hefur allt þetta unga fólk valið sér leik- húsið sem tjáningarmiðil? „Það sem mér finnst heillandi við leikhúsið er ná- lægðin við áhorfendur og galdurinn sem gerist þeg- ar leikhúsið er upp á sitt besta. Þótt góðu stundirn- ar í leikhúsinu séu ekki óteljandi þá eru þær ótrú- lega magnaðar. Sterkustu listupplifanir mínar eru í leikhúsi. Leikhúsið er í eðli sínu ljóðrænt og getur verið stærra en lífið. Það býður því upp á meira frelsi en margir aðrir miðlar þar sem raunsæið er allsráðandi. Það sem gerir leikhúsið svo víbrandi og lifandi er að þar gerast hlutirnir bara einu sinni. Ekkert verður endurtekið. Leikhúsið er ástand þar sem núið er allsráðandi. Sigur i kvöld er ekki ávís- un á sigur á morgun. Þegar maður situr út í sal og horfir á eigin sýningar þá er mikill munur á þeim frá einu kvöldi til annars. Stundum er ég alls ekki sáttur þótt kvöldið áður hafi ég verið himinlifandi. Það er meðal annars út af þessu sem ég öfunda ekki leikarana af hlutskipti sínu. Þeir þurfa að standa á sviðinu á hverju kvöldi og þá dugar ekkert minna en það besta. Ég veit að það tekur oft á.“ Vildum reka gott leilthús Heldurðu að það komi eitthvað í staðinn fyrir Leikfélag íslands? „Varla kemur nýtt Leikfélag íslands. En það kem- ur eitthvað annað, nýtt og spennandi, í staðinn. Þeir voru margir sem trúðu ekki að félagið þyrfti á aukn- um stuðningi að halda þótt á það hefði verið bent í þrjú ár. Eftir að Leikfélag Islands hætti áttuðu margir sig á því að sjálfstæð leikhús þurfa líka stuðning. Yfirvöld hafa þegar tekið við sér og hækk- að styrki til sjálfstæðu leikhúsanna. Það er gott, að- stæður fyrir leikhúsrekstur eru því að batna og ættu að gera nýjum leikhópum auðveldara um vik. Það vill oft brenna við að leikhús eru studd til að byrja með en síðan er ekki hlúð nægjanlega vel að þeim til að þau geti haldið áfram að vaxa og dafna. Þetta gerðist bæði með Leikfélag íslands og Frú Em- ilíu þótt starfsemi þessara leikhúsa hafi verið ólík. Það verður aö virða og meta árangur, það er ekki hollt fyrir framgang leiklistarinnar að vera alltaf að byrja á núllpunkti. Hafnarfjarðarleikhúsið er gott dæmi um leikhús sem hefur fengið svigrúm til að vaxa og dafna. Að því hefur verið hlúð og ég vona að svo verði áfram. Opinberu leikhúsin eru máttar- stólpar í leiklistarlifinu og aðstaða þeirra þarf að vera tryggð. En auðvitað verður líka að vera svig- rúm fyrir nýja óreynda aðila að koma inn á sviðið." Gerðuð þið einhver mistök í rekstrinum? „Á sjö árum voru auðvitað gerð mistök en við lærðum mikið á þessum tíma. Þeir sem stóðu á bak við Leikfélag íslands voru í þessu af ástríðu. Við vildum reka gott og skemmtilegt leikhús og lögðum okkur alla í það. Allir hluthafar lögðu heilmikið í Leikfélag íslands, bæði vinnu en einnig fé.“ Þú ert búinn að reka leikhús í sjö ár og ert aðeins 28 ára? „Jújú, ég er rétt að byrja. Nú leikstýri ég meira en nokkru sinni fyrr og ég nýt þess mjög. Það er mjög gott að geta einbeitt sér að leikstjórninni." Umdeild staða á Akureyri Magnús Geir sótti um leikhússtjórastöðu hjá Leikfé- lagi Akureyrar en fékk ekki. Varst þú ekki með mesta reynslu umsækjenda af leikhússtjórn? „Eflaust var ég það. En það er margt sem spilar inn í svona ákvarðanir, t.d. byggðamál og samsetning leik- húsráðs. Þorsteinn Bachmann er traustur og góður maður. Hann á vafalítið eftir að reka leikhúsið með miklum sóma.“ Kom það þér á óvart að þú skyldir ekki fá stöðuna? „Ég hefði verið tilbúinn að takast á við þetta verk- efni og sá ýmis sóknarfæri fyrir Leikfélag Akureyrar." Ekld hræddur við tilfinningar Um síðustu helgi frumsýndi Sumaróperan í sam- starfi við Leikfélag Reykjavíkur óperuna Dido og Eneas eftir Henry Purcell í Borgarleikhúsinu. Magnús Geir leikstýrði óperunni en það er í fyrsta sinn sem hann tekst á víð slíkt verkefni. Óperan hefur hlotið afar jákvæða dóma, meðal annars var sagt í dómi í DV: „Hún geislaði svo af leik- og söng- gleði að maður gersamlega tapaði sér og er það ekki síst snilldarlegri leikstjórn Magnúsar Geirs að þakka.“ „Ég hafði tekist á við söngleiki sem var góður grunnur," segir hann. „Ég hef rosalega gaman af stórum tilfinningum í leikhúsi og er óhræddur við að leyfa þeim að gossa án þess að dempa þær mik- ið. Ópera er því ágætis vettvangur fyrir mig því þar eru tilfinningarnar stórar og sveiflurnar milli gleði og harms miklar. Þær eru langt frá því að vera raunsæjar eða lógískar. Óperur bjóða upp á mikla túlkunarmöguleika og oft eru heilu aríurnar um eina tilfinningu í stað þess að eiga sér lógíska fram- vindu í samtölum. Það má því segja að óperur bjóði upp á mikið höfundarverk leikstjóra og eru krefj- andi. Því þykja mér þær spennandi. Ég gæti vel hugsað mér að takast á við aðra óperu fljótlega. Ég klóraði mér mikið í höfðinu yfir því hvaða leið ég ætti að fara við uppsetninguna á Dido og Eneas. Mér hefur oft fundist óperur þungar og jaðra við að vera leiðinlegar; of lítið leikhús og möguleik- ar óperuformsins vannýttir. Mig langaði að segja skýra sögu og að áhorfendur hefðu gaman af sýn- ingunni. Þegar ég byrjaði að skoða verkið rakst ég á eina setningu i söguþræði óperunnar þar sem sagði að aðalpersónurnar hefðu horfst í augu og samstundis orðið ástfangnar. Þarna fannst mér ég finna lykil að frásagnarmátanum. Svona sögu er ekki hægt að nálgast á raunsæjan hátt. Naív saga kallar á naíva framsetningu sem aftur bauð upp á mikinn leik og skemmtilegheit. Ég er mjög sáttur við útkomuna og einnig fram- kvæmd uppfærslunnar. Þetta er mjög ung sýning. Aðalsöngvararnir eru sterkir, ferskir og spennandi. Þeir eru allir í yngri kantinum og voru tilbúnir að ganga langt á leikræna sviðinu. Sömuleiðis er kór- inn ungur og í mjög krefjandi hlutverki í sýning- unni. Hann er á sviðinu allan tímann og bregður sér í allra kvikinda líki.Hljómsveitarstjórinn er ungur snillingur frá Wales. Sýningin var unnin á mjög stuttum tíma, það liðu einungis þrjár vikur frá fyrstu æfingum og fram að frumsýningu. Þetta var mjög skemmtileg glíma.“ Aftur á skólabekk Það er skammt stórra högga á milli hjá Magnúsi Geir því næsta verkefni hans er að leikstýra farsan- um Fullkomið brúðkaup sem settur verður upp í Loft- kastalanum í september. „Það er mjög skemmtilegt verkefni. Ég hef á síð- ustu árum leikstýrt öðru hverju hjá Herranótt í MR. Ég hef ætíð litið á það sem gæluverkefni, þegar ég hef viljað vera góður við sjálfan mig. Ég hef haft ofsalega gaman af því að vinna með Herranótt. Það er hægt að gera margt með ungu fólki og hóparnir eru yfirleitt mjög sterkir. Fyrir nokkru fæddist hugmynd um að sameina krafta leikfélaga framhaldsskólanna og setja upp sýningu með rjómanum af leiklistarfólki skól- anna. Hugmyndinni var vel tekið og ákveðið var að kýla á þetta og MR, MH, MS, Kvennó og Versló tóku höndum saman en þessir skólar hafa verið með kröft- ugustu leikfélögin síðustu ár. Þau vildu setja upp farsa sem er ekki það auð- veldasta fyrir áhugafólk, enda engin ástæða til að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur. Fullkomið brúðkaup er drepfyndinn týpískur farsi um misskiln- ing, framhjáhöld og klúður af öllu tagi. Til viðbótar höfum við sett popplög inn í verkið og mér sýnist stefna í sýningu sem verður hin besta skemmtun." Fyrir tveimur árum setti Magnús Geir upp rússneska leikritið Stjörnur á morgun- himni og hlaut sýningin mikið lof. Nú stendur til að hann setji sýninguna upp á nýjan leik og í þetta skiptið í Edinborg i Skotlandi. „Ég á frábærar minningar frá Stjörnum á morgunhimni hér á íslandi. Það var því gaman að vera boðið að leikstýra leikritinu á ný. Reyndar er svolítið skrýtin tilfinning að nálgast sama leikritið í annað skiptið, það hef ég aldrei gert áður.“ En það er fleira á döfinni? „Ég er líka að hefja mastersnám í leikhúsfræðum i Wales. Ég hlakka til að setjast á skólabekk aftur. Nú ætti að gefast næði til að hella sér í lestur af fullum krafti. Ég mun aðallega stúdera leikstjórnarstefnur 20. aldar auk breskrar og franskrar nútímaleikritun- ar. Námið er sérhæft og sniðið að leikhúsfólki með mikla reynslu. Ég mun sökkva mér í það samhliða þvi að undirbúa sýningu sem ég set upp hér heima haustið 2003.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.