Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Page 39
LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ2003 DVHEL&ARBLftÐ 43
MYRT AF TILVONANDITENGDA-
SYNI? Dorothy Campbell fannst
látin nær allsnakin í bíl sinum.
SEINNA MORÐIÐ: Patriciu Ruland
var kastað út úr bíl með fjölmarga
höfuðáverka og lést á sjúkrahúsi
skömmu síðar.
SLAPP UFANDI: Alice McCann
barðist við ofbeldismann og tókst
síðar að gefa lögreglunni greinar-
góða Iýsingu á honum.
ist muna eftir því að hún hefði verið þar
föstudags- eða laugardagskvöld helgina sem
hún hafði verið myrt. Við nánari eftirgrennsl-
an komust lögreglumennirnir að því að
Dorothy hafði verið á öðrum bar snemma á
laugardagsmorgun og lent þar í rifrildi við
dökkhærðan vin dóttur sinnar. Hélt hún því
fram að vinurinn hefði átt sök á því að dóttir-
in kæmi of seint heim til sín.
„Þetta er örugglega hann"
Ákveðið var að rannsaka dótturina betur
og var hún kölluð til yfirheyrslu. Hún viður-
kenndi að móðir sín hefði haft áhyggjur af
útiveru hennar á næturnar. Hún sagði jafn-
framt að hún ætti kærasta, Russell Ericksen,
22 ára. Hann var kallaður til yfirheyrslu og í
ljós kom að hann var ljóshærður og sterk-
byggður. Hann og Barbara sögðust hafa ver-
ið saman allt föstudagskvöldið og þvertók
Russell fyrir að hafa hitt móður kærustunnar
eftir það.
Russell viðurkenndi að hafa átt í nokkrum
útistöðum við Dorothy vegna þess að hann
héldi vöku fyrir dóttur hennar en brást reið-
ur við þegar lögreglan ýjaði að því að hann
hefði viljað tilvonandi tengdamömmu sína
feiga. Lögreglan hafði hann sterklega grun-
aðan, sleppti honum þó en fyrirskipaði sól-
arhíingsvakt þar sem fylgst yrði með honum.
Nokkrum dögum síðar var Ericksen aftur
kallaður til yfirheyrslu en nú fylgdist eitt
fórnarlamba ógnvafdsins ffá Bay Ridge með
bak við glugga þar sem Ericksen sá ekki til
hennar. Um leið og hún sá hann æstist hún
mjög og hvíslaði að sessunauti sínum: „Þetta
er maðurinn. Sá sem réðst á mig." Lögreglu-
maðurinn spurði hvort hún væri viss og hún
bað um að fá að heyra hann tafa, því hún
myndi án efa þekkja röddina. Hún sat sem
lömuð á meðan Ericksen svaraði spurning-
um rannsóknarlögreglumanns og sagði síð-
an: „Þetta er afveg örugglega hann.“
Nýtt fórnarlamb
Ericksen var strax ákærður fyrir árás og
stungið í steininn, því lögreglan krafðist him-
inhárrar tryggingar sem ekkert skyldmenna
eða vina Ericksens gat greitt. En þar sem erfið-
lega gekk að finna frekari sannanir gegn hon-
um var tryggingin lækkuð nokkru síðar og
hann slapp úr varðhaldi. Þetta varð hins vegar
til að hann missti vinnuna þangað til búið væri
að dæma í málinu og lögreglan hélt áfram að
fylgjast með honum allan sólarhringinn.
Laugardaginn 13. april lét svo ógnvaldurinn
frá Bay Ridge aftur til skarar skríða. Hann réðst
á 18 ára stúlku sem gekk heim um miðja nótt,
hún barðist um, losnaði um stund en hann
náði henni á nýjan leik. Hann lamdi hana í
höfuðið og henni sortnaði fyrir augum. í sort-
anum heyrði hún bfl bremsa og fótatak árás-
armannsins þegar hann hljóp á brott. Vegfar-
andi hafði hrætt hann í burtu.
Stúlkan, sem hét Alice McCann, gat gefið
mun betri lýsingu á þeim sem réðst á hana en
fyrri fórnarlömb höfðu getað. Hann var 21 til
22 ára, ljóshærður, vel yfir 1,80 m, sterkbyggð-
ur og keyrði á dökkgrænum bfl. Þegar lögregl-
an smalaði saman hópi gmnaðra manna gat
hún útilokað þá alla. Ekki nóg með það, heldur
hafði Russell Ericksen örugga íjarvistarsönnun
þar sem lögreglan hafði fylgst með honum alla
þessa nótt.
Morð númer tvö
Næsta miðvikudag barst svo tilkynning um
alvarlega slasaða konu í Bay Ridge-hverfinu.
Þegar lögregla kom að henni var ljóst að hún
hafði verið barin harkalega í höfuð og andlit.
Hún virtist vera 18 eða 19 ára. Henni var strax
komið á sjúkrahús en ekki reyndist hægt að
bjarga lífi hennar. Hún hafði verið slegin 19
sinnum í höfuðið og 17 högganna höfðu brák-
að höfuðkúpu hennar.
Enginn vissi deili á stúlkunni og engin skil-
ríki fundust. Það eina sem gat hjálpað lög-
reglu við að bera kennsl á hina látnu var lykla-
kippa með stöfunum PR en það reyndist nóg,
því þegar sagt var frá þessu í útvarpinu áttaði
lögreglumaður nokkur sig á því að þetta gæti
verið 19 ára systir hans - Patricia Ruland. Svo
reyndist vera og nú fór lögreglan að púsla
saman síðustu klukkutímum lífs hennar.
Fyrr um kvöldið hafði hún verið ásamt vin-
um á stað þar sem unglingar héldu til. Við
yfirheyrslu mundi einn vina hennar eftir því
að hafa séð hana fara út af staðnum. Hann
sagðist hafa farið út skömmu síðar og séð
hana standa á gangstéttinni. Hann fór á krá
handan götunnar og um leið og hann kom
inn stóð stór og ljóshærður maður upp, fór út,
inn í grænleitan bfl og tók U-beygju. Gat ver-
ið að þar hafi sökudólgurinn verið á ferðinni?
Neitað um lögreglustarf
en leysti málið
Lögreglan gaf út ítarlega lýsingu á mann-
inum og bflnum og yfir 200 manns sem lýs-
ingin átti við voru yfirheyrðir næstu tvo daga.
Allt kom þó fyrir ekki og laugardaginn eftir
morðið var enn og aftur beðið um hjálp
borgaranna við að hafa uppi á morðingjan-
um. Þá tók James G. Dillon nokkur við sér, *
fyrrum hermaður sem hafði reynt án árang-
urs að komast í lögregluna. Hann kannaðist
við mann sem lýsingin átti við, keyrði um á
grænum Ford og hafði ekki haft heppnina
með sér í samneyti við hitt kynið. James bjó í
sama stigagangi og umræddur maður og
hafði tekið eftir því að hann hafði hagað sér
undarlega frá því Patricia var myrt.
James hringdi í lögregluna og benti þeim á
að líta á Tommy Higgins. Þeir fóru umsvifa-
laust á stúfana og fundu Higgins eftir nokk-
urra tíma leit. í ljós kom að bíllinn hans var
með glænýjum sætisáklæðum og í honum
var hamar útataður í brúnleitum hárum. • -r
Undir nýju áklæðunum voru blóðblettir.
Higgins játaði strax. Hann hafði boðið Pat-
riciu far og hún þáði það en vildi hins vegar
ekki samþykkja það sem hann stakk upp á
þegar þau höfðu keyrt stundarkorn. Hann
sagðist hafa tryllst við það, teygt sig í hamar-
inn og lamið hana án afláts. Svo keyrði hann
um í dálítinn tíma og henti henni að lokum
út úr bflnum.
Jafriframt viðurkenndi Higgins að hafa
drepið Dorothy Campbell á svipaðan hátt og
ráðist á fleiri konur næstu mánuði á undan.
Alice McCann bar þar að auki kennsl á hann
sem árásarmann sinn, þannig að sekt hans
var óumdeild. Ógnvaldurinn frá Bay Ridge
var svo dæmdur til dauða en refsingunni sfð-
ar breytt í lífstíðardóm.
Russell Ericksen, sem upphaflega hafði S
verið í gæsluvarðhaldi, grunaður um að vera
morðingi Dorothy Campbell, hreinsaði nafn
sitt fyrir rétti skömmu eftir að Higgins var
handtekinn. Hann giftist síðar Barböru
Campbell.
UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- irfarandi eignum: Hl. Vestra-Súluness í Leirár- og Mela- hreppi., þingl. eig. Sigríður Beinteins- dóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akranesi, fimmtudaginn 26. júní 2003 kl 10.00.
Þursstaðir, Borgarbyggð, þingl. eig. Guðrún Tryggvadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 10.00.
Eignarhluti í landi Svarfhóls, Staf- holtstungum, og sumarhús, þingl. eig. Alda Björg Guðjónsdóttir, gerðarbeið- andi Sparisjóður Kópavogs, fimmtu- daginn 26. júní 2003 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI
UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Tangarhöfði 6, 0001, Reykjavík, þingl. eig. YL-Hús ehf., gerðarbeiðendur Sjó- vá-Almennar tryggingar hf. og Toll- stjóraembættið, miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 11.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir:
Asparfell 2, 0503, Reykjavík, þingl. eig. Lilja Guðrún Friðriksdóttir, gerð- arbeiðandi íbúðafánasjóður, miðviku- daginn 25. júní 2003 kl. 13.30. Álakvísl 118, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Linda Hrönn Gylfadóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, Sparisjóð- ur Reykjavíkur og nágrennis og Toll- stjóraembættið, miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 10.00.
Esjugrund 46, 0101, Kjalarnesi, Reykjavík, þingl. eig. Sólveig Haf- steinsdóttir og Helgi Benediktsson, gerðarbeiðendur Egilsson hf., Gil ehf., Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Toll- stjóraembættið, fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 10.00.
Blöndubakki 3, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Jónsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 14.00.
Hraunbær 98, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Rósa Finnbogadóttir, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sjóvá-Afmennar tryggingar hf. ogToll- stjóraembættið, fimmtudaginn 26. júm 2003 kl. 14.00. '
Funahöfði 19, 020101, Reykjavík, þingl. eig. Funahöfði 19 ehf., gerðar- beiðendur Sparisjóður Mýrasýslu, Tollstjóraembættið og Þróttur ehf., miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 10.30. Jörfabakki 18, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Guðbjörg Linda Kærnested, gerð- arbeiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 14.30.
Lyngháls 10,010304, Reykjavík, þingl. eig. Jón Hjaltalín Magnússon, gerðar- beiðendur Stálverktak hf. og Toll- stjóraembættið, fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 13.30.
Tunguháls 10, 010201, Reykjavík, þingl. eig. Vagnar og þjónusta ehf., Kópavogi, gerðarbeiðendur íslands- banki hf. og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 14.30. Vesturberg 118, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Margrét G. Þorsteinsdóttir og Bjarni Valur Valtýsson, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, fslandsbanki hf., útibú 526, Sameinaði lífeyrissjóð- urinn og Tollstjóraembættið, fimmtu- daginn 26. júní 2003 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKTAVÍK
Lágaberg 1, Reykjavík, þingl. eig. Des- form ehf., markaðsdeild, gerðarbeið- endur íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn og Sparisjóður vélstjóra, miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 15.30.
Vf ; ‘ v-TAóc *. „
7 ?*. |
' ..
v - «•
■ ... ./ ; . r.'l. Á
iíÍBii'
;
■A-
. ■* •
HEILSARS ORLFOSHUS
STARFSMANNAFELÖG OG EINSTAKLINGAR
Erum að framleiða stórglxsileg heilsárs oriofshús í
ýmsum staerðum.
Erum með mikinn fjölda af sýningarhúsum
fvrir utan trésmíðjuna
SJÓN ER SÓGlf RÍKARI
Tökum einnig að okkur viðhald og breytingar á
eldri húsum, setjum niður heita potta og smíðum
paila og skjóiveggi.
TRESMIÐJA HEIMIS GUÐMUNDSSONAR
Unubakka 3B, Þorlákshöfn
Sími: 892-3742
Heimastða: www.trcsmidjan.is
Nctfang: trelsmidjan@tresmidjan.is
,-u
SÉ -S
1V' ••