Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Helgarblað DV an sig. Hann er töffaralegur einfari sem talar aldrei um foreldra sina og virðist ekki eiga ætt- ingja á lífi. Þegar einhver hafði orð á því við Chandler að Marlowe væri sósíalisti sagði Chandler að Marlowe hefði svipaða þjóðfélagsvit- und og hestur, hann hefði hins vegar samvisku sem væri allt annar hlutur. „Okkur Marlowe stendur nákvæmlega á sama um hver er forseti,“ sagði Chandler, „þvi við vitum að það verður alltaf stjórnmálamaður." Þegar The Big Sleep kom út árið 1939 var eig- inkona Chandlers orðin sjötug, fárveik af berkl- um og rúmliggjandi mestan hluta sólarhringsins. Chandler eldaði matinn fyrir hana og bar hann fram. Hann treysti engum öðrum en sjálfum sér til að sjá um Cissy. Chandler hélt áfram að skrifa bækumar mn Marlowe sem urðu alls sjö. Margir gagnrýnendur neituðu enn að taka hann alvarlega, sögðu hann ekki vera alvörurithöfund heldur höfund sem legði allt upp úr því að gleðja fjöJdann. Þótt gagn- rýnendur væm ekki allir sáttir átti Chandler sér volduga bandamenn í öðrum rithöfundum því meðal aðdáenda hans voru Somerset Maugham, T.S. Eliot, W.H. Auden og Evelyn Waugh sem sagði hann vera besta rithöfund Bandaríkjanna. Chandler var vinsælli í Bretlandi en Bandaríkj- unum. „Á Englandi er ég rithöfundur," sagði hann, „í Bandaríkjunum einungis sakamálahöf- undur.“ Ljósið slökknar Þegar The Long Goodbye, sem af mörgum er talin besta Marlowe-bókin, kom út árið 1953 var Cissy orðin fársjúk. Ári eftir útkomu bókarinnar lést Cissy á sjúkrahúsi, 84 ára gömul. Chandler drakk næstu tvo mánuði eftir dauða hennar og hann svaf í svefnherbergi hennar. Daginn sem þau hefðu átt þrjátíu og eins árs brúðkaupsaf- mæli hélt hann þeim sið sínum að fylla húsið af rósum og bauð nágranna i heimsókn til að skála í kampavíni. „Hún var ómótstæðileg án þess að vita af því,“ sagði Chandler. „í þrjátíu ár, tíu mánuði og fjóra daga var hún ljós lífs míns, hún hvatti mig til dáða og allt sem ég gerði var eldur til að hlýja henni.“ Chandler var að drekka sig í hel og leitaði Cis- syar í öllum konum. Hann bað fjölda kvenna í fylliríum en gleymdi bónorðunum jafnóöum. Hann skrifaði Payback, síðustu Marlowe-bók sína, 69 ára gamall. Hún var eina bókin sem hann skrifaði fullur. Vinur hans bað hann um að gifta Marlowe og Chandler skrifaði tíu blaðsíður í nýrri sögu þar sem spæjarinn og eiginkona hans eru í brúðkapsferð. Chandler ætlaði Marlowe ekki að vera hamingjusamlega giftur og sagði Ian Flemming, höfundi James Bond-bókanna, að hann ætlaði sér að láta Marlowe drekka sig í hel vegna þess að hann gæti ekki lengur unnið. Chandler sagði kunningja sínum að þessi fyrir- hugaða bók myndi aldrei ganga upp og hætti við að skrifa hana. Hann bað Helgu Green, sem var umboðsmaður hans, um að giftast sér og hún tók bónorðinu en það reyndi aldrei á það hvort Chandler væri al- vara því hann lést skyndilega úr lungnabólgu eft- ir nokkurrra daga drykkjutúr. Hann var sjötug- ur. Hann hafði ætlað að láta grafa sig við hlið Cissyar en enginn mundi eftir þeirri ósk. Hann var grafmn í kirkjugarði sem hýsti fátæklinga. blaðamaður og orti Ijóð í frístundum. Tuttugu og fjögurra ára gamall flutti hann til Banda- ríkjanna. Þar flæktist hann um ýmis ríki en settist síðan að í San Francisco þar sem hann vann á apríkósubúgarði og síðan í tennisklúbbi. Hann fór í kvöldskóla til að læra bókhald og hélt síðan til Los Angeles þar sem hann fékk vinnu sem bókhaldari hjá rjómaísfyrirtæki. Hann gekk í herinn í seinni heimsstyrjöld- inni en særðist og var sendur heim. Hann sneri sér aftur að blaða- mennsku og vann síðan í banka. Raymond Chandler. Meðal aðdáenda hans voru Somerset Maugham, T.S. Ellot, W.H. Auden og Evelyn Waugh sem sagði hann vera besta rithöfund Bandaríkjanna. Marlowe og höfundur hans Raymond Chandler var orðinn fimmtugur þegar hann skrifaöi fyrstu skáldsögu sína, Svefninn langa, og kynnti til sögu leynilögreglumanninn Phlllp Marlowe. Raymond Chandler fæddist árið 1888. Foreldr- ar hans voru irskir og hann ólst upp í Chicago. Faðir hans var eimreiðarstjóri og drykkjumaður og móðir Chandlers skildi við hann þegar Chandler var sjö ára. Chandler og móðir hans héldu til írlands þar sem þau bjuggu um tíma og fluttu síðan til London þar sem þau bjuggu hjá vel stæðum frænda. Chandler haföi áhuga á að verða lögfræðingur en frændi hans hafði ekki áhuga á að styrkja hann til svo langs náms. Hann hélt því út á vinnumarkaðinn, vann um tíma sem birgðavörður hjá hemum, síðan sem kennari og Hjónaband og drykkja Hann var þrjátíu og eins árs þegar hann varð ástfanginn af giftri konu, Cissy Pascal, sem skildi við mann sinn til að giftast Chandler. Cissy var ákaflega fögur kona sem sagði Chandler að hún væri fertug en i reynd var hún fimmtug, tuttugu árum eldri en hann. Chandler fékk vinnu hjá olíufyrirtæki, varð fljótlega framkvæmda- stjóri þess og haföi prýðileg laun. Eftir nokkurn tíma fór hon- um að leiðast í vinnu sinni og drykkja tók æ meira af tíma hans. Loks var hann rekinn úr starfi vegna drykkju- skapar. Hjónin fluttu í minna og ódýrara hús- næði og Chandler ákvað að skrifa sögur í tilraun til að sjá þeim farborða. Það hvarflaði þó ekki að honum að skrifa skáldsögur heldur ákvað hann að skrifa glæpasmásögur og gaf sem skýringu að það væri ekkert eftir sem hægt væri að skrifa um nema dauðinn - „og sakamálasagan er harmleikur með hamingjusömum endi,“ sagði hann. Svefninn langi Þáttaskil urðu á ferli hans þegar útgefandinn Alfred Knopf sagði Chandler að hann hefði áhuga á að gefa út skáldsögu eftir hahn. Fyrsta skáld- saga Chandlers, The Big Sleep, var skrifuð sum- arið 1938 þegar hann var fimmtugur. Þar kynnti Chandler til sögunnar leynilögreglumanninn Philip Marlowe sem er þrítugur og ókvæntur. Hann reykir Camel, drekkur og teflir oft við sjálf- Bókalisti Máls og menningar Allar bækur 1. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. landneminn mikli. Viðar Hreinsson 4. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Bergþórsdótt- ir 5. Njála. Brynhildur Þórarinsdóttir 6. Hvar endar Einar Áskell. Gunilla Berqström 7. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 8. Lovestar. Andri Snær Maqnason 9. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie 10. Krakkakvaeði. Böðvar Guðmundsson Skáldverk: 1. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. Stolið frá höfúndi stafrófsins. Davíð Oddsson 4. Lovestar. Andri Snær Maqnason 5. Hundrað dyr í golunni. Steinunn Siqurðardóttir 6. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi 7. Crazy. Benjamin Lebert 8. Eins og vax. Þórarinn Eidjárn 9. Mýrin. Arnaldur Indriðason 10. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason Metsölulisti Bókabúöa MM 26. 11 - 2. 12 Mómó-tilfinningin Andri Snœr Magnason segir frá uppáhaldsbókunum sínum. „Elsku Míó minn er ef- laust sú fyrsta sem ég man eftir, pabbi las hana fyrir okkur bræðurna þegar við bjuggum í Am- eríku. Ég man svo vel hvernig riddarinn Kató hljómaði í munni hans. Svo kom Jón Oddur og Jón Bjami, ég gat skoðað kápumyndina tímunum saman. Það var einkenni- lega heillandi og dramat- ískt að sjá þá bræður læsta bak við jámhlið ruslahauganna með ónýt- ar þvottavélar i kringum sig, eftir á að hyggja hefur þetta rimað við hugmyndir minar um eftirstöðv- ar kjamorkustríösins sem var alltaf yfírvofandi. Eyþór villingur sagði mér frá ótrúlegri bók sem hann var að lesa: Mómó hét hún. Þar með ánetj- aðist ég þess konar bókmenntum og frá þeim degi hef ég leitað að tilfinningunni sem ég fékk þegar Mómó var á flótta undan timaþjófunum og ferðað- ist hraðar eftir því sem hún gekk hægar. Bláa skólaljóðabókin var merkilegt rit, ein- kennilega fullorðinslegar upplýsingar um skáld- in, menntun þeirra og framlag þeirra til listarinn- ar og myndimar af þeim sitja í minninu og em þessar eilífu heimsbókmenntir sem skáldin þurfa að glíma við. Steinn Steinarr gjörvallur kom síð- an, hann ásamt ljóðabókum Þórðar Helgasonar og Þjóðsögum Jóns Ámasonar fengu mig til að langa til að verða skáld. í smásögum Þórarins Eldjáms fahn ég aftur Mómó-tilfmninguna, kitlandi seiður í höföinu þegar heilanum er snúið eins og skopparakringlu, og þegar ég fann ekki fleiri sögur eftir Þórarin byrjaði ég sjálfur að skrifa. Frá tvítugsaldri og næstu árin þar á eftir rötuðu eftirtaldar bækur alltaf í ferðatöskuna mína ef ég fór til útlanda og ég las þær aftur og aftur: Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut, Bréfbátarigning Gyrðis Elíassonar, Life After God eftir Coupland og Draumar Einsteins eftir Lightman." Vegleg þjóðarsaga ísland í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson í þessu síðasta bindi um sögu ís- lendinga á 20. öld er fjallað um tímabilið 1976- 2000 á einkar líf- legan og stund- um fjörlegan hátt. Vegleg bók, í stóru broti, prýdd á annað þúsund Ijósmynda. Bók sem sífellt er hægt að grípa í og skoða sér til ánægju og fróðleiks. Nú þegar 20. öldin er afgreidd er spurning hvort Illugi eigi ekki að leita aftur í aldir og setja gamlan fróðleik í nýjan búning. Kvótið Hœnan er bara aðferð eggsins við að búa til ann- að egg. Samuel Butler Bókalistí Eymundssonar Allar bækur 1.-2. l'sland í aldanna rás III. Illuqi Jökulsson ritstyrði__ 1.-2. Öðruvísi dagar. Guðrún Helqadóttir 3. Röddin, Arnaldur Indriðason 4. Eyðimerkurdöqun. Waris Dirie 5. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Berqþórsdóttir 6. Snuðra og Tuðra í jólabakstri. Iðunn Steinsdóttir 7. Leggðu raekt við ástina. Anna Valdimarsdóttir 8. Landneminn mikli - Stephan G. Stephansson. Viðar Hreinsson 9. Sonja - lif og leyndardómar. Reynir Traustason________________ 10. Útkall - Geysir er horfinn. Óttar Sveinsson Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Hjarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir 3. Mýrin. Amaldur Indriðason 4. Bridget Jones - Á barmi taugaáfalls. Helen Fielding 5. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 6. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 7. Einni öld síðar. Mary Hiqqins Clark 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Hringadróttinssaga l-lll. J.R.R, Tolkien 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason Bamabækur 1. Öðruvísi dagar. Guðrún Helqadóttir 2. Snuðra og Tuðra í jólabakstri. Iðunn Steinsdóttir 3. Marta smarta. Gerður Kristny 4. Jólahreingerning engianna. Elín Elísabet Jóhannsdóttir 5. Blíðfinnur og svörtu teningarnir. Þon/aldur Þorsteinsson 6. Molly Moon og dáleiðslubókin. Georqia Bynq 7. Harry og hrukkudýrin. Alan Temperley 8. Jólin koma. Jóhannes frá Kötlum 9. Kafteinn Ofurbrók oq innrás ótrúleqa. Dav Pilkey 10. Gúmmí-Tarsan. Ole Lund Kirkeqaard Metsölulisti Eymundssonar 27.11 - 3.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.