Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 10
70 SKOBUU LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003
Brýn þörf viðhorfsbreytingar
fU
XO
Stutt frétt um alvarlegan atburð vakti athygli í
fyrradag. Þar var greint frá umferðarslysi. Tíu
ára drengur slasaðist alvarlega er hann varð fyr-
ir bíl. Drengurinn var á hlaupahjóli en notaði
ekki hjálm. Talið er að hjálmur á höfði bamsins
hefði bjargað miklu.
Við nánari athugun kom í ljós að hið algenga
er að börn noti hjálma á reiðhjólum, enda er
það skylt og mikill áróður rekinn fyrir því, en
síður fari þau ferða sinna á hlaupahjólum. Lög-
reglan segir að hjá börnunum sé allt annað við-
horf gagnvart hlaupahjólum en reiðhjólum þótt
allt eins hættulegt sé að vera á þeim og reiðhjól-
um, enda hægt að ná umtalsverðum hraða á
hlaupahjólunum.
Augljóst er að í þessum efnum hafa foreldrar
brugðist. Þótt það sé gaili að ekki komi fram í
reglugerð um hjálmanotkun að hjálma skuli
einnig nota á hlaupahjólum, hjólabrettum,
hjólaskautum og öðrum slíkum tækjum, ekki
síður en reiðhjólum, er það fyrst og fremst á
ábyrgð foreldra að sjá til þess að börn noti
hjálma. öryggisgildi þeirra er ótvírætt og því
óþolandi að vita af bömum með óvarið höfuð á
tækjunum. Því ber foreldmm að brýna fyrir
börnum sínum að nota hjálma og fylgja því eft-
ir að það sé gert.
Þótt hjálmanotkun barna á reiðhjólum sé
miklu almennari en á hlaupahjólunum eru
undantekningar frá því þó sorglega margar.
Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni,
segir fslendinga ekki hafa náð sérstaklega góð-
um árangri í þessum efnum, samanborið við
önnur lönd. Aberandi aukning varð í kjölfar
herferðar félagasamtaka, Umferðarráðs og lög-
reglu um notkun hjálma og setning reglugerð-
arinnar fylgdi í kjölfarið. Sé áróðurinn ekki
stöðugur og aðgæsla foreldra jafnframt viðhöfð
er hætt við að dragi úr notkun þessa viður-
kennda öryggistækis.
Lögreglan segir að hjá börnum sé
alltannað viðhorf gagnvart
hlaupahjólum en reiðhjólum þótt
allt eins hættulegt sé að vera á
þeim.
Hinir björtu sumarmánuðir eiga
sínar skuggahliðar. Tölursýna að
júlí og ágúst eru hættulegustu
mánuðir ársins í umferðinni.
Herdís bendir réttilega á, í viðtali við DV í dag,
að það feli ekki í sér góð skilaboð að reglugerð-
in skyldar börn í efstu bekkjum grunnskóla ekki
til að nota hjálma. Þessu þarf að sjálfsögðu að
breyta. Raunar ættu Islendingar að fara að for-
dæmi Ástrala. Þeir hafa, að sögn Herdísar, stað-
ið sig best í baráttunni fyrir hjálmanotkun enda
em ekki aðeins börn skylduð til að nota hjálma
á hjólum heldur fullorðnir líka. Þar er hægt að
sekta foreldra standi þeir sig ekki í eftirlits-
hluverki sínu.
Með réttri notkun þessa einfalda og þægilega
öryggistækis má koma í veg fyrir mörg slys í lík-
ingu við það sem nefnt var í upphafí.
Skuggahliðar
sumarmánaða
Vátryggingafélag íslands hefur í þriðja sinn
efnt til þjóðarátaks gegn umferðarslysum. Full
ástæða er til þess. Umferðin tekur drjúgan toll
ár hvert og kostar þjóðfélagið mikið. Sumt er
óbætanlegt, manntjón og miski.
Á kynningarfundi tryggingafélagsins kom
fram að hinir björtu sumarmánuðir eiga sínar
skuggahliðar. Tölur sýna að júlí og ágúst eru
hættulegustu mánuðir ársins í umferðinni - þá
slasast að jafnaði flestir og banaslys verða flest.
Föstudagar eru að jafnaði hættulegustu dagar
vikunnar.
Umferð um þjóðvegi landsins er meiri en á
öðrum tímum ársins, enda standa sumarfrí nú
sem hæst. Því er full ástæða til að hvetja til að-
gæslu. Árið í ár hefur sem betur fer verið ffemur
slysalítið. Það sem af er ári hafa sex manns beð-
ið bana í umferðinni en að jafnaði farast 24 á ári
í umferðinni hér á landi. Það er því skylda allra
vegfarenda að sameinast í baráttunni um bætta
umferð og stuðla þannig að því að árið skeri sig
áfram úr fyrir fá slys.
Er leyndin í lagi?
ingar en fréttir herma að Bandaríkjamenn hafi þá þegar verið búnir að tilkynna þeim
að flugherinn færi frá Keflavik eftir mánuð.
mmmmsm
ÓlafurTeiturGuðnason
olafur@dv.is
Fréttastofur Stöðvar 2 og Rík-
isútvarpsins hafa greint frá
því að íslenskum stjórnvöld-
um hafi verið tilynnt það
nokkrum dögum fyrir nýaf-
staðnar kosningar að Banda-
ríkjamenn hefðu tekið ein-
hliða ákvörðun um að hverfa
með flugher sinn frá Keflavík-
urflugvelli.
Forystumenn stjórnarandstöð-
unnar hafa í kjölfarið gagnrýnt
harðlega að þetta skyldi ekki hafa
verið gert opinbert strax. Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, gerði það í hádegis-
fréttum Bylgjunnar í gær og Ög-
mundur fónasson, þingflokksfor-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, í hádegisfréttum
Útvarpsins. Báðir töldu mjög
ámælisvert af stjórnvöldum að hafa
þagað yfír málinu fram yfír kosn-
ingar.
Skrýtinn trúnaður
Vitaniega ættu stjórnvöld að
segja strax frá því sem ekki er sér-
stök ástæða til að þegja yfir. Og það
verður ekki séð í fljótu bragði að
sérstök rök hafi verið fyrir því að
skýra ekki frá tilkynningu Banda-
ríkjamanna.
Vissulega er oftar en ekki gert ráð
fyrir því að leynd hvíli yfir samn-
ingaviðræðum á milli þjóða, sér-
stakJega viðræðum um varnar- og
öryggismál. Það felur hins vegar
ekki í sér að allt sé á huldu um við-
ræður sem skipta þjóðina miklu
eða að það sé leyndarmál að þær
standi yfirhöfuð fyrir dyrum. Svo
dæmi sé tekið myndu íslensk
stjómvöld væntanlega ekki óska
eftir aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið án þess að segja þjóð-
inni frá því! Og eftir að viðræðurnar
hæfust væri auðvitað opinbert hver
væru samningsmarkmið fslend-
inga.
Ekki hefur heldur skort á frásagn-
argleðina þegar vart verður áhuga
utan úr heimi á því að fjárfesta á Is-
landi. Þá er beinlínis galað á hús-
þökum um að „menn bíði í röðum"
þótt ekkert sé fast í hendi. Þá er ekki
íeyndinni fyrir að fara.
Meginlínur eru því oftast uppi á
borðinu þótt leynd hvíli yfír ein-
stökum atriðum. Aðalatriðið er
hins vegar að á þessu stigi stóðu
alls engar viðræður fyrir dyrum.
Samkvæmt fréttum tilkynntu
Bandaríkjamenn stjórnvöldum um
einhliða ákvörðun sem hafði þegar
verið tekin og yrði ekki breytt.
Hvernig getur það verið trúnaðar-
brestur gagnvart Bandaríkjamönn-
um að segja frá endanlegri og
óbreytanlegri ákvörðun þeirra? Það
getur hreinlega ekki verið trúnað-
arbrot því þá mætti aldrei segja frá
henni og Islendingar yrðu hennar
ekki varir fyrr en hún kæmi til fram-
kvæmda!
Sér einhver fyrir sér að
það hefði þótt eðlilegt
afRonald Reagan
Bandaríkjaforseta að
ávarpa þjóð sína og
segja: „Mér hefur borist
bréffrá Mikael Gorbat-
sjov. Málið er alvarlegt.
Ég geri mitt besta. Guð
blessi Bandaríkin. Góða
nótt."
Hefði engu breytt
Það má þess vegna taka undir
gagnrýni þeirra Össurar og Ög-
mundar. En það verður líka að
spyrja hverju þessi leynd hafí
breytt. Var það rikisstjórninni til
framdráttar að þegja fram yfir
kosningar?
Jú, segja má að í þessum upplýs-
ingum hefði falist sóknarfæri fyrir
stjórnarandstöðuna. Hún hefði
getað haldið því fram að ríkis-
stjórnin væri með „allt niðrum sig"
í varnarmálum og vegna andvara-
leysis hennar væru bæði varnarmál
landsins og atvinnumál á Suður-
nesjum í uppnámi. Þetta hefði að
vísu verið svolítið þröngt sóknar-
færi því hvað hefði ríkisstjórnin svo
sem átt að hafa gert til að koma í
veg fyrir ákvörðun Bandaríkja-
manna? Við því er ekkert svar. Um-
ræðan hefði því staðið um hvort
stjórnin hefði átt að vera búin að
sætta sig við samdrátt hjá varnar-
Iiðinu og gera ráðstafanir til að
hefja mótvægisaðgerðir. En átti þá
til dæmis að vera búið að stofna
fýrirtæki sem aðeins biðu þess að
starfsfólki yrði sagt upp á Keflavík-
urflugvelli? Tvísýnt hefði verið um
sigurvegara í umræðu af þessu tagi.
Reyndar má allt eins halda því
fram að það hefði beinlínis verið
ríkisstjórninni til framdráttar að
skýra strax frá málinu. Eða hverjum
ætli þjóðin hefði treyst betur til að
freista þess að telja Bandaríkja-
mönnum hughvarf og semja við þá
um farsæla niðurstöðu um varnar-
liðið: ríkisstjórninni eða stjórnar-
andstöðunni?
Og fyrir utan misjafnan trúverð-
ugleika hinna ýmsu flokka í varnar-
málum má jafnan gera ráð fyrir að
„óvinveittar" aðgerðir af þessu tagi
þjappi fólki saman um sitjandi
stjórnvöld, hver sem þau eru, gegn
þeim sem gera sig líklega til að gera
á hlut þjóðarinnar.
Þögnin sem þeir Össur og Ög-
mundur gagnrýna hefur örugglega
litlu breytt um úrslit kosninganna
þótt vitanlega hefðu kjósendur
sjálfir verið best til þess fallnir að
ákveða það.
„Málið er alvarlegt"
Þögnin hefur því ekki gert þjóð-
inni stórskaða, en það réttlætir
hana hins vegar ekki. Sönnunar-
byrðin er einmitt í hina áttina. Það
er ekki regla að þegja skuli nema
þegar nauðsyn krefur. Það á þvert á
móti ekki að þegja nema þegar
nauðsyn krefur. Þögnin á ekki að
ríkja - ekki heldur í varnar- og ör-
yggismálum - nema þegar al-
mannahagsmunir krefjast þess. Og
stjórnvöld hafa ekki gefið sannfær-
andi skýringar á nauðsyn þess að
þegja í þetta sinn.
Utanríkisráðherra sagði eftir
fundinn með bandarískum emb-
ættismönnum á dögunum, þar
sem bréf Bush Bandaríkjaforseta
var afhent: „Málið er alvarlegt."
Punktur. Ekkert svar við spurning-
unni: „Hvað er alvarlegt?"
Sér einhver fyrir sér að það hefði
þótt eðlilegt af Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta að ávarpa þjóð
sína og segja: „Mér hefur borist bréf
frá Mikael Gorbatsjov. Málið er al-
varlegt. Ég geri mitt besta. Guð
blessi Bandaríkin. Góða nótt." Auð-
vitað væri slíkt alveg fráleitt.
Þjóðin á ekki rétt á að fylgjast
með hverju skrefi í viðkvæmum
samningaviðræðum. En hún á svo
sannarlega rétt á að fá að vita hver
staðan er í grófum dráttum. „Málið
er alvarlegt" er eins og hver annar
lélegur brandari þangað til útskýrt
verður með góðum rökum hvers
vegna ekki var hægt að gefa svo
mikið sem lágmarksupplýsingar
um stöðu mála. Ekki er útilokað að
slík rök eigi eftir að koma fram en
þangað til það gerist fá þær sögu-
sagnir byr undir báða vængi að
ástæðan hafi verið sú að stjórnar-
flokkana hafi hreinlega greint á um
hvemig bregðast ætti við.
Trúnaður við þjóðina
Það var nýlega rifjað upp í DV
hvernig rfkisstjórn fslands 1971-74
blekkti þjóðina vísvitandi æ ofan í
æ þegar kom að varnarmálum, eins
og Valur Ingimundarson skýrir frá í
bók sinni, Uppgjör við umheiminn.
Þar segir til dæmis frá því að
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra sagði eitt sinn við sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi að hann
þyrfti því miður að sýna Banda-
ríkjamönnum nokkra hörku f ára-
mótaávarpi sínu til þjóðarinnar til
að friða hana en Bandaríkjamenn
skyldu ekki taka mark á því því
þetta væri ekki raunveruleg skoðun
sín! Einnig að Einar Ágústsson ut-
anríkisráðherra hefði beinlínis
beðið Bandaríkjamenn um að beita
vísvitandi blekkingum; beðið þá
um að leggja til aðgerðir sem hugn-
uðust stuðningsmönnum ríkis-
stjórnarinnar á íslandi, en að samið
yrði um það fyrir fram að Banda-
ríkjamenn þyrftu ekki að standa við
þær!
Sem betur fer heyra blekkingar af
þessu tagi líklega sögunni til. Það er
hins vegar ekki nema skömminni
skárra ef þögnin hefur tekið við.