Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 Helqctrblacf D V 43 Dean Martin fæddist í Ohio árið 1917, sonur ítalskra innflytjenda og var skírður Dino. Hann var enginn sunnudagaskólastrákur, lenti hvað eftir annað í áflogum og tólf ára gamall var hann farinn að stunda fjárhættuspil. Frænkur sögðu móð- ur hans að hann ætti eftir að enda líf sitt í rafmagnsstólnum. Móðir hans tók þær spár ekki alvarlega og sagði um söngelskan son sinn: „Ef hann verður ekki söngvari þá verð- ur enginn að söngvara." Hann hætti í skóla eftir gagn- fræðanám og sagði ástæðuna þá að hann hefði verið gáfaðri en kennarinn. Hann stundaði hnefa- leika um tíma en fékk síðan vinnu á næturklúbbi við að skrá veð- mál. Hann söng einnig í ýmsum klúbbum með hljómsveitum. Hljómsveitar- stjórinn Glenn Miller heyrði í honum og sagði: „Tónlistin er ágæt en það verður aldrei neitt úr söngvaranum." Eins og strákur í sælgæt- isbúð Dean giftist nítján ára gamall stúlku sem hét Betty og þau eign- uðust fjögur börn. Betty var feimin og blíðlynd en reyndi að fylgja hröðum lífsstíl eiginmanns síns meö þeim árangri aö hún varð á skömmum tima áfengissjúklingur. Dean kynntist Jerry Lewis og þeir fóru að skemmta saman á sviði. Jerry sá í Dean Martin bróö- urímynd, mann sem virtist búa yfir styrk og sjálfsöryggi sem Jerry skorti svo mjög og var auk þess afar fríður en það sama varð ekki sagt um Jerry. Þeir slógu í gegn og komu fram í sjónvarpsþáttum og nokkrum kvikmyndum. Þegar þeir félagar voru búnir að koma sér fyr- ir í Hollywood hófust þeir handa við að lifa hinu ljúfa lífi. „Við vor- um eins og sex ára strákar sem ganga lausir í sælgætisbúð," sagði Jerry Lewis. Fálátur fjölskyldumaður Eftir umfangsmikil framhjáhöld hitti Dean Martin loks konuna sem varð önnur eiginkona hans. Hún var tvítug, hét Jeanne og var fyrirsæta. Hún hafði farið með foreldrum sín- um til Pal Beach á skemmtun með þeim félögum. Hún sagðist aldrei hafa trúað á ást við fyrstu sýn en sannfærst um annað um leið og hún horfðist í augu við söngvarann. Dean Martin skildi við eiginkonu sína eftir átta ára hjónaband og gift- ist Jeanne. Hjónin bjuggu í risavillu með þremur þjónum, sex bílum, sundlaug og tennisvelli. Eftir fjög- urra ára hjónaband og fæðingu son- ar tilkynnti Jeanne að hún vildi skilja við Martin. „Ég skil ekki manninn minn,“ sagði hún. „Hann gefur aldrei færi á sér. Hann er ekki fær um tjáskipti. Hann hefur ekki áhuga á þeim.“ Hún sagði seinna að hann hefði ekki átt vini, aðeins kunningja. „Hann hefur enga yfir- Með þriðju eiginkonu sinni. Sköminu eftir giftinguna sagði Dean blaðamanni að hann ætlaði að setjast í helgan stein og drekka á hverjum degi þar til hann dæi. þyrmandi þörf fyrir að vera elskað- ur. Honum er nákvæmlega sama,“ sagði hún. „Hann stofnar ekki til vin- áttusambanda af því hann hefur ekki áhuga á þeim.“ Hjónin slitu samvist- um um tíma en tóku svo saman aft- ur. Jeanne gerði sér grein fyrir því að hún gæti ekki breytt manni sín- um og sagði: „Dean var ekki og er ekki og verður aldrei hinn fullkomni eiginmaður." Sjálf reyndi hún að verða hin full- komna eiginkona og móðir og það var fyrir hennar hvatningu sem Dean sótti um og fékk forræði yfir fjórum bömum sínum af fyrra hjónabandi. Bænir að kvöldi Heldur hafði kólnað á milli Jerry Lewis og Dean Martin. Dean fannst Jerry eigna sér allan heiðurinn af sam- vinnu þeirra. Svo fór að þeir slitu samvinnu sem hafði gert þá að milljónamæring- um. Jerry Lewis líkti þeim slitum við sársaukafullan skilnað. Einn daginn fór hann til Dean Martin og sagði: „Það eina sem ég get hugsað um núna er að það sem við höfum gert skiptir ekki svo miklu máli. Hvaða tveir náungar sem er hefðu getað gert það. En jafnvel þeir bestu myndu ekki hafa það sem gerði okkur að því sem við vor- um.“ „Nú, hvað er það?“ spurði Mart- in. „Ég held að það sé væntum- þykja. Ég held að okkur þyki enn vænt hvor um annan,“ sagði Jerry Lewis. Martin lygndi aftur augunum og Dean Martin. Söngvari, leikari og sjónvarpsstjarna. Fálátur einfari. „Hann gefur aldrei færi á sér. Hann er ekki fær um tjáskipti. Hann hefur ekki áhuga á þeim,“ sagði eiginkona númer tvö um hann. Dean náði nokkrum frama í kvikmyndaleik. Hér er liann í myndinni Robin and The Seven Hoods. sagði ekkert. Síðan horfði hann fast á Jerry Lewis og sagði: „Þú mátt tala eins mikið um væntum- þykju og þér sýnist. Fyrir mér ertu ekkert annað en andskotans doll- aramerki.” Martin sneri sér að einsöngsferli og varð einn vinsælasti dægurlaga- söngvari heims. Hann lék í kvik- myndum og stjórnaði eigin sjón- varpsþáttum sem nutu gífurlegra vinsælda. Hann skemmti á sviði ásamt félögum sínum, Sammy Dav- is og Frank Sinatra. Ekkert af þessu virtist skipta hann sérlega miklu máli. Vinir hans sögðu hann áhugalausan um mannleg sam- skipti og láta sig engu varða eigin frama en hann var trúaður og að sögn eiginkonu hans fór hann með bænir á hverju kvöldi áður en hann lagðist til svefns. Drykkja og einangrun Dean hafði verið giftur Jeanne í tuttugu ár og hún hafði reynst hon- um vel en hann var ekki auðveldur í sambúð. Hann fann sér unga feg- urðardrottningu sem hafði hreppt annað sætið í keppninni Ungfrú heimur. Hann sagði eiginkonu sinni að hann vildi skilnað og flutti að heiman. „Hann bað mig um skilnað sem kom mér á óvart," sagði eiginkona hans við blaða- mann, „en ég vil ekki búa með manni sem er ekki hamingjusamur með mér. Nú er hann frjáls og það er gott. Nú getur hann falið sig sem er það sem hann gerir best.“ Martin sagði: „Hún getur fengið húsið, ég rataði hvort sem er aldrei þangað." Ástarævintýri hans með fegurð- ardrottningunni entist í þrjá mán- uði. Þá kom ný stúlka til sögunnar, Catharine Hawn, sem vann í mót- töku á hóteli. Enginn vina hans kunni vel við hana en hún var ung og lagleg og það nægði honum. Hann giftist henni og sagði blaða- manni að hann ætlaði að setjast í helgan stein og drekka á hverjum degi þar til hann dæi. Þriðja hjóna- band hans stóð stutt. Hann herti enn drykkjuna eftir að einn sona hans lést í flugslysi, þrjátíu og fimm ára gamall. „Ég þekki hann ekki mjög vel,“ hafði sonur hans eitt sinn sagt þegar hann var spurður um samband sitt við föðurinn. Ári eftir dauða son- arins fór Dean í tónleikaferö með Frank Sinatra og Sammy Davis en hætti í miðri ferö og sneri heim. Eftir það bjó hann i einangrun. Dean Martin lést á jólanótt árið 1995, sjötíu og átta ára gamall, eft- ir langvinn veikindi. Önnur eigin- kona hans, Jeanne, hafði hjúkrað honum í veikindum hans en var ekki við hlið hans þegar hann lést. Svngj andi einfarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.