Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR V. DESEMBER 2002
Helgarblací H>"V
59
Hvort mengar meira, strætó
eða einkabíllinn?
Hvarfakútur hefur verið skyldubúnaður á bíluin á íslandi í áratug eða
svo. Á þeim tíma hefur stórlega dregið úr mengun af völdum umferðar á
landinu auk þess sem kúturinn og búnaður í kringum hann hefur gert
nýtingu eldsnevtis í vélinni mun betri en áður tíðkaðist.
Oft er því haldið fram sem lausn
eða minnsta kosti létti á loftmeng-
un þéttbýlis eins og höfuðborgar-
svæðisins að nota fremur almenn-
ingssamgöngur en einkabílinn.
Menn eru ekki allir jafn vissir um
ágæti þeirrar lausnar. Þeir benda á
að þó strætó mengi ef til vill eitt-
hvað minna á farþega - sem þó sé
ekki víst - komi ýmislegt neikvætt
á móti: Hver strætisvagn slíti göt-
unum margfalt á við einkabilinn og
með því að binda sig við strætó sem
ferðamáta fari gífurlegur tími til
spillis. Og tíminn er jú peningar,
eða svo er okkur sagt.
Hér látum við slit á götum liggja
milli hluta, svo og þann tíma sem
fer í að nota almenningssamgöng-
umar. Hins vegar verður hér reynd
að bera saman raunverulega meng-
un af völdum einkabila annars veg-
ar en almenningsvagna hins vegar.
í því skyni sneru DV-bílar sér til
Strætó bs. með beiðni um upplýs-
ingar um fjölda bíla, akstur þeirra
og fleira þess háttar og fengu greið
svör:
9,4 milljónir manna í
strætó á ári
Strætó bs á 76 vagna, þar af 7
með mengunarstaðal Euro 3 en 12
með Euro 2. Aðrir vagnar eru með
Euro 1. Verktakar hjá Strætó, Hag-
vagnar hf., Allrahanda og Teitur
Jónasson eru með samtals 28 vagna
í ferðum, 14 með Euro 2 og 2 með
Euro 3. Strætó ekur um 5,7 milljón-
ir km á ári og notar til þess um 2,9
milljónir lítra af dísilolíu; Hagvagn-
ar aka um 2,3 milljónir km og fara
með rúma milljón lítra af dísilolíu.
Sambærilegar tölur fyrir Allra-
handa og Teit lágu ekki fyrir.
Samanlögð farþegatala Strætó
árið 2001 var um 9,4 milljónir, mælt
í innstigum út frá greiðsluformum
og kannski ekki nákvæm tala, en
gefur þó hugmynd. Samkvæmt þvi
fara um 26 þúsund manns á dag
með almenningssamgöngum á höf-
uðborgarsvæðinu, hvem einasta
dag ársins.
Méð þessar tölur að vopni lá leið
DV-bíla til Ásgeirs Þorsteinssonar,
sérfræðings hjá Fræðslumiðstöð
bOgreina. Hann var beðinn að meta
úr frá þessum tölum mengun af
völdum almenningsvagnanna með
samanburði við einkabílinn. Ásgeir
taldi nokkum vanda á höndum að
gera það því til þess skorti ná-
kvæma vissu um ferðavenjur yfir-
leitt. Enn fremur benti hann á að
þó að ákveðnir Eurostaðlar væm
tilgreindir ættu þeir við bílana nýja
og væm mældir út frá ákveðnum
meðaltölum. Þegar bílamir eldast
verður mengun af þeim meiri og
þar sem þétt er stöðvað og tekið af
stað, eins og í almenningsvagnaum-
ferð á höfuðborgarsvæðinu, verður
mengun mun meiri en staðlamir
kveða á um.
En til þess að koma til móts við
beiðni DV-bíla bjó Ásgeir til tvenns
konar mót þar sem gengið er út frá
því annars vegar að hver farþegi
ferðist 15 km í hverri ferð, en hins
vegar 10 km í hverrri ferð. Þetta
þýðir að alltaf sé einn farþegi í
strætó hverja 15 km sem honum er
ekið - að viðbættum ökumanni sem
er í sjálfu sér ekki að fara neitt og
telst því ekki með. í hveijum einka-
bíl era hins vegar alltaf tveir, að
ökumanni meðtöldum, sem jafn-
framt er að aka sjálfum sér til að
komast frá A til B. Með þessu er
fengin út hugsanleg jöfnunartala.
Það sem máli skiptir er hve langt
hver einstaklingur fer i hverri ferð
sinni. Það liggur ekki fyrir en ef
menn gefa sér að almenningsvagn-
ar séu ekki síst notaðir til ferða að
og frá vinnu og sumir aðeins stutta
vegalengd en aðrir lengri era þær
vegalengdir sem í reiknidæminu
era notaðar sennilega ekki íjarri
lagi.
Reiknilafla Ásgeirs:
í samanburðinum era 104 stræt-
isvagnar sem aka 8.350.000 km, not-
uðu við það 4.225.000 líta af olíu og
flytja 9.400.000 farþega á ári.
Sótmengun:
EURO 1 mengunarstaðall
= 66% vagna - 0,40g/kWh
EURO 2 mengunarstuðull
= 25,5% vagna - 0,20g/kWh
EURO 3 mengunarstuðull
= 8,5% vagna - 0,15g/kWh
Eldsneytiseyðsla vagnanna er ca
230g/kWh = 230 x 0,82 = 0,1886
L/kWh
EURO 1 = 14.785.259 kWh x 0,40g =
5.914 kg
EURO 2 = 5.712.486 kWh x 0,20g
= 1.142 kg
EURO 3 = 1.904.162 kWh x 0,15g
= 285 kg
Samtals = 7.342 kg = 7,35 tonn sót
Hafa verður í huga að þetta eru al-
gerar lágmarkstölur (miðast við nýja
bíla)!
Samanburður á CO2 mengun.
Dæmi I:
Miðað er við að hver farþegi ferðist
15 km í hverri ferð (141/8,35
= 16,88 farþegar alltaf í strætó!)
9,4 milljón farþegar
8,35 milljón km eknir
4,225 milljón lítrar af eldsneyti not-
aðir
15 km á ferð x 9,4 milljón farþegar =
141 milljón km famir.
CO! strætó: 4.225.000 x 2649g / 1
= 11.192.025 kg = 11.192 tonn CO2
Reiknað er með að tveir farþegar
séu í hveijum fólksbil, meðaleyðsla
101/100 km.
141 milljón km / 2 = 70,5 x 0,1
= 7.050.000 lítrar
CO! mengun bifreiðar: 7.050.000 x
2390g / L = 16.849.500 kg = 16.849
tonn CO2
Dæmi U:
Miðað er við að hver farþegi ferðist
10 km í hverri ferð (94/8,35
= 11,26 farþegar alltaf í strætó!)
CO2 strætó: 4.225.000 x 2649g / 1
= 11.192.025 kg = 11.192 tonn CO2
Reiknað er með að tveir farþegar
séu í hveijum fólksbíl, meðaleyðsla
101/100 km
94 milljón km / 2 = 47 x 0,1
= 4.700.000 lítrar
CO2 mengun bifreiöar: 4.700.000 x
2390g /1 = 11.233.000 kg = 11.233 tonn
CO2
Reykþykknið aðeins af
dísilbíinum
Að sjálfsögðu verður að líta á
þessa reiknitötlu Ásgeirs sem við-
miðun en ekki eitthvað sem er ná-
kvæmlega svona. í meginatriðum
má þó fullyrða að hér sé farið svo
nærri raunveruleikanum sem auð-
ið er, út frá því sem fyrir liggur. Þó
ber að hafa i huga að strætó meng-
ar trúlega meira en hér er reiknað
út frá Eurostaðli, einfaldlega vegna
þess að hann er sífellt að taka af
stað og stansa en sá akstur mengar
mest og meira en Eurostaðlar segja
til um, þar sem langkeyrsla hefur
mim meira vægi í meðaltalinu. Á
sama hátt er 10 lítra meðaleyðsla
heimilisbilsins trúlega í hærri
kantinum og rétt er að undirstrika
að minni frávik era frá staðlinum
af einkabíl með bensínvél heldur en
af farartæki með dísilvél.
En af þessum útreikningum má
ætla að C02 mengun af völdum al-
menningsvagnanna pr. farþegakíló-
meter minnki og verði hagstæðari
miðað við einkabílinn eftir því sem
vegalengdin eykst og sé í þeim
hluta dæmisins áþekk C02 mengun
af strætó. Sótmengunin - reyk-
þykknið - er hins vegar í öUum til-
vikum hrein viðbót við það sem
einkabíllinn skilur eftir - i þessu
tilviki rúm sjö tonn á ári.
Skömmu eftir að Ásgeir hafði
gert reiknitöflu sína rakst undirrit-
aður á sambærilegan útreikning á
Vefþjóðviljanum, undir slóðinni
http//:www.andriki.is/vt/les-
enda/svrtr.htm. Ekki er auðséð
Engar tölur eru til um það hve marg-
ir farþegar ferðast á degi hverjum í
einkabílum, né nein haldbær tala um
það hve inargir einkabílar séu á ferð-
inni daglega. Þetta vitum við hins
vegar með nokkurri vissu þegar al-
menningsvagnar höfuðborgarsvæðis-
ins eiga í hlut. En hvor samgönguað-
ferðin mengar meira?
hver hefur unnið þá vinnu né ná-
kvæmlega hvenær en niðurstaðan
er á svipuðum nótum og ívið hag-
stæðari einkabílnum, ef eitthvað er.
Vatn og rafmagn sem orku-
gjafi
Stöðugt er unnið að því að draga
úr mengun af völdum umferðar,
svo og notkun jarðefnaeldneytis.
Liður í þvl er að gera vetni að orku-
gjafa farartækja sem ætti að vera
okkur hagstætt hér á landi með allt
okkar vatn og raforku sem unnin er
án mengunar.
Á næsta ári hefst hér tilrauna-
verkefni með strætisvagna senfW
ganga fyrir vetni. í næsta bílaljósi
lítum við á það verkefni og reynum
að gera okkur grein fyrir hluta af
því sem vetni sem orkugjafi í sam-
göngum felur í sér og á hvaða stigi
sú tilraunavinna er.
-SHH
Skinnlausar, úrbeinaðar
kjúklinfabrinfur
Úrbeinaðar
skinnlausar
kjúklingabringur
1207.,
Merkt verí 2195.,
Tilbodið ^ildir fil sunnuda?s!
(Munið síðan JÓLAMARKA€>INN á Smáratorgi!)