Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 41
LAUCARDAGUR IV. ÁGÚST 2002 HelQorblctð DV 49 „Think Big“ auglýsingaherferð Nissan fyrir Double Cab pallbílinn hefur vakið mikla athygli og hér sjáið þið út af hverju inaðurinn er að leika sér við flóðhest. Nissan Double Cab vinnur augiýsinga- verðlaun Auglýsingaherferð Nissan fyrir nýja Double Cab-pall- bílinn vann í vikunni „Gulina ljóniö" í flokki prent- miðla á 49. alþjóðlegu auglýsingahátíðinni í Cannes. í auglýsingunni eru kaupendur hvattir tii að hugsa stórt en á myndunum má sjá fíl og flóðhest sem gæludýr bí- leigandans. Auglýsingin var valin úr hópi tæplega tíu þúsund sem sendar voru í keppnina. Ingvar Helgason hf. frumsýnir einmitt nýja Double Cab pallbilinn um helgina, en hann hefur fengið nýtt útlit og einbunu- dísilvél. Við hönnun bílsins var fyrirmyndin boxhanski til að undirstrika ákveðni og hreysti. Nissan byggir á langri sögu í þessum flokki bila því fyrirtækið hefur framleitt jeppa í hálfa öld og pallbíla í 60 ár. - Nýr vetnisbíll fráGM General Motors hefur þróað nýja gerð vetnisbíls sem frumsýnd var á þriðjudaginn var og sýna á á bílasýn- ingunni í París í næsta mánuði. Bíllinn, sem kallast Hy- wire, er fimm dyra fjölskyldubíll og hefur hámarks- hraða upp í 160 km á klst. Það sem gerir bílinn sérstak- an er að allur vélbúnaður hans er i 25 sm þykkri grind undir bílnum sem er í laginu eins og hjólabretti. Þessi ökuhæfa tilraunaútgáfa byggist á Autonomy-tilrauna- bilnum sem sýndur var á bílasýningunni í Detroit í jan- úar. GM ætlar sér að hefja framleiðslu á vetnisbílum fyrir 2010 og þetta sýnir að framleiðandinn ætlar að leggja áhersluna á hönnun bílsins frekar en vetnis- tæknina sjálfa. Það sem stendur henni helst fyrir þrif- um er að enn vantar allt stuðningsnet fyrir hana, eins og vetnisstöðvar og tankbíla sem flutt geta þetta við- kvæma eldsneyti. -NG Isuzu I fjár- hagskröggum Japanski bílaframleiðandinn Isuzu er í fjárhagsvand- ræðum um þessar mundir og í vikunni þurfti hann að fara fram á rúmlega 70 milljarða króna lán frá bönkum til að hjálpa til við endurskipulagningu fyrirtækisins. Þetta bætist við sambærilega upphæð sem framleiðand- inn þurfti að láta af hendi í eignum fyrir skuldir og lán- ardrottnar höfðu þegar samþykkt, segir Yoshinori Ida, forstjóri Isuzu Motors. Isuzu mun einnig þurfa að minnka jeppaframleiðslu sína í Norður-Ameríku um helming eða niður í 40.000 farartæki á ári. Aðaleigandi Isuzu er ameríski bílarisinn General Motors en þaðan mun Isuzu fá styrk upp á rúma 40 milljarða króna. GM mun þá láta eftir 49% hlut sinn í Isuzu og kaupa þess í stað 12% hlut fyrir 7 milljarða króna. -NG Hekla endurnýjar sýningarsali Þessa dagana vinnur Hekla að endumýjun á sýning- arsölum nýrra bíla við Laugaveg 170-174. Á meðan á framkvæmdum stendur verða Volkswagen- og Audi-bif- reiðir til sýnis i sýningarsal Mitsubishi og Skoda. í sept- ember verður þessu síðan öfugt farið en áætlað er að öllum framkvæmdum verði lokið í byrjun október. Þá verður 50 ára afmælishátíð Volkswagen á íslandi hald- in með frumsýningu á nýjum jeppa frá Volkswagen, VW Touareg, en hann verður frumsýndur á stærstu bílasýningu ársins sem haldin verður í París í septem- ber. Innköllun á PT Cruiser Chrysler ætlar að gera öryggisinnköllun á 464.315 eintökum af hinum vinsæla PT Cruiser vegna galla í eldsneytisleiðslum. Þetta eru allir bílar af árgerðunum 2001-2002 en upp komst um gallann við árekstrarpróf- anir í Bandaríkjunum. Ekki er talið að nein óhöpp hafi orðið vegna gallans en til öryggis vill framleiðandinn gera fyrirbyggjandi aðgerð á bílnum með því að bæta við þéttihring. Um fjórðungur bílanna þarf einnig á skoðun að halda vegna galla á bensínleiðslu i vélarrými sem nuddast gæti utan i loftinntak. Að sögn Guðmund- ar Baldurssonar, sölustjóra Ræsis, mun verða gert við bilunina eiganda að kostnaðarlausu, óháð því hver inn- flytjandinn er. Nokkrir PT Cruiser hafa verið fluttir inn til landsins en Ræsir mun hefja innflutning á PT Cruiser ásamt fleiri gerðum Chrysler í haust. -NG i Fjórhjóladrifinn Kangoo í síðustu viku fór fram bílasýningin Val d’Isére, sem leggur áherslu á fjórhjóladrifsbOa, en þar vakti til- raunaútgáfa Renault Kangoo mikla athygli. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með mikla notkunarmöguleika, sér í lagi fyrir útivistarfólk, og kallast gripurinn „Break Up“ til að leggja áherslu á fjölnotamöguleika hans. Bíll- inn er með 1,6 lítra bensínvél sem skilar 110 hestöflum, er á 17 tommu felgum og er lengri og með hærri veg- hæð en hefðbundinn Kangoo. Hægt er að opna þakið og jafnvel hliðamar að aftan til að gera hann að hálfgerð- um pallbíl sem getur komið sér vel við að flytja stóra hluti. Aftur í eru sérfestingar sem meðal annars henta sérlega vel fyrir fjallahjól eins og sést vel á myndinni. Renault ætlar einnig að framleiöa reiðhjól í stíl sem verður með grind úr koltrefjum og títani. -NG Smábíllinn „ist“ Honda Jazz söluhæstur íJapan Honda, næststærsti bílaframleiðandi Japans á eftir Toyota, hefur dregið mikið á helsta keppinaut sinn en Honda hefur átt hæsta bílinn í Japan fjóra röð. Það er smábíllinn Fit, betur þekktur sem Jazz í Evrópu, sem selst svona vel en hann söluhæstur i júlí með 23.019 eintök seld sem er 39% aukning frá fyrra ári. Á meðan seldi Toyota 20.825 Corolla-bíla sem er 21% fækk- un en nýi Toyota „ist“ smábíll- inn hefur selst vel og er nú i þriðja sæti í Japan. MMC Outlander Þessi nýjasti bíll innan Mitsubishi-fjölskyldunn- ar er kallaður Outlander og kemur á markað í Bandaríkjunum seinna á þessu ári. Bíll- inn er þekktur á Japansmarkaði sem '» Airtrek og upphaflega benti orðrómur til þess að hann myndi leysa Pajero Sport af hólmi en nú er talið líklegra að hann bætist við framleiðslulínu MMC þótt aldrei sé að vita nema hann komi í stað hans seinna meir. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Lancer og verð- ur búinn 2,4 lítra vél sem skilar 140 hestöflum. Outlander verður á svipuðu verði í Bandaríkjunum og Honda CR-V og Toyota RAV4. Musso Grand Luxe II, dfsil, tdi, 08/01, sjálfskiptur, ek. 18 þ. km, 33" breyttur, ESP stöðugleikakerfi, spoiler, dráttarkúla, spólvörn, topplúga. Verð 3.890.000. Peugeot 206 XS, 04/021600cc, ek 3 þ. km, 3 dyra, beinskiptur, spoiler, 15“ álfelgur og heilsársdekk, topplúga. Verð 1.520.000. Honda Civic V-TEC 1600cc, 08/00, topplúga, vetrardekk á felgum. ek. 41 þ. km, 3 dyra, belnskiptur. Verð 1.550.000. Daewoo Lanos 1500 SE, 05/00, ek. 51 þ. km, 4 dyra, beinskiptur. Verð 790.000. VW Transporter Single Cap, 09/00, ek. 53 þ.km. Góður vinnubíll. Verð kr. 1.580.000. MMC Pajero 2800 dísil, TDI. 04/00,sjálfskiptur, ek. 72 þ. km, 32‘ breyttur, leðuráklæði, topplúga, spoiler. Mjög vel útbúinn bíll. Verð 3.200.000. SíldbýS, . bíHnn iðaugiý^mhf" netinu á benni. BÍLASALAN <*> SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐA 10 • S: 577 2800 / 587 1000 www.benni.is jBíIcibuxV Opnunartími: Virka daga 10-19, Laugardaga 11-16 Akureyri: Bilasalan Ós, Hjalteyrargötu 10, Sími 462 1430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.