Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Síða 32
36 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ2003
Eldabuska
taugaveiki
NEITAÐIALLRI SAMVINNU: Mary neitaði að fara í
sýnatöku það þurfti fimm lögreglumenn til að
koma henni á sjúkrahús. Sýnið sem loks tókst að
ná sannaði að Mary bar í sér taugaveikisýkil.
Taugaveiki smitast aðallega með mat
og vatni sem er mengað af saur eða
þvagi. Mengað vatn er algengasta
ástæða sýkingar en fólk getur smitað
aðra af taugaveiki ef það ber í sér bakt-
eríuna.Tvötil fimm prósent þeirra sem
smitast af taugaveiki bera bakteríuna í
sér alla ævi. Mary Mallon var ein þeirra.
Mary Mallon var írskur kokkur sem hafði
komið til Bandaríkjanna fimmtán ára gömul í
leit að betra lífi. Eftir komu sína til fyrirheitna
landsins smitaði hún rúmlega íjörutíu
manns af taugaveiki og þar af létust að
minnsta kosti þrír.
í ágúst 1906 veiktist yngsta dóttir Warren-
fjölskyldunnar í sumarhúsi sem fjölskyldan
hafði leigt á Long Island. í sömu viku fengu
fimm einstaklingar í húsinu svipuð einkenni.
Á þessum tíma var taugaveiki tengd við fá-
tækt en herra Warren var bankastjóri og afar
vel stæður.
Eigandi hússins, George Thompson, hafði
áhyggjur af því að vel stæðar fjölskyldur
myndu ekki leigja sumarhús hans næsta
sumar af ótta við að smitast af taugaveiki.
Hann kallaði því til sérfræðinga til að finna
uppsprettu taugaveikinnar. Drykkjarvatn og
matvæli var rannsakað gaumgæfilega og
fljótlega féll grunur á gamla konu sem hafði
selt fjölskyldunni skelfisk en enginn annar
sem keypti skelfisk af gömlu konunni veiktist
þannig að ekki var hægt að rekja smitið til
hennar.
Hvarf sporlaust
Kallað var á lækninn George Soper til að
kanna málið. Hann rannsakaði sögu þeirra
sem höfðu dvalist í húsinu síðustu tíu ár en
taldi engan þeirra vera smitberann. Soper rak
allt í einu augun í að fjölskyldan hafði skipt
um kokk. Mary Mallon, síðasti kokkurinn,
hafði horfið sporlaust þremur vikum eftir að
veikindin komu upp.
Mary var um fertugt og yfir hundrað kfló og
þótti karlmannleg í útliti. Hún þótti góður
kokkur en sumir sem þekktu til hennar höfðu
á orði að hún væri ekki sérlega þrifin. Þegar
Soper fór að rannsaka sögu Mary komst hann
að því að alls staðar þar sem hún hafði unnið
sfðustu tíu árin hafði orðið vart taugaveiki.
Hann hóf því leit að Mary en hún virtist hafa
gufað upp. Hálfu ári seinna fékk hann fréttir
af því að fjölskylda á Park Avenue í New York
hafði smitast af taugaveiki. Þjónustustúlka
var veik og heimasæta, falleg stúlka um tví-
tugt, lá á banabeði vegna veikinnar. Fjöl-
skyldan var frávita af sorg. Stúlkan lést tveim-
ur dögum síðar og skömmu síðar veiktist
hjúkrunarkonan sem hafði setið yfir henni.
Soper komst að því að kvenkokkur væri í
þjónustu fjölskyldunnar og lýsingin á henni
svipaði til Mary Mallon.
Soper þaut því af stað og náði tali af Mary.
Hann tjáði henni grun sinn um að hún væri
, smituð af taugaveiki og sagðist vilja fá hjá
henni blóð- og þvagsýni. Mary brást við bón-
inni með því að grípa steikarhníf og ógna
Soper sem komst undan á flótta.
KOKKUR Á SJÚKRAHÚSI: Það er til marks um það
hversu mikið Mary stóð á sama um aðra að hún
tók þá áhættu að smita ófrískar konur og nýfædd
börn. Hún hafði greinilega ekki gætt þess sem hún
^ þurfti helst, að þvo hendur sínar eftir klósettferðir.
NEW YORK Á TÍMUM MARY MALLON: Þegar Mary var látin laus úr haldi hélt hún til New Yorkog ekki leið á löngu áður en hún var hætt að koma í eftirlit á heilsu-
gæslustöðvar eins og hún hafði lofað. Mary tók upp fyrri iðju, gerði það eina sem hún kunni og fór að elda mat. Hún eldaði á veitingastað, á krá, á heilsuhæli og á
stóru hóteli.
ekki lengur hættuleg og myndi gæta vel að
hreinlæti sínu og ekki starfa við matreiðslu.
Mary hélt til New York og ekki leið á löngu
áður en hún var hætt að koma í eftirlit á
heilsugæslustöðvar eins og hún hafði lofað.
Hún tók upp fyrri iðju, gerði það eina sem
hún kunni og fór að elda mat. Hún eldaði á
veitingastað, á krá, á heilsuhæli og á stóru
hóteli. í fimm ár fór hún á milli staða án þess
að upp um hana kæmist.
Eldabuska á fæðingardeild
í marsmánuði 1915 braust út tauga-
veikifaraldur á fæðingardeild í Manhattan.
Tuttugu og fimm manneskjur, aðallega lækn-
ar og hjúkrunarkonur, veiktust og tveir létust.
Sýni voru tekin af öllum starfsmönnum
sjúkrahússins og niðurstöður sýndu að elda-
buskan var sýkt en þegar hafin var leit að
henni var hún horfin. Brátt kom í ljós að
horfna eldabuskan hét Mary Mallon. Hún
fannst skömmu seinna á heimili vina sinna.
Það er til marks um hversu Mary stóð á
sama um aðra að hún tók áhættuna að smita
ófrískar konur og nýfædd börn. Hún hafði
greinilega ekki gætt þess sem hún þurfti
helst; að þvo hendur sínar eftir klósettferðir.
Eftir atburðinn á fæðingardeildinpi var hún
aftur flutt á eyjuna og þar bjó hún til dauða-
dags tuttugu og þremur árum seinna. Mary
harðneitaði alltaf að hún hefði smitað fólk af
taugaveiki og öðru hvoru skrifaði hún harð-
orð bréf til lækna og sakaði þá um að leggja
sig í einelti.
Árið 1932 fannst Mary á heimili sínu rænu-
lítil innan um alls kyns drasl sem hún hafði
safnað að sér. Hún hafði fengið hjartaáfall og
var rúmliggjandi næstu sex árin þar til hún
lést árið 1938. KB/Kip
Neitaði samstarfi
Nokkru síðar elti Soper Mary þegar hún var
á heimleið úr vinnu og komst að því hvar hún
átti heima og að hún bjó með manni. Soper
heimsótti manninn, fyllti hann og ræddi við
hann um Mary. Þegar Soper hitti Mary aftur
brást hún hin versta við þegar hún sá hann
en þegar hann sagðist ekki vilja henni neitt
illt sagðist hún ekki vita neitt um taugaveiki
og alls ekki vera sýkt.
Hann hafði næst samband við heilbrigðis- -
ráðuneytið sem sendi kvenlækni, Josefínu
Baker, á heimilið þar sem Mary var kokkur.
Mary skellti dyrunum á hana. Daginn eftir
komu lögreglumenn í fylgd með Jósefínu til
að ná tali af Mary en hún lagði á flótta. Lög-
reglan leitað hennar um stund en án árang-
urs þar til Jósefína sá fótspor í snjónum sem
voru greinilega eftir Mary. Enn var leitað en
án árangurs en þá datt einum lögreglumanni
í hug að leita í litlu útihúsi í grenndinni. Þar
fannst Mary.
Hún neitaði að koma með lögreglumönn-
unum og það þurfti fimm menn til að bera
hana út í bíl sem flutti hana á sjúkrahús. Jós-
efína læknir sat ofan á Mary alla leið til
sjúkrahúss þar sem átti að taka af henni sýni.
Sýnið sannaði að Mary bar í sér taugaveiki-
sýkil.
Send íeinangrun
Sem kokkur var Mary sérfræðingur í peruís
og það hefur sennilega verið fsinn sem smit-
aði fórnarlömbin. Soðinn matur hefði drepið
taugaveikissýklana. Rjómaís og perur voru
hins vegar gróðrarstía. Margir af vinnufélög-
um Mary smituðust af taugaveiki sem bendir
til að þeir hafi stolist í ísinn
Mary var flutt á litla eyju, North Brother Is-
land, og fékk þar hús til umráða og varð fræg
um öll Bandaríkin vegna frétta um málið.
Hópur lækna heimsótti hana og ræddi um
möguleikana á lækningu og nokkrir vildu
reyna að fjarlægja gallblöðruna úr henni en
voru þó ekki vissir um að það myndi bera ár-
angur.
SÉRFRÆÐINGUR í
RJÓMAÍS: Sem kokk-
ur var Mary Mallon
sérfræðingur í peruís
og það hefur senni-
lega verið ísinn sem
smitaði fórnarlömb-
in. Soðinn matur
hefði drepið tauga-
veikissýklana. Rjóma-
ís og perur voru hins
vegar gróðrarstía.
Mary var skapstór og líkaði ekki að vera
haldið í gíslingu, hún fékk sér lögfræðing og
hann fór með málið fyrir rétt og benti á að
Mary væri eini taugaveikissjúklingurinn í
einangrun. í framhaldi af því var ákveðið að
útskrifa Mary en þegar læknir spurði hana
hvert hún ætlaði að fara eftir að vera útskrif-
uð sagðist hún ætla til New York. í framhaldi
af því var ákveðið að sleppa henni ekki lausri.
Menn treystu henni ekki í stórborginni.
Hjúkrunarkona sagði henni að ljúga og segj-
ast ætla að Connecticut til systur sinnar en
Mary neitaði að segja ósatt. Dómari ákvað að
hún ætti að vera áfram á eyjunni.
Þremur árum seinna ákvað nýr heilbrigðis-
ráðherra að Mary skildi frjáls ferða sinna.
Hann sagðist sannfærður um að hún væri
i