Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003 Þokast í rétta átt Stöðugar árásir MIÐ-AUSTURLÖND: Þrátt fyrir blóðsúthellingar síðustu daga fyrir botni Miðjarðarhafs virðist svo sem vopnahlé í átökum herskárra Palestínumanna og (sraela kunni að vera í sjónmáli. Condoleezza Rice, þjóðarör- yggisráðgjafi Bush Bandaríkja- forseta, kemurtil Mið-Austur- landa um helgina og sögðu palestínskir harðlínumenn að allt kapp yrði lagt á að vopna- hléið yrði í höfn áður. Herskáir hópar Palestínumanna hafa þó ekki verið alveg sam- stiga í yfirlýsingum sínum um væntanlegt vopnahlé. Bandarískstjórnvöld hafa mjög þrýst á deilendur að slíðra sverðin svo að hægt verði að hrinda Vegvísinum að friði í framkvæmd. (RAK: Iraskir andspyrnumenn og óbreyttir borgarar hafa gert bæði bandarískum og breskum hermönnum úrsetuliðinu í Irak lífið erfitt í vikunni með stöð- ugum árásum. Sex breskir herlögreglumenn féllu í átökum við reiðan al- menning í bænum Majjar al- Kabir í sunnanverðu (rak í vik- unni. Þá varð mannfall í síend- urteknum árásum á bandaríska hermenn í Bagdad. Upplýst var í vikunni að banda- ríski herinn hefði gert árás á bílalest við landamærin að Sýr- landi. Vonir voru bundnar við aðjafnvel Saddam Hussein og synir hans væru meðal þeirra sem þar féllu og voru lífsýni tekin á staðnum og send til DNA-greiningar. Hommagleðí BANDARÍKIN: Mikilvægur ár- angur náðist í réttindabaráttu homma og lesbía í Bandaríkj- unum þegar hæstiréttur úr- skurðaði að þrjátíu ára gömul lög ÍTexas, sem bönnuðu sam- kynhneigðum að hafa kynmök heima hjá sér, brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Samkyn- hneigðir lýstu yfir mikilli ánægju með úrskurðinn. Konungleg öryggisgæsla í molum: Drukkið og duflað á næturvöktunum Spaugarinn Aaron Barschak: Uppátæki hans hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. FRÉTTAUÓS Erlingur Kristensson blaðamaður Spaugarinn Aaron Barschak setti allt á annan endann í Bretlandi um síðustu helgi þegar hann svindlaði sér inn í 21 árs afmælisveislu Vilhjálms prins eftir að hafa platað ör- yggisverði Windsorkastala upp úr skónum. Barschak klifraði yfir veggi kastal- ans eins og sjálfur Hrói höttur væri á ferðinni og kjaftaði sig síðan inn í veisluna í spaugilegu gervi Osama bin Ladens án þess að hina konung- legu öryggisverði grunaði neitt, enda flestir veislugestir klæddir grímubúningum. Hann var svo sannfærandi að sjálf Elísabet Englandsdrottning bélt að þarna væri spaugarinn Harry prins kominn til þess að sprella fyrir bróður sinn og það var ekki fyrr en Barschak hafði kysst Vilhjálm og rifið af honum hljóð- nemann að öryggisverðir uppgötv- uðu að ekki var allt með felldu. Upp.'fæki Barschaks hefur að vonum valdið miklu fjaðrafoki í Bretaveldi og hefur David Blunkett innanrfkÍLiráðherra fyrirskipað op- inbera rannsókn á konunglegu ör- yggisgæslunni, sem er sérstök sveit innan bresku lögreglunnar. Næturvaktirnar voru auðvitað langverstar. Ekkert að gerast en auðvitað sá tímisólar- hringsins þegar menn þurftu helst að halda vöku sinni Drykkja, svefn og kynsvall f kjölfar uppákomunnar í afmæl- isveislu Vilhjálms prins hefur fyrr- um starfsmaður hinnar konunglegu öryggisgæslu séð sig knúinn til þess að lýsa ábyrgðarlausu framferði ör- yggisvarðanna við störf sín en það gerir hann í viðtali við breska æsifréttablaðið The Sun. Maðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við hefnd, sviptir þar hulunni af gegndarlausri drykkju og uppáferðum öryggis- varða á næturvöktum sem hann viðurkennir að hafa tekið virkan þátt á fimmtán ára starfsferli sínum og segir þá hafa eytt mestum hluta átta tíma næturvakta frá klukkan tíu á kvöldin til klukkan sex á morgn- ana í drykkju, svefn og kynsvall með þjónustustúlkum krúnunnar. Hann segir að ábyrgðarleysi ör- yggisvarðanna hafi verið slíkt að það hafi aðeins verið spurning hvenær brestirnir kæmu í ljóst og þess vegna hefði atvikið í veislunni ekki komið sér á óvart. „Þetta var eitthvað sem mátti búast við fyrr en seinna,“ sagði öryggisvörðurinn fyrrverandi sem lét af störfum fyrir nokkrum árum. Hann lýsir þvf éinnig á áhrifamik- inn hátt hvernig hann sjálfur hagaði sér og tekúr. fjögur dæmi: Þegar hann gamnaði sér með einni her- bergisþernunni í Buckinghamhöll þegar hann átti að véra við gæslu við aðalhíið hallarinnar - þegar hann horfði á klámspólur með starfsfélaga sínum, þambandi áfengi, þegar þeir áttu að gæta ör- yggis innan St. James-hallar - þegar hann strippaði með vini í sínum í konunglegri sundlaug þegar þeir áttu að vera við gæslu - þegar hann að næturlagi nappaði jarðarberjum og hnetum til að gæða sér á eftir eina drottningarveisluna meðan sjálf drottningin svaf vært í nálægu herbergi. Tilbreytingarlaust hangs Huldumaðurinn heldur áfram og segir að innan lögreglunnar sé mik- il ásókn í að komast í konunglegu öryggissveitina þar sem starfið sé mun rólegra heldur en almenn lög- reglustörf og einnig mun betur borgað þar sem yfirtfð sé þó nokk- ur. Hann gagnrýnir yfirstjóm örygg- isgæslunnar og segir að á meðan viðhorf manna til starfsins sé ekki annað en láta sér líða vel sé ekki við öðru að búast en hripleku öryggis- neti. Hann segir að í raun sé starfið hundleiðinlegt vegna tilbreytingar- og skipulagsleysis þrátt fyrir að menn séu í raun að vinna sem nán- ir lífverðir konungsíjölskyldunnar. „Ef menn fundu sér ekki eitthvað að dunda sér við var þetta aðeins tilbreytingarlaust hangs sem gekk út á það að halda sér vakandi út vaktina í varðskýlinu eða í anddyr- inu. Næturvaktirnar voru auðvitað langverstar. Ekkert að gerast en auðvitað sá tími sólarhringsins þeg- ar menn þurftu helst að halda vöku sinni á verðinum," segir huldumað- urinn sem unnið hefur í öllum helstu höllum konungsijölskyld- unnar eins og Buckingham-höll, St. James-höllinni, Windsor-kastala, Kensinton-höll, Balmoral, Holy- rood og Sandringham. „Það var sama sagan á öllum stöðunum, það er drukkið, sofið og daðrað og það er nóg af því síðast- nefnda. Sjálfur byrjaði ég að vinna í Buckinghamhöl en þar komst mað- ur ekki upp með eins mikið kæru- leysi, nema þáyfir hánóttina, því að þ'ár'voru allir helstu topparnir í ör- yggissveitinni. En eftir að yfirmenn- irnir höfðu gert liðskönnun f upp- hafi næturvaktarinnar byrjaði bcdlið fyrir alvöru." Toppurinn á tilverunni Hann segir að rólegheitin hafi yf- irleitt verið mun meiri á öðrum stöðum en Buckinghamhöll, eins og til dæmis í Windsorkastala og þar hefðu öll tækifæri verið gripin til þess að hressa upp á tilveruna. „Toppurinn á tilverunni var að komast yfir stelpurnar í þjónust- unni. - Oftar en ekld tókum við með okkur bús og bláar spólur í vinnuna og svo var legið yfir kláminu alla nóttina rétt við nefið á aðlinum. Eina veruleg kvöð næturinnar var að taka tveggja tíma varðstöðu í varðskýlinu en þar var einmitt besti staðurinn til þess að lygna aftur augunum. Maður settist niður í ró- legheitum við útvarpið, fékk sér gjarnan í glas og dottaði. Það var í raun aldrei nein hætta á því að vera staðinn að verki því að allir tóku þátt í sukkinu og enginn vildi rugga bátnum. Jafnvel strákarnir sem fylgdust með öryggismyndavélun- um kærðu sig kollótta." Til í tuskið Aðspurður um þátt þjónustu- stúlknanna f gleðinni segir hann að þær hafi verið meira en til í tuskið. „Þær áttu oftar en ekki frumkvæðið. Ég man eftir einu tilfelli þegar ég var á vakt í Buckinghamhöll en þá kom ein þjónustustúlkan slompuð heim af næturklúbbi og settist inn i varð- skýlið hjá mér. Hún var mjög eggj- andi í stutta pilsinu si'nu og ég stóðst ekki freistinguna. Ég samdi við félaga minn um að taka vaktina í skýlinu og fór með henni upp í herbergið hennar. Það var uppi á lofti í þjónustuálmunni þar sem út- sýnið yfir hallargarðinn er dásam- legt. Áður en ég vissi af hafði hún flett sig klæðum. Ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að taka af mér byssuhulstrið," segir þessi fertugi harðgifti huldumaður sem stærir „Þeiryrðu hjálparvana frammi fyrir vandanum og sem dæmi þá skaut einn þeirra einu sinni sjálfan sig í afturend- ann, enda maðurinn draugfullur." sig jafnframt af því að hafa varið með tveimur upp í herbergi í einu. Varðandi gagnsemi öryggisgæsl- unnar segist huldumaðurinn efast um að hún kæmi að nokkru gagni ef á reýndi, þó svö að meirihluti ör- yggisvarðanna bæru vopn. „Þeir yrðu í raun hjálparvana frammi fyr- ir vandanum og sem dæmi þá skaut einn þeirra einu sinni sjálfan sig í afturendann, enda maðurinn draugfullur." Þessar uppljóstranir öryggisvarð- arins fyrrverandi hafa auðvitað vak- ið mikla athygli og hneykslan í Bretaveldi og orðið til þess að auka enn á vandræðaganginn. og van- trúna á lögregluna, sem var þó næg fyrir, eftir uppákomuna í Windsor- kastala. I- I I [ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.