Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Side 14
14
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003
Fréttir________________________________x>y
Sérstæð skólatlraun slegin af
Fulltrúar íslensku menntasamtakanna mæta til fundar meö fræösluráöi
Hafnarfjaröar á miövikudagsmorgun. Fyrir miöju er Sunita Gandhi,
framkvæmdastjóri samtakanna, sem hefur veriö miöpunktur margháttaöra
deilna viö kennara, skólastjóra, foreldra og bæjaryfirvöld.
Hörður
Kristjánsson
biaöamaöur
Fréttaljós
Rekstri íslensku menntasamtak-
anna á einkareknum grunnskóla og
leikskóla í Hafnarfírði virðist nú vera
lokið. í gær ákváðu fulltrúar meiri-
hluta Samfylkingarinnar í fræðslu-
ráði að segja upp samningum við sam-
tökin um rekstur leikskólans Tjarnar-
áss, en áður var búið að segja upp
samningnum um rekstur Áslands-
skóla í haust. Fulltrúar sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn gerðu mög harð-
orða bókun á fundi fræðsluráðs í gær-
morgun vegna afskipta Samfylkingar-
innar af málefnum ÍMS.
Virðist þar með lokið tilraun ís-
lensku menntasamtakanna til að ann-
ast rekstur skóla í Hafnarfírði sem
byggður er á hugmyndafræði The
Council for Global Education. Þar er
helsti hugmyndafræðingur og stofn-
andi dr. Sunita Gandhi sem er ind-
versk að uppruna en hlaut sína
menntun í Bretlandi. Hefur hún starf-
að víða um heim og á íslenskan eigin-
mann og 6 ára barn sem hún ættleiddi
á Indlandi. Hún kom að stofnun ís-
lensku menntasamtakanna og hefur
verið þar helsti stjórnandi og fram-
kvæmdastjóri. Meginhlutverk skólans
var skilgreint sem mannrækt og
fræðsla og skólastefnan byggist á hug-
myndafræði sem hefur það að mark-
miði að ná fram hámarksgetu barns-
ins með kennsluaðferðum sem taka
mið af öllum þroskaþáttum þess.
Samningum sagt upp
Það virðist ekki hvað síst vera
vegna árekstra um stjómun skólanna
við Sunitu Gandhi sem komið hefur
til ítrekaðra deilna milli skólastjórn-
enda, kennara, foreldra og forsvars-
manna bæjarins. í Áslandsskóla
leiddi það til tíðra uppsagna og skóla-
stjóraskipta sem enduðu eins og áður
segir með yfirtöku Hafnarfjarðarbæj-
ar á rekstrinum í september. Sama er
uppi á teningnum varðandi leikskól-
ann Tjarnarás. Um 60% starfsmanna
þar hættu vinnu um mánaðamótin og
fyrirséð var að flestir hinna hættu
líka. Að vísu hafði íslensku mennta-
samtökunum þá auðnast að ráða nýtt
starfsfólk í stað þeirra sem hættu, en
allt kom fyrir ekki og tóku bæjaryfir-
völd af skarið í gærmorgun.
Áslandsskóli
Samningur um rekstur Áslands-
skóla 'var undirritaður 11. maí 2001.
Var þetta gert í kjölfar útboðs en ís-
lensku menntasamtökin voru ein um
að gera tilboð í rekstur Áslandsskóla.
Þrír aðrir höfðu þó sýnt áhuga á mál-
inu. Var kostnaður við hvem nem-
anda samkvæmt tilboðinu 368.160
krónur á ári.
Skólinn var rekinn sem tilrauna-
skóli, byggður á svonefndum Montess-
ori-fræðum og undanþágu frá 53.
grein grunnskólalaga. Höfðu skóla-
stjómendur þar með nokkurt fijáls-
ræði með að innleiða nýja skólastefnu
og kennsluaðferðir í Áslandsskóla.
Þeim bar þó að fylgja markmiðum að-
alnámskrár varðandi kennslufjölda
ákveðinna greina og námsviðmið
hverrar bekkjardeildar.
Dr. Sunita Gandhi gegndi allsér-
stæðu hlutverki í skólanum. Hún var
allt í senn hugmyndafræðingur, fram-
kvæmdastjóri samtakanna og gegndi
einnig starfi rekstrarstjóra. Þannig
var hún í raun bæði yfir- og undir-
maður skólastjóra.
Pólitísk átök strax í upphafi
Mikil aðsókn var að skólanum
strax í upphafi og nemendur voru 122.
Kennt var í blönduðum bekkjum.
Strax sumarið 2001 fór að bera á
ágreiningi um skólann í bæjarstjóm
Hafnarfjarðar. Hart var deilt um
tryggingagjald sem islensku mennta-
samtökunum, rekstraraöila skólans,
var ætlað að reiða fram samkvæmt út-
boði. Útboðið gerði ráð fyrir sex mán-
aða verktryggingu sem væri í kring-
um fjörutíu milljónir. Bæjarstjóm
sjálfstæðismanna féllst þá á að ís-
lensku menntasamtökin legðu fram
tveggja mánaða tryggingu í stað sex.
Samfylkingarmenn vora allt annað en
ánægðir með þessa þróun mála og
sagði forystumaður þeirra, Lúðvík
Geirsson, þá m.a. í DV: „Þessir aðilar
hafa augljóslega ekki fjárhagslega
getu til að standa undir þeirri trygg-
ingu sem var forsenda útboðsins.
Þetta er bæði ábyrgðarlaust og sið-
laust af hálfu meirihlutans."
Hörð pólitísk átök hafa
verið um rekstur íslensku
menntasamtakanna á
grunnskóla og leikskóla í
Hafnarfirði. Byggt var á
indverskri hugmynda-
frœði sem virðist hafa or-
sakað togstreitu og marg-
vísleg átök milli kennara,
skólastjóra, foreldra og
yfirstjómar skólans.
Skólastjórinn hætti strax
Skólastjóri var ráðinn, Kristrún
Lind Birgisdóttir sem áður stýrði
skólahaldi á Flateyri. Ágreiningur
kom fljótlega upp á milli skólastjórans
og Sunitu um reksturinn og hvarf
Kristrún á braut áður en skólahald
var í raun komið í gang haustið 2001.
Tók Áslaug Brynjólfsdóttir þá að sér
hlutverk skólastjóra tímabundið.
Skarphéðinn Gunnarsson var síðar
ráðinn skólastjóri.
Kennarar og leiðbeinendur við Ás-
landsskóla gerðu alvarlegar athuga-
semdir við ástandið innan veggja
skólans í fyrra. Ákvæði gmnnskóla-
laga væri ekki uppfyllt í skólanum og
verkaskipting væri ekki klár á milli
Skarphéðins Gunnarssonar skóla-
stjóra og Sunitu Gandhi.
Ágreiningur um yfirstjórn
Ágreiningurinn virtist m.a. snúast
um að indverskur framkvæmdastjóri
skólans, Sunita Gandhi, væri að fara
inn á faglegt svið skólastjóra og kenn-
ara. Sjálf sagði hún þá að skólaupp-
byggingin væri frábrugðin því sem
gerðist í öðrum skólum og því væri
ekki hægt að bera Áslandsskóla sam-
an við aðra skóla. Hún vildi ekki við-
urkenna að nein vandamál væru um
reksturinn.
Foreldraráð skólans setti fram ítar-
lega umsögn um skólastarfið og skóla-
námskrá Áslandsskóla 27. mars 2002.
Þar kom fram að enginn aðstoðar-
skólastjóri hefði verið starfandi við
skólann. Þá hefðu deildar- og fagstjór-
ar heldur ekki verið skipaðir og mik-
il óvissa ríkti um starfsmannamál
skólans. Einnig hafði Gail Keppler,
kennari í Montessori-fræðum, sem
hugmyndafræði skólastefnunnar
byggðist á, horfið á braut til annarra
starfa í Bandaríkjunum. Þá væru for-
eldrar illa upplýstir um skólastarfið
og þá hugmyndafræði sem skólinn
byggðist á.
Yfirtaka bæjarins
í haust var ljóst að þrettán kennar-
ar við Áslandsskóla höföu sagt upp
störfum vegna samstarfsörðugleika
við skólastjómendur. Bæjaryfirvöld
yfirtóku þá reksturinn 19. september
2002. Var yfirtakan á rekstrinum gerð
með riftun samnings við ÍMS með sex
atkvæðum bæjarfulltrúa nýs meiri-
hluta Samfýlkingarinnar gegn fimm
atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna.
Farið var að tillögu fræðsluráðs um
að ráða Erlu Guðjónsdóttur, matsfull-
trúa á skólaskrifstofu Hafnarfiarðar
og fyrrverandi skólastjóra, til að
gegna tímabundið stöðu skólastjóra i
Áslandsskóla.
Daginn eftir að yfirtaka bæjarins á
rekstrinum var samþykkt á auka-
fundi bæjarstjórnar mætti tvöfóld
áhöfh stjómenda til starfa í Áslands-
skóla. Þegar nýráðinn skólastjóri kom
á staðinn var hinn fyrri fyrir á skrif-
stofu sinni, svo og framkvæmdastjóri
skólans. Þeir neituðu að standa upp
fyrir nýjum stjómendum enda segðu
lögfræðingar íslensku menntasamtak-
anna að yfirtakan væri fullkomlega
ólögleg. Kennsla hófst þó stundvíslega
og var með eðlilegum hætti. Eftir mik-
ið samningaþóf við ÍMS náðust loks
samningar um fiárhagslegan þátt
samingsslitanna við samtökin.
Tjarnarás í sömu stöðu
Svipað virðist hafa verið uppi á ten-
ingnum varðandi rekstm' leikskólans
Tjarnaráss þar sem samningi verður
nú sagt upp í kjölfar uppsagna starfs-
fólks og ákvarðana foreldra um að
senda böm sín ekki i skólann. Pólitísk
átök hafa verið hörð innan bæjar-
stjómar um málið og hefur einnig ríkt
djúpur ágreiningur um stjóm skólans
við Sunitu Gandhi. Hún sagði þó í
samtali við DV nú í vikunni að hún
sæi ekki í hverju sá ágreiningur lægi.
Taldi hún að hugsanlega mætti skýra
málið með þvi aö hún kæmi frá öðru
menningarsamfélagi og hefði öðmvisi
útlit en íslendingar almennt.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjóm
gerðu alvarlegar athugasemdir við
uppsögn bæjarins á samningnum um
rekstur leikskólans í bókun í fræðslu-
ráði. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi
með einstökum hætti komið rekstri
leikskólans Tjamaráss í algjört upp-
nám. Með heiftúðugri andstöðu við
rekstrarfyrirkomulag Tjarnaráss hafi
meirihluta Samfylkingarinnar ekki
sést fyrir og hafi beitt aðferðum sem
séu langt handan allra marka al-
menns siðferðis. Þá segir að bæjaryf-
irvöld hafi reynt aö spilla fyrir rekstr-
inum, t.d. með því að hvetja starfsfólk
til uppsagna og lofa í staðinn störfum
á vegum bæjarins. Rekstraraðila hafi
verið gert ókleift að uppfylla skyldur
sínar, þannig að bæjaryfirvöld geti
með valdbeitingu tekið yfir rekstur
leikskólans.
vð;;*
*.•*..*
UTBOÐ
Orkuveita
Reykjavíkur
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Kjalarnesæð,
safnæð og 11 kV stengir - endurnýjun 2003.“
Verkið felst (að endurnýja hluta af Kjalarnesæð frá daelustöð Reykjahlíö og
langlelðlna að Lelrvogsá í Mosfellsbæ, ásamt safnæð sem llggur samsfða
æðinni. Nýja æðin er DN300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu og safnæðin
er DN300 mm og DN200 mm stálpípur í plastkápum. Enn fremur er innifalin
f verkinu jarðvinna vegna háspennustrengja.
Helstu magntölur eru:
Lengd Kjalarnesæðar DN3OO/045O 3000 m
Lengd safnæðar DN3OO/045O og DN2OO/0315 1150 m
Lengd 11 kV háspennustrengja 4200 m
Lengd stýristrengja 1200 m
(dráttarrör 050 1250 m
ídráttarrör 0110 150 m
Skurðlengd 3260 m
Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavfkur, Frfkirkjuvegi 3,
Reykjavfk, fró og með 7. maí 2003, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 21. maí 2003, kl. 11.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar.
UTBOÐ
F.h. Verkefnisstjórnar um uppbyggingu í Norðlingaholti,
Landssíma íslands og Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir
tilboðum í eftirfarandi verk:
NORÐLINGAHOLT, GATNAGERÐ OG
VEITUKERFI - EFTIRLIT
Áætlaður framkvæmdakostnaður við það verk sem eftirlitsaðili
á að hafa eftirlit með er 600 milljónir.
Verklok eru áætluð í árslok 2005.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, frá og með 6. maí 2003.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00 föstudaginn
16. maí 2003.
GAT 53/3
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Revkjavfk - Sfmi 670 6800
Fax 562 2616 - Netfang iarörhus.rvk.is
UTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskaö eftir tilboöum í verkiö: "Sparkvöllur
viö Réttarholtsskóla"
Helstu magntölur eru:
Jarövegsskipti 400 m3
Fleygun 200 m3
Giröing og stoöveggur 120 m
Frágangur undir gervigrasi 480 m2
Snjóbrœösla 515 m2
Grasþakning 550 m2
Hellulögn 300 m2
Verkinu á aö vera lokiö 4. júlí 2003.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu frá kl.
9.00 6. maí 2003.
Opnun tilboöa: 20. maí 2003, kl. 10.00, á sama staö.
FAS 54/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskaö eftir tilboöum í verkiö: "Háteigsskóli,
múrviðgerðir utanhúss".
Helstu magntölur:
Háþrýstiþvottur 280 m2
Sprunguviðgeröir 90 m
Viögeröir meö filtmúr 140 m2
Verktími: 6. júní til 15. júlí 2003
Útboösgögn fást afhent á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboöa: 21. maí 2003, kl. 14.00, á sama staö.
FAS 55/3
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboöum í verkiö: "Fossvogsskóli,
endurnýjun á dúk í íþróttasal".
Helstu magntölur:
Dúkur 160 m2
Verktími: 6. júní til 1. ágúst 2003
Útboösgögn fást afhent á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboöa: 21. m$í 2003, kl. 15.00, á sama staö.
FAS 56/3
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Frlkirkjuvegi 3-101 Reykjavik - Sfmi S70 5800
Fax 562 2616 - Netfang lar«rtius.rvk.le
Lelkskólinn Tjarnarás
Hafnarfjaröarbær mun rifta samningum viö íslensku menntasamtökin um
rekstur skólans í kjölfar deilna um stjórnun hans.