Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 34
4-2 Heígctrhlaö 1Z>V LAUGARDAGUR 17. AOÚST 2002 Riðið um svarta sanda og gyllta Þarsem tíu hestamenn eru samankomnir, þar er stanslaust fjör. Þanniq i/ar það hjá samferðafólkinu sem reið Lönqufjörur á Snæfellsnesi á döqunum. Gunnar V. Andrésson, Ijósmqndari DV, var með íför oq skrásetti ímáli oq mqndum. AÐ FERÐAST UM Á HESTUM og skoða landið er sérstök og ólýsanleg upplifun. Við vorum undir styrkri stjórn og leiðsögn Þormars Ingimarssonar og Þórðar Ólafssonar, stráka sem kunna vel til verka í hestaferð. Til að allt fari vel þarf góða stjórn og skipu- lagningu til að halda utan um stóran rekstur og fá mannskapinn til að verða samstiga. Tæplega þrjátiu hestar voru til skiptanna sem við rákum. Hvítfreyðandi foss steypist fram af björgum. Stapafellið er í baksýn. Sjónmengun í landslaginu Fyrsta dagleiðin var frá Kálfalæk að Snorrastöðum, bæ með alla aðstöðu fyrir hestamenn á ferð. Gist var þar eina nótt en Böðvarsholt var náttstaður okkar það sem eftir var, í fjórar nætur, ferðaþjónustubær sem er út undir Búðum. Ferðatilhögun var sú að riðn- ir voru áfangar eða dagleiðir sem enduðu í girðingar- hólfum fyrir hestana yfir næturnar. Bændur á nesinu selja beit og greiða fólki götuna sem mest þeir mega. Lítið sést til bæja þar sem riðið er um Löngufjörur. Flestir bændur sveitarinnar huga vel að eignum sín- um og allt er til fyrirmyndar í kringum býlin með fá- einum undantekningum þó, þar sem véla- og bílhræ ásamt girðingardræsum var sem sjónmengun í lands- laginu. Þetta er vandamál sem verður að taka á. Á mörgum þessara bæja er fólk komið til ára sinna og megnar ekki að taka til hendinni við ruslið sem keypt var á sínum tíma. Er ekki kominn tími til að um- hverfisráðuneytið blási til sóknar og komi þarna að máli og fái til liðs við sig björgunarsveitir landsins og Gylltir sandar Snæfellsness riðnir. hreinsi til? Björgunarsveitirnar eru farnar að smala afrétti landsins, því spyr ég; gæti þetta ekki verið ein leið til fjáröflunar? ,yA. snúruna með þig!“ Öll leiðin út á Arnarstapa, þar sem ferðinni lauk, er eitthvað um 100 km. Þrátt fyrir að ferðalagið sé um fjörur Snæfellsness þá er leiðin mjög fjölbreytt og raunar svo að það er enginn dagur eins, alltaf eitthvað nýtt að skoða og upplifa. Svartur sandur eða gylltur, blautur eða þurr. Oft var sandurinn svo þéttur að rétt markaði fyrir skeifunni og langar töltbunur riðnar við þær einstæðu aðstæður. Fuglalif er þarna með fjölskrúðugasta móti. Til dæmis hittum við konung fuglanna, örninn, reynd- ar þrjá fugla. Einn þessara höfðingja sat á kletti og virti okkur fyrir sér í um 10 m fjarlægö. Það þvældist ekki fyrir þeim Þormari og Þórði að hemja og handsama hestana úti á víðavangi. Rekst- ur var stöðvaður og lítið fluguveiðihjól með litaðri línu tekið upp úr vasa og slegið utan um hópinn. Fólkið raðaði sér síðan sem staurar á línuna og var haft sem orðatiltæki; á snúruna með þig. Með þessu móti var auðvelt að hafa hestaskipti, eða hvíla og beita. Allt gekk þetta fumlaust fyrir sig. Söngur og sögur Við riðum að meðaltali 5 klst. á dag þannig að hvorki hestar né menn þreyttust að ráði á dagleið- inni. Svo var það hitt fjörið í ferðinni; kvöldin með grilli, góðum drykkjum, söng og gítarspili. Þar sem Þormar Ingimarsson er á ferð, þar er gítar og söng- hefti. Þar var sko slegið í klárinn, sungið fram á nótt og sögur sagðar. Veðrið lék við okkur alla ferðina. Reyndar er veðr- ið á íslandi alltaf gott og lítill vandi að klæðast þannig að vellíðan fylgi útiverunni. Ranghugmyndir margra eru þær að þegar hægt er að klæðast stuttbux- um þá sé gott veður. Hestafólk er upp til hópa í leö- urskálmum og úlpu með hjálm og í góðum skófatnaði. Þetta er fatnaður sem dugar. ' ’ Sumar liestaslóðir á Snæfellsnesi hafa verið lagfærð- ar fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn. DV-myndir GVA Blautur upp í nafla Næstsíðasta dagleiðin var út að Búðakirkju. Rið- ið var yfir ósinn á fjöru. Hópurinn áði utan kirkju- veggjar þar sem hrossin bitu kafgrasið. Sama leið- in var farin aftur yfir ósinn í Böðvarsholt, en þá hafði flætt og leiðin sem fyrr var farin orðin að djúpum ál. Reksturinn fór slóðina og allt á sund. Hörðustu knaparnir létu slag standa og fylgdu á eft- ir en hinir riðu upp úr og kræktu fyrir. Það er al- veg sérstök tilfinning að sundríða og blotna upp í nafla, þetta var ógleymanlegt augnablik. Síðasta dagleiðin okkar var frá Miðhúsum, utan við hið úfna Búðahraun. Þangað ókum við hestunum og riðum hinn gyllta sand á Hraunlandarifinu, þaðan upp á þverhníft bjargið yfir Breiðavíkinni að Arn- arstapa. Gömul reiðleið er á brúnunum með miklu útsýni. Það er í ráði að endurbæta reiðleiðir um nesið í Snæfellsþjóðgarði, okkur hestamönnum tO mikillar gleði og eftirvæntingar um enn frekari æv- intýri í framtíðinni. GVA — rAllt í belnnl á Players. Fátbalti, farmúla, handbalti, bax. Mættu á staðinn ag taktu þátt í stemnlngunnl. i vUltTáfrisaslqám,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.