Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 18
18 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 28.JÚNI2003 LAGT UPP FRÁ SKÓGUM: Leiðin yfir Fimmvörðuháls er 25 km löng og býður Útivist upp á ferðir yfir hálsinn allar helgar. Vinsælast þykir þó að fara í Jónsmessuferð félagsins og skráðu 320 manns sig til leiks í ár. í tíu ár hefur Ferðafélagið Útivist staðið fyrir næturgöngu á Jónsmessu um eina vinsælustu gönguleið íslands, Fimm- vörðuháls. Jónsmessugöngur þessar hafa verið mjög vinsælar og árlega skráir fjöldi fólks sig í þær. Blaðamaður DV, Snæfríður Ingadóttir, var ein af þeim á fjórða hundrað sem reyndu við hálsinn f ár og komust heilu og höldnu niður f Þórsmörk. „Þið megið búast við því að vera nokkuð þreytt eftir þetta,“ tilkynnir einn af leiðsögu- mönnunum strax í rútunni en honum er svarað af bragði af einum í hópnum: „Hvenær er maður hvort sem er ekki þreyttur á laugardagsmorgni?" Það er greinilegt að bjartsýni einkennir þennan 320 manna hóp sem hefur skráð sig í Jónsmessugöngu Úti- vistar í ár þar sem ætlunin er að spreyta sig á Fimmvörðuhálsi. Hann liggur milli Eyja- fjallajökuls og Mýrdalsjökuls en leiðin er ein vinsælasta gönguleið landsins, að sumri sem vetri. Flestir ganga hana í einu lagi, eins og fyr- irhugað er nú, og er áætlað að gangan taki tíu tíma, þ.e.a.s gengið verður alla nóttina og ekki komið niður í Bása fyrr en undir morgun. Þátt- takendum hefur verið skipt í þrjá hópa og það kemur skemmtilega á óvart hversu hóparnir eru fjölbreyttir, þótt konur séu í meirihluta. Sumir eru hér í þriðja sinn, aðrir hafa varla gengið neitt áður. Sumir eru saman, aðrir eru einir, enda kemur á daginn að maður kannast við mann og frasinn: „Nei, ert þú hér?“ heyrist víða þegar mannskapurinn er að taka sig til við Skóga þaðan sem lagt er upp. Klósett á kerru Eftir nokkrar hræðslusögur í rútunni um fólk sem varð úti á hálsinum árið 1970 vegna vanbúnaðar og sögu af konu sem gekk háls- inn í fyrra og missti allar táneglurnar í kjölfar- ið er viss léttir að vita að það er hjúkrunar- kona með í för og að björgunarsveitarpiltar munu burðast með skóflur, kaðla og annan viðbúnað yflr hálsinn. Hér eru greinilega margir með reynslu af svona göngum. Maður í appelsínugulum bol, sem á stendur Félag ís- lenskra maraþonhlaupara, og annar í flís- peysu merktri Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri virðast færir í flestan sjó og maður spyr sig hvað maður sé eiginlega að gera hérna. Áhyggjur af líkamlegu formi fjúka þó fljótlega út í veður og vind því í ljós kemur að þetta gengur ágætíega. Leiðsögumennirnir passa upp á að hraðinn sé mátulegur og pásur séu teknar reglulega. Landslagið á leið- inni er stórbrotið, endalausir fossar í Skóga- ánni, hver öðrum magnaðri, og gljúfrið svo undur grænt. Eftir því sem ofar dregur breyt- ist landSlagið, gróðurinn minnkar og við taka mosar og melar. Það er fyrst eftir um þrjá tíma að maður er aðeins farinn að finna fyrir göngunni en þá er numið staðar og öllum boðið upp á kakó og flatkökur. Einhverjir kíkja á tærnar á sér og „teipa" aumustu blett- ina. Aðrir stilla sér í röð við ferðaklósett á kerm sem keyrt hefur verið upp eftir til að fólk geti létt á sér - eða speglað sig, enda margar af konunum með gloss og allar græjur. Kannski þær hafi frétt af því að í svona ferðir fer einmitt mikið af einhleypu fólki sem er orðið leitt á djamminu? Eftir að hafa farið yfir Skógaána liggur leiðin upp að Baldvinsskála og þaðan áfram að Fimm- vörðuskála Útivistar þar sem tekið er á móti mannskapnum með heitri kjötsúpu og brauði. Það er talað um ýmislegt á leiðinni. Einhverjir tala um trjáleysið á Islandi, kona ein hefur áhyggjur af því hvernig henni muni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.