Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
Utgáfufélag: Utgáfufélaglö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. — Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Kaupvangsstraeti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Afþjóðum og sóðum
Þegar gengið er um götur stór-
borga á borð við Lundúnir og Los
Angeles verður íslendingi star-
sýnt á göngustíga og gangstéttir.
Það er eins og sletturnar vanti.
Hellurnar eru hreinar og nánast
fægðar i samanburði við stéttirn-
ar heima á íslandi. Það vantar
tyggjóskellurnar, hrákann og annan viðbjóð sem spýtist út
úr íslendingum á leið milli húsa. Það vantar þessa dæma-
lausu sjónmengun sem blasir hvarvetna við á strætum og
torgum og helstu verslunarmiðstöðvum íslands.
Fáum ef nokkrum þjóðum finnst jafn sjálfsagt að sóða út
umhverfi sitt og íslendingum. Þeir fara um samfélag sitt
eins og það sé einnota varningur sem megi henda í dagslok.
Þetta er nokkuð þróttmikil fullyrðing en er ekki sannleik-
anum fjær en svo að æðimörgum ofbýður að klofa yfir
breiðurnar af munngæti landans framan við söluturna og
verslanir. Þar liggja haugamir af klessum og umbúðum af
alls konar mæm og er langt i frá að götusóparar hafi und-
an að þrífa upp skömmina.
Æðimargir íslendingar virðast hugsa sem svo að lengi
taki landið við. Það er viðtekin venja margra að fleygja
msli hvar og hvenær sem er. Ökumenn sem biða þess á
gatnamótum að gula ljósið kvikni henda því sem hendi er
næst út um gluggann, þar á meðal tyggigúmmii og umbúð-
um, og opna jafnvel dyrnar og hrista úr öskubakkanum á
götuna. Fáir ef nokkrir kippa sér upp við svona háttalag
enda virðist vera þegjandi samkomulag um að láta sóða-
skapinn ekki fara í taugarnar á sér.
Reykingafólk er margt hvert á meðal verstu sóðanna.
Það hímir framan við aðaldyr fyrirtækja sinna og drepur i
vindlingnum með hælnum og heldur svo aftur til vinnu.
Margt af þessu fólki hefur lagt það í vana sinn að henda
stubbunum út um bílgluggann eða einfaldlega húsgluggann
ef það er að stelast til að reykja innan dyra. Það er eins og
stubbarnir séu náttúruvænir og hverfi hreinlega af sjálfs-
dáðum i umhverfinu. í samkvæmum þykir við hæfi að
drepa i þeim í næsta blómapotti.
Drykkjufólk er kapítuli út af fyrir sig. Margir íslending-
ar virðast varla geta sötrað nokkra bjóra án þess að míga
utan í næsta húsvegg. Fullir íslendingar hafa sérstakt lag á
því að verða sér til skammar á almannafæri. í þeim tilvik-
um nær heimskan og sóðaskapurinn nýjum lægðum. Þá er
ekki úr vegi að skella skaufanum út um rennilásinn á
tröppum Alþingishússins og míga framan á dyrnar. Og fátt
er talið fyndnara en að kasta tómum bjórflöskunum inn i
næsta garð eða í götuna.
íslendingar er á stundum agalaus þjóð. Og er skítsama.
Þeir komast upp með það. Reglur og almenn kurteisi eru oft
á tíðum að þvælast fyrir þessu stóði einstaklinga sem
byggja landið. Einstaklingshyggjan er gjarna meiri en svo
að aðrir skipti máli. Sama fólk og skammar böm sin fyrir
að hella úr gosflösku á parketið heima hjá sér gengur sama
dag út á myndbandaleigu og skyrpir tyggjóinu út úr sér í
dyragættinni. Þetta er ekki einasta tvöfalt siðgæði heldur
og einföld heimska.
Það er af þessum sökum sem íslendingur situr á bekk úti
í löndum og hugsar um skilin á milli þjóða og sóða. Hann
undrast ólík samfélög. Og hann veltir fyrir sér nokkrum
ágætlega kunnum þrepum mannlífsins á borð við menning-
arstig og þroskastig. Það er sagt um fólk sem getur ekki
gengið þokkalega um hibýli sín að það sé ekki húsum hæft.
Auðvitað á að segja um þá einstaklinga sem geta ekki geng-
ið almennilega um landið sitt að þeir eiga ekki að vera
löndum leyfðir.
Sigmundur Ernir
DV
Hindrunarhlaup
kvenna
Fyrir örfáum dögum sendi stjóm
Kvenréttindafélags íslands frá sér
áskorun til stjómmálaflokka landsins
um að tryggja jafnan hlut kvenna og
karla á framboðslistum sínum. Þar
sagði meðal annars:
„Stjóm Kvenréttindafélags íslands
hvetur stjómmálaflokkana til að ryðja
úr vegi þeim hindrunum, sem hafa
komið í veg fyrir að konur leiti inn á
svið stjómmálanna og sjái til þess að
konur og karlar hafi raunverulega jöfn
tækifæri til pólitiskrar þátttöku."
Spyija má, hvers vegna félagið
sendi þessa áskorun ekki frá sér fyrr
en löngu eftir að búið var að ganga frá
fjölmörgum framboðslistum. Hefði
ekki verið nær að gera það í haust,
þegar undirbúningur og umræða fór
af stað, eða að minnsta kosti áður en
endanlega gengið var frá fyrstu list-
um?
„Betra seint en aldrei" segir mál-
tækið og gott ef áskomnin náði ekki
þrátt fyrir allt að birtast áður en geng-
ið var frá skipan þess lista, sem einn
stjómarmanna i Kvenréttindafélaginu
sóttist eftir sæti á.
Hvaða hindranir?
I áskorun félagsins er ekki útskýrt
hvaða hindranir það em, sem hafa
„komið í veg fyrir að konur leiti inn á
svið stjórnmálanna". Né em þar held-
ur leiðbeiningar um það, með hvaða
hætti stjómmálaflokkamir em ábyrg-
ir fyrir þeim hindrunum og hvað þeir
geta gert til að ryðja þeim úr vegi.
Er verið að vísa til einhvers í skipu-
lagi eða starfsemi sjálfra flokkanna?
Kannski þær Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, formaður þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins, Bryndís Hlöðversdóttir,
formaður þingflokks Samfylkingarinn-
ar, eða Þuríður Backman, varaformað-
ur þingflokks Vinstrihreyfmgarinnar
- græns framboðs, beri ábyrgð á því.
Eða er verið að vísa til einhvers í
samfélagsgerðinni? Að svo miklu
marki sem stjómmálamenn fá ráðið
við það sem þar kann að vera á ferð-
inni hljóta slíkar hindranir að vera á
ábyrgð ríkisstjómar og forsvars-
manna sveitarfélaga - ekki stjóm-
málaflokkanna. Nær væri því að beina
áskorun af þessu tagi annars vegar tO
Sólveigar Pétursdóttur, Valgerðar
Sverrisdóttur og annarra ráðherra rík-
isstjómarinnar, og hins vegar til Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, Ásdísar
Höllu Bragadóttur, Ragnheiðar Rík-
harðsdóttur og annarra æðstu forystu-
manna sveitarfélaga.
Þröskuldar
Nei, það er ekki auðséð - að
minnsta kosti ekki frá „þröngum"
sjónarhóli karlsins sem þetta skrifar -
hvaða stórkostlegu hindranir standa í
vegi kvenna sem vilja hasla sér völl í
stjómmálum.
Ekki er þar með sagt að ekkert sé í
veginum; þröskuldar, ójöfnur eða jafn-
„Til dæmis náðu konur
kjöri til borgarstjómar
Reykjavíkur þegar árið
1908 og árið 1922 náði
kona fyrst kjöri til Alþingis.
Til samanburðar hlaut
kona fyrst prestsvígslu árið
1974, kona varð fyrst sýslu-
maður 1980 ogfyrsti kven-
dómarinn settist í Hœsta-
rétt 1986. Kona varð ekki
deildarforseti í Háskóla ís-
landsfyrren 1997!“
vel hraðahindranir. Á móti má hins
vegar benda á þröskulda í vegi karla,
sem konur þurfa síður að yfirstíga til
þess að fullnægja pólitískum metnaði
sínum. Einn slíkur er til dæmis launa-
munur kynjanna. Talsmenn kvenrétt-
inda hafa margoft bent á að karlar hafi
að jafnaði talsvert hærri laun en kon-
ur. Samkvæmt því eru allar likur á að
karl sem sækist eftir þingsæti sé
hærra launaður en kona í sömu stöðu.
Hann þarf því að fóma meiru í tekj-
um, sé hann með hærri laun en alþing-
ismenn, eða hækkar minna í launum
en konan, sé hann með lægri laun en
alþingismenn. Launamunur þessara
tveggja frambjóðenda kann að vera
argasta óréttlæti, en hann er engu
minni þröskuldur í vegi karlsins fyrir
vikið.
Stjómmál og fleira
Vert er að benda á, að engin teikn
eru um að erfiðara sé fyrir konur að
komast til áhrifa í stjómmálum en á
öðram „áberandi" sviðum samfélags-
ins. Þvert á móti.
Til dæmis náðu konur kjöri til borg-
arstjómar Reykjavíkur þegar árið 1908
og árið 1922 náði kona fyrst kjöri til
Alþingis. Til samanburðar hlaut kona
fyrst prestsvígslu árið 1974, kona varð
fyrst sýslumaður 1980 og fyrsti kven-
dómarinn settist í Hæstarétt 1986.
Kona varð ekki deildarforseti í Há-
skóla íslands fyrr en 1997!
Konur era meira en þriðjungur
þingmanna og þykir það of lítið. „Burt
með hindranimar!" segir Kvenrétt-
indafélagið við stjómmálaflokkana, en
hefur ekki svo vitað sé sent stjómum
helstu fyrirtækja landsins sambæri-
legt bréf. Það hefur þá farið fremur
hljótt.
Kannski hefur farið fram hjá félag-
inu sú staðreynd, að litlu auðveldara
er að frnna konu í stjóm fyrirtækis
sem skráð er í Kauphöll íslands en
strá í stórum haug saumnála. Mjög
lausleg athugun bendir til þess, að
ekki sé út i bláinn að giska á að hlut-
ur kvenna í stjómarherbergjum lands-
ins sé í kringum 5%.
Framboðslistar
Ekkert lát er á lærðri umfjöllun um
að konur hafi orðið „homreka“ við
skipan á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins. Það er rétt, að karlar náðu
þar talsvert betri árangri en konur.
Það er líka rétt, að miðað við nákvæm-
ustu útreikninga sem hægt er að gera
á því hvernig þingsæti skiptast á milli
flokka ef úrslit næstu kosninga verða
þau sömu og síðast, verður hlutfall
kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins lægra en hjá Framsóknarflokki og
Samfylkingu - en þó hærra en það var
hjá Framsóknarflokknum eftir síðustu
kosningar.
Hitt er rangt, að það stefiii í að hlut-
ur kvenna rými svo um muni í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins eða á Al-
þingi yfirleitt. Samkvæmt áðumefnd-
um útreikningum - sem vissulega eru
aðeins nálgun, en þó sú besta sem völ
er á - stefnir í að það fjölgi um tvo
karla en fækki um eina konu í þing-
flokkum Samfylkingarinnar og Sjálf-
stæðisflokksins. Aftur á móti er útlit
fyrir að konum í þingflokki Framsókn-
arflokksins fjölgi, þannig að konur
haldi sínum hlut á Alþingi þegar upp
er staðið.
í grein í DV í vikunni var bent á, að
útlit væri fyrir að hlutur kvenna rým-
aði ívið meira í Samfylkingunni en í
Sjálfstæöisflokknum. Þessu hefúr ver-
ið mótmælt og því haldið fram, að
fækkun úr 8 konum í 7 hljóti að vera
hlutfallslega meiri en fækkun úr 9 í 8,
óháð stærð þingflokkanna. En þá er
verið að mæla fækkun kvenna, sem
skiptir augljóslega minna máli en
breyting á hlutfallslegum styrk þeirra
í hópnum. Hugsum okkur til dæmis 10
manna þingflokk A sem í era 6 konur,
og hins vegar 100 manna þingflokk B
sem í era 6 konur. Nú fækkar konum
í báðum þingflokkum úr 6 í 5. Er það
jafnmfkil fækkun? Nei: Augljóst er, að
hlutur kvenna í þingflokki A rýmar
meira, enda missa þær við það meiri-
hluta! Af þessari ástæðu er túlkun DV
augljóslega rétt.
Þetta kemur
Mestu máli skiptir, að útlit er fyrir
að fjölmargir nýir og hæfir einstak-
lingar, konur og karlar, setjist á þing
að loknum næstu kosningum. Ekki
verður séð að neyðarástand ríki í
stjómmálum hvað jafnrétti varðar -
ahra síst í samanburði við ýmis önnur
svið þjóðlífsins - en vissulega er
ástæðulaust fyrir Kvenréttindafélag Is-
lands að sofna á verðinum. Ágætt er
til þess að vita að það standi vaktina -
og samkvæmt heimasíðu þess á Net-
inu er starfið raunar í fullum blóma:
Þar kemur meðal annars fram að
fréttabréf félagsins kemur út fjórum
sinnum á ári - síðast í október 2000.