Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 32
r~l& iCj d t~t) iCt <J jL9\f lauoardacur 7. desember 2002 Höfundur raunverulegrar spennu Óttar Sveinsson hefur skrifað níu metsölu- bækur íróð. Hann seqir hér frá upphafinu, breutinqum á huqmundinni oq áhuqa manna erlendis á að taka Útkallsbækurnar upp á sína arma því freistandi tilboð eru að berast. Ekki eru margir rithöfundar á íslandi sem geta sagt að þeir hafi verið metsöluhöfundar allan sinn feril en þeir eru þó til. Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna, er einn þeirra (metsala níu ár í röð) og hér flokkum við hann hiklaust með rithöfundum þótt ýmsir deili um það hvernig þeirri nafnbót sé útdeilt. Hér verður stuðst við þá rökfræði að þeir sem skrifi bækur og standist inntöku- skilyrði í Rithöfundasambandiö séu rithöfundar. Óttar skrifar ekki skáldskap heldur bækur sem fjalla um atburði sem raunverulega hafa gerst. Hann er blaða- maður með starfsreynslu sem talin er í áratugum og bæk- ur hans, sem kallaðar eru einu nafni Útkallsbækurnar, hafa samtals selst í meira en 50 þúsund eintökum innah lands og utan og kvikmyndatökulið frá Hollywood kom til íslands fyrir nokkrum árum, setti atburð úr einni bók Óttars á svið og sjónvarpaði svo efninu 1 yfir 40 löndum. í byrjun nóvember kom út níunda Útkallsbókin sem heitir Útkall - Geysir er horfinn og fjallar um þann dramatíska atburð þegar millilandaflugvélin Geysir, glæsilegasta flugvél Islendinga á þeim tíma, hvarf skyndi- lega í september 1950. Eftir fjóra sólarhringa hafði ekkert spurst til vélarinnar. Aðstandendur og flestir landsmenn höfðu gefið upp alla von um að sjá nokkurn úr áhöfninni á lífi. Samúðarblóm voru farin að berast og menn farnir að skrifa minningargreinar. Þá heyrði varðskip fyrir austan land ógreinilega morssendingu frá Geysi „staðar- ákvórðun ókunn ... allir á lífi". Við tók björgunaraðgerð sem á sér varla neina hlið- stæðu en leiðangrar lögðu af staö frá Akureyri og Reykja- vík og stefndu inn á jökul þar sem Geysir hafði nauðlent á Bárðarbungu með sex manna áhöfn, átján hunda og sex tonn af lúxusvarningi. Upphafið með Elíasi - Það er freistandi að spyrja metsöluhöfundinn hverh- ig honum hafi orðið við þegar fyrsta bókin rauk af stað í sölu fyrir nærri tiu árum. „Ég spáði ekkert í það, ætli ég hafi vitað hvað metsölu- listi var því þeir tíðkuðust varla þá eins og þeir gera í dag," segir Óttar þegar hann rifjar upp með blaðamanni fyrstu skrefin á bókaritvellinum. Fyrsta bókin hét Útkall Alfa-TF SIF og fjallaði um þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Hver átti þá hugmynd? „Þetta var mín hugmynd," segir Óttar. „Ég hafði skrifað mikið um baráttuna fyrir stærri björgunarþyrlu í starfi mínu á DV og kynntist vel þeim Gæslumönnum sem við það unnu. Svo hringdi ég einn daginn í Palla Halldórs flug- stjóra og spurði hvort mögu- leiki væri á að skrifa bók um störf þeirra - kynnast störf- um þeirra betur - siðan fór boltinn að rúlla. Úr urðu ell- efu frásagnir og ég virðist hafa dottið niður á ákveðna formúlu þegar hugmyndin fæddist á ákveðnum stað í Biskupstungum. Þetta virk- aði greinilega." - Einhver líkti þessari for- múlu við að Alistair McLean skrifaði Þrautgóðir á rauna- stund. Er þetta nærri lagi? „Ég hef eiginlega ekki vit á því," segir Óttar og brosir. „En þetta er stíll sem varð al- gerlega til í mínu höfði. Þess vegna held ég að gagnrýnend- ur og fleira fólk hafi orðið hálfVandræðalegt í fyrstu. En það kom fljótlega á daginn að almenningur varð hrifinn - fólk segist lesa þetta og er spennt - þannig var þetta kannski lika hugsað." Óttar mótaði ritstil sinn í blaðamennsku en seint á ni- unda áratugnum hóf hann störf á DV og skrifaði lengi lög- reglufréttir. „Ég var undir stjórn góðra manna, Elíasar Snælands Jónssonar og Jónasar Haraldssonar. Ég held að Elías hafi alið mig upp í dramatík. Hann kannski bað mig að hringja í sjómann sem var nýbúið að bjarga og taka við hann viðtal. Svo náði ég því, Elías kom og spurði spennt- ur „hvernig gekk?" og ef svarið var jákvætt þá kom „hrammurinn" á öxlina og kreisti vel. Svo skrifaði ég." Þarna vísar Óttar til þess að Elías var ekki alltaf mað- ur margra orða þótt hann væri ánægður með störf þeirra en sló gjarnan þéttingsfast á öxl í viðurkenningarskyni. „Við náðum mjög vel saman - Elias ýtti mér fram á rit- völlinn og er eiginlega guðfaðir minn á þessu sviði. Hann og Jónas eru í hópi margra góðra samferðamanna minna sem hafa vísað leiðina að rökréttri hugsun." Haldið aftur í l íi 11:11111 Útkallsbækurnar hafa síðan komið reglulega eins og jólasveinninn á hverju ári en segja má að með áttundu bókinni hafl orðið breyting á. Fram til þess höfðu bæk- urnar alltaf fjallað um atburði sem gerst höfðu í nánustu samtíð en áttunda bókin fjallaði um óveður og mannraun- ir í Isafjarðardjúpi árið 1968 og ótrúleg björgunarafrek tengd því. Síðan stígur Óttar enn aftar í tímann með nýj- ustu bókinni eða fimmtíu ár. „Með þessu fór ég virkilega að hafa gaman af þessu - þegar ég fór að grafa upp menn eins og Harry Eddom, gamla varðskipsmenn og aldna togarasjómenn. Mér fannst ég vera að finna hluti sem fólk vissi ekki um og draga upp heildstæða mynd af atburðum sem áður höfðu Óttar hefur gefið út eina af bókum síiiimi hjá PP forlag í Danmörku og hyggur á frekari útrás erlendis. Hér sést Óttar á góðri stundu með meistarakokkinum Jamie Oliver sem einnig er gefinn út hjá PP-forlag. Það er haft fyrir satt að þeir piltar hafi talað um þorramat og barneignir. Óttar Sveinsson hefur skrifað níu metsölubækur á jafnmörgum árum - ekki er víst að margir rithöfund- ar á íslandi geti jafnað það. birst í brotum." Úfkall í Djúpinu seldist upp löngu fyrir síðustu jól og Óttar steig óhikað enn lengra aftur í tímann. Hann fjall- ar nú um Geysisslysið sem gengur jafnvel enn betur en „Djúpið". „Mér finnst björgunin standa upp úr í því máli. Enn lif- ir mjög margt fólk sem var í hringiðu þessara atburða og flest fólk yfir 60 ára man hvar það var statt þegar Geysir fannst. Ég fann mjög margt sem ekki hafði komið fram áður og vil segja að þarna sé verið að frumsýna björgun- ina I heild af fullri alvöru. Margir telja reyndar að í Geys- isslysinu hafi upphaf landbjargana markast á íslandi. Mér fmnst þetta alltaf verða skemmtilegra og skemmti- legra," segir Óttar sem vill ekki gefa upp hvert næsta verkefni verður en það er augljóslega ákveðið og verður enn kafað í djúp tímans á vettvangi dramatískra atburða. Útrás með Útkall Ein Útkallsbókin kom út hjá PP forlag í Danmörku árið 2001 undir nafninu Mayday Mayday en þar er lýst atburð- um sem urðu í hafinu milli íslands og Færeyja 1986 þeg- ar Suðurlandið sökk þar sem danskir björgunarmenn voru í lykilhlutverki. Áður hafði ein frásögnin úr bók tvö verið kvikmynduð af erlendum sjónvarpsstöðvum í þátta: röðinni Rescue 911 um hetjulegar bjarganir og sá þáttur var tekinn upp á Langjökli fyrir nokkrum árum og sýnd- ur um allan heim. Þetta er þó aðeins upphafið að því sem kalla má útrás Útkallsbókanna. Hvert stefnir eiginlega „Útkallinn"? „Mér var boðinn samningur í Bretlandi í síðustu viku um útgáfu á bók siðasta árs sem heitir á ensku „Doom in the Deep" - Útkall í Djúpinu. Hún vakti greinilega mikla athygli á bókamessunni í Frankfurt í október. Siðan hef ég verið í viðræðum við útgefendur bæði í Bretlandi og einnig hafa stórir aðilar í Ameríku sýnt málinu mikinn áhuga. Þær viðræður standa yfir þessa dagana. Enn sem komið er eru mál á samningsstigi og erfitt að segja hvað gerist en það er greinilegt að við höfum náð athygli manna þarna úti," segir Óttar, en einnig hefur heyrst af áhuga danskra, þýskra og norskra kvikmyndagerðar- manna á Mayday Mayday svo ljóst er að útrásin er rétt að byrja. Raunveruleikinn er ævistarfið Eftlr níu bækur er Óttar kominn með vinnubrögðin í nokkuð fastar skorður en tvær síðustu bækur hans hafa verið alveg skrifaðar í sumarhúsi í Biskupstungum þar sem honum finnst gott að vera. „Ég kann vel við mig „í skóginum" og þetta er sveitin þar sem hugmyndin fæddist upphaflega. Þarna er ég í samneyti við refi, rjúpur og þresti að ógleymdu yndislegu heimafólki í sveitinni." - En hvað skyldi spennusagnahöfundurinn lesa þegar hann er ekki sjálfur að skrifa? „Þessa dagana er ég „að drekka" bók Þórs Witehead í mig en ég verð að viðurkenna að ég les mest bækur sögu- legs efnis. Mér hefur lærst það i mínu starfl, og sé það oft í dómsalnum, að sannleikurinn tekur gjarnan skáld- skapnum fram. Mér fmnst hins vegar líklegt að „þegar ég verð stór" eigi ég einhvern tímann eftir að skrifa skáld- sögu þó raunveruleikinn og dramatíkin í honum virðist orðið mitt ævistarf." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.