Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 Atak gegn umferðarslysum VÍS: Árlegt þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum hófst í vikunni. Markmið átaksins er að hvetja alla Islendinga til að leggjast á eitt í baráttunni gegn umferðarslysum. Þjóðar- átakið stendur í sjö vikur og á meðan á átakinu stendur mun VlS kynna til sögunnar fólk sem þekkir slysin af eigin raun. Með því er ætlunin að varpa Ijósi á bakgrunn hvers einstaks umferðarslyss og þann við- búnað sem samfélagið hefur upþi þegar slys ber að hönd- um. Að sögn Ragnheiðar Dav- íðsdóttur, forvarnarfulltrúa hjá VÍS, er sumarið sá tími sem flest alvarleg umferðarslys verða og því ástæða til að hvetja fólk sérstaklega til að- gæslu á þessum árstíma. Brenndist í baði SLYS:Tæplega tvítug stúlka brenndist töluvert þegar hún var sett ofan í sjóðandi heitt bað í gær á sambýli þar sem hún býr. Stúlkan, sem er fötl- uð, var flutt með sjúkrabíl á gjörgæsludeild en fékk að fara þaðan í gærmorgun. Hún er nú á lýtalækningadeild Land- spítala háskólasjúkrahúss. Svo virðist sem stilling á heita vatninu hafi ekki verið rétt og því var vatnið orðið sjóðandi heitt þegar stúlkan var látin ofan í það. Ástand stúlkunnar er ekki eins alvarlegt og í fyrstu var talið en að sögn læknis á vakt á lýtalækninga- deild hlaut hún yfirborðsbruna á fótum og víðar. Eldur í göngum BRUNI: Eldur kom upp í vöru- bifreið í Hvalfjarðargöngunum síðdegis í gær og þurfti að loka göngunum í um það bil 20 mínútur á meðan eldurinn var slökktur og göngin reykræst. Enginn slasaðist við eldinn og komst eðíileg um- ferð fljótlega á aftur, að sögn lögreglu. Hundruð Islend- inga í Hróarskeldu Það er ekki á hverjum degi sem rokkstjarna flýgur farþegaþotu með eigin tónleikagesti og að- dáendur. Þetta gerðist samt í gær þegar Bruce Dickinson, söngvari hinnar heimsfrægu þungarokkssveitar Iron Maiden, stýrði flugvél Iceland Ex- press frá Keflavík til Kaupmanna- hafnar með hóp aðdáenda sinna. Kappinn steig svo á svið um kvöldið á Hróarskelduhátíðinni sem stend- ur núna sem hæst. Um borð í flugvél Iceland Express voru nokkrir harð- snúnir aðdáendur Iron Maiden sem voru alsælir með að fá að hitta goð- ið og sitja fyrir á mynd með honum strax eftir lendingu á Kastrup. „Flugið hefur í mörg ár verið eitt helsta áhugamál mitt og eftir nokk- ur ár í einkaflugi langaði mig mest af öllu til að geta flogið þotum. Ég lærði því til atvinnuflugmanns og réð mig svo til leiguflugfélagins Astreus í Bretlandi," sagði Bruce f í STJÓRNKLEFANUM: Bruce Dickinson er þekktastur fyrir að þenja lungun með hljómsveit- inni Iron Maiden en hann hefur brennandi áhuga á flugi og starfar því hálft árið sem flug- maður. Hann kom til landsins í gær til þess að sækja fulla vél af Hróarskelduförum en Iron Maiden mun einmitt koma fram á Hróarskelduhátíðinni í kvöld. MEÐ AÐDÁENDUM: Aðdáendurnir Guðmunda, Unndís, Hörður, Anna Jóna, Emil, Rósa og Guðný Heiða kunnu vel að meta Bruce sem gaf sér tíma eftir flugferðina til þess að heilsa uþþ á þau. gær, en Iceland Express leigir einmitt flugvélar af Astreus og því hefur Dickinson flogið reglulega fyr- ir íslenska lággjaldaflugfélagið frá því það hóf starfsemi í mars. Dickinson flýgur ekki eins mikið meðan hljómsveit hans er á tón- leikaferðalagi eins og raunin er nú í sumar. í gær ákvað hann þó að slá tvær flugur í einu höggi - flaug fyrst á dagvinnutíma en hélt svo tónleika í gærkvöld á aðalsviði Hróarskeldu- hátíðarinnar með félögum sínum í Iron Maiden. Fyrir Bruce Dickinson er flug- mannsferillinn vitanlega ekki eina tekjulindin. Á hinn bóginn finnst honum afar gaman að fljúga og lítur þar að auki á starfið sem tryggingu þegar hann ákveður að lækka flugið í rokkheimum. agust@dv.is Hæg norðaustlwg eða breytileg átt og vfða léttskýjað en sums staöar súld eöa þokuloft við strönd landtins. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast inn tll landsins. Sólarlag í Sólarupprás á kvöld morgun Rvík 00.01 Rvík 03.01 Ak. 23.59 Ak.03.19 Síðdegisflóð Árdegisflóð Rvík 17.58 Rvík 05.40 Ak. 12.32 Ak.10.13 Veðriðídag Veðrið kl, 12 í gær Akureyri skýjað 17 Reykjavík úrkoma 13 Bolungarvík léttskýjað 15 Egilsstaðir skýjað 15 Stórhöfði ■ skýjað 12 Kaupmannah. léttskýjað 23 Ósló léttskýjað 25 Stokkhólmur 22 Þórshöfn alskýjað 12 London mistur 20 Barcelona mistur 30 New York mistur 28 París skýjað 22 Winnipeg heiðskírt 12 Fimm fréttakonum sagt upp á Stöð 2 Þrettán starfsmönnum í frétta- og tæknideildum Norðurljósa var sagt upp í gær. Fimm fréttamenn Stöðvar 2 eru þar á meðal, allt konur. Aðrir starfs- menn sem sagt var upp voru tækni- menn og aðstoðarmenn. Að sögn Karls Garðarssonar, fréttastjóra Stöðvar 2, eru uppsagn- irnar liður í breytingum á vaktafyr- irkomulagi fréttastofunnar. Stefnt er að því að tekin verði upp ný tækni í vinnslu fréttanna sem felur í sér að fréttamenn vinni og klippi fréttirnar í auknum mæli sjálfir. Karl sagði að einnig lægju sparnað- arsjónarmið að baki. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sagði í samtali við DV í gær að fréttastofan og tæknideild- in hefðu verið endurskipulagðar og að nú væri búið að skipuleggja allar deildir innan fyrirtækisins. Hann NORÐURUÓS: Uppsagnirnar eru liður í skipulagsbreytingu fyrirtækisins. DV-mynd Pjetur sagði að einhverjir af starfsmönn- um tæknideildarinnar yrðu vænt- anlega endurráðnir. Auk uppsagna hjá Norðurljósum var 14 manns sagt upp hjá íslenskri erfðagreiningu í gær og 10 manns hjá íslenskum aðalverktökum. -EKÁ/hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.