Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 8
HVtTA HÚSIO l SÍA 8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 kærkomin gjöf í sönnum jólaanda Við bjóðum allar stærðir og gerðir af öskjum eða gjafakörfum. Þú ákveður stærðina og setur fram þínar hugmyndir um samsetningu, útlit og þá upphæð sem þér finnst viðeigandi. Þú getur bætt í pakkann vínflösku, konfekti, korti eða öðru sem andinn blæs þér í brjóst. Hringdu eða komdu til okkar með óskir þínar og við útfærum þær á smekklegan hátt. Útlönd DV Bandarísk stjórnvöld þrýsta á Hans Blix: Vilja íraska vísindamenn Bandarísk stjómvöld þrýsta nú mjög á Hans Blix, yfirmann vopna- eftirlits Sameinuðu þjóðanna, að koma helstu sérfræðingum íraks í vopnabúnaði úr landi og bjóða þeim hæli í skiptum fyrir upplýs- ingar sem þeir búa yfir, að því er embættismenn sögðu í gær. Embættismenn stjórnarinnar í Wash- ington hafa rætt við Blix og aðra í vopnaeft- irlitssveit SÞ sem hafa það verkefni að finna ummerki gjöreyðingar- vopnaframleiðslu íraka. Ályktun Öryggisráðs- ins um vopnaeftirlit skyldar íraka að veita eftirlitsmönnum óhindrað- an aðgang að einstaklingum sem taldir eru geta veitt upplýsingar og þá hafa eftirlitsmennirnir leyfi til að flytja vísindamennina og fjöl- skyldur þeirra á brott til að geta rætt við þá án þess að hafa fulltrúa íraksstjómar yfir sér. Bandarískir embættis- menn vilja gjarnan að Blix beiti þessu ákvæði ályktunar SÞ að fullu til að fá að ræða við vísinda- mennina. írösk stjórnvöld munu afhenda SÞ nokkur þús- und blaðsíðna skýrslu í dag þar sem búist er við að þeir hafni þvi að eiga gjöreyðingarvopn. Bandarískir ráðamenn hafa fyrirfram hafnað öll- um slíkum fullyrðingum. Reynist írakar brjóta gegn álykt- un SÞ gæti það orðiö til þess að Bandaríkjamenn geri á þá árás. Hans Blix Undir þrýstingi að fá íraska vísindamenn til aö kjafta frá. REUTERSMYND Tígra þökkuð liðveislan íbúar þorpsins Selisten Dol í vestanveröri Búlgaríu eru, eins og sjá má, ákaf- lega þakklátir Bengaltígurnum Raiya sem hefur reynst miklu betri en lögregl- an í aö hræöa innbrotsþjófa. Áöur en Raiya kom til þorpsins gerðu þjófar sig þar heimakomna en nú er þaö sem sagt liöin tíö. Sem betur fer. Forsætisráðherra Svíþjóðar einn á báti: Persson sækir um skilnað frá konunni Göran Persson, for- sætisráðherra Sviþjóð- ar, hefur sótt um skiln- að frá Anniku, eigin- konu sinni, eftir að- eins sjö ára hjónaband. Að sögn sænska blaðsins Expressen, sem varð fyrst með fréttina, var það álagið sem fylgir forsætisráð- herrastarfmu sem gerði útslagið. „Hann valdi starfið og að vera í miðju valdsins," sagði Ann- ika Persson í viðtali við Expressen f gær. Hún sagðist hafa viljað bíða með þetta fram yfir jól þar sem það sé alltaf sérstaklega dapurlegt þegar fjölskylda splundrast svona um jóla- leytið. En Göran varð ekki hnikað. Göran Persson Álagiö sem fylgir því aö vera forsætisráöherra Sví- þjóöar var meira en hjóna- bandiö þoldi. „Auðvitað hefur eitt- hvað farið úrskeiðis þegar hjónaband fer út um þúfur og ég er leið- ur yfir þessu. Skilnað- urinn er mjög persónu- legur hlutur og ég vil því ekki tjá mig frekar um málið,“ sagði í yfir- lýsingu sem Persson sendi frá sér í gær- morgun. Annika Persson sagði við Expressen að vandræðin í hjóna- bandinu hefðu byrjað þegar maður hennar varð forsætisráðherra, árið eftir að þau giftu sig. Þau sáust sjaldan sam- an á mannamótum, nema við opin- berar athafnir. Þau áttu ekki börn saman en hvort um sig á börn frá fyrra hjónabandi. Zakajev í Englandi Akhmed Zakajev, aðstoðarforsætis- ráðherra tsjetsj- ensku útlagastjóm- arinnar, hefur sótt um pólitískt hæli í Englandi. Hann fór frá Danmörku á fimmtudag þar sem hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð, að kröfu Rússa sem vilja fá hann framseldan. Zakajev kemur fyrir rétt í næstu viku. Skotar vilja Færeyjafisk Mikill áhugi er fyrir þvi í Skotlandi að fá ferskan fisk frá Fær- eyjum til vinnslu þar sem skoskir togarar hafa lítinn kvóta í Norður- sjó og á heimamiðum. Flækingur með fulla vasa Starfsfólki geðsjúkrahúss í ítölsku borginni Como brá óneitan- lega í vikunni þegar þangað var komið með áttræðan útigangsmann og einstæðing sem var með andvirði um 2,5 milljóna króna í vösunum, allan ævispamaðinn. Sex ríki fallast á skilmála Sex af ríkjunum tiu sem gera sér vonir um að ljúka aðildarviðræðum að ESB í næstu viku hafa fallist á tillögur framkvæmdastjórnar ESB um fjárhagsaðstoð, með vissum skil- yrðum þó. Hin fjögur vilja meira fé. Húsleit tengist al-Qaeda Laganna verðir gerðu í gær hús- leit hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Boston, sem á viðskipti við stjóm- völd, vegna gruns um tengsl við al- Qaeda hryðjuverkasamtökin. O’Neill beðinn að hætta Paul O’Neill, íjár- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði óvænt af sér embætti í gær og að sögn ónafngreinds heimildarmanns gerði hann það að beiðni Hvíta húss- ins. O’Neill hefm sætt gagnrýni fyr- ir klaufalega framkomu sína og hef- ur ekki þótt frambærilegur talsmað- ur efnahagsstefnu-stjórnvalda. Franskir fundu fjöldagröf Franskir hermenn sem gæta þess að vopnahlé á Fílabeinsströndinni sé virt hafa fundið fjöldagröf. Upp- reisnarmenn og stjórnarherinn saka hvorir aðra um fjöldamorð. Bush undir jólatréð Bandar íkj amenn sem vita ekki hvað þeir eiga að gefa fjölskyldu eða vin- um í jólagjöf geta nú tekið gleði sína á ný þvi á markað er kominn talandi dúkka í líki Bush Bandaríkjaforseta. Dúkkan getur meðal annars sagt: „Ég er frá Texas.“ Dúkkan hefur sautján setn- ingar á valdi sínu. Danir auka reykingar Danir hafa aukið reykingar sínar undanfarin tvö ár en áfengisneysla þeirra hefur aftur á móti dregist saman, að sögn heilbrigðsyfirvalda. Gjaldþrot líklegt Forstjóri bandaríska flugfélagsins United sagði í gær að líklega yrði fé- lagið lýst gjaldþrota eftir að stjóm- völd neituðu i vikunni að koma fé- laginu til aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.