Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 :ov Fréttir Listasafnið á Akureyri: Forstöðumaður lýsir yfir heilögu stríði - gegn skemmdarverkum á arabískum bænasöng Aöstandendur Listasafns Akureyr- ar, sem reynt hafa að kynna norðan- mönnum arabíska menningu, hafa ít- rekað orðið fyrir baröinu á óþekkt- um skemmdarvörgum sem að sögn Hannesar Sigurðssonar, forstöðu- manns Listasaíhsins, eru að bjóða upp á heilagt strið. Listasafnið býður upp á arabískt trú- arákall á tveggja tíma fresti, dag hvem frá klukkan 10 á morgnana til 8 á kvöldin. Ákallinu er útvarpað af tumi listasafnsins með tveimur stórum há- tölurum og bergmálar söngur um mik- ilfengleika guðdómsins í Listagilinu. Skemmdarvargamir hafa ítrekað kippt hátölumnum úr sambandi og í fyirinótt gengu þeir á lagið og snera þeim upp til móts við himin svo að rigndi ofan í þá. Eftir það hefur bæna- söngurbm verið hásari en áður, en von- ast er til þess að tíminn lækni þau mein. Akureyringar hafa notið þvermenn- ingarlegs samhljóms kirkjuklukkna og arabísks bænalestur í Listagilinu frá lokum júlímánuðs. Um er að ræða upp- töku sem Hannes fékk í Amman, höf- uðborg Jórdaníu, þar sem arabískur einsöngvari lofar dýrð Allah og guð- dómsins. Hún stendur yfir í tæpar þrjár mínútur í senn og er stiilt á heila tímann. Inni í listasafhinu getur svo að líta myndarlega sýningu á listum og menningu araba. Að sögn Hann- esar forstöðu- manns er henni ætlað að vinna á vanþekkingu Is- lendinga á arab- iskri menningu. Hann segist undr- ast skemmdarverkin þar sem Akureyr- ingar séu þekktir fyrir umburðarlyndi og víðsýni. „Kirkjur og moskur hafa búið hlið við hlið í sátt og samlyndi um aldaraðir í arabaheiminum. Við tökum tillit til kirkjunnar með því að stöðva bænalesturinn þegar beðið er um það vegna jarðarfara. Ég hef skynjað ánægju með viðburðinn, enda þörf á því að kynna arabíska menningar- heiminn á íslandi," segir Hannes. Aðstandendur Listasafnsins á Akur- eyri ætla ekki að láta deigan síga og vonast til þess að hátalaramir fái frið á tuminum ofan við Listagilið fram til loka sýningarinnar 8. september. „Ég lýsi yfir heilögu stríði við þessa andlits- lausu skemmdarverkamenn,“ segir Hannes forstöðumaður sem íhugar fyr- irsát að næturlagi. -jtr Hannes Sigurösson. Rukkuð um vask af afmælisgjöf frá Danmörku: Fúl að fá ekki gjöfina mína - segir Gefn Baldursdóttir. „Ég er afar.fúl yfir því að fá ekki afmælisgjöfina mína,“ segir Gefn Baldursdóttir. Hún varð fertug núna i vikunni og var af því tilefni send afmælisgjöf frá fóður sínum og fjórum systkinum sem búa i Dan- mörku. Samkvæmt upplýsingum á tollskjali eru í pakkanum myndavél - og er verðmætið rétt tæpar átján þúsund íslenskar krónur. Hámarks- virði sendinga erlendis frá er hins vegar sjö þúsund krónur, nema um sé að ræða brúðkaupsgjafir. Öðru máli virðist hins vegar gegna um af- mælisgjafir. „Mér finnst ákaflega hart að þurfa aö borga skatt af þessum mis- mun sem hér um ræðir frá hámark- inu upp að virði þessara gjafa. Það þekkist ábyggilega hvergi að maður sé látinn borga virðisaukaskatt af afmælisgjöf sem maður fær,“ segir Gefn. Hún leitaði til íslandspósts í gær og óskaði eftir skýringum vegna þessa. Þær voru næsta litlar - og hún fékk ekki samband við þá yf- innenn fyrirtækisins sem hafa með svona mál að gera. Gjöfin góða bíð- ur því enn hjá íslandspósti og eftir helgina ætlar Gefn að sjá til hvort hún leysir gjöfina út. Hjá íslandspósti var vísað á emb- ætti Tollstjórans í Reykjavík vegna þessa máls. Þar fengust þau svör að reglumar um þessi efni væru nokk- uð skýrar, en þar ræðir um reglu- gerð sem sett var í hittifyrra. Þar er miðað við, hvað varðar tækifæris- gjafir, að verðmæti þeirra fari ekki yfir sjö þúsund króna hámarkið, öðruvísi en svo að tolla eða skatta þurfi að greiða. Auk þess þarf fólk Pósturinn vísar á tollinn DV-MYND TEITUR Innheimt fyrir afmæilsgjöf „Þaö þekkist ábyggilega hvergi aö maöur sé látinn borga viröisauka- skatt af afmæiisgjöf sem maöur fær, “ segir Gefn Baldursdóttir. Hér er hún á mynd meö tollskjölin vegna gjafarinnar góöu. að sýna fram á að það sé að fá gjöf- ina af sérstöku tilefni - og einnig þarf að liggja ljóst fyrir að sá sem gefur hafi einhver tengsl við við- komandi. „Ég sýndi afgreiðslumanninum hjá póstinum ökuskírteiniö mitt til að hann sæi svart á hvítu fæðingar- daginn minn og að þetta væri í til- efni af fertugsafmælinu mínu. Þeir létu sér fátt um finnast varðandi það - og einnig þótt sjáist á tollskjal- inu að faöir minn, Baldur Guöjóns- son, sé sendandi. Þessir menn hjá póstinum vildu ekkert fyrir mig gera,“ segir Gefn Baldursdóttir að síðustu. -sbs Sjálfstæð vinna/frábært tækifæri M Viltu vinna sjálfstætt og byggja upp þinn eigin rekstur? M Nýtt fyrirtæki á Internetinu, í eigu íslendinga, óskar eftir fólki til þess að vinna hér heima eða á Internetinu úti um allan heim. NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR Miklir tekjumöguleikar æ Sendu tölvupóst til nwt@islandia.is með upplýsingum um ^ M nafn, síma og tölvupóstfang og við munum hafa samband. e| Á nýja hjólinu „Um leiö og blaöiö kom út byrjaöi síminn aö hringja og þaö var hreinlega slegist um hjóliö og ég var í mestu vandræöum meö aö ákveöa hver ætti aö fá þaö, “ segir Eiríkur hæstánægöur. Auglýsti mótorhjól til sölu í Smáauglýsingum DV: Seldi bílinn í leiðinni „Ég hef aldrei vitað önnur eins við- brögð, síminn bara stoppaði ekki,“ segir Eiríkur Auðunn Auðunsson sem aug- lýsti Suzuki-mótorhjól til sölu í smáaug- lýsingum DV sl. miðvikudag. Eiríkur er þritugur fisksali og segir hann ótrúlega atburðarás hafa farið í gang þegar smá- auglýsingin birtist í DV á miðvikudag. „Um leið og blaðið kom út byrjaði síminn að hringja og það var hreinlega slegist um hjólið og ég var í mestu vand- ræðum með hver ætti að fá það.“ Sem dæmi um áganginn þá vora 13 símtöl á síma Eiríks á þeim 15 mínútum sem það tók hann að keyra heim úr vinnu. í heildina segir Eiríkur 67 símtöl hafa komið í farsímann á miðvikudaginn. Eiríkur Auðunn segir að í kjölfarið á auglýsingunni hafi farið í gang ferli þar sem margt jákvætt hafi gerst. „Ég fékk hringingu frá umboðinu sem vildi senda til mín mann sem hafði áhuga á hjólinu. Hann mætti til mín og keypti hjólið á staðnum. Umboðið seldi svo bíl- inn minn I þokkabót og í kjölfarið náð- um við samkomulag um að ég keypti glænýtt mótorhjól hjá þeim á góðu verði. Því hef ég losnað við gamla hjólið og bílinn og fengið nýtt hjól, án þess að greiða nein sölulaun eða annan auka- kostnað. Ég get ekki hugsað mér betri aöferð til að selja," segir Eiríkur, sem á von á bami eftir tvær vikur. Smáauglýsingadeildin er opin mánu- daga til ftmmtudaga frá klukkan 9 til 20, fóstudaga frá klukkan 9 til 18.30 og sunnudaga frá klukkan 16 til 20. Starfs- fólk smáauglýsingadeildar er við á þess- um tíma til að taka við símtölum eða heimsóknum þeirra sem vilja setja smá- auglýsingu í blaðið. Reynslan sýnir að straumur við- skiptavina þyngist þegar líða tekur á vikuna. Til að liðka fyrir afgreiðslu og stytta biðtíma í sima eða i afgreiðslusal DV er athygli viðskiptavina vakin á að hægt er að panta smáauglýsingu sem birtast á í helgarblaði DV alla virka daga. Sími DV er 550 5000. -ÓSB Sólar REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 21.37 21.35 Sólarupprás á morgun 05.27 05.01 Síódegisfló& 13.53 18.26 Árdegisflóó á morgun 02.23 06.56 J lUJliÚ Hlýjast sunnanlands Vestlæg eöa breytileg átt, 3-8 og smáskúrir um landið austanvert á morgun en annars víða léttskýjað. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands að deginum. íl JJJLfiýUjJ Bjart víöa um land Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart veður víða um land. Hiti 10 til 16 stig að deginum. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Htti 10° Hiti 8° Hiti 8° tíl 16° ttl 15° til 12° Vindur: Vindur: Vindur: 6-9 "»/* 8-13m/* 8-4 "*/» Hæg breytileg átt. Skýjaö og l'rtils háttar rigning allra austast en annars bjart meö köflum. Hiti breytist lítiö. Suöaustan 8-13 m/s og rigning vestanlands en skýjaö meö köflum og þurrt aö mestu um landiö austanvert. Hiti 8 til 15 stig. ÚtlK fyrir norölæga átt og vætu, einkum um landiö noröanvert. Kólnar Irtillega i veöri. Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvl&ri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsave&ur 28,5-32,6 Fárvi&ri >= 32,7 AKUREYRI alskýjaö 8 BERGSSTAÐIR rigning 6 BOLUNGARVÍK skúr 7 EGILSSTAÐIR alskýjaö 11 KIRKJUBÆJARKL skýjaö 11 KEFLAVÍK rigning 8 RAUFARHÖFN rigning 8 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI skýjaö 11 BERGEN léttskýjaö 20 HELSINKI léttskýjaö 24 KAUPMANNAHÖFN skýjað 24 ÓSLÓ skýjaö 21 STOKKHÓLMUR 22 ÞÓRSHÖFN skúr 13 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 19 ALGARVE heiöskírt 26 AMSTERDAM léttskýjaö 28 BARCELONA skýjaö 29 BERLÍN skýjaö 25 CHICAG0 alskýjaö 23 DUBUN hálfskýjaö 18 HAUFAX mistur 19 FRANKFURT léttskýjaö 27 HAMBORG léttskýjaö 25 JAN MAYEN þoka 8 LONDON skýjaö 24 LÚXEMBORG léttskýjað 26 MALLORCA léttskýjaö 29 M0NTREAL heiöskírt 25 NARSSARSSUAQ rigning 8 NEW YORK alskýjað 27 ORLANDO skýjaö 26 PARÍS skýjaö 30 VÍN skýjaö 23 WASHINGT0N alskýjaö 23 WINNIPEG heiðskírt 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.