Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 2 l.JÚNl2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Ufsi er meðol mikilvægustu fisktegunda \ Norður-Atlantshafi en hefur ekki þótt sérlega góður matfiskur. Mikilvægi hans er þó óumdeilt og til marks um það má nefna að Bretar hafa að minnsta kosti.57 heiti yfir ufsa. Ufsi er rennilegur fiskur, hæstur um miðjuna og fer mjókkandi til beggja enda; ekki ósvipaðurýsu. Ufsinn er bæði uppsjávar- og botnfiskur. Hann finnst á öllu dýpi fráyfirborði og er algengastur niður á 200 metra. Fæða ufsans er breytileg eftir stærð og svæðum. Smákrabbadýr og smálirfur, fiskseiði og smáfiskur eru þar helst. Á fullorðnum ufsa er holdið gráleitt og gróft. Hann er hins vegar oft saltaður og reyktur og kallast þá sjólax. Ufsi hefur verið lítið borðaður hérlendis - hef- ur einna helst verið hakkaður og notaður í bollur úr blöndu af ufsahakki og kjöthakki. Tilvalið þykir hins vegar að pönnusteikja ufsa með grænmeti og bera fram með bragðsterkri sósu. Ufsi er góður matfiskur og gamanaðelda hann segir Rúnar Þórarinsson á Þremur Frökkum hjá Úlfari „Ufsinn er mjög góður matfiskur og gaman að elda hann. Ástæðan fyrir því að fólk kaupir síður ufsa en annað er aðallega sú að það þekkir hann ekki. Hrátt holdið er gráleitt en það lýsist og verður bæði fallegt og lystugt við eldun, hvort sem ufsinn er steiktur eða soðinn," segir Rúnar Þórarinsson, mat- reiðslumeistari á veit- ingastaðnum Þrem- ur Frökkum hjá Úlfari, en hann eldar ufsa með humar og humarsósu fyrir tvo. Rúnar vildi hafa uppskrift- ina einfalda og aðgengilega svo allir geti eldað réttinn. Hann segir ýmsan annan fisk henta jafnvel í þessa uppskrift, t.d. lúðu, en lúðuútgáfan sé vinsæl meðal gesta á veitingastaðn- um. Rúnar hefur unnið á Þremur Frökkum hjá Úlfari síðan árið 2000 en hann vann þar áður um tíma. Hann er því vel „sjó- aður" í að elda fisk en hvers kyns sjávarfang er í hávegum haft á veitingastaðnum. „Fiskurinn er alltaf vinsæll enda meinholl- ur og góður. Ég hef á tilfinningunni að hann sé að sækja á enda hugsar fólk mikið um holl- ustuna. En ef hann væri aðeins ódýrari væri fiskneyslan örugglega enn meiri. Rúnar segir að uppskriftin sé fyrir tvo en einfalt sé að stækka hana. Koníakinu má sleppa en hann bendir þó á að allt áfengi gufi upp við eldunina. Koníakið gefi hins vegar góðan keim. Ufsi með humar og humarsósu (fyrir tvo) 400 g ufsaflök 2-4 stk. humarhalar(eftir stærö) 1 dl humar- eða fisksoð (einnig má nota tilbúinn humarkraft, t.d. Oscar) 1/2 hvítiauksrif, saxað Dray barbeque krydd 1 /2 dl rjómi koníaksskvetta (má sleppa) Aðferðin Humarinn er klofmn að bringunni og svarta röndin hreinsuð burt. Hann er síðan opnaður. Ufsinn er steiktur á pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið en steikingartími fer eftir þykkt stykkisins. í lokin er humarinn settur á pönn- una. Fiskurinn er kryddaður og síðan er soði og rjóma bætt út f og allt látið sjóða smá- stund. Að síðustu er skvettu af konfaki hellt út á pönnuna. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og grænmeti að eigin vali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.