Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 20
2o h~t' &lCjCX t~fc>lCt CJ Ulr lauoardagur 7. desember Látum hverri holu nægja sína þjáningu Rómeó oq Júlía, Baldur oq Konni, Adam oq £va, Zuvindur oq Haíla, Silli oq Valdi, Trist- an oq ísold, Kjartan oq Bolli, Fjólnir oq Mel B, Grettir oq Glámur, Karíus oq Baktus. Allt eru þetta fræq pör. Aðeins eitt þeirra er með löqheimili milli tannanna á fólki: Karíus oq Baktus. Karíus og Baktus sýndu fyrir hálfum mánuði í hund- raðasta skipti á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þetta eru ekki frýnileg kvikindi en hafa samt náð að heilla ís- lensk börn í gegnum tíðina. Ég hitti Karíus og Baktus á Litla sviðinu skömmu eftir 100. sýninguna. „Jæja, já, jæja," segir Karíus. „Baktus! komdu!" „Ég er að koma!" öskrar Baktus á móti. „Fyrirgefðu, ég var að ropa aðeins." Þeir setjast niður milli búninga úr jólaverkefni Þjóð- leikhússins Með fullri reisn. „Vá," segir Baktus, „mig langar í svona Karen Millen dress." Hann jafnar sig og nær fljótt fullri einbeitingu. Þið eruð búnir að sýna 100 sinnum, segi ég. „Já." Hvað eruð þið gamlir? „Svona spyr maður ekki almennilegt fólk," segir Karíus. „Það er of löng saga að segja frá því. Þetta er eins og með köttinn og hans níu líf: hvenær byrjar maður að telja? Við erum búnir að vera svo lengi á milli tannanna á fólki að það má segja að hver munn- ur sé nýtt lif." „Okkur hefur verið skolað út úr ótal munnum," seg- ir Baktiis, „jafnt manna og dýra." Hver er besti munnur sem þið hafið verið í? „Ég held það sé hún Guðlaug sem bjó í Æsufellinu," segir Baktus. „Okkur fannst gott að vera þar og mikið að hafa." „Já, það er svona þegar fólk þrífur sig ekki," segir Karíus. „Og af hverju þrífur það sig ekki? Það er ekki gott að setja. Það getur verið vanræksla, slæmt upp- eldi, fátækt..." „Þekkingarleysi!" öskrar Baktus. „Já, þekkingarleysi, og þegar allt þetta fer saman er gósentíð hjá okkur," segir Karius. „Það eru kjörað- stæður. Reyndar má segja að hjá okkur sé stöðug veisla því þessir þættir eru alltaf fyrir hendi." Bakkus bróðir Hvernig skilgreinið þið ykkur? „Ja, við heitum í höfuðið á þessu karies og bacteria," segir Karíus. „Það er útlenska." „Já," segir Baktus. „Þetta eru fín ættarnöfn og eiga rætur sínar að rekja til læknisfræði og annarra fræðigreina. Við erum tannsýkla og það er ekk- ert launungarmál. Maður getur ekki verið að þykjast vera annað en mað- ur er. En viö erum svolítið merki- legri en tannsýkla per se." Það er varla hægt að segja að þið hafið almenningsálitið með ykkur. „Tja, við erum búnir að sýna hundrað sinnum og látunum linnir ekki," segir Baktus. „Einhvers staðar verða vondir að vera," segir Karíus. „Fólk leikur sér oft við eldinn. Allir eru á móti okkur en bursta samt ekki alltaf tennurnar. Það er eins með okkur og aðrar pest- ir og plágur að fólki finnst gaman að dansa við okkur." „Það sannar sig til dæmis með Bakkusi bróður," segir Baktus. „Ég hef reyndar ekki hitt hann lengi en það eru margir sem elta hann. Viö fáum tækifæri til að leika við börn í leikskólum. Fólk treystir okkur fyrir börnunum sínum. „Við erum í svona haltumér-slepptumér sambandi við fólk og við erum geysivinsælir innan viss ramma. ísland er þjóðfélag ofáts á öllum sviðum og er kjörlendi fyrir okkur. Nú á að fara að byggja yirkjun. Okkur hefur verið boðið að vinna við hana. Við erum á leiðinni austur í Kárahnjúka þar sem við munum starfa sem ráðgjafar eða „consultants"," segja Karíus og Baktus. Það er hinn gullni meðalvegur sem gildir í þessu. Nú fer fólk að halda jólin hátíðleg með makkintosi og svoleiðis. Þá gleymir það sér, jájá, burstinn vill gleym- ast. Þetta er gósentíð." „Já, nú fá börnin í skóinn og dagatölin eru komin," segir Karíus. „Við hugsum okkur gott til glóðarinnar." Jólin hljóta að vera aðalhátíðin hjá ykkur. „Jájá, alveg eins og fyrir bókaormana," segir Kari- us. „Þetta er okkar tími. Það er oft glatt á hjalla hjá okkur bræðrunum um jólin." En svo kemur væntanlega kreppa eftir jólin. „Já, fram að páskum," segir Baktus. „Þetta er eins og eftir sykursjokk; blóðsykurinn fell- ur og slappleiki ræður ríkjum. Þá höldum við okkur til hlés," segir Karíus. „Það er líka uppsveifla aftur í kringum páskana," út- skýrir Baktus. „Þetta eru ekki nema nokkrir mánuðir. Við reynum þá helst að koma okkur fyrir í gervitönn- um. Það er erfitt að hreinsa þær. Þar er gott að halda til þessa mögru mánuði." Sjálfstæðisflokkurinn minn flokkur Hefur ykkur aldrei langað að brjótast út úr staðal- ímynd tannsýklunnar og verða góðir? „Sko," svarar Karíus. „Við höfum það mjög gott. Við erum elskaðir en fólki stendur líka stuggur af okkur." Svona eins og Jón Baldvin? „Já, fólk ber óttablandna virðingu fyrir okkur," seg- ir Baktus. „Það er mjög þægilegt." „Við erum í svona haltumér-slepptumér sambandi við fólk," segir Karíus, „og við erum geysivinsælir inn- an viss ramma. ísland er þjóðfélag ofáts á öllum svið- um og er kjörlendi fyrir okkur. Nú á að fara að byggja virkjun. Okkur hefur verið boðið að vinna við hana. Við erum á leiðinni austur i Kárahnjúka þar sem við munum starfa sem ráðgjafar eða „consultants"." „Við gröftinn," segir Baktus. „Við erum líka mjög eftirsóttir fyrir skemmtanir og höfum til dæmis verið beðnir um að sjá um Edduhátíðina næsta ár. Það er samt ekki búið að skrifa undir. Svo er verið að skrifa handrit að bíómynd." „En við hlaupum ekki á eftir dægurmálum," segir Karíus. „Við höfum þráfaldlega neitað þessum pirr- andi spjallþáttastjórnendum að koma til þeirra. Við erum búnir að vera það lengi í þessum bransa að við þurfum ekki á slíku að halda." Hefur ykkur aldrei dottið í hug að fara út í pólitík? „Karíus hefúr verið meira á þeirri línu," segir Bakt- us. „Já," segir Karíus. „Á því sviði hef ég komið fram undir öðru nafni sem ég vil ekki gefa upp. Ég hef ver- ið á listum og það víða vegna þess að við erum tæki- færissinnar og það fer eftir vindum hvernig áherslur eru í heiðri hafðar." „Ég fer ekki í neinar grafgötur með þaö að ég er ma- teríalisti," segir Baktus. „Ég neita því ekki," segir Karíus, „að Sjálfstæðis- flokkurinn er minn flokkur frá því í gamla daga. Ein- staklingsfrelsið og markaðshyggjan ræður ríkjum þar og það er sá jarðvegur sem tannskemmdir verða til í. Þar af leiðandi fáum við flestum okkar málum full- nægt þegar hann er við völd." DV-mynd Sigurður Jökull Antígóna aldrei tilkippileg Ykkur líður sem sagt vel? „Já, mjög vel," segir Baktus. „Þetta er feitur tími." „Neyslan er það mikil," segir Karíus. „Það er verið að höggva í heilsugæsluna og hálendið og allt er þetta okkur mjög að skapi." „Einmitt," segir Baktus," það er verið að opna stór- ar verslunarmiðstöðvar sem eykur neysluna enn meira og nýlega klipptum við á borðann að nýju sæl- gætislandi." „Við sjáum fleiri skemmdir á líkama og sál," segir Karius og Baktus bætir við: „sem er gott". Þið hafið farið dálítið út úr leikhúsinu til að skemmta sem er til dæmis ólíkt því sem gengur og ger- ist með persónur úr leikritum. Til dæmis hafa Antí- góna og Lér konungur lítið sést meðal almennings. „Já, Antígóna var aldrei mjög tilkippileg í svoleið- is," segir Baktus. „Við höfum rætt þetta við hana en hún er eitthvað krumpuð blessunin," bætir Karius við. „Ég held að við séum með beinskeyttari boðskap," segir Baktus. „Við erum heldur ekkert að fela hann. Verkið er ekki of langt og hentar því vel stuttu athygl- isspani nútímamannsins. Við erum heldur ekki með neitt flúr eða yfirbyggingu í leikmynd. Svo erum við miklu vinsælli en Antígóna." „Boðskapur okkar er einfaldur og á barnamáli sem flestir skilja, lesendahópur Séð og heyrt til dæmis," segir Karíus. „Við erum með góða frasa sem ná til fólks." „Við viljum franskbrauð!" öskra bræðurnir. Hressari en Ödipus Það kemur fram í leikritinu að þið áttuð einu sinni fleiri systkini en þau eru horfin á braut. Hvernig hef- ur ykkur gengið að vina ykkur út úr sorgarferlinu? „Þetta er auðvitað „survival of the fittest"," segir Baktus. „Við leituðum mjög í sjálfshjálparhópa þar sem við reyndum að vinna úr tilfinningum okkar," segir Karí- us. „Síðan eigum við ættmenni víða. Við erum það gamlir að við munum eftir þeim sem fóru til Vestur- heims og hafa dreifst út um allar jarðir. Við sitjum eft- ir á íslenska markaðnum." Og þið kunnið því vel? „Já, virkilega, hér er mikil neysla og henni ætlar aldrei að linna," segir Baktus. „Og hér á ég heima eins og Björk segir I laginu," seg- ir Karíus. Má ekki segja að þið séuð svipuð tegund persóna og Anna Karenina? Höfundurinn hugsaði hana upphaf- lega sem víti til varnaðar öðrum konum en síðan verð- ur hún hetja. „Jú, nákvæmlega. Og ekki má gleyma Hamlet," seg- ir Karíus og Baktus bætir við: „mér finnst þau vera skemmdari en við". „Jájájá, Ödipus og allt þetta lið. En við erum bara svo hressir og alltaf til í aht," segir Karíus. „Við höf- um alltaf brosað í gegnum tárin og verið glaðir á góð- um degi." „Við erum ekki eins sjálfhverfir og Hamlet," segja tannsýklurnar. „Við látum hverri holu nægja sína þjáningu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.