Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Page 12
72 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7.JÚNÍ2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson
Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5829
Bakslag fyrir ríkisbúskap
FÆREYJAR: Anfinn Kalls-
berg, lögmaður Færeyja, segir
að samningarnir sem tókust á
almenna vinnumarkaðinum í
fyrrakvöld geti leitt til aukinnar
verðbólgu og þar með versn-
andi samkeppnisstöðu fær-
eyskra fyrirtækja. Svo kunni að
fara að ekki verði til atvinna fyr-
ir allar vinnufúsar hendur.
Lögmaður segist, í viðtali við
blaðið Sosialurin,ekki vera
ósammála þeim sem segja að
starfsmenn fiskvinnslufyrir-
tækja séu á of lágum launum.
Vandinn sé hins vegar sá að
ekki sé hægt að senda neinum
reikninginn fyrir þeim auknu
launagreiðslum sem leggjast
ofan á útflutningsafurðirnar.
Akærður
Simbabve: Morgan
Tsvangirai, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Simbabve, var
handtekinn í gær og ákærður
fyrir landráð. Hann hafði
skömmu áður heitið því að
halda áfram mótmælaaðgerð-
um gegn Mugabe forseta sem
hann segir að sé ekki réttkjör-
inn í embætti.
Áfall fyrír fríðarferíið í Mið-Austuríöndum:
Harðlínumennirnir í Hamas
hætta viðræðum við Abbas
Leiðtogar palestínsku harð-
línusamtakanna Hamas hafa
dregið sig út úr viðræðum við
Mahmoud Abbas, forsætis-
ráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar, sem áttu að
miða að því að Hamas-liðar
létu af árásum sínum á ísrael.
Abbas hét því á fundi með þeim
George W. Bush Bandaríkjaforseta
og Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, í Jórdaníu á miðvikudag að
binda enda á vopnaða uppreisn
Palestínumanna sem hefur staðið í
bráðum þrjú ár. Margir óttast að
uppgjör milli Abbas og harðlínu-
manna sé nú í aðsigi.
„Við höfum hætt viðræðum við
palestínsku heimastjórnina,“ sagði
höfðinginn Ahmed Yassin, stofn-
andi Hamas og andlegur leiðtogi
samtakanna, í samtali við frétta-
mann Reuters í gær.
Talsmaður Hamas, Abdelaziz al-
Rantissi, sagði við breska ríkisút-
varpið BBC að með loforðum sfnum
hefði Abbas, sem einnig gengur
„Hamas er óvinur frið-
arins og við munum
halda áfram að vinna
með öllum málsaðilum
að því að koma á friði."
undir nafninu Abu Mazen, hefði
opnað dyrnar fyrir ísraelum um að
drepa Palestínumenn að vild og að
Hamas væri nauðugur einn kostur
að halda vopnaðri baráttu sinni
gegn Ísraelsríki áfram.
Bandarísk stjórnvöld fordæmdu
Hamas-menn í gær og kölluðu þá
„óvini friðarins" eftir að þeir til-
kynntu um viðræðuslitin.
Scott McClellan, talsmaður Hvíta
hússins, sagði Bush forseti mynda
halda friðarviðleitni sinni áfram og
hann skoraði á alla sem málið varð-
aði að uppræta „innviði hryðju-
verkastarfsemi", eins og hann kall-
aði það.
„Hamas er óvinur friðarins og við
munum halda áfram að vinna með
öllum málsaðilum að því að koma á
friði," sagði talsmaðurinn.
Utanríkisráðherra
Palestínumanna kenndi
ísraelskum stjórnvöld-
um um hvernig komið
væri. Hann sagði að
Sharon hefði ekki stað-
ið við sinn hluta sam-
komulagsins í Aqaba.
Fyrsta þrep svokallaðs Vegvísis að
friði, sem stórveldin hafa lagt fram,
gerir ráð fyrir því að palestínska
heimastjórnin hafi hemil á harð-
línumönnum og fái þá til að hætta
árásum sínum á ísrael.
Ef Abbas tekst ekki að fá samtök
eins og Hamas til að fallast á vopna-
hlé gæti reynst erfitt fyrir hann að
hrinda þessu fyrsta þrepi í fram-
kvæmt, að sögn BBC.
Nabil Shaath, utanríkisráðherra
Palestínumanna, kenndi ísraelsk-
um stjórnvöldum um hvernig kom-
ið væri. Hann sagði að Sharon hefði
ekki staðið við sinn hluta sam-
komulagsins í Aqaba um afdráttar-
lausa stuðningsyfirlýsingu við Veg-
vísinn.
í leyniskýrslu bandaríska
landvarnaráðuneytisins frá
september 2002, sem lekið
var til fjölmiðla í gær, er kom-
ist að þeirri niðurstöðu að
ekki séu neinar haldbærar
upplýsingar um að írakar eigi
gjöreyðingarvopn.
Talið er að skýrslan. hafi gengið
milli manna í stjórn Bush forseta á
sama tíma og undirbúinn var rök-
stuðningur fyrir stríðsrekstri á
hendur Irökum.
Víst þykir að skýrslan muni verða
til að auka enn á grunsemdir
manna um að stjórnvöld í bæði
Bandaríkjunum og Bretlandi hafi
hagrætt upplýsingum frá leyniþjón-
ustum sínum til að réttlæta stríðið í
írak. Helsta réttlæting fyrir því var
einmitt meint gjöreyðingarvopna-
eign Saddams Husseins.
Kjarnorkusérfræðingar Samein-
uðu þjóðanna sneru aftur til íraks í
gær, í fyrsta sinn frá því Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra réðust
inn í landið í mars og steyptu stjórn
Saddams.
Sjö manna lið sérfræðinga ætlar
að rannsaka gripdeildir á rannsókn-
arstofu sem kunna að hafa valdið
geislamengun. Starf sérfræðing-
anna verður miklum takmörkunum
háð, samkvæmt tilskipunum frá
bandarísku herstjórninni. Sérfræð-
ingarnir hefjast handa í dag, í helstu
kjarnorkurannsóknarstöð íraks,
suðaustur af Bagdad, og munu
dvelja þar næstu tvær vikurnar.
Talsmaður bandaríska hersins
sagði að fféttamenn fengju ekki að
tala við sérfræðingana á meðan þeir
væru í frak. Hermenn munu fylgja
þeim hvert fótmál.
„Við höfum haft áhyggjur af
fregnum um gripdeildir og að tunn-
um með náttúrulegu og lítið auög-
uðu úrani hafi verið stolið," sagði
Mefissa Fleming, talskona Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar (IA-
EA) við fréttamann breska ríkisút-
varpsins BBC frá Vínarborg.
VfGORÐ GEGN fSRAEL: Stuðningsmenn palestfnsku harðlfnusamtakanna Hamas efndu til fjöldafundar f Noseurat-
flóttamannabúðunum á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gær og hrópuðu vígorð gegn (sraelsríki. Hamas-liðar eru óhressir með
loforðin sem Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar,gaf á leiðtogafundinum með Bush
Bandaríkjaforseta og Sharon.forsætisráðherra Israels, um að stöðva öll obeldisverk gegn ísrael.
Efasemdir um gjöreyðingarvopn
íraka í bandarískri leyniskýrslu
KJARNORKUVÁ: Brian Rems, til hægri á myndinni, leiðtogi hóps kjarnorkusérfræð-
inga sem kominn er til (raks, ræðir við fréttamenn f Bagdad. Við hlið hans er ofursti (
bandaríska hernum.