Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 30
30 / / <r? / c) cj t~ ly / ci (J TD>"XT LAUOARDAGUR 17. AOÚSX 2002 af starfinu Berglind Ásgeirsdóttir, ráðunegtisstjóri í fé- lagsmálaráðunegtinu, var nglega ráðin einn affjórum aðstoðarforstjórum 0£CD. Ohætt er að kalla það „toppdjobb“ á alþjóðasvið- inu. Berglind er þriggja barna móðir og ekkja en hún missti eiginmann sinn úrsjald- gæfum taugahrörnunarsjúkdómi fgrir sjö árum. I viðtalinu ræðir hún meðal annars farsælan feril og fjölskgldu, Sir Humphreg Applebg og eiginmannsmissinn. OECD ÚTLEGGST Á ÍSLENSKU Efnahags- og fram- farastofnunin í París. Staðan er stór, því aðstoðarfor- stjórarnir fjórir ásamt forstjóranum móta og stýra starfi stofnunarinnar í umboði hins svokallaða Ráðs OECD, sem í eru 30 lönd, er í samstarfi við önnur 70 ríki og gefur út eitthvað um 250 rit á ári, mest um efnahags- og atvinnumál. Helsta svið OECD er efha- hagsmál en stofnunin hefur í alþjóðasamstarfi fengið aukið hlutverk í ýmsum öðrum málaflokkum, til að mynda félagsmálum. OECD er stofnuð á grunni Efna- hagsstofnunar Evrópu sem varð til með Marshallað- stoðinni eftir seinna stríð og átti að sjá um að deila út og skipuleggja fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til stríðshrjáðra Evrópuríkja. OECD varð svo til formlega 1961 með aðild þjóða utan Evrópu. En hvernig kemur það til að embættismaður á ís- landi er ráðinn í svo háa stöðu hjá stórri og mikil- vægri alþjóðastofnun? „Ákvörðun um veitingu stöðunnar tekur Ráð OECD. Þar er hvert aðildarríki með sérstakan sendi- herra, eöa 30 alls. Reyndar er ísland litið land með takmarkaðan mannafla til umráða eins og við vit- um,“ segir Berglind og brosir, „svo sendiherra ís- lands í Frakklandi, Sigríður Snævarr, sinnir þessu embætti samhliða sendiherrastarfinu í fleiri löndum. Fyrir nokkrum mánuðum losnaði þessi staða og gátu sendiherrarnir í Ráðinu þá komið með kandídata frá sínu landi. Sigríður ákvað í samráði við utanríkisráðuneytið að kanna möguleikann á íslenskum kandidat. Eftir nokkra athugun var leitað til mín. Ég var reiðubúin að gefa kost á mér í starfið og eftir nokkurra mánaða viðtöl og vangaveltur var ég ráðin.“ Freliar frainboð en ráðning Að sögn Berglindar er ferli sem þetta frekar í ætt við framboð en starfsráðningu. Löndin tilnefna frambjóöendur og fylgja fulltrúar þeirra málinu eftir eftir. Hún segist ekki vita hverjir eða hversu margir aðrir hafi gefið kost á sér í starfið en um svona störf sé alltaf nokkur barátta. Berglind er fædd í Ólafsvík, varð stúdent frá MT aðeins átján ára gömul og útskrifaðist úr lagadeiid Háskólans árið 1978, tuttugu og þriggja ára. Frá há- skólaárunum minnist hún auk námsins fyrst og fremst félagsstarfa sinna sem voru ærin. Hún sat í stúdentaráði og eitt ár í háskólaráði, var í stjórn Orators og síðasta árið í HÍ var hún formaður Vöku. Meðan á náminu stóð var Berglind óviss hvað hún ætlaði sér að starfa við í framtíöinni, lögmennsku, dómarastörf eða annað sem lögfræðingar sýsla við. „En mér datt ekki í hug að ég myndi fara út í stjórnsýsluna," segir hún glettnislega. „Ég vann við blaðamennsku á háskólaárunum og á Vísi með námi og eftir að ég útskrifaðist. Ég hafði lika mjög gaman af blaðamannsstarfinu. Hef alltaf haft gaman af frétt- um og reynt að fylgjast með. Þegar ég var fimm ára í heimsókn hjá föðurforeldrum mínum á Húsavík ræddum við afi heimsfréttirnar fram og til baka.“ Ung, ólétt rnóðir hækkar í tign Á endanum varð starfsvalið útkljáð með því að Berg- lind sá auglýsingu frá utanríkisráðuneytinu, sótti um og var ráðin. Berglind og Sigríður Snævarr urðu fyrstu tvær konurnar sem ráðnar voru sem embættismenn í utanríkisþjónustuna. Þetta var fyrir rúmum tuttugu árum. Eftir tvö ár sem fulltrúi i ráðuneytinu hér heima kippti hin annálaða flutningsskylda diplómata í taumana og Berglind fluttist til Bonn þar sem hún var sendiráðsritari um þriggja ára skeið, frá 1981 til 1984, og auk þess varafulltrúi við Evrópuráðið í Strassborg. Frá Mið-Evrópu lá leiöin til Stokkhólms, nær heimahögum með hækkandi tign. Þar var hún sendiráðunautur frá 1984 til 1988. Hringurinn á landakortinu lokaðist svo það ár þegar ráðuneytisstjórastaðan í félagsmálaráðuneytinu losnaði. Berglind sótti um og fékk stöðuna. „Mér fannst tími tii kominn að breyta tii. Ég hafði búið i útlöndum í sjö ár og langaði að flytja heim. Ég átti ekki von á að fá það starf,“ segir hún hreinskilnislega. „Ég hafði búið lengi í útlöndum, ég var 33 ára kona og í þokkabót móðir, ólétt að mínu öðru barni!“ Hún hlær: „Engin kona var ráðuneytisstjóri á þessum tíma. En Jó- hanna Sigurðardóttir lét þetta ekki vefjast fyrir sér og réði mig.“ Berglind hefur svo stýrt ráðuneytinu allar götur frá 1988 utan þriggja ára milli 1996 og 1999 þegar hún var framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hún er því orðin með reyndari embættismönnum þjóðarinnar af sinni kynslóð. Já, ráðherra? Orðið ráðuneytisstjóri kallar vitaskuld samstundis fram í hugann bresku snilldarþættina Já, ráðherra, þar sem Sir Humphrey Appleby, tungulipur embættismaður af guðs náð, og James Hacker, glórulaus stjórnmálamað- ur með framadrauma, fóru á kostum. Kjarninn í þáttun- um var að stjórnkerfíð með öilum sínum embættismönn- um fór sínu fram, rúllaði hikstalaust og réði á endanum lögum og lofum óháð því sem stjórnmálamennirnir vildu, sögðu eða gerðu. Er þetta svona í raun og veru? - því ef svo er, þá er hér komin holdi klædd félagsmálaein- valdur íslands undanfarin 14 ár! „Nei, svona er þetta ekki í raun og veru. Það er óhætt að segja að ráðuneytisstjórarnir séu ekki alveg jafn valdamiklir og Sir Humphrey," segir Berglind brosandi og hefur auðsæilega heyrt spurninguna áður. „Hins veg- ar er skipulagið auðvitað svipað. Ráðuneytisstjórarnir ættu að hafa þekkingu og kunnáttu til að geta hrint stefnumálum ráðherra og ríkisstjórna í framkvæmd. Auk þess held ég að það sé mjög æskilegt að ráðuneytis- stjórar hafi pólitískar skoðanir. Þá á ég ekki við flokkspólitískar skoðanir heldur einhverja afstöðu til grundvallaratriða í stjórnmálum. Reyndar hafa allir gott af því, ef út í það er farið.“ Aðspurð hvort aldrei hafi kitlað, hafandi verið mjög virk í stjórnmála- og félagsstarfi á yngri árum, að reyna að hasla sér völl í stjórnmálum segir hún svo ekki vera: „Ég hef verið ánægð í mínu starfi í stjórnsýslunni og hef átt gott samstarf við fólk alls staðar að úr hinu póli- tíska litrófi. Stjórnmálamenn koma ekki hugsjónum sin- um í framkvæmd nema i samstarfi við og í gegnum stjórnsýsluna og þannig gefst okkur tækifæri til að taka þátt í að hrinda pólitískum verkefnum í framkvæmd. Ég hef verið það heppin að hafa haft tækifæri til að fram- kvæma pólitíska stefnu og vinna að verkefnum sem ég hef sjálf talið af hinu góða og í samræmi við mínar skoð- anir. Það nægir mér.“ Missti eiginmanninn Berglind er þriggja barna móðir, það yngsta er níu ára. Hún missti eiginmann sinn, Gísla Ágúst Gunnlaugs- son, fyrir sex árum eftir langa baráttu við sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, MND. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist gerir það fólk líkamlega ósjálfbjarga en það heldur andlegum kröftum. Gísli var doktor í sagnfræði og kenndi við Háskóla íslands. Sér- grein hans var félagssagnfræði. Eftir lát hans fékk Berglind vini hans og samstarfsmenn í lið með sér að velja og þýða fjölmargar greinar sem birst höfðu eftir hann í erlendum tímaritum og gefa þær út á íslensku í bók sem ber heitið Saga og samtíð. Var þetta gert til að kynna rannsóknir hans og greinar sem ekki höfðu komið fyrir augu manna á íslandi. Hún segir Gísla hafa verið mjög afkastamikinn fræðimann og íslensk sagn- fræði hafi misst mikið með honum. Hann var aðeins 42 ára gamall þegar hann lést. „Hann varð sífellt meira háður utanaðkomandi aðstoð en lét samt aldrei bilbug á sér finna. Fjölmargir aðstoðuðu okkur á þessum árum og má þar nefna fóður Gisla og aðstoðarmann hans, Ólöfu Garðarsdóttur, sem var að verja sína eigin doktorsritgerð á þessu ári. Hann opnaði eigin heimasíðu fyrstur kennara í heimspekideild i vikunni sem hann dó og vann síðasta daginn sem hann liföi. Það auðveldaði börnunum að búa við þetta að hann hélt eins eðlilegu ástandi og mögulegt var.“ Berglind segir að þessi tími hafi vitanlega tekið mik- ið á hana og alla fjölskylduna. Aðspurð hvernig henni hafi verið innanbrjósts að horfa á eftir eiginmanni sín- um í gröfina svo ungum - á besta aldri - segir hún ein- faldlega og kinkar lítillega kolli: „Það var erfitt. Afar erfitt." Enda eflaust fæstir sem geta gert sér í hugarlund þá sorg nema hafa upplifað hana sjálfir. Læknana heirn Berglind talar vel um ár sín hjá félagsmálaráðuneytinu og góða samstarfsmenn. Hún segir ráðuneytið sinna afar fjölbreyttum, mikilvægum og oftar en ekki viðkvæmum málaflokkum. Hún nefnir sem dæmi málefni fatlaðra, húsnæðismál, barnaverndarmál og fleira. í tengslum við sveitarstjórnarmál, sem eru með höfuðviðfangsefnum ráðuneytisins, talaði hún um þá miklu fólksfækkun sem oröið hefur á landsbyggðinni. „Að mínu áliti er forsenda þess að vinna gegn þessu sú að skapa þar vel launuð störf og tækifæri fyrir langskólagengið fólk. Önnur störf myndu svo byggjast upp í kringum það. Það er ekki hægt að búast við því að nokkur geti lifað af á landsbyggðinni af að selja pylsur í sjoppu við þjóðveginn! Ég hef velt því fyrir mér og nefnt það óformlega við nokkra hvort ekki væri hægt að nýta sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi til að koma hér upp heilsumiðstöðvum og framkvæma læknisaðgerðir. Þar yrðu sköpuð störf fyrir íslenska lækna sem eru við nám eða störf erlendis. Þeir eru fjölmargir og tiltölulega fá tækifæri fyrir þá að koma heim. Það er mikill mannauður og fjárfesting fólginn í þessu fólki.“ Berglind vísar einnig til náttúru íslands og að í hverjum landsfjórðungi eru sjúkrahús með skurðstofum og góðar heilsugæslustöðvar mjög víða. „Hugmyndin væri að fá hingað fólk erlendis frá til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.