Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 42
46 Helgctrblctcf II>V LAUGARDAGU R 21. DESEMBER 2002 Munið að slökkva á kertunum Munið eftir að fjölga reykskynjurunum á heimilinu. 6,UX Rauði kross íslands SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS f ■ „Allir limir eru liarðir í verkfallinu Fyrir nokkrum dögum sendi Bókoútgáfan Hól- ar frá sér bókina ífréttum er þetta helst - gamansögur af íslenskum fjölmiðlamönnum. Ritstjórar bókarinnar eru Guðjón Ingi Eiríks- son og Jón Hjaltason og er þetta áttunda bók- in ígamansagnaflokki þeirra en áður hafa þeir gefið út gamansögur af prestum, alþingis- mönnum, íþróttamönnum og læknum. Hér á eftir uerður lítillega gripið niður íbók- ina I fréttum er þetta helst. Af Ómari Ragnarssyni Steingrímur Hermannsson, fram- sóknarmaður og fyrrverandi forsæt- isráðherra, varð eitt sinn fyrir því óláni að saga framan af einum fingra sinna. Skömmu seinna var hann í sjónvarpsviðtali hjá Ómari Ragnars- syni og afgreiddi fréttamaðurinn þetta óhapp á þann hátt, að „Stein- grímur væri eini ráðherrann í sögu íslenska lýðveldisins sem hefði minnkað í embætti". Eitt sinn var Ómar, sem um skeið var íþróttafréttamaður hjá Sjónvarp- inu, að lýsa knattspyrnuleik fyrir sjónvarpsáhorfendum og varð þá smávegis fótaskortur á tungunni undir lok viðureignarinnar. Hann sagði: „Leiktíminn er aiveg að renna út. Dómarinn er kominn með klukk- una upp í sig.“ Jóhann Hauksson og hænum- ar Spurningar fréttamanna á vett- vangi geta oft á tíðum orðið nokkuð ankannalegar í hita leiksins eins og þessi saga ber meö sér. Jóhann Hauksson fréttamaður fór eitt sinn á vettvang uppá Kjalarnes þar sem mörg hundruð hænur höfðu kafnað í eldsvoða á kjúklingabúi. Og þar sem Jóhann stóð við hlið kjúklingabónd- ans innan um hrannir af dauðum hænum kom spurningin: „Hvernig er það, þola hænur illa reyk?“ Nokkur mismæli frá íþróttafrétta- mönnum og við byrjum á Guðjóni Guðmundssyni - Gaupa: „Rio Ferdinand er traustur í þess- um leik. Hann hefur ekki stigið feU- nótu!“ „Hann verður að fara af velli. Hann getur ekki stigið í hnéið.“ „Þetta er kókapuffs-kynslóðin. Hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn.“ Samúel Öm Erlingsson „KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað.“ „Það var brotið á Einari Erni, en hvað gera hoUensku dómararnir við því? Jú, þeir láta þurrka gólfið ..." „Flasa Voladóttir stekkur næst!“ Aumingja Vala Flosadóttir! Eftir einn ... Það var í fréttatíma Ríkissjón- varpsins fyrir um það bil fjórum árum. Helgi E. Helgason var þá fréttaþulur, ásamt Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, og segir hann grafal- varlegur í bragði þegar styttast fer í annan enda fréttatímans: „Það er góð regla að skUja bUinn eftir heima eða taka leigubíl og fara fótgangandi ef einhver hætta er á að maður fái sér i glas.“ Jóhanna var ekki lengi að botna þessa speki kollega síns og bætti óð- ara við: „Þetta staðfestir svo sannarlega að eftir einn fái sér enginn neinn!" Á tali hjá Hemma Gunn Hermann Gunnarsson stjórnaði á sínum tíma geysivinsælum skemmti- þætti í Sjónvarpinu. Þátturinn hét Á tali hjá Hemma Gunn og kenndi þar ýmissa grasa, meðal annars spjaUaði stjórnandinn oft og tíðum við leik- skólabörn og spurði þau margs. Eitt sinn var lítUl snáði í viðtali hjá Hemma og var þá spurður, hvar hann byggi. „Ég bý á Grettisgötu," svaraði stráksi. „Og er það bakhús?" spurði Hemmi. „Já,“ svaraði guttinn, „og framhús líka!“ Mislestur Magnúsar Magnús Bjarnfreðsson, þá starfs- maður Ríkisútvarpsins, var ein- hverju sinni að lesa auglýsingar í út- varpið. Meðal annars átti hann að lesa auglýsingu um „kvenkorktöflur með teygju", en eitthvað fóru þær Ula í hann og úr þessu varð: „Kvenkartöflur með teygju!" Hvað seéir Steingrímur J. um þetta? Bergþóra Njála, fréttakona á Bylgj- unni og Stöð 2, var í ársbyrjun 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.