Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 39
LAUGARDACUR 17. ÁGÚST 2002
H&tqarblcið DV
47
Léttsveit Harmóníkufélags Revkjavíkur þenur nikkurnar og félagar sitja á dráttarvagni stórs flutningabíls.
Myndin er tekin á íslendingadeginura í Gimli.
. u JpS'-
i
fslendingadagurinn í Ginili var einn af hápunktum hátíðarinnar og myndin var tekin við það tilefni.
Ættjarðarlög
í ævintýraferð
Ekki síst voru það íslensk lög af ýmsum toga sem
slógu í gegn sem sannar vel hve römm taugin til ís-
lands er hjá því fólki sem á ættir sínar að rekja til
„gamla landsins" sem svo er nefnt.
Gleðin alltunilykjandi
„Hápunktur þessarar ferðar finnst mér kannski vera
sá góði andi sem ríkti í ferðinni en ekki síður hversu
góðar undirtektir við fengum hvarvetna. Mér finnst gleð-
in hafa verið alltumlykjandi í þessari ferð,“ sagði Jón
Berg Halldórsson, formaður Harmonikufélags Reykjavík-
ur, þegar hann sagði DV ferðasöguna stuttlega.
Haldið var utan þann 30. júlí og flogið tii Minneapolis
í Bandaríkjunum. Þar tók á móti hópnum Sumarliði
Ingimarsson sem hefur búið í Kanada í fjórtán ár. Hann
var fararstjóri hópsins allan tímann og á öðrum degi
ferðarinnar sýndi hann ásamt Torfa Guðbrandssyni hin-
um langt að komnu löndum sínum meðal annars tví-
buraborgirnar St. Paul og Minneapolis.
Síðan var haldið áfram til Norður-Dakota. Það er eitt
af þeim fylkjum sem íslendingar fluttust hvað helst til.
Þar skoðaði hópurinn meðal annars landnemasafnið og
eins íslenska fylkisgarðinn.
fslenska í fjórða lið
Einnig voru heimsóttir nokkrir af afkomendum ís-
lensku landnemanna. „Gjaman er þetta fólk sem er í
þriðja eða fjórða ættlið frá hinum íslensku frumbyggjum
sem settu sig niður þarna. Engu að síður er það mjög at-
hyglisvert hve margir úr þessum hópi eru vel mæltir á
íslenska tungu. Maður heyrir hana víða talaða þarna
úti,“ sagði Jón Berg.
Að kvöldi fjórða dags ferðarinnar var komið til
Mountain sem er nær alíslenskur bær, með dvalarheim-
Félagar íHarmonikufélagi Reykjavíkur
komu heim nú í vikunni eftir vel heppnaða
ævintýraferðsem þeir fóru um bgggðir
Vestur-íslendinga íKanada. Ferðin gerði
góða lukku bæði meðal hinna íslensku
harmonikuunnenda sem utan fóru, sem og
þess fólks sem þeir heimsóttu og léku fgrir,
meðal annars á sjö tónleikum.
ilið Borg Home fyrir aldraða Vestur-íslendinga. Mjög
skemmtilegt var að á sama tíma var Karl Sigurbjörnsson
biskup þar á ferð og var með útimessu á Borg Home-lóð-
inni sem mjög gaman var að taka þátt í.
ísland ögrum skorið
Alls voru fjörutíu og tveir í þessum góða hópi frá
Harmonikufélagi Reykjavikur. Fólk skemmti sér hið
besta, sama hvert tilefnið var eða aðstæðurnar. „Sumir
myndu ef til vill sétla að þreytandi hefði verið og jafnvel
leiðinlegt að fara í átta klukkustunda rútuferð en svo var
alls ekki. Það var sungið og spilað og hafðar yfir alls
konar vísur og gleðskapur. Þetta er nú dæmi um hve
margt má sér til gamans gera á ferðalögum," segir Jón
Berg.
Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur lék fyrir fólk
á íslendingadeginum í Gilmi þann 5. ágúst. Góður róm-
ur var gerður að leik sveitarinnar, en Jón Berg segir að
stemningin á þessum degi sé fáu öðru lík. Ætla megi að
á bilinu 40 til 50 þúsund manns séu við hátíðahöld dags-
ins sem séu afar fjölbreytt, þó að skrúðgangan sé há-
punktur dagsins.
„Á tónleikum léttsveitarinnar var viðhafður sá siður
að byrja alltaf á því að leika lagið Blessuð sértu sveitin
mín og endað var á laginu ísland ögrum skorið. Þetta féll
í góðan jarðveg og fólk kunni vel að meta þessi ættjarð-
arlög og önnur sem sveitin lék. Það er greinilegt að ís-
lensk lög eru vel þekkt í Kanada. Til dæmis gátu allflest-
ir sungið með þegar leikið var lagið Komdu og skoðaðu
í kistuna mina,“ segir Jón.
Alls lék léttsveitin á sjö tónleikum, auk þess sem hin-
ir íslensku harmoníkufélagar komu fram við fjöldamörg
önnur tækifæri og þöndu harmonikur sínar.
Komdu og sltoðaðu í kistuna mína
„í þessari ferð hittu nokkrir af félögum okkar íslenska
ættingja sína þarna úti. Sumir hittu fólk sem þeir hafa
haldið sambandi við í gegnum árin en í sumum öðrum
tilvikum var um að ræða fyrstu fundi fólks. Oft urðu úr
þessu hin skemmtilegustu ættarmót," segir Jón Berg.
Einstök finnst honum sagan af tveimur konum í hópi
íslenska harmonikufélagsins sem komu á hestabúgarð
þar sem voru nokkrir íslenskir klárar. Þarna voru
nokkrar konur að tala saman á ensku og hestarnir litu
ekki við þeim en þegar þær íslensku fóru að tala saman
komu hestarnir strax til þeirra og sýndu gleði með því
að hneggja og reka snoppurnar framan í þær og segir
Jón að af þessu megi ráða að það sé á færi fleiri en bara
mennskra íslendinga að skilja ástkæra, ylhýra málið.
Eitt stórt ævintýri
Kanadasaga Harmonikufélags Reykjavíkur veröur
ekki rakin hér í smáatriðum. Eitt stórt ævintýri er
meginkjarninn i frásögn Jóns af ferðinni og segir
hann fólk vera hæstánægt. Undirbúningur að þessari
ferð tók tvö ár - og hafi hann verið vel þess virði, en
áður hafa félagsmenn meðal annars heimsótt Dan-
mörku og Færeyjar. „Mér finnst líklegt að næst fórum
við eitthvað suður á bóginn," segir Jón Berg Halldórs-
son og segir fólk þar hafa i huga Mið-Evrópu eða Vín.
Um það sé þó ekki tímabært að fjölyrða nú.
Þess skal að lokum getið að farþegi í þeirri þotu
Flugleiða sem flutti félaga í Harmonikufélagi Reykja-
víkur vestur um haf og var með ólæti var á engan
hátt tengdur félaginu og ekki í hópi félagsmanna, eins
og áður hafði komið fram i fréttum DV. Er beðist vel-
virðingar á því ranghermi og þeim óþægindum sem
það hafði í för með sér.
-sbs
GARNÖTT A CHAMPIONS CAFÉ
Grafarvoisbúar skemmta sér alltaf vel é Champions
Hllémsveitln Vírns lefkur fyrlr dansl
Frábær stemming
föstudags- og laugardagskvöld
frá 17 - 23 stór bjór á kr. 350
Stórhöfði 17 • www.champions.is • Textavarp 668
aUt morandi i tilboOum!!
i BEINNI UM HELGINA M.A. 17/8 K L. 14.00 MAN UTD - WBA OG 18/8 K L. 12.30 ASTON VILLA - LIVERPOOL