Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 22
Helcfarblcið JOV laug AROAGUR -7. DESEMBER 2002 kíkt í snvrtibudduna Krítaðar augnabrúnir „Ég er nýbúinn að uppgötva þennan augnabrúnablýant frá Kanebo sem er algjör snilld. Þetta er skrúfblýantur sem þarf aldrei aö ydda og það er bursti á hinum enda hans. Augnabrúnablýantur þessi er eins og krít, og maður getur litað endalaust án þess að útkoman verði eins og Frankenstein." Bragðgóð gloss frá Lancome „Ég gat ekki ákveðið mig hvaða lit ég ætti að kaupa svo ég keypti alla. Það hefur reyndar verið skammgóður vermir því nú get ég aldrei ákveð- ið hvaða gloss ég á að nota. Þessi gloss lykta vel, eru góð á bragðið og rosalega flott. Eini gallinn við þau er sá að þau eru þykk eins og síróp sem þýðir að ef maður fer með laust hár út í rok þá límist hárið við glossið. Ég mæli sem sagt með teygju í hárið ef það er vindur." y&á^r henni si Hárnæring fyrir karla „Ég þoli ekki svona væmna sjampólykt og því nota ég hárnæringu frá American Crew sem er eigin- lega fyrir karlmenn. Það er svona piparmyntulykt af henni sem er miklu betri en einhver blómalykt." Lancome-maskari „Þessi maskari er bara „basic" og finn, ekkert svo sem meira um hann að segja. „ Vinsælt vinkonupúður „Þetta púður frá Kanebo er algjör snilld, en allur minn vinkonuhópur notar svona púður. Þetta er fast púður sem er afskaplega létt en þekur vel." Siqrún Ósk Kristjánsdóttir er frískleg oq flott stelpa sem er annar umsjónamaður unqlinqaþáttarins @ ( ríkissjónvarpinu. DV fannst tilvalið að fá að kíkja í snyrtibuddu Siqrúnarsem seqist reyndar mála siq lítið að staðaldri. Siqrún er þó mynduð hér á síðunni vel máluð enda var hún að koma úr sjónvarpsstúdíóinu þeqar Ijósmyndari DV smellti af henni. Kynlífsdraumar kvenna Allar konur dreymir einhvern tíma erótíska drauma. Þaðsama á við um slíka drauma oq aðra, það á ekki alltafað taka þá bókstafleqa samkvæmt breska Cosmopolitan sem birti nýleqa qrein um efnið. Kynlífsdraumar kvenna qeta nefnileqa haft mun meiri þýðinqu en hreina lönqun íkynlíf eins oq marqir myndu eflaust túlka þá. Hér fyrir neðan er að finna skýrinqar bresks sálfræðinqs á alqenqustu kynlífsdraumum kvenna en að hennarsóqn qeta konur notað kyn- lífsdrauma sfna til að betrumbæta eitt oq annað ívöku. Kynlíf með ókunnugum Ef þú ert i góðu sambandi en dreymir að þú hafir náin kynni með algjörlega ókunnugum manni getur það verið vísbending um þá eiginleika sem þú kannt hvað best að meta hjá maka þínum. Svona draumar eru algengir hjá einhleypum konum sem sakna kyn- lífs eða hjá konum sem eru í sambandi sem þær eru ekki ánægðar í. Kynlíf með frægum manni Dreymi þig heit ástaratlot með heimsþekktum karl- manni eru allar líkur á því að þér finnist sem kærast- inn gefi þér ekki nógu mikinnn gaum og þú þráir að verða eftirsótt í hans augum. Fyrir einhleypar konur eru slíkir draumar oft tengdir óskum um kynlíf án skuldbindinga. Auk þess getur karlmaðurinn sem þú stundar kynlíf með í draumnum sagt til um það hvers konar eiginleikum þú leitar að hjá karlmanni í vöku. Hópkynlíf Ef þú ert virkilega gröð og ánægð í draumi sem fjallar um hópkynlíf þá eru siíkir draumar ekkert nema góðir og sýna að þú ert hefur langanir og fantasíur varðandi kynlíf. Ef draumurinn er hins veg- ar ruglingslegur getur hann verið vísbending um það að þú tengist einhverjum hópi í daglegu lífi, t.d í vinn- unni eða heilsuræktinni. Kynlíf með fyrrverandi Kannski ertu að endurupplifa hluti frá fyrra sam- bandi í sambandinu sem þú ert í núna og af þeirri ástæðu leitar þú andlega til baka í draumum um fyrr- verandi. Einnig getur þinn fyrrverandi tengst einhverj- um tilfinningum í daglega lífinu, t.d. ef einhverjum í vinnunni gengur betur en þér og þú finnur til afbrýði- semi í hans garð, það gæti verið sama tilfinning og þinn fyrrverandi kveikti á sínum tíma. Ef skilnaðurinn var sársaukafullur og skildi eftir stórt sár geta slíkir draumar verið að benda þér á að þú verðir að takast á við tilfinningar þínar og komast yfir skilnaðinn. Kynlíf með konu Þig getur vel dreymt blautan draum um aðra konu án þess að það þurfi að þýða að í þér blundi lesbískar tilhneigingar. Slíkir draumar eru mjög algengir með- al kvenna og geta verið tákn um þá ósk að fá fullnæg- ingu án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því, eða með öðrum orðum án þess að þurfa að standa í ströngu við að leiðbeina karlmanninum til þeirra starfa. Kynlíf með yfirmanninum Slíkir draumar hafa venjulega meira með vinnuna þína að gera og hugsanlega ósk um stöðuhækkun held- ur en beina kynlífslöngun í yfirmanninn. Draumurinn getur líka þýtt að þú sért mjög upptekin af vinnunni þinni og að þú eyðir jafnvel allt of miklum tíma þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.