Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 51
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 H<2Igctrblctð 33V 55 Kynnirinn Steve Martin Steve Martin er kynnir á 75. ósk- arsverðlaunahátíðinni. Martin, sem um þessar mundir leikur aðal- hlutverkið í vinsælustu kvikmynd- inni í Bandaríkjunum, Bringing Down the House, tekur hlutverk sitt sem kvnnir alvarlega og er hann stanslaust að prufa á þeim brandarana sem liann ætlar að segja til að fá viðbrögð. Vegna stríðinu í írak verður hann að þola að brandarar hans eru rit- skoðaðir af stjórnendum hátíðar- innar. Einkalífið og slúðrið hefur áhrif Roman Polanski hefur ekki farið varhluta af upp- rifjun á fortíð hans á versta máta og er nánast búið að útiloka hann frá mögu- leikum á verð- launum. Þá hefur verið rifjað upp að Queen Latifah (Chicago) var tek- in full við stýri í nóvember. Allir kannast við mála- ferli Michaels Douglas og Catherine Zeta-Jo- nes gegn Hello. Talið er að það hafi haft slæm áhrif á möguleika Zeta-Jones á verð- launum. Nicole Kidman hefur ekki farið varhluta af þeirri ósvífnu baráttu sem á sér stað bak við tjöldin. Hvað eftir axrnað er það skrifað og sagt að hún eigi sök á hjónaskilnaði Jude Law og Sadie Frost. Svona lagað fer fyrir brjóstið á akademíunni og minnkar möguleika hennar á verðlaunum. Ekki eru samt allir á því að slúður- fréttimar og baktaliö haíi neikvæð áhrif. Einn markaðsstjóri sagði að öll auglýsing væri góð auglýsing þegar kemur að óskamum og þá skipti þótti glæsileg í fyrra Það eyðilagði ekki möguleika hennar að hún hafði lent í bílslysi stuttu áður en ósk- arsverðlaunin voru aflient. engu máli hvort hún væri slæm eða góð. Elizabeth Taylor hefur kynnst því af eigin raun að missa af óskarsverðlaununum vegna atburða í einka- lífl sínu og fá þau vegna annars atburð- ar sem einnig tengist einkalífinu. Hún var fyrir fram talin nokk- uð ömgg um óskarinn árið 1958 fyrir leik sinn í Cat on a Hot Tin Roof. Skömmu fyrir afhendingu rændi hún Eddie Fis- her frá eiginkonu hans, Debbie Reynolds, og engin óskarsverðlaun það árið. Tveimur árum síðar, þegar hún var tilnefnd fyrir Butterfi- eld 8, var hún nærri dauð úr lungna- bólgu rétt fyrir afhendinguna og fékk verðlaunin. Um gæði þeirrar kvik- myndar sagði Taylor: „Rusl“. Þá era margir á því að Russel Crowe hafi í fyrra eyðilagt möguleika sína á óskamum þegar hann lenti upp á kant við bresku kvikmyndaakdemí- una og kallaði forseta hennar öllum illum nöfnum og ekki var það verra fyrir Halle Berry að hafa rétt fyrir óskarsverðlaunahátíðina lent í bílslysi, hún fékk óskarinn. -HK Hinir rúmlega 5000 meðlimir bandarísku kvikmyndakademíunn- ar, sem ráða hverjir fá óskarsverð- launin, eru búnir að skila sínum at- kvæðaseðlum og val þeirra verður ekki aftur tekið. Það var með alls konar ráðum reynt að hafa áhrif á meðlimina með greinum í blöðum, auglýsingum og baktali. Þar sem vit- að er að meirihluti þeirra í akademí- unni hefur ekki séð allar þær kvik- myndir sem þeir þurfa að sjá og gera ekki upp hug sinn fyrr en rétt áður en á að skila atkvæðaseðlinum þá er auðvelt að hafa áhrif á þá. Dæmi um slíkt var þegar Miramax-kvikmyndafyrirtækið lét birta grein þar sem sagt var að hinn virti leikstjóri, Robert Wise (West Side Story, The Sound of Music), sem einnig var um skeið forseti akademí- unnar, sagði að Martin Scorsese ætti skilið að fá leikstjóraverðlaunin. Wise kom af fjöllum og sagðist aldrei hafa sagt þetta. Nokkrir meðlimir urðu foxillir og heimtuðu atkvæða- seðla sína til baka en akademían neit- aði þeim um það. REDAN fyrir hitakerfi og snjóbræðslur • Forhitarakerfi frá Redan A/S, sérhannað fyrir íslenska sumarbústaði og til snjóbræðslu. • Vönduð vara og fyrsta flokks gæði úr ryðfríu efni • Vinsamlega beinið fyrirspurnum til okkar eða til pípulagningameistara þíns. TCÍ1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088» Fax: 5B41089 • tengi.is Komdu a ókeypis námskeiö í framtalsqerð Ókeypis framtalsnámskeið fyrir Vörðu- og Námufélaga í Landsbankanum, Laugavegi 77, 19. og 20. mars kl. 18-20 og 20. mars í Landsbankanum, Strandgötu, Akureyri, kl. 18-20 1.1 Námskeið í framtalsgerð □ Landsbankinn býöurVörðu- og Námufélögum ókeypis námskeiö i gerö skattframtalsins í samvinnu viö PricewaterhouseCoopers. Námskeiðin veröa í Landsbankanum Laugavegi 77, 19. og 20. mars kl. 18-20 og 20. mars í Landsbankanum Strandgötu, Akureyri, kl. 18-20. Skráöu þig á landsbanki.is eöa í síma 560 6000. 1.3 □ Nýttuþér áð á landsbanki.is Þú getur sent fyrirspurnir varðandi framtalsgerð og fengiö svar um hæl á spjallþræðinum á landsbanki.is: 22. og 23. mars og 5. og 6. april kl. 14-16 24. mars og 7. og 8. apríl kl. 20-22 spjallþr Sendu fyrirspurnir á skattur@landsbanki.is Þú getur sent fyrirspurnir á skattur@landsbanki.is frá 17. mars til 8. april alla virka daga á skrifstofu- tíma og munu ráögjafar Landsbankans svara innan sólarhrings. Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.