Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Fréttir DV Frá slysstaö. Hellisheiði: Fjöldi óhappa vegna hálku Árekstrahrina var á Hellisheiði um miðjan dag í gær. Tíu til tólf bílar lentu í árekstrum eða höfnuðu utan vegar á stuttu tímabili. I tveimur tilvikum urðu fjögurra bíla árekstrar en þeir urðu ekki á sama stað. Að sögn lögreglu fóru lögreglu- menn ásamt sjúkraliði á vettvang. Þá var sendur lögreglubíll úr Reykjavík til aðstoðar. Tilkynnt var í einu tilfell- anna að slys hefðu orðið á fólki. Eins og DV kemst næst þá voru þau ekki tal- in alvarleg. Ástæða óhappanna er rakin til skyndilegrar ísingar sem varð á vegin- um og hugðu ökumenn ekki nægilega að sér. -sbs Flugfélagið Atlanta segist ekki hafa flogið inn á átakasvæði: Segja umræðuna skaðlega félaginu Forsvarsmenn fiugfélagsins Atl- anta vilja árétta vegna ramma- samnings utanríkisráðuneytisins og flugfélaganna Atlanta og Flug- leiða að Atlanta hafl aldrei flogið inn á átakasvæði eða með vopna- búnað til beinna hernaðaraðgerða og um það hafi engin stefnubreyt- ing orðið. Ekki undir neinum kringumstæðum væri flugi fyrir hernaðar- eða varnarbandalög og borgaralegu flugi Atlanta blandað saman. í framhaldi af yfirlýsingu Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra um ábyrgð og sjálfsákvörð- unarrétt Atlanta og Flugleiða vilja forsvarsmenn Atlanta taka fram: „Um er að ræða opinn ramma- samning sem kann að koma til framkvæmda ef utanríkisráðu- neyti í samráði við Atlantshafs- bandalagið ákveða, svo og að und- Atlanta ekki meo herbúnaö Hafþór Hafsteinsson, forstjóri fíugfé- lagsins Atlanta, og Arngrímur Jó- hannsson á blaðamannafundinum. angengnu samráði við og sam- þykki flugfélaganna. Ábyrgðin á framkvæmd þessa samnings, ef til kemur, liggur annars vegar hjá ut- ALLT FYfílR BOX & ÐAROAGALISTlfí LAMORiNS MEST4 ÚHVAt, Boxina fffoicttox Fr&efight Tae kwondo sekkur Jiu-Jttatt Mmrmtm Aikido Judo Fábært kynningar tHboð í desember ág^afsláttur af öllum uörum Sekkhanskar Vafningar Gómur Cusley pro boxhanskar Barnaboxhanskar 1.000.- Boxhanskar Boxbuxur Æfíngatöskur Höfuðgrímur anríkisráðuneytinu og hins vegar hjá Air Atlanta og Icelandair. Sú villandi umræða sem farið hefur af stað gagnvart Air Atlanta hefur verið félaginu skaðleg og gæti valdið þjóðinni álitshnekki. Air Atlanta lýsir fullri ábyrgð á hendur þeim sem þar hafa haft sig í frammi." Atlanta hefur í áranna rás stundað flutninga á margs konar hjálpargögnum, eins og t.d. fyrir Rauða krossinn, svo og flutninga á friðargæsluliðum fyrir Samein- uðu þjóðirnar og flutning á her- mönnum til æfingabúða víða um heim, s.s. fyrir breska varnar- málaráðuneytið. Friðargæslulið- um fylgi gjarnar léttur vopnabún- aður og þá i einu og öllu farið eft- ir samræmdum reglum fiugmála- stjórna í Evrópu. -GG DV-MYND ÞA Bormenn Islands Hér má sjá þá Jónas Marinósson, Helga Bjarnason, Jón Þórólfsson og Friðfínn K. Daníelsson. Skagafjörður: Borað með nýrri tækni Leit að nýtanlegu heitu vatai held- ur áfram á svæðum í Skagfirði, sem fram undir síðustu ár hafa verið talin köld. Það er í Kýrholti í Viðvíkursveit þar sem að þessu sinni á að bora óvenju djúpa holu, 1700 metra. Borað- ur var fyrri áfangi verksins í síðustu viku og borað á tveim dagpörtum nið- ur á 400 metra dýpi, en 1300 metrar til viðbótar verða svo boraðir næsta sumar, þar sem ekki þykir hentugt að vinna verkið á þessum árstíma. Friðfinnur segir að í raun hafi lítil þróun orðið við borun hér á landi um langan tíma og því kostnaðurinn jafn- an verið mikiil. Áætla mætti að við hefðbundnar aðferðir myndi borholan djúpa við Kýrholt kosta 60-100 millj- ónir, en hann stefni á að vinna verkið fyrir 20-25 milljónir. Við fyrri boranir hjá Kýrholti hefur fundist mikið magn af tæplega 20 gráða heitu vatni og gengið erfiðlega að einangra varmann frá kaldara vatni um kring. Vonast er til að með því að bora svona djúpt náist að ein- angra heita vatnið sem ætlað er að sé þarna í djúpum jarðlögum. -ÞÁ Blönduós: Norska jóla- tréð ónýtt Jólatré Blönduósbúa, gjöf frá vinabænum Moss i Noregi, liggur þverbrotið og ónýtt eftir aftakaveð- ur sem tréð hreppti á miðvikudag. Raunar laskaðist tréð áður og var þá gert við það. Eftir seinna áfallið var það ónýtt með öilu. Það er árviss atburður að Blönduósi er sent jólatré frá vinun- um við Óslóarfjórð. Blönduósbær borgar fragtina til Reykjavíkur og þaðan norður, sem er allnokkur kostnaður fyrir fámennt bæjarfélag. í fyrra brotnaði Moss-tréð einnig. „Við leystum þetta mál. Það fóru hressir strákar að Hofi í Vatnsdal og fengu þar fallegt jólatré sem kveikt verður á á morgun, laugar- dag," sagði Jóna Fanney Friðriks- dóttir, bæjarstjóri Blönduóss, í gær. -JBP Solargangtí 'ÍMÉ iOílVii/ÍSJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.39 14.58 Sólarupprás á morgun 09.46 07.27 Siodegisflóð 20.39 00.42 Árdegísflóö á morgun 09.04 13.35 v <33v V3=( 3' V ' Skúrir eða él Sunnan- og suðvestanátt, 5-10 m/s, vestantil, en heldur hægari vindur annars staðar. Skúrir eða él suðvestan-ogvestantil. Léttirtil með kvöldlinu. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. i jjj^tólljj v (Eöv V3 v 10) 4" Rigning Veðurstofan gerir ráö fyrir austlægri átt og rigningu austanlands og við suóursjröndina. Annars staðar veröur skýjað með köflum. Hiti verðui" á bilinu 0 til 5 stig. ftT/^f>1V/r,^-rii ±j^ Mánudagur Þríðjudagur Míðv.kudagur Haio° W HitiO'' W-Hiti 0° tii 5° til 5° «15° VinrJur: 10-15"'/» Vindor: 10-15' Vinriur: 10-15 t^ t t Gort ei ráö fyilr suöaustatótt, yflrleitt 10-15 m/s, og rigningu viðar. Suötegar átör voröa ríkjandi og vætusantt. Þó verour bjatWöri meoköflumó Norourlanai. Veöur fer lítiloga kótnandi. Suöfœgar áttir verba enn rDdandl og gera mð ráð fyrir úrkomu. Veour feráfram lítillega kólnaid. "..... i ¦ Logn ý Andvári Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Farviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3,4-5,4 5,5-7,9 8,0-10,7 10,8-13,8 13,9-17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24,5-28,4 28,5-32,6 >=32,7 hálfskýjað skýjaö AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÖ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JANMAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG BYGCT A UPPLYSINGUM FRA VEDURSTOFU ISLANDS skúrir 6 léttskýjaö 9 skýjaö 6 snjóél 4 skýjað 8 úrkoma 5 mistur 7 léttskýjað 1 kornsnjór -8 alskýjaö 1 snjókoma -2 -1 rigning 9 léttskýjaö -3 heiöskírt 15 alskýjaö 4 hálfskýjað 14 þokumóða -1 heiöskírt -12 þokumóöa 4 snjðkoma 6 alskýjað 3 þokumóða 1 súld 4 skúr 7 alskýjaö 2 skýjaö 14 alskýjað -4 hálfskýjað -5 alskýjað -1 alskýjað 14 alskýjað 4 súld 2 skýjað -8 heiösklrt -11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.