Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 29
LAUCARDAG UR -7. DESEMBER 2002 H'& lQ O t~'t> l'O <3> I>1/' 2Í halds". Ég ákvaö að byrja á sögu Gunnars og Hallgerðar og vísa í fyrri hjónabönd Hallgerðar, hvernig þau enduðu og að hún hefði jafhvel átt nokkra sök í þeim málalokum. Sagan er í þremur hlutum, fyrst er saga Gunnars og Hallgerðar, síðan saga fjölskyldu Njáls, einkum Skarphéðins og Kára, sem end- ar á Njálsbrennu og að lokum hefndarkaflinn þegar leikur- inn berst út um víðan völl. Ég man eftir að hafa lesið stutta gerð af Gunnlaugs sögu sem pabbi átti þegar ég var litil. Hún var nokkuð einfólduð en ekki myndskreytt. Síðan las ég ekki íslendinga sögu fyrr en ég las Gísla sögu í unglingadeildinni í grunnskóla. Ég las Njálu ekki fyrr en í menntaskóla. Annaðhvort hef ég ekki lagt í þær fyrr eða þá að þær vöktu ekki áhuga minn. Ég las þjóðsögur og fleira í gömlu, svörtu bandi en greip ekki ís- lendinga sögurnar niður úr hillunni. Tilgangur minn með þessari útgáfu er ekki bara að einfalda söguna heldur vekja áhuga barna á því stóra verki sem liggur að baki þessari bók þannig að þau langi til að kynna sér heildarverkin síðar." Engar ofurhetjur í Njálu Hvernig hafa viðbrögð barnanna verið við sögunni? „Mjög góð. Við renndum nokkuð blint i sjóinn með þessa bók. Ég hef lesið mikið i skólunum og þá aðallega fyrir niu til tólf ára krakka. Þeim þykir sagan ótrúlega spennandi. Einhverjir hafa heyrt af hetjum sögunnar en þó fæstir. Þeim þykir óskaplega merkilegt að bændur hafi gengið um vopn- aðir á íslandi og bardagarnir og átökin hrikaleg. Þegar ég var búin að segja frá sögunni i fyrsta skólanum sem ég heimsótti sá ég hvernig persónur sögunnar breyttust í lifandi Islend- inga á miðöldum í augum barnanna. Ég var að segja þeim frá Njáli og Bergþóru í brennunni, því þegar Þórður Kárason neitaði að fara út. „Daginn eftir," sagði ég, „fundust þau dáin en óbrunnin." Þá spurði lítil stelpa: dóu aflnn og amman? Um leið breyttist viðhorfið hópsins til sögunnar og hún varð miklu hryllilegri. Börnin áttuðu sig á því að persónur Njálu voru engar ofurhetjur sem lifhuðu við daginn eftir heldur persónur af holdi og blóði - alveg eins og þau. Það er hægt að nota Njálu til að ræða við krakka um svo ótal margt, sagan er sennilega einhver besta fáanlega kennslubókin í lífsleikni. Hún vekur t.d. upp spurningar um vináttu, lífsgildi, jafhrétti, heilindi, rógburð og svo auðvitað sæmdina. - Börn heillast af þessu, þau eru stóðugt að verja sæmd sina í frímínútunum. Það er einnig auðvelt að nota svona sögu til að kynna samfélag bæði á víkingaöld og þjóð- veldisöld. Það er jafhvel auðveldara að nálgast það á þennan hátt heldur en í sögubókum. Fólk fór í útlegð í stað fangels- is, það var engin lögregla, ekkert yfirvald. Þetta finnst krökk- unum stórmerkilegt. Krökkunum fmnst allt ofbeldið spennandi og þá vaknar spurningin um hvort það megi skrifa svona fyrir krakka. Þá hlýtur svarið að vera já: þetta er okkar fortíð og það er eng- in ástæða til að fegra hana. Við reynum oft að fegra og hreinsa sögur áður en við ber- um þær á borð fyrir börn og kannski er það misskilningur. Gómlu ævintýrin enduðu á því að vondar stjúpmajður döns- uðu á glóandi skóm en nú hverfa þær hægt og hljótt úr sög- unum. Ég held að börn þoli alveg að lesa um baráttu góðs og ills án þess að hún sé þynnt út. Gunnars saga er saga um bar- áttu góðs og ills. Krakkarnir vilja að hetjan sigri og vondu karlarnir deyi en skynja um leið að þetta er saga. Biblían er full af ofbeldi og ekki er henni haldið frá börnum nema síð- ur sé. Auk þess eru allir fréttatímar fullir af ofbeldi. Kannski finnst einhverjum að fyrst verið er að gefa Njálu út fyrir börn þá verði að taka ofbeldið út. En þá væri þetta ekki leng- ur Njála. Brennu-Njáls saga gengur út á hefiidir, bardaga, sæmd, sættir. Á tímabili var það þannig að ekkert mátti segja við börn. Þorvaldur Þorsteinsson hefur bent á þetta í fyrirlestri sem hann hélt um dauðann. Það þarf ekki að hlífa börnum við þessu en hins vegar á fólk að lesa bækur með börnunum sín- um og ræða um þær." Lúsajátningar Lúsastríðið er frábrugðið Njálu. „Já, en þó eiga þessar bækur það sameiginlegt að persón- ur þeirra eru mjög úrræðagóðar en sjást ekki alltaf fyrir. Ingibjörgu Þórhildi svipar lika til Hallgerðar langbrókar að því leyti að hún er óskaplega stolt og svolítið hörundssár." Hvernig kviknaði hugmyndin að Lúsastríðinu? „Það var örugglega yfir hádegisfréttum þar sem sagt var frá lúsafaraldri i skóla í Vesturbænum! Slikar fréttir eru klassískar á hverju hausti. Mér datt í hug að slíkir faraldrar væru ekki alltaf neikvæðir. Það var eitthvað spaugilegt við lúsina. Ég sendi því krakkana út til að græða á henni." Það er mikið fjör i þessari bók. „Já, meginmarkmiðið er að fá börnin til að hlæja. Það eru mikil ærsl og kímni í bókinni. Það er gaman að nota lúsina því að á upplestrunum segja foreldrarnir oj en það ískrar í börnunum af hlátri. Nú í haust hefur fólk komið til min með ýmsar játningar. Sumir hvísla því að mér að þeir hafi aldrei lesið Njálu og aðr- ir að fjölskyldan hafi fengið lús. Það er greinilegt á barnabókamarkaðnum hér, og erlendir fræðimenn segja sömu sögu, að fyndnar bækur eru ríkjandi. Auðvitað er ýmislegt fleira í boði, fantasíur jafht sem hefð- bundin raunsæisverk, en fyndnu bækurnar hafa notið mik- illa vinsælda. Það sem ég kalla fyndnu bækurnar eru ýktar sögur úr raunveruleikanum, hlaðnar kimni sem felst í óþekkt og brotum á alls kyns reglum." Eru fullorðnir ekki stundum dálítið viðkvæmir fyrir svona bókum? „Oft heyrist að ekki eigi að bjóða börnum upp á eintóm ærsl og galsa. Ég held að þessi frasi endurspegli vandann við barnabókamarkaðinn. Börnin lesa bækurnar en fullorðnir kaupa þær og dæma þær. Sumir telja að allt sem er fyndið sé innihaldslaust. Það sem er fyndið getur hins vegar innihald- ið margvíslegan boðskap, t.d. beitta samfélagsgagnrýni. í nýj- um barnabókum er fullorðnum oft sendur tónninn. Ærslin og hláturinn ríkir hjá börnunum en reglufestan og nei- kvæðnin hjá hinum fullorðnu. Fólk vinnur of mikið og skipu- leggur líf barnanna út i hörgul. Ærslin og uppátækin eru tæki barnanna til að rísa upp gegn ofurskipulagningunni sem einkennir hina fullorðnu, bæði í bókum og raunveru- leikanum. Líf barna er orðið excel-skjal með ballett, fiðlutímum, íþróttum og afþreyingu eftir skólann. Sprellið og fantasían í barnabókunum ýtir hins vegar undir hugmyndaflugið. Og öf- ugt við það sem var fyrir nokkrum árum eru hinir fullorðnu ekki þeir sem vita allt best í bókunum. Það eru jafhan börn- in sem koma foreldrum sinum í skilning um að lífið sé meira en vinna og það að græða peninga. í ævintýrinu um nýju föt- in keisarans sagði barnið að keisarinn væri ekki í heinum fötum og þá sussaði fullorðna fólkið á það. I nýjum barnabók- um er hlustað á það. Það er síðan misjafht hversu djúpt skilningur fullorðinna á bórnunum og skoðunum þeirra rist- ir. Tvöfalt flóð Nú upplifir þú tvöfalt bókaflóð. Hvernig kanntu við þig í flóðinu? „Það sem máli skiptir er hvernig maður lendir í öldunni; hvort maður sýpur hveljur eða nær að hafa hausinn upp úr. Jólabókaflóðið er mikil vinna, meiri vinna en ég bjóst við. Maður furðar sig svolítið á bóksölumarkaðnum og auglýs- ingastefhu útgefenda. Mér leið fyrst eins og útlendingi sem var að flytia til íslands og fær ekki landsvistarleyfi nema vera með atvinnuleyfi og fær ekki atvinnuleyfi nema vera með landvistarleyfi! Bækur fá ekki auglýsingu fyrr en þær komast á metsölulista og á þá komast ekki verk nýrra höf- unda nema þau séu auglýst. Þó er orðspor bóka alltaf mikil- vægast; orðið fer eins og eldur í sinu. Og miðað við þau við- brögð sem ég hef fengið frá þeim sem hafa lesið bækurnar hef ég engar áhyggjur." Þetta er mikill geðshræringartími fyrir rithöfunda. „Já, þaö koma dómar sem slá mann út af laginu og aðrir sem vekja manni gleði. Það skiptir öllu að halda jafhvægi. Mér þykir mikilvægast að heyra viðbrögðin frá börnunum sjálfum. Og ef þau eru ánægð er ég ánægð." -sm g& ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Dælu- og dreifistöð OR, Stóragerði 46 - nýbygging". Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og heildarfrágangí húss. Verkinu skal skilað fullkláruðu 30. maí 2003. Helstu magntölur eru: Gröftur 470 m Jarðvatnslagnir 51 m Steypa 40 rrr Mótaflötur veggja 300 m Múrhúðun 140 m Klæðning innanhúss 104 m Rafkerfi og öryggiskerfi 1 stk. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 9. desember 2002 gegn 10.000 kr. skilatrýggingu. Opnun tilboöa: 20. desember 2002, kl. 11.00, hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar % ogþúáttmöguieikaáaðvinna heimsreisu fynr tvo Á lotto.is eða næsta sölustað. Hvað myndir þú gera? Láttu þig dreyma, það er aldrei að vita hvar milljónirnar lenda. Gleymdu ekki að muna eftir Lottóinu! Sandurafmilljónum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.