Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
Helqarblcið I>V
i g
þess er oftast nauðsynlegt að leita þessarar spennu í
skáldskap. Enginn vill upplifa hörmulega spennu í eigin
lífi, þótt ég viti vel að til eru spennuflklar sem kunna best
við sig á ystu nöf. Margt fólk sækist eftir því að upplifa
niorð án þess að þurfa að taka þátt í þeim. Og enginn vill
vera fórnardýrið! Ég leita þessarar spennu í Chandler
sem hefur betri tök á samtölum en flestir aðrir höfundar
og Simenon sem kann öllum öðrum betur að skrifa glæp
inn í rétt andrúm. Ég leita sem sagt að sagnalist um vo-
veiflega atburði. En hvergi er slík list á hærra plani en í
fornsögum okkar, enda eru þær skrifaðar inn í samfélag
sem var til en er ekki eintómur tilbúningur eða hugar-
burður eins og oftast er um slík verk.
Ekkert er ömurlegra en fjarstæðukennt bull sem gerir
kröfu til þess að vera tekið alvarlega. Slíkt má sjá í mörg-
um metsöluskáldsögum samtímans og get ég tekið Five
Days in Paris eftir Danielle Steel sem dæmi. Þar er að
vísu ekki um nein morð að ræða, heldur átök um heiðar-
leika. Þar eru þrír skúrkar sem svífast einskis til að auka
völd sín og rikidæmi og andspænis þeim tvær englaper-
sónur sem spyma við fótum, önnur er Ólivía, sem er gift
fyrirlitlegum pólitískum braskara en verður ástfangin af
aðalpersónunni, en sá er tengdasonur Svartapéturs, sem
ætlar að fórna lífi saklauss fólks með sölu á nýju lyfi sem
hann veit að getur verið krabbameinssjúklingum ban-
vænt.
Allt veldur þetta miklu æði og gæti fullnægt spennu-
fiklum. En aðild Ólivíu eyðileggur söguna, hún er að-
skotadýr, þótt hlutverk hennar sé harla mikilvægt handa
metsölunni. Hún gerir söguna kjánalega en þó einkum yf-
irtak væmna; þ.e. samkvæmt orðsifjabókinni klígju-
kennda.
En ef hún væri ekki væmin, hvað þá?
Jú, þá seldist hún ekki; þá væri Steel ekki sá dæmi-
gerði metsöluhöfundur sem raun ber vitni. Hún skrifar
að mörgu leyti kunnáttusamlega, en hún kaupir vinsæld-
ir sögunnar fyrir það sem eyðileggur hana! Fórnar list-
rænum kröfum fyrir nauðsynlega væmni. Án Ólivíu og
ástarævintýrisins væri þetta að mörgu leyti ágætlega
sögð saga um heiðarleika og græðgi. En metsalan krefst
meira. Hún krefst þess beinlínis að sagan sé eyöilögð - og
þá með væmni.
Það er allt og sumt!
Höfundar metsölulistans lifa margir einhvers konar
fjölmiðlalífi, en fjölmiðlar eru oftar en ekki sérstök teg-
und af slúðurveröld sem fólk sækir í. Angi af slíkri and-
veröld eru fyrirbrigði eins og íslensku bókmenntaverð-
launin þar sem reynt er að bera saman ósambærileg verk
og fella salómonsdóma á harla skringilegum forsendum;
reynt að afneita afþreyingunni og snobba upp á við, eins
og sagt er. Þar er ekki verið að hugsa um metsöluhöf-
undana, ekki endilega; þessi fórnardýr sefjunar og al-
menningstísku sem verða að skrifa inn í formúlu ef þeir
eiga aö halda velli. En af þeim sökum ekki síst eru þessi
verk sjaldnast nein viðbót við bókmenntirnar og þess
vegna hefur verið fundið upp á því að kalla þær afþrey-
ingu.
Ekkert nýtt, ekkert frumlegt. Og allra síst nein áhætta.
Fyrsta boðorð samtímans er afþreying. Allir vilja vera
afþreyðir. Allir vilja láta skemmta sér. En þá mætti líka
minnast þess sem nóbelsskáldið sagði; Það er ekkert eins
leiðinlegt og skemmta sér! En fólk vill ekki hlusta á svona
tal! Það vill að allt sé skemmtun, einhvers konar fliss.
Ekki síst sjónvarpsfliss sem Guðbergur Bergsson lýsti svo
eftirminnilega í fyrra.“
Þrautaganga metsölunnar
„Nýlega gerði Gallup könnun um það hver væri vinsæl-
asti ráðherrann. Það var Guðni Ágústsson og kom engum
á óvart. Hann sló öll met í vinsældum. En kom þessi nið-
urstaða eitthvað pólitík við? Það held ég varla. Þessi nið-
urstaða sagði mér aðeins eitt; að fólkið sem svaraði
spurningunni lítur á Guöna sem einn helsta skemmti-
kraft landsins. Og það að verðleikum að mínu viti.
Skemmtilegan og orðheppinn.
Og án áreitis.
Hann er á við margar spaugstofur. Fólk hefur gaman af
umræðum þess efnis að flytja lamadýr, strúta og krókó-
díla inn í landið. Og viðbrögð Guðna skemmta fólki. Hann
vill ekki breyta íslandi í örkina hans Nóa. Það þykir upp-
örvandi. Góð afþreying. Og Guðni gerir allt svona tal að
stórskemmtilegum sirkus.
Hann er ekki metsöluhöfundur, heldur metfé; hvorki
meira né minna. Og vel að vinsældum kominn.
En fyrst afþreyingin fullnægir fólki og forvitni þess á
hún ekki síður rétt á sér en þær ævintýrasögur sem vin-
sælastar voru fyrr á tíð, kallaðar fornaldarsögur Norður-
landa; fullar af ofurmennum, tröllum og yfirnáttúrlegu
umhverfi þar sem spennufíklar síns tíma gátu hreiðrað
um sig, þegar góður sagnamaður kom í heimsókn; væmn-
islausar sögur eins og umhverfið. Og það er að sjálfsögðu
höfuðprýði þessara sagna. í ætt við þetta eru ensku
galdrasögurnar sem nú eru í tísku. Ég veit raunar ekki af
hverju, ekki frekar en ég skildi hið heimspekilega Soph-
íuævintýri Gaarders sem ég kynntist í Torontó þar sem
við lásum upp saman og Norðmaðurinn tók álitlegan
kvennahóp með trompi!
En fornaldarævintýri eru engar íslendinga sögur.
Þau áttu ekki rætur í samfélagi, heldur ævintýraheimi
ímyndunaraflsins. Veröld Sigurð-
ar Fáfnisbana.
En nótabene, það var líka uppá-
haldsveröld Borges eins og sjá má
á legsteini hans í kirkjugarðinum
í Genf, þar sem vitnað er til Völs-
unga sögu. En hann var enginn
sérstakur aðdáandi nútímaskáld-
sagna, taldi þær lakari en gamlar
hetjusögur, þó kannski sniðugri.
Síðasta stórskáldsagan í hans
huga var raunar ekki skáldsaga
heldur ævisaga Arabíu-Lawrence,
Seven Pillars of Society. Ég las
hana ekki eins og skáldsögu, held-
ur minningar hermanns og leynd-
ardómsfullrar hetju. En kannski
er þessi hetjusaga nær skáldskap
en veruleika þótt höfundurinn sé
ekki í dularklæðum. Það eru
a.m.k. í henni meiri og djöfullegri
lýsingar á pyntingum en ég hef
lesið í nokkurri annarri bók.
Skáldskapurinn verður oft undir í
samanburðinum við grimmd
veruleikans.
Lesendur upplifa skáldskap og
veruleika hver með sínum hætti,
rétt eins og þegar höfundar eru að
skrifa um sjálfa sig, þá eru þeir
einnig (og raunar ekki síður) að
skrifa um lesendur sína því að eng-
inn lifir í einangruðum heimi; systurnar í nunnuklaustr-
um miðalda áttu einnig sína veröld, jafnvel þær; og sáu
hana í gegnum rimlaglugga klaustranna, ef ekki vildi bet-
ur til. Eins konar rimlagluggaskáld eins og Paul Celan.
Við teljum okkur frjáls en frelsið nær þó ekki lengra en
að skoðunum næsta manns þegar hann byrjar að innræta
okkur þá heimssýn sem hefst innan við útidyrnar hans.
Og þar hefst einnig þrautaganga metsölunnar.
Ó, Jesús minn! hefði Þórbergur sagt.“ -sm
Ég erekkiað
segja að þetta sé
skáldsaga þótt
hún fjalli um
skáldskap úr dag-
bók og daglegu
lífi. Nei, þetta er
kannski einna
helst eins og
óþekkthauskúpa
sé grafin úr jörð
og regnt að finna
úthuernig við-
komandi leit út í
lifanda lífi.
I fréttum er þetta helst
-gamansögur af íslenskum fjölmiðlamönnum
Nýverið kom út bókin í fréttum er
þetta helst og inniheldur hún gaman-
sögur af íslenskum fjölmiðlamönnum.
Höfúndarnir eru Guðjón Ingi
Eiríksson og Jón Hjaltason og er
skemmst frá þvi að segja að þetta er
vafaMð einhver fyndnasta bók seinni
ára. Lítum ó nokkur dænii úr bókinni:
Ómar Ragnarsson, galvaskur að vanda, var á
fréttavakt á Sjónvarpinu á nýársmorgun 1975.
Var honum falið að gera hina hefðbundnu
ftétt um áiamótabiennur, en þegar hann ætlaði
að gripa til viðeigandi myndefnis stóð hann
frammi fyrir þeirri skelfilegu staðreynd, að
upptökur frá kvöldinu áður höfðu ekki skilað
sér í hús og fékkst skýringin á því skömmu
síðar. Hafði einn af upptökumönnum
Sjónvarpsins gerst heldur ölkær þegar leið á
gamlárskvöldið og fyrir vikið var ekkert
myndbrot til af nýjustu áramótabrennunum.
En Ómar dó ekki ráðalaus. Hann lét taka
mynd af sér með hljóðnema í hendi við
kulnaðar glæður einnar brennunnar og sagði
svo galvaskur í bragði, að allt hefði að þessu
sinni farið vel fram. Síðan birti hann nokkrar
myndir úr safni Sjónvaipsins og vora þær allar
tveggja ára gamlar - af brennum
gamlárskvöldsins 1973 - en á aldur þeirra var
þó ekkert minnst.
Fréttin fór í loftið að kvöldi nýársdags og var
fréttatímanum varla lokið þegar síminn á
fréttastofunni hringdi. Ómar varð fyrir svöram
og kvaðst viðmælandi hans vera að hringja
út af fréttinni um áramótabrennumar.
, J>að vakti nefiiilega athygli mína, að við eina
brennuna sá ég mann sem dó í fyrra," sagði
grafalvarleg rödd á hinum enda línunnar. "Og
þar sem ég er í Sálarrannsóknarfélaginu, þá
hefði ég mikinn áhuga á því að fá að skoða
þetta betur. Gæti ég nokkuð komið núna og
fengið upptöku af fréttinni?"
Ómar var gjörsamlega kjaftstopp um stund,
en stamaði síðan, að því miður væri fréttasafn
Sjónvarpsins lokað og yrði svo það sem eftir
væri kvöldsins.
„En get ég þá ekki bara komið í fyrramálið
og fengið upptökuna?" spurði þessi meðlimur
Sálarrannsóknarfélagsins því næst og ætlaði
alls ekki að gefa sig.
Ómari fannst eríitt að hafha þeirri beiðni, en
um leið og hann hafði lagt niður símtólið rauk
hann inn í fféttasafnið, náði þar í snælduna
með fréttinni og kom henni rækilega fyrir
kattamef.
Morguninn eftir, nánast í rauðabítið, birtust
þrir menn ffá Sálarrannsóknarfélaginu á
fféttastofu Sjónvarpsins. Ómar tók vel á
móti gestunum og fletti með þeim upp í
spjaldskrá, sem gaf það til kynna, að snældan
með hinni umbeðnu frétt væri númer M-431.
Síðan fór hann með þá inn á fféttasafn
Sjónvarpsins. Þar fundu þeir hlið við hlið
snældur númer M-430 og M-432, en enga
þarámilh.
„Ég skil ekkert í þessu," stundi Ómar með
undrunarhreim í röddinni.
„Snældu númer M-431 vantar í safnið! Það
er eins og einhver hafi tekið hana! Þetta er
alveg stórfurðulegt!"
Að þessu mælúi yppti Ómar öxlum, en
mennimir þrír ffá Sálarrannsóknarfélaginu
horíðu íbyggnir hver á annan og gengu síðan
þegjandi út Úr svip þeirra mátti lesa, að þama
væri greinilega eitthvað dularfullt á seiði.
*
Sveinn Snorri Sighvatsson var einn af
stjómendum útvarpsþáttarins Reykjavík
síðdegis á Bylgjunni árið 2001 og kom þá
stundum eitt og annað broslegt ffá honum í
beinni útsendingu.
Eitt sinn tók Svenni unga stúlku tali niður við
Tjöm og hóf spjallið á þessari spumingu:
„Ertu að gefa brauðunum önd?"
*
Hinn vinsæli miðill og útvarpsmaður, Þóihallur
Guðmundsson, spurði eitt sinn konu svo í
þætti sínum á Bylgjunni, Lífsaugað:
,Áttu nokkuð systur sem heitir í höfbðin á
ömmu þinni?"
*
Eitt vorið þegar miklar fréttír bárast úr Eyjafiiði
um verulegt kal í túnum var Stefán Jónsson,
Frétta- Stebbi- orðinn svo leiður á að skrifa
um kalskemmdimar, að í einni ffétt breytti
hann oiðalaginu og skriíáði að það væri, piikið
tal í kúnum". Jón Múli las þetta síðan upp
fyrir alþjóð án þess að hika.
*
Eggert Skúlason var fféttastjóri á Tímanum
þegar stórbrunirm vaið í Gúmmivinnustofiinni
við Réttaiháls. Tíminn var þá með skrifstofur
sínar að Lynghálsi 9 sem er skammt þama
ffá. Þennan dag hafði verið lítið í fféttum og
fór það eitthvað í taugamar á Eggerti, sem
var og er hrifnari af atgangi og fjöri en
kyrrstöðu og rólegheitum Eggert var á þessum
árum ekkert sérstaklega hjátrúarfullur, en þó
mun ekki hafa verið djúpt á hjátrúnni og
þennan dag vaið hann alvarlega hugsi um þau
mál. Um það bil 10-15 mínútum áður en
tilkynnt var um brunann segir Eggert nefinlega
eitthvað á þessa leið:
,JÞað væri nú ekki dónalegt að fá nú góðan
stórbruna til að bjarga þessu fféttaleysi."
Fjölmaigir urðu vitni að þessum ummælum
Eggerts. Þegar svo sírenuvælið hófst stuttu
síðar sáu menn hins vegar sérkennilegan svip
á Eggerti. Margir fullyrða að út úr þeim svip
hafi mátt lesa undrun og samviskubit - gat
það verið að áhrifamáttur orða hans væri
slíkur?
Hitt er ljóst að lengi á eftir tóku menn eftir
þvi að Eggert gættí óvenju vel að oiðum sinum
hvenær sem hann talaði!
*
Guðmundur Torfason, fyrrum atvinnu-
knattspymumaður, var nokkuð oft meðlýsandi
íþróttafréttamannanna á Sýn að leikjum ffá
síðustu heimsmeistarakeppni í knattspymu.
Hann þekkir vissulega vel til í fótbolta-
heiminum eins og þessi ummæh hans bera
með sér, en þau hrukku ffam af vörum hans
á meðan leik Þýskalands og Paraguay í
sextán-hða úrslitunum stóð:
„Það er svo htið eftir að ef sigurmaridð kasmi
núna færi það langt með að vinna leikinn."
*
Bergþóra Njála, fréttakona á Bylgjunni og
Stöð 2, var í ársbyijun 2001 að fjalla um
Reykjavíkurílugvöll í Bylgjufréttum og
deilumar varðandi staðsetningu hans í
framtíðinni. Jók hún sífellt lestraihraðann eftír
því sem á fréttína leið, þar til hún fór á endanum
fram úr sjálfri sér og sagði undir lok
fréttarinnar „Vinstri greiningin hreint ftamboð
hefur boðað til fundar um flugvallarmálið..."
*
Áður en stafbænar myndavélar komu til
sögunnar sendu fféttaritarar dagblaðanna
filmur sínar með fféttum til blaðanna þar sem
filmumar vora ffamkallaðar. Menn létu þá
fylgja með einhverjar upplýsingar um
myndefitið.
Eitt sinn sem oftar fékk Moigunblaðið slíka
sendingu ffá fféttaritara blaðsins úti á landi.
Fréttin var um opnun nýs fyrirtækis.
Samviskusamur blaðamaður vann fféttina á
ritstjóm Moggans og skráði myndatextann
samkvæmt því sem stóð á minnismiða
fféttaritara. Þegar fféttin birtíst svo stóð undir
myndinni:
„Stjóm hins nýja fyrirtækis. Þessi feiti sköhóttí
þama til hægri er Ámi forstjóri."
*
Þegar Svah Björgvinsson og Snoni Sturluson
lýstu leik ÍR og Skallagríms í Epson-deildinni
árið 2001 varð þeim tíðrætt um það, hversu
Warren Peebles, leikmaðurhinna síðamefitdu,
væri laginn að „fiska" vihu á andstæðingana
Og í einni sókninni, þegar Peebles hafði enn
einu sinni tekist að tekist að „fiska" villu á
andstæðing, fór eftirfarandi samtal ffam á
milli lýsendanna:
Svali: „Þetta er það sem ég var að tala um.
Hann getur fiskað villu nánast alltaf."
Snorri: ,j>að hggur við að hann getí sko fiskað
villu á mann inni í búningsklefa í leikhléi."
Svah: !rJa, það væri þá kynviha eða eitthvað
shkt!."
*
Og svo í lokin nokkur mismæli úr
fréttunum:
Heimir Már Pétursson:
„Heilbrigðisráðherra tók ákvöiðunina að höfðu
samræði við lækna."
Kolfmna Baldvinsdóttir:
„Ekki er vitað um upptök eldsins, en fólk sem
bjó í næsta húsi kallaði á slökkviliðið ffá
Patreksfirði, sem er 60 kílómetra frá, og var
slökkviliðið brunnið þegar það kom."
Haukur Hólm:
„Eins og sést, er ekkert að sjá."
Sagt í blindbyl á Hellisheiði.
Elís Poulscn, fféttaritari Stöðvar2 í Færeyjum:
„Allir limir eru harðir í verkfallinu."
Er ekki færeyskan dásamleg?
Þráinn Steinsson:
„Islendingar í Köben minntust í morgun
hundrað og fimmtugustu ártíðar Jónasar
Hallgrímssonar með því að leggja blómsveig
að síðasta blómsveig skáldsins."
Edda Andrésdóttir:
„Og talandi um snáka, hingað er mættur
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, til að
ræða um hrossasóttina."
Bókaútgáfan Hólar