Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 12
12 Helgarblað Samningaviðræður vegna stækkunar ESB ganga hægt: Er stækkunarferlið að sigla í strand? Anders Fogh Rasmussen Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, fer nú með forystuhlut- verkiö í Evrópusambandinu en skilar því af sér til Grikkja þegar sex mánaða tfmabilinu líkur um áramótin. Fjórir úr þungavigtinni Þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti bera þungar þyrðar innan ESB, en hér eru þeir ásamt Jóhanni Karli Spánarkonungi. Það er óhætt að bóka að árið í ár verði eitt það eftirminnilegasta í sögu Evrópusambandsins verði áætlanir um stækkun þess til austurs að veru- leika á leiðtogafundinum sem fram fer í Kaupmannahöfn í næstu viku. Árið byrjaði með því að tólf af fimmtán sambandslöndum ESB, öll nema Bretland, Svíþjóð og Danmörk, tóku upp evruna og lýkur væntanlega með því að innganga tíu nýrra aðild- arlanda verði samþykkt í Kaup- mannahöfn. Það er þó með þeim fyrirvara að þau uppfylii sett skilyrði um efna- hags- og félagslegar umbætur og hljóti síðan formlega aðild á vormánuðum 2004 eftir þjóðaratkvæðagreiðslur heima fyrir og samþykki Evrópu- þingsins. Gangi stækkunin eftir, sem flestir búast við, verður sambandssvæðið orðið stærsta einstaka markaðssvæði í heiminum með meira en 500 milljón neytendur. Ekki aftur snúið Löndin í inngönguhópnum eru Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland en fyrir eru í sambandinu Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakk- land, Grikkland, Holland, írland, ítal- ía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn, Sví- þjóð og Þýskaland og hafa þau öll samþykkt stækkunina fyrir sitt leyti í þjóöaratkvæðagreiðslum. Það verður því ekki aftur snúið og hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá virðist sameining Evrópu nú loksins í sjónmáli rúmum áratug eftir fall járntjaldsins og það með frið- samlegum hætti eftir aldalangar erjur og styrjaldir. Auk áðurnefndra inngönguþjóða, sem skipa 2004-hópinn, er stefnt að því aö tvö önnur lönd, Búlgaría og Rúmenía, bætist í hópinn árið 2007 auk þess sem Tyrkjum hefur verið gefið undir fótinn um inngöngu. Þeir hafa þó ekki enn hafið aðildarviðræð- ur um, en stefnt er að því að það verði ákveðið á Kaupmannahafnarfundin- um. 80 þúsund síðna lagabálkar Fyrir inngönguþjóðirnar, sem flest- ar sitja í sárum eftir fall Sovétrikj- anna, hefur þetta eflaust verið löng og erfið bið sem nú loksins sést fyrir endann á, svo framarlega sem þeim takist að uppfylla sett skilyrði, en þar er um að ræða umbætur af ýmsum toga, allt frá mannréttindamálum til efnahagsmála, sem þjóðirnar verða að uppfylla í samræmi við 80 þúsund síðna lagabálka sambandsins. Það gæti reynst þrautin þyngri, fyr- ir fyrrum kommúnistaríkin, sem verða að snúa frá þungbúnum mið- stýrðum efnahagsbúskap til hins frjálsa Brussel-stýrða markaðskerfis sem Evrópusambandið byggir mark- aðsstefnu sína á. Þá er einnig lögð áhersla á réttarfarslega uppstokkun og einnig aðgerðir gegn spillingu óg þá ekki síst efnahagsglæpum. Til að halda stjórnvöldum inn- göngulandanna við efnið mun ESB koma á fót eftirlitsstofnun, sem fylgjast mun grannt með málum, jafn- vel eftir að aðildarviðræðum lýkur. Innra skipulag Evrópusambandsins hefur líka verið til endurskoðunar og hefur vinnuhópur undir stjóm Valery Giscard d'Estaings, fyrrum Frakk- landsforseta, þegar skilað hugmynd- um að framtiðarskipulagi samhands- ins sem fengið hefur misjafna dóma. Þar er reynt að varpa ljósi á það hvaða áhrif stækkunin muni hafa á starfsemi sambandsins og hverjar helstu áherslur þess skuli vera til framtíðar. Einnig hvemig best sé að glæða áhuga fólks á ESB og gera það aðgengilegra fyrir almenning. Þá er í tillögunum lagt til að samin verði sérstök stjómarskrá fyrir sam- bandið og einnig uppástunga um að kosinn verði sérstakur forseti sem andlit þess út á við. Viðræður dragast á langinn * Undirbúningur fyrir áðumefndan leiðtogafund ESB, Sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 12. og 13. des- ember nk., hefur verið í fullum gangi síðustu vikurnar og er öll áhersla lögð á að gengið hafi verið frá samkomu- lagi við inngönguþjóðirnar um fjár- málahlið aðildarviðræðnanna og þá sérstaklega hvað varðar niðurgreiðsl- ur til landbúnaðarmála og styrki til uppbyggingar fátækari svæða eins og í afskekktari landbúnaðarhéruðum Póllands. Viðræðumar hafa þótt dragast um of á langinn og er helsta ástæðan sú að samninganefndir flestra inngöngu- þjóðanna hafa verið ósáttar við það sem í boði er. Það leiddi til þess að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, sem nú fara með yfirstjórn ESB, sá sig tilneyddan til að ræða málið nánar við stjómvöld annara aðildarrikja. Hann hélt því í þriggja daga ferð til höfuðborga landanna fjórtán sl. mánu- dag til að afla stuðnings við aukið fjármagn til stækkunarferilsins. Á fyrsta viðkomustaðnum, sem var Lissabon í Portúgal, sagðist Rasmus- sen leggja alla áherslu á að ná mark- vissum og sanngjörnum samningum við inngönguþjóðimar en bætti við að síðustu tilboð sem lögð voru fram í síðustu viku hefðu fallið í frekar grýttan jarðveg. „Inngönguríkjunum finnst við ekki bjóða nógu mikið og á móti gagnrýna sambandsþjóðirnar okkur fyrir að vera of örlátir," sagði Rasmussen og ítrekaði vilja sinn um að gengið yrði frá öllum samningum fyrir leiðtogafundinn í Kaupmanna- höfn. Prodi vill pólitískt raunsæi Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, tók í sama streng og hót- aði að engar samningaviðræður færu fram í Kaupmannahöfn. „Ég var búinn að vara þá við. Það er ekki framkvæmanlegt og alveg út úr myndinni," sagði Möller og bætti við að samningamennirnir yrðu að klára málið í Brussel i síðasta lagi á fundi allsherjarnefndar ESB á mánu- daginn. Romano Prodi, formaður fram- kvæmdastjómar ESB, hvatti einnig til þess að samningum væri lokið fyr- ir leiðtogafundinn og sagði að samn- inganefndir inngönguþjóðanna yrðu að sýna pólitískt raunsæi. Forsætisráðherrar Ungverjalands Póllands, Tékklands og Slóvakíu, sem hafa haft sig mest í frammi i samn- ingaviðræðunum, segast ætla að berj- ast til síðustu mínútu fyrir hagstæð- ari samningum og hafi í sameiningu farið fram á að framlög til niður- greiðslu í landbúnaði verði hækkuð verulega. „Ef við náum ekki viðunandi samn- ingum í Brussel þá munum við fara fram á að viðræðunum verði haldið áfram í Kaupmannahöfn," sagði Les- zek Miller, forsætisráðherra Póllands. Risavaxinn kostnaður Risavaxinn kostnaður vegna stækk- unarinnar hefur vaxið mörgum í aug- um, en talið er að hann muni í allt nema um fjörutíu billjónum evra á næstu þremur árum miðað við að all- ar tíu þjóðirnar gangi inn. Þar af muni Evrópusambandið með núver- andi aðildarlönd innanborðs greiða um 25 billjónir evra á móti 15 billjón- um inngönguþjóðanna, en það þýðir að sérhver hinna 370 milljón íbúa nú- verandi sambandsþjóða muni greiða 66 evrur til verkefnisins næstu þrjú árin. Reiknimeistarar umbótastofnunar ESB hafa reiknað dæmið í víðara samhengi, eða alveg frá árinu 2000, þegar ferlið hófst og til ársins 2006, þegar tvö ár eru liðin frá stækkuninni og reiknast til að kostnaðurinn muni fram að því nema allt að 67 billjónum evra. Til samanburðar má geta þess að sameining þýsku ríkjanna kostaði þýska ríkið allt að 600 billjónir evra á árunum 1990 til 1999. í nýlegri skoðanakönnun innan nú- verandi aðildarrikja kom fram að 51% aðspurðra voru hlynntir stækkun á meðan 30% voru eindregið á móti henni og 19% óákveðnir. í könnun sem gerð var í inngöngu- löndunum sögðust 65% aðspurðra ætla að styðja inngöngu í ESB í þjóð- aratkvæðagreiðslu, en margir treystu sér ekki til þess að svara þar sem þeir höfðu ekki kynnt sér málið nægilega og var óvissan mest í Eystrasaltslönd- unum. Innganga Tyrkja Hvar liggja mörkin er spurning sem margir Evrópubúar spyrja sig þessa dagana og hvenær mun Evrópu- sambandið ákveða að nema staðar í stækkunaráráttu sinni? Þetta er spurning sem upp hefur komið vegna hugsanlegrar inngöngu Tyrkja í ESB, en fyrir því hafa þeir reyndar fengið vilyrði. Þeir munu þó ekki ganga inn á næstunni og hefur engin ákvörðun enn verið tekin um það hvenær aðild- arviðræður byrja. En eins og áður segir verður það væntanlega gert á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn og hafa tveir úr þungavigtinni, þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands og Jacques Chirac Frakklands- forseti, heitið því að aðildarviðræður við Tyrki hefjist árið 2005. Hvíslað bakvið tjöldin Ágreiningur mun þó innan ESB um aðild Tyrkja, en vegna þrýstings Bandaríkjamanna hafa óánægjuradd- ir að mestu verið kvaddar niður. Valery Giscard e'Estaing, fyrrrum Frakklandsforseti, leyfði sér þó að halda því fram að aðild Tyrkja að ESB þýddi endalok þess. Aðrir láta sér nægja að hvísla bakvið tjöldin og segja þjóðina of fjölmenna og menn- ingarlega af allt öðru sauðahúsi. Innan fárra ára yrðu þeir fjölmenn- asta þjóðin innan ESB og það kunni ekki góðri lukku að stýra. Það gæfi þeim flesta fulltrúa á Evrópuþinginu og flest atkvæði í ráðherraráðinu. Það væri of mikil austursveifla þyngd- araflsins, að margra mati svo mikil að páfanum hryllir meira að segja við hugsuninni. Bretar og ítalir hafa lýst stuðningi við Tyrki og meira að segja Grikkir, fornir fjandmenn þeirra vegna deilna um Kýpur og Eyjahaf, hafa gert hið sama. Grikkir meta það svo að verði Tyrkir stiaðir frá Evrópu myndi það þýða aukna ógn fyrir þá úr austri vegna ólíks trúar- og menningararfs. Kýpurdeilan mun þar einnig spila stóra rullu, en Evrópusambandið hef- ur sett þau skilyrði fyrir inngöngu Kýpur að lausn náist í deilunni áður en formleg innganga verði samþykkt. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 DV Erlendar fréttir vikunn Þykjast hafa sannanir Bandarísk stjórn- völd þóttust í vik- unni hafa nægar haldbærar sannanir fyrir því að írakar réðu yfir gjöreyð- ingarvopnum. Ari Fleischer, talsmað- ur Bush Bandaríkja- forseta, vildi hins vegar ekki greina nánar frá því hvaða sannanir þar væri við átt. Varaforseti íraks, Taha Yassin Ramadan, sakaði vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna sem eru að störfum í írak um að ganga erinda bandarísku leyniþjónustunn- ar CLA. Vopnaeftirlitsmenn hafa nú leitað vísbendinga um gjöreyðingar- vopn íraka í eina viku, meðal ann- ars í einni af höllum Saddams Husseins íraksforseta. Vinstristjórn á Græniandi Grænlendingar lýstu yfir ein- dregnum vilja sínum til aukins sjálfstæðis frá Danmörku þegar þeir kusu til nýs landsþings á þriðjudag. Tveir stærstu flokkamir, jafnaðar- mannaflokkurinn Siumut og vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit sem báðir leggja áherslu á sjálfstæði Grænlands, hafa nú ákveðið að mynda samsteypustjórn. Stjórnin nýtur stuðnings átján þingmanna af 31 sem situr á grænlenska þinginu. í fráfarandi stjóm voru Siumut og hægriflokkurinn Atassut. Al-Qaeda liðar mættir Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagði und- ir vikulok að liðs- menn al-Qaeda, hryðjverkasam- taka Osama bin Ladens, hefðu hreiðrað um sig á Gaza og í Líbanon og að þeir væru að undirbúa sjálfsmorðsárásir á ísraelsk skotmörk. Fyrr í vikunni hafði Sharon lýst yfir stuðningi sín- um við hugmyndir Bush Banda- ríkjaforseta um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, að undan- gengnum umbótum á palestínsku heimastjórninni. ísraelski herinn umkringdi flóttamannabúðir á Gaza á föstudagsmorgun og féllu að minnsta kosti níu manns í áhlaup- inu, flestir þegar skriðdreki skaut sprengikúlu á íbúðarbyggingu. Skip á svartan lista Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sett 66 olíuflutninga- skip á svartan lista og verður skip- unum bannað að sigla með farma á evrópskum siglingaleiðum. Bannið nær til einbyrðingsskipa og er sett í kjölfar slyssins undan Spánar- ströndum í síðasta mánuði þegar ol- íuflutningaskipið Prestige sökk með um sjötíu þúsund tonn af olíu. Mörg þúsund tonnum af olíu hefur skolað á land á norðvesturhluta Spánar og hefur olían valdið miklu tjóni á fjör- um, auk þess sem fuglar hafa orðið henni að bráð og sjómenn hafa ekki komist til veiða. Cherie Blair í vanda Cherie Blair, eiginkona Tonys Blair, forsætis- ráðherra Bret- lands, var harð- lega gagnrýnd í breskum blöðum undir vikulok fyrir að segja í fyrstu ekki allan sannleikann um tengsl sín við dæmdan svikahrapp. Maðurinn mun hafa aðstoðað forsætisráð- herrafrúna við fasteignakaup í Car- diff í Wales. Cherie sagðist harma misskilninginn sem af þessu hlaust. Skógareldar við Sydney Gríðarlegir kjarr- og skógareldar loguðu í nágrenni við Sydney í Ástr- alíu i vikunni og hefur fjöldi húsa orðið eldinum að bráð. Slökkviliðs- menn hafa þurft að vinna við mjög erfiðar aðstæður vegna mikilla vinda. íbúar hverfa í hættu hafa einnig barist við eldana með garðslöngur sínar að vopni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.