Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Side 34
38 mHWSARBLAÐ LAUGARDAGUR 21.JÚNI2003 Meira en þúsund orð HANAAT: Fillippseyingar fylgjast með hanaati sem nýtur mikilla vinsælda þar í landi og menn leggja stórfé undir. Hanarnir eru með stálgadda bundna á fæturna í stað spora og það tryggir að þeir berjast til dauða. LISTIN KEMUR TIL KÍNA: Kínverskur háskólastúdent fremur gjörning sem hluta af útskriftarverkefni sínu frá háskólanum i Nanj- ing. Markmið hans var að kynna kínverskum almenningi nútímalist. Veröldin HVAR ERTU NESSIE? Seiðmaðurinn Kevin Carlyon fremur seið á bökkum Loch Ness til þess að reyna að særa fram skrímslið sem margir trúa að þar búi. Kevin fór með galdraþulur við staði á vatnsbakkanum sem vísa til allra höfuðáttanna og kallaði sér til full- ^ tingis á höfuðskepnurnar fjórar, eld, loft, jörð og vatn, og bað þær um styrk til að kalla fram skrímslið. VILTUSLAST7 Króatískir og serbneskir fyrirmenn fljúgast á í sérstakri stúku fyrir blaðamenn og áhrifamenn. (þróttaviðburðurinn sem kom þeim úr jafnvægi var úr- slitaleikur (vatnapólói sem fram fór í Kranj 15. júní. Króatar töpuðu leiknum. „STUÐMANNAHOPP'? Nýsjálenskir rugbyleikarar stökkva stríðshopp að hætti maórískra stríðsmanna áður en leikur þeirra við England hefst. England vann samt leikinn með þriggja stiga mun. er skrýtinn staður Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir, sagði Tómas Guð- mundsson skáld því hann vissi eins og flestir að heimurinn er stórundarlegur staður. Hann er það vegna þess að þótt hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu þá eru uppátæki mannanna okkur stöðugt undrunarefni. EINN TVEIR OG STÖKKVA: Palestínskir lögreglumenn fylgjast með félaga sínum stökkva á reglulegri æfingu lögregluliðsins. DANSAÐU, FÍFLIÐ ÞfTT: íraki reykir vatnspípu stna og nýtur þess að horfa á maga- dansara leika listir sínar. Eftir því sem áhrif heittrúaðra vaxa í Irak verður magadans æ sjaldgæfari sjón en slíkt leyfa heittrúaðir ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.