Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 36
AA
HeIqqrblað DV
LAUGARDAGUR
v. ÁGÚST 2002
Sakamál
Umsjón
I'áll Ásgeir
Ásgeirsson
Öfugugginn
holdi klæddur
Kerry Kujau/a yfirgaf háskólann eitt kvöld í
þeirri meininqu að hann væri að fara að
hitta draumaprinsessuna. Hann hafði
kynnst henni á Netinu þremur mánuðum
fyrr og þau smellpössuðu saman. Hún hafði
daðrað i/ið hann og látið að þvíliqqja að
þeirra fyrstu kynni yrðu einnig sérlega náin
og Kerry, sem hafði keyptsér ný föt ítilefni
af stefnumótinu, var ískýjunum. Skömmu
síðar var hann þar íbókstaflegri merkingu
þeqar stefnumót hans reyndist ekki vera
við draumastúlkuna heldur dauðann.
UM ÞRIGGJA MÁNAÐA SKEIÐ HAFÐI tvítugi há-
skólaneminn Kerry Kujawa verið að byggja upp heitt
ástarsamband. Stúlkan hafði frábært skopskyn, þau
áttu mikið sameiginlegt og hún virtist mjög heit fyr-
ir honum líka.
Kerry hafði hins vegar ekki hitt draumastúlkuna
augliti til auglitis. Hann kynntist henni nefnilega á
Netinu. Það kom samt ekki í veg fyrir það að hann
varð sífellt hrifnari af henni. Þau ræddust við á
hverju kvöldi á spjallrásum Netsins. Eitt kvöld bað
hann hana að senda mynd af sér. Svar hennar var
ögrandi:
„Þú þarft ekki mynd, bíddu bara þangað til þú sérð
mig holdi klædda, og þá meina ég holdi klædda."
Ungi maðurinn fór því á fund hennar en mætti ör-
lögum sínum í staðinn.
„Þetta var mjög furðulegt mál,“ segir Bob Wiatt, yf-
irmaður lögreglunnar i Texas A&M háskólanum, þar
sem Kerry las verkfræði á sérstökum skólastyrk.
„Hann hélt af stað í þeirri meiningu að hann væri
að fara að hitta kynþokkafulla unga stúlku sem hann
hefði veriö að sjarma og þau myndu jafnvel eyða nótt-
inni saman. Þess í stað sást hann aldrei framar á lífi.“
Tekinn af lífi með linakkaskoti
Námsmaðurinn byrjaði að spjalla við Kelly á Net-
inu í janúar árið 2000. Á spjallrásinni þar sem þau
hittust var meira að segja mynd af ungri, dökkhærðri
og myndarlegri stúlku sem sögð var vera af henni.
Hjá henni fékk Kerry þær upplýsingar að hún héti
Kelly McCauley, 21 árs enskunemi við Texasháskóla í
San Antonio.
„Ég var viðstödd þegar hann byrjaði fyrst aö spjalla
við hana,“ minnist móöir Kerrys, Lucille Kujawa,
döpur í bragði. „Þegar ég horfi aftur átta ég mig á því
hvað hann var í slæmri stööu við að hefja þetta sam-
band því hann gat ekki horfst í augu við manneskj-
una og dæmt um persónuleika hennar. Hann var for-
vitinn."
Kerry yfirgaf háskólasvæðið 7. apríl árið 2000 til að
hitta Kelly í fyrsta sinn. Hann var svo spenntur að
hann keypti sér föt samkvæmt nýjustu tísku fyrir
fund þeirra. Séu höfð í huga ögrandi skilaboð hennar
um það að engin þörf væri á myndum því þau myndu
brátt hittast holdi klædd er ekki ólíklegt að hann hafi
búist við því að þau myndu eyða nóttinni saman.
En allt fór á annan veg.
Tólf dögum síðar fannst rotnandi lík Kerry Kujawa
á akri. Hann hafði verið skotinn einu sinni í hnakk-
ann.
Tvöfalt líf Kelly McCauley
Fjölskylda Kerrys var alls ekki áhyggjufull þegar
hann kom ekki strax heim frá San Antonio. Þau
fengu tölvupóst sem þau töldu vera frá honum þar
sem seinkunin var útskýrð:
„Ég kem eftir nokkra daga, skemmti mér vel, allt í
besta lagi."
í rúmlega viku bárust skeyti á spjallrásina þar sem
Kenny Wayne Lockwood.
Kerry hafði kynnst Kelly þar sem sagðar voru fréttir
af framgangi mála þeirra í millum, meðal annars þær
gleðifregnir að net-parið væri trúlofað.
Eftir að borin höfðu verið kennsl á lík Kerrys með
aðstoð tannlæknaskýrslna fletti lögreglan hins vegar
loksins ofan af tvöföldu lífi Kelly McCauley.
Hún var karlmaður, Kenny Wayne Lockwood, rúm-
lega þrítugur atvinnulaus tölvunjörður sem eyddi
mest af tíma sínum á spjallrásum á Netinu. Skólafé-
lagar Kerrys sögðu lögreglunni frá spjallrásinni og
nafnið Kelly kom upp úr dúrnum ásamt símanúmeri
sem hún/hann hafði látið öðrum námsmanni við
skólann í té. Númerið var rakið til Kenny Lockwood.
Hann var handtekinn viku síðar og ákærður fyrir
morð.
Samkvæmt frásögn lögreglunnar hafði Kerry lagt
hart að Kelly að þau myndu hittast augliti til auglitis
og þegar Kenny gat ekki vikist undan lengur myrti
hann Kerry til að forðast það að flett yrði ofan af hon-
um sem svikara og öfugugga. Til þess að reyna að slá
ryki í augu lögreglunnar sendi hann foreldrum
Kerrys skUaboðin og sendi fréttir af þeim „skötuhjú-
um“ á spjallrásina.
Hann hafði meira að segja gert sér ferð í Texas
A&M háskólann þar sem Kerry var við nám, notað
lykla sem hann hirti af líkinu og eytt öllu varðandi
Kelly úr tölvu ástsjúka námsmannsins. Herbergisfé-
lagi Kerrys lét sér hvergi bregða því Kenny hafði
áður sent honum tölvupóst í nafni Kerrys tU að láta
hann vita af því að bróðir Kelly myndi koma við til
að sækja einhverjar pjönkur Kerrys.
Annar plataður
Skólafélagi Kerrys, Scott Schneider, hafði einnig
látið blekkjast og hafði meira að segja hitt Kenny
Lockwood án þess að átta sig á að hann væri „Kelly".
Hann hafði skipst á skeytum við KeUy og beðið hana
að fylgja sér á hafnaboltaleik. Hún svaraði að hún
kæmist ekki en lagði tU að eldri bróðir hennar, Isaac,
færi í staðinn. Hann reyndist vera hávaxinn, dökk-
hærður og grannur. Hann var með skemmdar tennur
og vUdi lítið tala um „systur" sína þegar Schneider
spurði hann. Lagði tU að þau hittust frekar sjálf.
Þegar lögreglan sýndi Scott Schneider myndir af
Kenny Longwood sá hann strax að hann og Isaac,
„eldri bróðirinn", voru einn og sami maðurinn. Það
var skUjanlega áfaU.
„Ég var reiður yfir því að vera plataður," sagði
hann. „Ég kann ekki að meta það þegar einhver þyk-
ist vera stelpa. En eftir á að hyggja held ég að ég sé
stálheppinn að vera enn á lífi.“
Hann minntist einnig á það sem mörgum foreldrum
hlýtur að finnast um Netið:
„Á Netinu getur fólk þóst vera hver sem er án þess
að nokkur viti hvað er satt og hvað er logið.“
Kenny Lockwood játaði glæp sinn undanbragða-
laust fyrir lögreglu. í staðinn fyrir að lýsa sig sekan
af ákæru um morð er talið líklegt að hann verði
dæmdur í lífstíðarfangelsi en hljóti ekki dauðarefs-
ingu.
Móðir hins myrta ferðast nú um Banda-
ríkin og heldur fyrirlestra i háskólum
um hætturnar sem leynast á Netinu. í
einum skóla sagði hún foreldrum: „Ef
börn ykkar eyða miklum tíma á Net-
inu, sérstaklega seint á kvöldin, eða ef þau fá simtöl
frá ókunnugum ættuð þið að hafa varann á. Foreldr-
ar geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi
barna sinna á Netinu. Hægt er að hafa tölvuna í her-
bergi sem fjölskyldan notar öll i staðinn fyrir að
hafa hana i herbergi barnsins. Hægt er að kaupa sér-
stakan hugbúnað sem ætlaö er að vernda börn með
því að skrá ferðir þeirra á Netinu og hindra að þau
komist inn á vissar síður.“
Ræðu sína endaði hún á persónulegum nótum með
tárin í augunum:
„Hefði ég verið meira á verði væri sonur minn
núna um það bil að ljúka háskólanámi með dásam-
legt líf fram undan. En ég gætti ekki að mér. Hvort
sem um er að ræða fjármálasvindl, kynlíf eða morð
eru spjallrásir Netsins kjörinn vettvangur fyrir fólk
Kerry Kujawa.
sem er á höttunum eftir grunlausum fórnarlömb-
um.“
Það verður að segjast að þessi orð hljóma nötur-
lega og sérlega sönn í ljósi síðustu atburða í Bret-
landi þar sem tveggja lítilla stúlkna, Holly og
Jessicu, hefur verið saknað í marga daga og grunur
leikur á að sá sem nam þær á brott hafi kynnst þeim
á Netinu. -fin