Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2003, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ2003 SMÁAUGLÝSINGAR 550 5000 57 SVINKIAR Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja ~ Guðfinna Stefáns- , dóttir húsfreyja, Fíf- ' ilgötu 8, Vestmanna- ' I eyjum, verður átt- ræö á morgun, hvítasunnudag. StarfsferiU Guðfinna fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst upp í foreldrahúsum í Skuld í Vestmannaeyjum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vestmanna- eyjum. Einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á ísafirði. Hún starfaði sem húsmóðir og einnig við verslunar- og bankastörf. Fjölskylda Guðfinna giftist 24.10. 1947. Eig- inmaður hennar er Jóhannes Tóm- asson f. 13.3. 1921, fyrrverandi bankastarfsmaður. Foreldrar hans voru Tómas Guðjónsson, forstjóri og útvegsbóndi frá Höfn, og k.h., Hjörtrós Hannesdóttir húsmóðir. Börn Guðfinnu og Jóhannesar eru: Margrét Rósa f. 23.3. 1948, hús- móðir í Lúxemborg, en maður hennar er Gylfi Tryggvason og eru synir þeirra Daði Jóhannes, Kári Tryggvi og Gylfi Mar; Erna f. 6.7. 1950, deildarstjóri og kennsluráð- gjafi í Vestmannaeyjum, en maður hennar er Egill Egilsson og eru synir þeirra Huginn Magnús, Jó- hannes og Davið; Tómas f. 2.3. 1956, útgerðartæknir í Vestmanna- eyjum, en hans kona er Fanney Björk Ásbjörnsdóttir og börn þeirra eru Tinna, Thelma Ýr, Tanja og Tómas Orri; Stefán Hauk- ur f. 4.1. 1959, sendiherra í Genf, kvæntur Halldóru M. Hermanns- dóttur og börn þeirra eru Agnes, Einar Hrafn og Stefanía; Ingunn Lísa, f. 9.10. 1961, starfsmaður leik- skóla í Vestmannaeyjum, en mað- ur hennar var Valtýr Þór Valtýs- son, d. 1.12. 2002. Börn þeirra Val- ur, Erna og Aron; Iðunn Dísa f. 9.10. 1961, sjúkraliði og námsmað- ur í Vestmannaeyjum, en hennar maður er Ágúst Einarsson. Börn þeirra Guðfinna Björk og Birkir. Barnabarnaböm Guðfinnu eru tvö, Dagur og Máni. Systkini Guðfinnu: Guðrún, f. 1908, dvalarheimilinu Eir, Eygló og Kolbeinn sem eru bæði látin. Auk þess þrjú systkini sem létust áður en Guðfinna fædd- ist. Foreldrar Guðfinnu voru Stef- án Bjömsson skipstjóri, f. 16.7. 1878, d. 10.3. 1957, og k.h., Margrét Jónsdóttir, f. 4.11. 1885, d. 29.9. 1980. Afmælisbarnið verður statt í Kiwanishúsinu við Strandveg frá klukkan 15 á afmælisdaginn. Ætt- ingjar og vinir hjartanlega vel- komnir í kaffisopa. Svanbjörg Gísladóttir Allar gerðir festinga fyrir palla og grindverk á lager s Svanbjörg Gísladóttir, húsfreyja, Búhamri 9, Vestmannaeyjum, er fimmtug í dag. StarfsferiU Svanbjörg fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Kópavogi. Hún lauk gagnfræðaprófi og hefur unn- ið ýmis skrifstofustörf hjá Ora, Sparisjóði Vestmannaeyja og víð- ar. Hún sá um mötuneyti íslands- banka í Vestmannaeyjum og var umboðsmaður DAS í Eyjum frá 1996 til 2002. Nú er hún móttökurit- ari á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Fjölskylda Svanbjörg giftist 24.5. 1975 Stefáni Sigurjónssyni, skósmið og tónlist- arkennara, f. 29.1. 1954. Foreldrar hans: Sigurjón Jónsson bóndi sem er látinn og Sigrún Kristjánsdóttir, fyrrv. verkakona. Börn Svanbjargar og Stefáns eru Dagbjört f. 9.4. 1977, sambýlismað- ur hennar er Þórarinn Sveinsson; Sigrún f. 9.9. 1980, sambýlismaður hennar er Steingrímur Bárðarson; Gísli, f. 31.1. 1984, unnusta hans er Jessý Friðbjarnardóttir; Kristín f. 4.6. 1986, menntaskólanemi. Systkini Svanbjargar eru Ester f. 14.1. 1956, verkakona; Viðar, f. 21.12. 1957, sjómaður; Þórir, f. 16.7. 1960, leigubílstjóri. Foreldrar Svanbjargar eru Gísli Gumundsson, fv. leigubílstjóri, og Dagbjört Ólafsdóttir, fv. verkakona, Álandi 7, Reykjavík. Svanbjörg er erlendis á afmælinu. Magnús Guðmundsson fyrrum lögregluþjórm og sjómaður Magnús Guðmundsson, fyrrum lögregluþjónn og sjómaður, Strand- götu 3, Patreksfirði, verður sjötíu og fimm ára annan í hvítasunnu. Starfsferill Magnús fæddist á Vatneyri á Pat- reksfirði 9. júní 1928. Hann var við nám í Unglingaskóla Patreksfjaröar 1944 og Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1945-1947. Hann var í Lögreglu- skólanum 1948-1949 og Myndlista- skóla íslands, listmálaradeild 1950-1951. Smásöluverslunarréttindi fékk hann 1963, tók meirapróf bif- reiðastjóra og skipstjórnarpróf tók hann 1972. Enn fremur lauk hann sveinprófi í málaraiðn 1988. Á árunum 1942-1948 stundaði Magnús öll almenn störf hjá Ó. Jó- hannesson hf. á Patreksfirði, svo sem við fiskvinnslu, var kolakyndari í Gróttu hf. um tíma og starfaði hjá Hafnargerð Patreksfjarðar. Hann vann við húsamálun í Reykjavík á árunum 1954-1960 og rak Pöntunar- félag lögreglumanna um tíma. Einnig starfaði Magnús í lögreglunni í Reykjavík frá 1948-1960. Hann stundaði sjómannsstörf 1962-1980 sem matsveinn og bryti á ýmsum fiskiskipum og farskipum. Þá var hann flugvallarstjóri á Patreksfjarð- arflugvelli 1991-1996. Magnús hefur skrifað margar greinar í blöð og tímarit og barðist mjög fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu íslendinga í 200 mílur. Hann hann- aði og gaf út viðurkenningarskjal fyrir þá sem koma á vestasta odda Evrópu, Bjargtanga. Hann var sæmdur silfurstjörnu Slysavarnafé- lags Islands fyrir björgun árið 1958. Fjölskylda Magnús kvæntist 15.10. 1949 Björgu Ólafsdóttur, f. 6.11. 1927, d. 26.3. 1994. Foreldrar hennar voru Ólafur Halldór Halldórsson, bóndi á Gimli og Hvallátrum, f 1.9. 1893, d. 29.11. 1965 og kona hans, Anna Egg- ertsdóttir, f. 15.4. 1894, d. 16.5. 1961. Hann kvæntist aftur 31.5. 1997 Val- dísi Viktoríu Pálsdóttur, f. 14.9.1929. Börn Magnúsar og Bjargar: Aron f. 19.1. 1950, d. 10.6. 1951, Aron f. 18.7. 1951, rafvirki á Patreksfirði, kona hans var Björg Guðmundsdóttir en þau skildu og sambýliskona hans nú er Kristbjörg Sigríður Kristmunds- dóttir; Ingibjörg Guðrún f. 24.1.1954, húsfreyja á Patreksflrði, en hennar maður er Björn Bragi Sigmundsson, vélstjóri; Anna, f. 28.7. 1955, hár- greiðslumeistari í Bandarikjunum, en hennar maður er M. Robert Tomotillo forstjóri; Flosi f. 12.12. 1956, verkamaður á Patreksfirði. Foreldrar Magnúsar voru Guð- mundur Sumarliði Guðmundsson, sjómaður á Patreksfirði, f. 13.4.1890, d. 24.7.1977 og k.h. Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 5.5. 1887, d. 29.5. 1966. Armúii 17, 108 Rsykjavík sími: 533 1334 fax-. 55B 0433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.