Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 Tívolí opnað í Smáralind Talútvarp gekk ekki upp SKEMMTUN: Tívolí hefur verið opnað fyrir framan Smáralind í Kópavogi.Tívolíið hefur komið hingað til lands frá Bretlandi síðustu sumur og sett sinn svip á mannlífið. í fyrstu var því komið fyrir niðri á gamla hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavíkur en í fyrra- sumar var það flutt upp í Kópavog þar sem það er nú. Aðstandendur tívolísins vilja meina að tækin sem boðið er upp á séu veglegri í ár en undanfarið og í gær var nokkrum vel völdum góð- gerðarfélögum boðið til að prófa herlegheitin áður en Tívolíið var opnað almenningi í dag. Næsta mánuðinn mun Tívolíið svo standa fyrir fram- an Smáralindina. LJÓSVAKINN: Útvarp Saga verðurekki lengur talútvarp eins og undanfarið ár, leikin verður íslensk tónlist í bland viðtalað mál. HallgrímurThor- steinsson og Sigurður G. Tóm- asson hætta störfum um mán- aðamótin. Þessar breytingar ganga yfir ríflega ári eftir að starfsemi stöðvarinnar var breytt með dagskrá sem lagði áherslu á talmál og fréttatengt efni. „Þessi tilraun gekk ekki upp þó að hlustunin væri mikil. Aug- lýsingamarkaðurinn fyrir svona útvarp er þröngur," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, útvarpsstjóri, við DV. Ingvi Hrafn heldur áfram með þætti ásamt Arnþrúði Karls- dóttur og Valtý Birni Valtýssyni. Föstudag Laugardag Afslátt Af ÖLLU r Komdu, skoðaðu; I og gerðu góð kaup! BOLTAMAÐURINN Laugavegi23 s:551 55 99 Nota hjálma á reiðhjólum en ekki á hlaupahjólum HJÓLREIÐAR: Svo virðist sem allt annar hugsunarháttur sé í gangi þegar kemur að hlaupahjólum. Flest börn nota hjálma á reiðhjólum en taka þá siðan af sér þegar þau fara á hlaupahjólin. DV-myndGVA Svo virðist sem börn noti mun sjaldnar hjálma þegar þau eru á hlaupahjólum eða línuskautum heldur en á reiðhjólum. Samkvæmt reglugerð eiga öll börn undir 15 ára aldri að nota hlífðarhjálma við hjólreiðar og skal lögreglan vekja athygli þeirra á þeirri skyldu. Þar kemur þó ekki fram að hjáima skuli einnig nota á hlaupahjólum eða öðrum leiktækj- um. Að sögn lögreglunnar virðist allt annar hugsunarháttur vera í gangi hjá krökkunum þegar kemur að hlaupahjólunum. Þau líti á þau sem einhver leiktæki sem þau hoppi bara upp á og skiptast jafnvel á að vera á þeim þannig að enginn tími er til þess að vera að setja upp hjálmana. Að sögn lögreglunnar geta hlaupahjólin verið alveg jafn- hættuleg og reiðhjólin og geta náð töluverðum hraða, sérstaklega þeg- ar krakkarnir eru að renna sér nið- ur brekkurnar. Því telur hún að for- eldrar eigi að brýna sérstaklega fyr- ir börnun sínum að þau noti hjálma þegar þau eru við svona leiki. Hún bendir á að erfitt sé að mæla fyrir um hegðun barna í lög- um eða reglugerðum og því sé það íyrst og fremst hlutverk foreldra og foreldrasamtaka að sjá til þess að börnin séu örugg. Að sögn lögreglunnar geta hlaupahjólin verið alveg jafnhættuleg og reiðhjólin og geta náð töluverðum hraða. Taka hjálmana af sér Að sögn Herdísar Storgaard, framkvæmdastjóra Árvekni, eru það yfirleitt sömu börnin sem eiga reiðhjól og hlaupahjól. Hún segir að krakkamir noti yfirleitt hjálma á reiðhjólunum en taki þá af sér þeg- ar þeir fari síðan á hlaupahjólin. „Það virðist sem börnin tengi ekki þetta tvennt saman og ekki allir for- eldrar heldur." Herdís segir að for- eldrar hafi oft samband við sig og biðji um að samtökin standi fyrir opinberum áróðri um notkun hjálma á hlaupahjólum eins og var gert með reiðhjólin og segir hún að Árvekni standi fyrir stöðugri fræðslu um þessi mál. „Við höfúm þó ekki náð sérstaklega góðum ár- angri í notkun hjálma miðað við önnur lönd. Fyrir nokkmm ámm tóku félagasamtök, lögreglan og Umferðarráð sig saman og stóðu Ástralir hafa náð einhverjum besta árangri í heimi í notkun reiðhjólahjálma en þar í landi em skýrar reglur um notkun þeirra. Ef lögreglan sér barn á hjóli með engan hjálm stöðvar hún barnið. Foreldramir fá síðan bréf frá lög- reglunni og er það fyrsta viðvör- fyrir herferð um notkun reiðhjóla- hjálma og í kjölfarið var sett reglu- gerð sem skyldar öll börn yngri en 15 ára til að nota hjálma." Herdís segir að eftir að reglugerðin var sett hafí orðið áberandi aukning á notk- un hjálma, bæði hjá börnum og fullorðnum. Hins vegar bendir hún á að samkvæmt reglugerðinni þurfi krakkar í efstu bekkjum gmnnskóla ekki að nota hjálma og telur hún það ekki fela í sér góð skilaboð. un. Ef barnið er stöðvað hjálm- laust í annað sinn em foreldrarn- ir boðaðir á lögreglustöðina og at- vikið skráð. Ef barnið Iætur ekki segjast og sést í þriðja sinn án hjáims er hjólið umsvifalaust tek- ið af því og foreldrarnir þurfa að greiða sekt til þess að fá það aftur. Ástralir standa sig best Að mati Herdísar hafa Ástralir staðið sig best í baráttunni fyrir hjálmanotkun og telur hún mistök að hafa ekki horft meira til þeirra í þeim efnum en í Ástralíu er börn- HVERNIG HÆGTER AÐ FÁ BÖRN TIL AÐ NOTA HJÁLMA - venja barnið snemma á að nota hjálm, t.d. um leið og það fer að nota þríhjól - leyfa barninu að koma með þegar hjálmurinn er keyptur - máta hjólreiðahjálminn í verslun- inni áður en hann er keyptur - kaupa hjálm sem auðvelt er að stilla rétt og situr þægilega á höfði barnsins - útskýra fyrir barninu hvers vegna svo mikilvægt er að nota hjálm við hjólreiðar - hrósa barninu fyrir að nota hjálm- inn rétt - vera ákveðin, ekki gefa barninu það eftir að nota ekki hjálminn - vera góð fyrirmynd og nota alltaf hjálm þegar þið hjólið eða eruð á línuskautum Tekið af heimasiðu Árvekni, www.arvekni.is um ekki aðeins skylt að nota hjálma heldur einnig fullorðnum. Herdís tekur undir með lögregl- unni að foreldrar og samtök þurfi að standa fýrir öflugri fræðslu en hún telur þó að takmörkuðum ár- angri verði náð með fræðslunni einni. Að hennar mati er nauðsyn- legt að löggjafinn komi einnig að málinu og bendir aftur á Ástralfu þar sem hægt er að sekta foreldra ef börnin þeirra eru ekki með hjálma. Hún segir að til þess að ná góðum árangri verði allt að koma til, öflug fræðsla, ábyrgð foreldra og skýrar reglur. -EKÁ MARGARTEGUNDIR HJÁLMA - lítil börn eiga að nota hjálma á þríhjólum - börn eiga að nota hjálma á Knu- skautum, hlaupahjólum og hjóla- brettum - börn eiga að vera með reið- hjálma á hestbaki - börn eiga að vera með sérstaka skíðahjálma á skíðum Skýrar reglur í Astralíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.