Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Síða 20
20 DV HELOARBLAD LAUCARDACUR 7. JÚNÍ2003
Hallgrímur keppir
við Gullfoss og Geysi
Níundu Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju lýkur um helgina með þremur hápunktum.
DV tók tali manninn sem ber listræna ábyrgð á öllu saman og heldur um tónsprotann á
stærstu tónleikunum, Hörð Áskelsson, organista og kórstjóra.
Þótt mikið hafi verið rifist um Hallgrímskirkju fyrstu
20 árin sem það tók að byggja hana er óhætt að segja
að hún sé orðin órjúfanlegur og elskaður hluti af
landslagi Reykjavíkurborgar þar sem hún trónir efst á
Skólavörðuholtinu. Fyrir framan hana stendur Leifur
heppni vörð og var meira að segja hnikað til fyrir fáum
árum til þess að hann fiúttaði betur við kirkjuna. Þetta
er sá staður sem flestir erlendir ferðamenn heimsækja
þegar þeir koma til íslands. Hallgrímskirkja er þannig
fortakslaust í flokki með Gullfossi og Geysi ef ekki Mý-
vatni og afsannar þannig kenninguna um að það sé
aðeins íslensk náttúra og reykvískt næturlíf sem laðar
útlendinga að.
Um helgina sem nú gengur í garð lýkur nfundu
kirkjulistahátíðinni sem haldin er í Hallgrímskirkju.
Þar hefur verið margt á boðstólum sem athygli hefur
vakið enda hefur kirkjulistahátíðin löngu unnið sér
sess í listalífi höfuðborgarinnar og landsins alls. Segja
má að þrír hápunktar verði á hátíðinni nú um helgina.
Fyrst má nefna barokktónleika Schola cantorum í
kvöíd, laugardag, kl. 18.15 þar sem þessi frægi en
kornungi kór flytur barokktónlist eftir Vivaldi en síðan
bætist þeim liðsauki í formi barokkhljómsveitarinnar
Das Neue Orchester frá Köln sem leikur undir flutning
kórsins á upprunaleg barokkhljóðfæri þegar þau
flytja, Erschallet ihr Lieder eftir Johann Sebastian
Bach.
Á hvítasunnudag kl. 20 um kvöldið verður merkur
tónlistaratburður í kirkjunni fyrir þá sem unna org-
eltónlist en þá heldur Olivier Latry tónleika á Klais-
orgel kirkjunnar og bætist þar með í stóran hóp org-
anista heimsins sem hafa komið um langan veg til
þess að fara höndum um þetta stórkostlega hljóðfæri
sem tekið var í notkun fyrir fáum árum.
Latry er talinn einn athyglisverðasti organisti sinnar
kynslóðar í dag, ekki aðeins í sínu heimalandi heldur
öllum heiminum. Hann hefur lengi langað til að koma
til íslands en ekki komið því við vegna anna en hann
er einn þriggja organista við Notre Dame-kirkjuna í
París en er afskaplega eftirsóttur til tónleikahalds.
Á mánudagskvöld lýkur síðan kirkjulistahátíð með
þvf að Mótettukór Hallgrímskirkju flytur allar mótett-
ur Bachs ásamt Das Neue Orchester undir stjórn
Harðar Áskelssonar kórstjóra og organista Hallgríms-
kirkju. Við það tækifæri verður frumflutt tónverkið
Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi
að beiðni Harðar og er ætlað að tengja mótetturnar
saman. Verkið er skrifað fyrir eitt klarínett og það er
Einar Jóhannesson sem flytur brýrnar.
Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri, hefur verið
mikilvirkur í starfi sínu við kirkjuna í rúmlega 20 ár og er
óhætt að segja að hann sé potturinn og pannan í því um-
fangsmikla starfi sem þar er unnið. Hörður er rómaður
kórstjórnandi eins og kórar kirkjunnar sýna, eftirsóttur
organisti og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar
fyrir störf sín sem hér yrði of langt mál upp að telja.
HÖRÐUR STJÓRNAR ELlA: Hörður Áskelsson,organisti og söngstjóri Hallgrímskirkju,stjórnarflutningi á Elia á níundu Kirkjulistahátfð Hallgrímskirkju.
Hörður er listrænn stjórnandi hátíðanna og helsta driffjöður listastarfsins í kirkjunni. DV-myndGVA
Að gefa regn á jörð
Þótt kirkjulistahátíð sé í fullum gangi er Hörður
hinn rólegasti þegar blaðamaður DVhittir hann í hlið-
arsal kirkjunnar. Mjög ungt barnabarn organistans
leikur lausum hala um salarkynnin en kaffið er gott og
borið fram í afskaplega fínum bollum eins og vera ber.
Hörður er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og því er
freistandi að spyrja hann hvernig hann velji saman
dagskrána.
„Þetta er langt ferli og að mörgu leyti áhugavert
þegar litið er til baka. Útkoman er oft öðruvísi en mað-
ur ætlaði og tilviljanir ráða ýmsu. Þegar við byrjuðum
að skipuleggja hátíðina fyrir einu og hálfu ári byrjuð-
um við að velta fyrir okkur einhverju tema og útgangs-
punkturinn var þessi yfirskrift sem er fengin að láni úr
aðalverkinu og er: Ég ætla að gefa regn á jörð. Ein-
kunnarorð síðustu hátíðar var: Og múrar falla.
Þótt þess sjáist kannski ekki beinlínis merki þá vakti
þessi yfirskrift nýjar hugmyndir og hafði ákveðin áhrif
á val verkefna. Snemma t' ferlinu var ákveðið að vekja
athygli á barokklist þótt ýmsar af þeim hugmyndum
hafi týnst á leiðinni en það var ákveðið að gera þátt
unga fólksins aftur mjög áberandi.
Sumt datt út af praictískum ástæðum og ferlið allt er
sambland af stýringu og tilviljunum. Sumt kemur
óvænt upp eins og þessi hugmynd með Karlakórinn
Fóstbræður sem var skemmtileg nýbreytni og getur
orðið byrjunin á einhverju meira. Norski kvartettinn
Quattro Stagione var að leita eftir því að koma til
landsins og stjórnandi kórsins, Árni Harðarson, hafði
samband við okkur," segir Hörður og heilsar bassa-
söngvara sem er mættur á æfingu og sest prúður nið-
ur og bíður eftir meistaranum.
„Ég er mjög ánægður með hugmyndina um kvik-
myndasýningarnar með meistara Bergman sem
þungamiðju. Það var skemmtilegt nýmæli."
Framtíðin er óviss
- Hörður telur að of seint sé byrjað að undirbúa há-
tíðir eins og þessa og lengri undirbúning þyrfti.
„Við erum bundin af því að við höfúm ekki fasta
fjárveitingu til að hafa fólk f vinnu milli hátíða. Hátíð-
irnar hafa verið á tveggja ára fresti þegar Listahátíð er
ekki og alltaf verið tengdar hvítasunnuhátíð. Það var
upphaflega hugmyndafræðin."
- Nú hefur verið ákveðið að halda Listahátíð á
hverju ári og má þá ekki ætla að framtfð Kirkjulistahá-
tíðar sé ótrygg?
„Eigum við ekki að segja að framtíðin sé spennandi.
Ég veit að það er vilji fyrir því hjá Listahátíð að valta
ekki alveg yfir okkur þótt það væri í sjálfu sér auðvelt
fyrir þá. En ég held að Kirkjulistahátíðin sé búin að
sanna sig það vel að menn líti frekar til samstarfs við
okkur. Mér finnst samstarf spennandi en ég tel líka
koma til greina að við vikjum til annars árstíma og
horfi þá sérstaklega til seinni hluta ágústmánaðar. Þar
kynni að vera ónýtt svigrúm."
Fullt af feilnótum en stórt hjarta
- En hvað skyldi Hörður telja sjálfur vera hápunkt-
inn á Kirkjulistahátíð að þessu sinni?
„Ég er svo mikið á kafi í þessu að ég er ekki vel dóm-
bær á það en mér fannst flutningurinn á Elía vera stór-
kostlegur. Annar hápunktur verður núna um helgina
og þá geri ég ekki upp á milli tónleikanna á laugardag
með Schola cantorum og tónleikanna á mánudag þar
sem allar mótettur Bachs verða fluttar.
Mér finnst tilraunin til þess að fá Atla Heimi til að
skrifa tengingar milli mótettanna vera áhugaverð.
Þarna verða tveir kórar og tvær hljómsveitir sem
syngjast á og þetta er stórbrotið verkefni og að mörgu
leyti erfiðustu verkefni sem kórar fást við. Síðan er
þetta einmana klarínett eins og skemmtileg andstæða
við fjöltóna flutninginn á mótettunum. Þetta er okkar
framlag til nýsköpunar."
- Að lokum tölum við um stund um franska org-
anistann Olivier Latry sem Hörður segist aldrei hafa
heyrt í sjálfur á tónleikum en orðspor Oliviers sé með
þeim hætti að ástæða sé til að hlakka til. Hallgríms-
kirkja stendur fyrir um 50 orgeltónleikum á ári og að-
sóknin að þeim stendur undir því að hægt sé að fá
heimsfræga organista hingað til lands til þess að spila.
„Hann er sagður vera í senn tæknilega óaðfinnan-
legur og einnig að hann hafi milcið að segja í tónlist-
inni. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman og oft hefur
maður heyrt góða organista spila sem taka fullt af feil-
nótum en eru með stórt hjarta."
polli@dv.is