Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Maður sem hóf störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins árið 1954:
Krefst 11,5 milljóna
vegna asbesteitrunar
- sérfræðingar segja hann hafa verið með 100 prósent örorku frá 1998
Dánarbú manns sem lést fyrr á
árinu, þá 76 ára íbúi í Reykjavík,
krefur ríkissjóð um 11,5 miiljónir
króna í bætur vegna tjóns sem mað-
urinn varð fyrir á 40 ára starfsferli
í Áburðarverksmiðjunni I Gufunesi.
Komið hefur á daginn að maðurinn
greindist með asbest í líkama sínum
- hafði árum saman verið haldinn
lungnasjúkdómi vegna innöndunar
á asbestryki í verksmiðjunni.
Tveir dómkvaddir matsmenn,
annar lungnasérfræðingur en hinn
sérfræðingur í atvinnusjúkdómum,
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
maðurinn hafi verið með 100 pró-
sent örorku frá árinu 1998 en 30 pró-
sent frá 1992. Maðurinn var í starfi
hjá Áburðarverksmiðjunni frá ár-
inu 1953 til 1994, eða í rúm 40 ár.
Lögmaður dánarbús mannsins
stefnir bæði ríkinu og Áburðarverk-
smiðjunni hf., núverandi eigendum,
en málið er flutt fyrir héraðsdómi.
Þar eru bótakröfurnar byggðar á
því að þegar verksmiðjan var sett
upp á árunum 1953-54 heíði asbest
Aburðarverksmiðjan
Lögmaöur dánarbús mannsins stefnir bæöi ríkinu og Áburðarverksmiðjunni
hf., núverandi eigendum, en máliö er flutt fyrir héraösdómi.
verið notað til að einangra tæki,
katla og lagnir, m.a. gagnvart sýr-
um og ætandi efnum sem notuð eru
við framleiðslu áburðar. Þar hefði
maðurinn m.a. andað að sér asbest-
dufti úr asbestsementi. Á árunum
1960 til 1974 var unnið að því að rífa
dagar til jóla
Nýtt kortatímabil
KrÍKq(cu\
fl Hfn/llll FVRIR JtllN
MBTSÖLTILISTI
EYMUNDSSON
kildvcrk / 17. «ít
Seiðmagnaður
frásagnarstíll
Vigdisar Gríms-
dóttur nýtur sín
hértil fulls þegar
fólkið úr síðustu
bók hennar,
Frá Ijósi til Ijóss,
tekst á við nýjan
veruleika! litríku
umhverfi - þar sem
bláfuglar verpa
(trjám
og kraftaverkin
gerast.
„Litrík og seiðandi... afburðavel gert
... (Vigdis) skapar heillandi heim.“
Porgeröur E. Siguröardóttir / KASTJÓS
„ ... sterkt andrúmsloft hennar d sér varla
hliðstceðu í annarrí íslenskri skóldsögu.“
Soffla Auöur Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ
„Þetta er alveg yndisleg bók sem maður vill ekki
að endi... ótrúlega skemmrilegt persónugaUerí.“
„Þetta er
frábœr bók.“
Gfsli Marteinn
SJÓNVARPIÐ
Súsanna Svavarsdóttir / STÖÐ 2
JfJij
JPV ÚTGÁFA
Bræöraborgarstígur 7 • Sími 575 5600
og fjarlægja gömul tæki sem ein-
angruð voru með asbestefnum -
þessum framkvæmdum hefði mað-
urinn tekið þátt í á þessum eina og
hálfa áratug og andað að sér as-
bestrykinu. Aftur var unnið við að
rífa tæki, einangruð með asbesti, á
árunum 1980 til 1983.
Eftir þetta fór maðurinn að finna
meðal annars fyrir verk fyrir
brjósti. Læknar sögðu honum þá að
hjartað væri að gefa sig. Fékk hann
meðhöndlun en í desember 1999 fór
maðurinn til sérfræðings og þá kom
á daginn að ástæðan fyrir mikilli
mæði og brjóstverkjum var að hann
væri með asbest í lungum.
Fyrsta asbestmáliö
Það sem ríkið gerir til að halda
uppi vömum er að asbest hafi alls
ekki verið bannað hér á landi fyrr
en eftir 1983 - eftir að framangreind-
ar bygginga- og endurbótafram-
kvæmdir áttu sér stað í verksmiðj-
unni í Gufunesi. Því geti bótaskylda
ekki hvilt á ríkissjóði. Ákveðið hef-
ur verið að hafa dóminn fjölskipað-
an með tveimur héraðsdómurum og
einum lungnasérfræðingi.
Eftir því sem best er vitað er hér
um að ræða fyrsta bótamálið sem
sótt er hér á landi vegna sjúkdóma
sem stafa af asbestmengun. -Ótt
Húsasmiðjubókin vekur gífurlega athygli:
Öfrægingarherferð
- segir Árni Hauksson, núverandi forstjóri
„Þessi ófrægingarherferð
Boga Þórs Siguroddssonar á
hendur mér og Húsasmiðj-
unni kann að vera vel til
þess fallin að selja jólabæk-
ur en er engu að síður al-
gjörlega byggð á sandi,“
sagði Árni Hauksson, for-
stjóri Húsasmiðjunnar, um
þá miklu athygli og uinfjöll-
un sem bók Boga Þórs,
Fjandsamleg yfirtaka, hefur fengið
eftir að hún kom út. Þar ásakar Bogi
Þór Árna og Hallbjörn Karlsson um
að hafa farið á bak við sig og keypt
Húsasmiðjuna. Bogi Þór segir að
hann hafi ekki vitað betur en að
hann og Árni væru að kaupa fyrir-
tækið þar til hann hefði fengið sím-
Arnl Hauksson.
tal þar sem var staddur á
Spáni. Þar hefði honum ver-
ið tilkynnt að búið væri að
selja fyrirtækið öðrum. Mál-
ið snúist fyrst og fremst um
viðskiptasiðferði.
„Maður sem sakar aðra um
skort á siðferði ætti að líta í
eigin barm og hugleiða sið-
ferðið í því að birta trúnaðar-
upplýsingar um viðskipta-
leyndarmál Húsasmiðjunnar og skáld-
uð samtöl og símtöl sem eiga sér enga
stoð í raunveruleikanum," sagði Ámi
enn fremur um þær ásakanir sem
Bogi Þór hefur lýst á hendur honum í
bókinni og fjölmiölum. -JSS
Sjá viðtal við
Boga Þór Siguroddsson á bls. 14
Leyfi fengið fyrir rjúpnainnflutningi:
Verðið líklega 1000
til 1500 krónur
Leyfi hefur fengist frá grænlensk-
um yfirvöldum til þess að flyfja inn
allt að 6000 rjúpur frá Grænlandi.
Staðið hefur á leyfi frá Grænlandi
þar sem allt púður hefur farið í
kosningaslag vegna kosninga til
landstjórnar Grænlands. Innflytj-
andinn, Orri Vigfússon, segir að
enginn snjór sé á mörgrnn þeirra
staða þar sem til standi að skjóta
þessar rjúpur og því sé aðeins búið
að skjóta lítinn hluta rjúpnanna.
Reynt er að hraða þessu eins og
hægt er en Orri telur afar litlar lík-
ur á því að það takist að uppfylla
leyfið, þ.e. að flytja inn 6000 rjúpur.
Auk þess er veður nú afar slæmt á
Grænlandi og ekkert flugveður
nema birti til.
„Ég geri ráð fyrir að verðið á
þeim verði svipað og markaðsverð
hér, eða 1.000 til 1.500 krónur, sem
er svipað verð og fyrir jólin í fyrra.
En ef verðiö fer upp í 2000 krónur er
þetta orðið ansi dýr matur, það við-
urkenni ég. Ég borða sjálfur saltflsk
á aðfangadagskvöld en ég borða
rjúpur einhvem tíma um jól eða
áramót.
Það er einkennilegt að heyra
veiðistjóra á Akureyri segja að inn-
RJúpan
Veiöi á grænlensku rjúpunni verður
hraöaö, aö sögn Orra Vigfússonar.
flutningur á rjúpum frá Grænlandi
veiki veiðibann á rjúpum og vernd-
un stofnsins á íslandi. Viðurkenn-
ing þessa sjónarmiðs væri það sama
og að viðurkenna að við mættum
ekki flytja út þorsk til Evrópulanda
vegna þess að þorskstofninn hjá
þeim væri í hættu. Á Alþtngi var
verið að vekja athygli á því að þetta
gæfl tilefni til þess að svindla á þvi
hvaðan rjúpurnar kæmu. Eigum við
þá ekki að hætta að byggja vegi
vegna þess að þá skapast hætta á
því að ökumenn aka of hratt?,“ seg-
ir Orri Vigfússon. -GG
Skattarannsókn langt komin
Rannsókn á skatt-
skilum Jóns Ólafsson-
ar, stjómarformanns
Norðurljósa, er að
hluta til lokið. Ekki er
ijóst um hvaða upp-
hæðir er að ræða í
meintum skattsvik-
um, en grunur leikur
á stórfelldum undanskotum skv. heim-
ildum DV. Líklegt þykir að málið verði
sent áfram til lögreglu. Rannsókn máls-
ins hefur beinst að skattskilum Jóns
Ólafssonar persónulega og einnig fyrir-
tækjum hans.
Sumariokunum mótmælt
Áformuðum sumarlokunum á öllum
leikskólum i Reykjavík er mótmælt af
Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur.
Með sumarlokunum ieikskóla yrði
þrengt að hagsmunum heimila og
vinnustaða og stigið skref afturábak í
jafnréttismálum á vinnumarkaði, segir
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Halda áfram meö krókódíla
Forystumenn á Húsavik hafa ekki
gefið upp á bátinn hugmyndir um inn-
flutning á krókódílum frá Bandaríkjun-
um og til Húsavíkur. Að fenginni um-
sögn yfirdýralæknis ákvað landbúnað-
arráðherra að leyfa ekki innflutning, en
hins vegar telja Húsvíkingar ákvörðun-
ina byggða á veikum grunni og áfram
verði haldið.
Brjálað hross
Þota frá flugféiaginu KLM - ASIA
lenti í Keflavík í eftirmiðdaginn í gær
vegna brjálaðs hross sem var um borð í
vélinni. Dýralæknir var fenginn á svæð-
ið til þess að róa dýrið niður fyrir
áframhaldandi flug vestur um haf. vf.is
greindi frá.
Mótmælir hækkunum
Efling - stéttarfélag
mótmælti í samþykkt
sem það gerði fyrir
helgina verðhækkun-
um sem ríkisstjóm,
sveitarfélög og fyrir-
tæki - og þá sérstak-
lega tryggingafélögin
- hafa kynnt að und-
anfömu. Segir að þessi áform kyndi
undir verðbólgu og geti eyðilagt þann
góða árangur sem náðst hafl í efnahags-
málum. á undanfómum mánuðmn. For-
maður Eflingar er Sigurður Bessason.
Skipstjóri með bjór í blóði
Maður um fertugt var í dag sviptur
skipstjómarréttindum sínum í háift ár og
til greiðslu 75 þúsund króna sektar. Mað-
urinn lagði úr höfn á farkosti sínum í
Reykjavík í sumar og vora 17 farþegar
með um borð. Lögreglan kom svo að skip-
inu þegar það lagðist að. Skipstjórinn
mældist með 0,98 prómiil í blóði og
kvaðst hann aðailega hafa drukkið bjór.
Stal osti - og í steininn
Rúmlega þrítugur maður var dæmd-
ur i 45 daga fangelsi í dag fyrir að stela
sjö stykkjum af osti fyrir tæpar fjögur
þúsund krónur í verslun 10-11 við Aust-
urstræti í Reykjavík i ágúst í sumar.
Verjandi mannsins krafðist sýknu fyrir
hans hönd, en maðurinn á að baki lang-
an sakaferil.
Vérðstríð rætt á þingi
Verðstríð virðist hafið í sölu
kjúklinga- og svínakjöts. Offramleiðsla á
kjöti var rædd á Alþingi í gær og því
m.a. haldið fram að kjöt sé selt undir
kostnaðarverði og bankamir fjármagni
offramboðið. Hagsmunir neytenda
kunni að vera skammvinnir enda sé
veruleg hætta á gjaldþrotum.
Samfylkingarfólk ósátt
Samfylkingarfólk á Húsavík ætlar
ekki að mæta á kjördæmisþing flokks-
ins í Norðausturkjördæmi á morgun.
Með þessu er verið að mótmæla að Ör-
lygur Hnefiil Jónsson, varaþingmann
flokksins, skuli færður niður í fjórða
sæti framboðslistans við alþingiskosn-
ingamar á næsta ári. RÚV greindi frá.
-sbs