Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Helgarblað________________________________________________________________________________________________DV Blikur á lofti í veðurfari jarðar: E1 Nino ekki eina vandræðabarnið „El Nlno“ hefur víða áhrif Hér é myndinni sjáum viö éstraiskan kafara sem unniö hefur aö rannsóknum á skemmdum kórölum úti fyrir ströndum Ástralíu, sem orsakast af breyttu hitastigi sjávar vegna áhrifa „Ei Nifio“ fyrirbærisins. Fyrstu sex mánuðir ársins eru þeir heitustu sem mælst hafa í Evr- ópu síðan mælingar hófust, eða í 143 ár, og ef áfram er miðað við Evrópu þá eru ibúar álfunnar að upplifa blautasta sumar í manna minnum. Á sama tíma er „strákurinn", eða E1 Nino eins og veðurfyrirbærið fræga í Austur-Kyrrahafi kallast á spænsku, að hamast við að byggja i upp fullan styrk eftir fjögurra ára i hvíld frá síðasta upphlaupi. Ekki eru þó allir á því að „strákn- í um“ sé einum um að kenna og eru j ýmsar kenningar á lofti. Þeir svart- sýnustu segja að við höfum aðeins orðið vitni að smámunum miðað við það sem gæti orðið á næstu ár- i um. Þar vitna menn í nýlega skýrslu starfshóps vísindamanna, undir stjórn prófessors Pauls Grutzens, sem hlaut nóbelsverðiaun árið 1995 fyrir rannsóknir sínar á ósonlaginu. Þar kemur fram að hóp- ; urinn hafi rannsakað það sem þeir kalla „brúna Asíu-skýið“ sem þekur ; himinhvolfið yfir stórum hluta ; Asíu. Þriggja kílómetra þykkt Um er að ræða þriggja kílómetra j þykkt mengunarský sem til hefur oröið af mannavöldum en það er nú rúmlega 25 milljón ferkílómetrar að stærö og fer sífellt stækkandi. Áætl- að er að það komi í veg fyrir að 15% sólarljóss nái til jarðar og óttast veðurvísindamenn að það geti borist um hálfan hnöttinn með há- loftavindum og þess vegna náð alla leiö til Evrópu sem þýddi að veður- far þar yrði algjörlega óútreiknan- legt og um leið harkalegra. Með sífellt aukinni brennslu elds- neytisefna óttast vísindamenn að ástandið muni versna til muna á næstu árum og ekki sé langt að bíða þess að skýið fara að hafa veruleg áhrif á veðurfar og loftslag um allan heim meö þeim afleiðingum að óger- legt yrði að spá til um komandi veð- urfar. Skelfilegar afleiðingar Prófessor V. Ramanathan, sem starfar við bandarísku Scripps haf- rannsóknarstofnunina og fylgst hef- ur náið með „Asíu-skýinu“ síðustu fimm árin, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af fyrirbærinu sem þegar sé farið að ógna allri heimsbyggðinni. „Við höfum lengst af haldið að gróðurhúsaáhrifun séu eina vanda- málið sem fylgi mannlegri mengun en nú vitum við að þau eru mun fleiri og alvarlegri. „brúna Asíu- skýið“ sannar að athafnir mann- anna hafa mun meiri áhrif á veður- far en ætlað var og mengunin er þegar farin að gera okkur erfitt fyr- ir um að spá fyrir um veðurfarið, hvar sem er á heiminum. Úrgangs- efni sem valda gróðurhúsaáhrifum, eins og koltvisýringur, er dælt jafnt og þétt út í andrúmsloftið og ekki að sjá að á því verði nein breyting í bráð. Afleiðingamar eru skelfilegar og viö situm uppi með fyrirbrigði eins og „brúna Asíuskýið" og vitum í raun ekkert hverjar afleiðingarnar verða,“ segir Ramanathan. Uppgötvað á 9. áratugnum „Asíuskýið" mun fyrst hafa verið uppgötvað á niunda áratugnum yfir Indlandshafi en á síðustu árum hef- ur það náð að teygja anga sina allt til Kína í norðri og til Arabíu-flóa í vestri. Vísindamenn kalla það gjarnan „kraftsúpuna" þar sem saman blandast útblástur bifreiða og iðnað- ar og kolsýringur i bland viö sótagnir og ösku sem til verður við venjulegan bruna, skógarelda eða bara af fjölskyldugrillinu. Auknar áhyggjur af fyrirbærinu urðu til þess að Sameinuðu þjóðim- ar stóðu fyrir rannsókn sem meira en 200 vísindamenn víðs vegar úr heiminum tóku þátt í og kostaði meira en 40 milljónir dollara. Endurkastar sólarljósinu Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega kynntar og kom þar fram í áliti vísindamannanna að þegar skýið væri hvað þéttast, sem venjulega er í janúar, endurkastaði það sólarljósinu upp I háloftin með þeim afleiðingum að uppgufun frá hafmu minnkaði til muna sem aftur leiddi af sér minna regn og þurrka á ákveðnum svæðum. Mest og alvarlegust áhrif hefur það á monsúnvindana sem færa þremur milljörðum manna í Asíu lífsnauðsynlegt regn sem ræður öllu um afkomu þeirra. Þrátt fyrir að vísindamennirnir hafi verið tregir til þess að tengja veðurfarið að undanförnu viö „Asíuskýið" er ljóst að miklar breytingar hafa orðið á veðurfari í Asíu á síðasta áratug þar sem skipst hafa á óvæntar og ófyrirséðar rign- ingar, alvarlegir þurrkar og fárviðri í löndum eins og Bangladesh, Ind- landi, Víetnam, Kambódíu og Kína. í sumum héruðum Indlands og ann- ars staðar i Suðaustur-Asíu hefur jafnvel ekkert rignt og ástandið er því alvarlegt. Þeir telja þó að „skýið" hafa mik- il áhrif á aukin gróðurhúsaáhrif í heiminum en segja að meiri rann- sókna sé þörf til að hægt verði að átta sig á samspili veðurfyrirbær- anna og hvaða áhrif þau hafi á hvert annað. Asía er óþekkt stærö í skýrslu rannsóknarhópsins kemur fram að loftmengun geti borist langar leiðir með loftstraum- um, jafnvel mörg þúsund kílómetra. Þess vegna bráðvanti gögn og nán- ari yfirsýn yfir vandann, sérstak- lega frá Kinverjum og Indverjum sem eigi heiðurinn af stórum hluta mengunarinnar. Vísindamennimir segja að við ríkjandi aðstæður sé ógerlegt að áætla hve mikilli mengun ríki Asíu spúi út í andrúmsloftið og ætla megi að það aukist til muna með sífellt aukinni iðnvæðingu. I Afríku, Suð- ur-Ameríku og Miðausturlöndum fari loftmengun aftur á móti minnk- andi á sumum svæðum og gæti það hugsanlega líka stuðlað að óútreikn- anlegu veðurfari víða um heim. „Asíu-skýið er mannanna verk og því ætti að vera hægt að eyða því. En til þess að það takist þurfum við bætta brennslutækni og hreinni út- blástur bifreiða og annarra farar- tækja. Við eigum líka að leggja áherslu á umherfisvænni orku,“ segir Klaus Töpfer sem haft hefur yfirumsjón með umræddu rann- sóknarverkefni Sameinuðu þjóð- anna. Það er því ekki bara strákskömm- in, hann E1 Nino sem er að hrella jarðarbúa þessa dagana og ljóst að mengunarvandamálin eru alvar- legri en margur heldur. Bara smjörþefurinn? Kannski er E1 Nino bara peð við hliðina á „asísku kraftsúpunni" og kannski höfum við bara fengið smörþefmn af því sem koma skal. Hann er alla vega á hraðri uppleið eftir fjörurra ára hvild og hefur ver- ið að færast í aukana þrjá síðustu mánuðina. Það gerist þannig að yf- irborð sjávar í Austur-Kyrrahafi hitnar smátt og smátt um leið og dregur úr mætti vestlægra stað- vinda sem venjulega sjá um kæl- ingu yfirborðsins. Það hefur þau áhrif að vatnsborðið jafnast og leið- in opnast fyrir hlýrri austan- strauma frá Indónesíu sem sam- kvæmt lögmálinu leita upp á yfir- borðið og ýta þeim kaldari undir. Þetta þýðir heitara andrúmsloft og aukna uppgufun og eftir því sem loftið verður heitara því sterkari verða vindarnir. Það hefur í fyrsta lagi þau áhrif að regn sem venjulega fellur í regnskógum Indónesíu fellur í staðinn í auðnum Perú sem aftur á móti veldur þurrkum og skógareld- um á Vestur-Kyrrahafssvæðinu en miklum flóðum víða í Suður-Amer- íku. 24 þúsund dauðsföll Áhrifa gætir mun viöar og síðast þegar E1 Nino lét á sér kræla árin 1997 til 1998 er talið hann hafi orðið valdur að dauða allt að 24 þúsund manns, beint og óbeint. í Kína hafði hann til dæmis þau áhrif að um 230 þúsund manns misstu heimili sín í miklum flóðum og i Indlandi urðu geyslegir þurrkar sem kostuðu ótal- in mannslíf á meðan allt fór á flot í Bangladesh með skelfilegum afleið- ingum. í ár er búst við mun minni áhrif- um frá E1 Nino og eru þær spár byggðar á lægra hitastigi fyrirbær- isins heldur en fyrir fjórum árum. Ástralir telja sig þó þegar hafa orð- ið rækilega fyrir barðinu á honum, en þar hafa miklir þurrkar farið illa með uppskeru. Það hefur þau keðju- áhrif að ýmis lönd í Asíu og Afríku fá ekki það korn sem þau þurfa og horfa því fram á mikinn fæðuskort. Þá hafa vísindamenn varað fjöl- menn ríki í Suðaustur-Asíu við ná- lægum áhrifum E1 Ninos og þá sér- staklega löndin norður af Ástralíu. El Nino að kenna? Miðað við veðurfarið í Asíu og Evrópu að undanfórnu mætti halda að áhrifa E1 Ninos væri þegar farið að gæta en í Kína hafa um 900 manns þegar orðið flóðum að bráð. Sömu sögu er að segja frá Kóreu, Indlandi, Nepal og Bangladesh en í austurhluta Indlands hafa 700 manns orðið flóðum og sjúkdómum að bráð í sumar, auk þess sem millj- ónir hafa misst heimili sín. Eins og áður segir hefur meðal- hiti í Evrópu fyrstu sex mánuði árs- ins ekki verið hærri í 143 ár en það er reyndar í takt við það sem verið hefur á heimsvísu. í kjölfarið hafa fylgt miklar rigningar og flóð, aðal- lega í Austur- og Mið-Evrópu og er öllum kunnugt um afleiðingamar. Ekki eru þó allir sammála um ástæðuna en nærtækast er að kenna E1 Nino um. Margir vísindamenn hafa þó hafnað þeirri kenningu og kenna um nærtækari ástæðum, eins og til dæmis fjölgun ibúa, fleiri stifl- um og minna skóglendi. En svona rétt til þess að létta lundina í lokin má til gamans geta þess að ástæðan fyrir E1 Nino-nafn- inu, sem eins og áður segir þýðir drengur, er að fiskimenn í Perú uppgötvuðu að yfirborðshiti sjávar hækkaði óvenjumikið með vissra ára millibili og varð þess yfirleitt vart um jólaleytið. Þaö þótti því við hæfi að nefna fyrirbærið E1 Nino en nafnið er einnig spænskt gælunafn á Jesúbaminu. Stúlkurnar ófundnar Ekkert hefur enn spurst til bresku stúlknanna Holly Wells og Jessicu Chapman sem hurfu í heimabæ sínum So- ham í Cambridge- skíri þann 4. ágúst. Óttast er að stúlkun- um, sem eru tíu ára, hafi verið rænt. Meintur ræningi þeirra hafði þó ekki samband við lög- reglu fyrir miðnætti á fimmtudags- kvöld, eins og stjórnendur leitarinnar höfðu farið fram á. Lögreglan er engu að síður vongóð um að takast megi að finna þær Holly og Jessicu á lifi. Breskt dagblað hefur boðiö eina millj- ón punda hverjum þeim sem veitt get- ur upplýsingar sem leiða til þess að stúlkurnar finnast. Mikill fjöldi að- komumanna er nú í Soham vegna þessa. Mikið tjón í flóðum Gríðarleg flóð í Mið- og Austur-Evr- ópu hafa orðið fjölda manns að ald- urtila undanfarna daga og vikur og valdið gríðarlegu tjóni. Með harðfylgi tókst að koma í veg fyrir að gamli bærinn í Prag færi undir vatn þar sem varnargarðar héldu. Annað er upp á teningnum i Dresden í austur- hluta Þýskalands þar sem allt er á floti. Vatnsyfirborð árinnar Elbu var níu metrum hærra en venjulega. Þar hefur líka verið háð hetjuleg barátta til að bjarga sögufrægum borgarhluta frá því að fara undir vatn. Bara í þess- um tveimur borgum neyddust hátt í eitt hundrað þúsund manns til að yf- irgefa heimili sín vegna flóðanna. Saddam enn í skotlínunni Bandarískir ráða- menn héldu áfram orðaskaki sinu í garð Saddams Husseins íraksforseta í vikunni. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkjafor- seta, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC á fimmtu- dagsmorgun að ráðamenn í Washing- ton gætu ekki leyft sér þann munað að sitja með hendur í skauti heldur yrðu þeir að ráðast til atlögu. Það er yfirlýst stefna Bush að steypa Saddam af stóli en hann hefur ekki enn ákveð- ið hvenær það verður gert né heldur hvaða aðferðum verður beitt. Palestínuleiðtogi fyrir rétt Réttarhöld hófust yfir Palestínu- manninum Marwan Barghouthi i Isr- ael í vikunni. Hann er ákærður fyrir morð og fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk. ísraelar saka Barghouthi um að tilheyra al-Aqsa samtökunum, sem hafa lýst ábyrgð á mörgum hryðjuverkum á hendur sér en hann vill sjálfur ekki kannast við það. Þá drápu ísraelskir hermenn Nasser Jarrar, einn leiðtoga Hamas samtak- anna, í árás á heimili hans í bænum Tubas á Vesturbakkanum. Deilt um dómstólinn Deilur Bandaríkja- manna og Evrópu- sambandsins um ný- stofhaðan alþjóðlegan stríðsglæpadómstól komst aftur í hámæli í vikunni þegar tals- maður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins sakaði ESB um að skipa umsóknar- löndum að sambandinu að fylgja stefhu þess en ekki bandarískra ráða- manna. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti verið sakaðir um að beita bola- brögðum til að fá ríki til að lofa að framselja ekki bandaríska hermenn til dómstólsins. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, vísaði öll- um slíkum ásökunum á bug. Bændur bornir út Yfirvöld í Simbabve eru byrjuð að láta bera út hvíta bændur sem fóru ekki að fyrirmælum um að yfirgefa jarðir sinar áður en frestur til þess rann út. Stjórnvöld hafa fyrirskipað 2.900 hvitum bændum af 4.500 að hafa sig á brott. Ætlunin er að skipta upp jörðunum og afhenda þær svörtum landleysingjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.