Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 19
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 19 UNGAR OG SPRÆKAR: Lena Mjöll Markúsdóttir og Ugla Hauksdóttir, 13 ára skvísur, voru einar af þeim fjölmörgu sem fóru létt með næturgönguna yfir hálsinn. Sá elsti sem fór yfir í ár var 79 ára karlmað- ur en sá yngsti 10 ára strákur. FJÖLBREYTNI: Landslagið á leiðinni er mjög fjölbreytt. Gengið er á grónu landi, snjó og melum. TÖFF TANNLÆKNIR: Tannlæknirinn Halldór Fannar var flottur á gítarnum við varðeldinn í Básum en menn fækka gjarnan fötum á Jónsmessunni sér til heilla samkvæmt þjóðtrúnni. ganga að tjalda tjaldinu sem hún fékk lánað og tveir piltar um tvítugt söngla þjóðleg lög en aðrir steinþegja og njóta bjartrar sumar- næturinnar. Kanarnir sem slegist hafa með í för þagna þó aldrei alla leiðina og það er ekki laust við að manni detti í hug málshátturinn: „Þögn er betri en þarflaus ræða“. Runnið á rassinum Útsýnið frá Fimmvörðuskálanum er ægi- fagurt og maður er sannarlega „on the top of the world". Þunna loftið í 1100 metra hæð hefúr undarleg áhrif á mannskapinn. í stað þess að skrifa í gestabókina eins og aðrir ákveður einn pilturinn að rita nafn sitt í Iandslagið og notar matarpásuna til þess að merkja sér stórum stöfum snjóbreiðuna fyrir neðan skálann, samferðamönnum sínum til mikillar skemmtunar. Einhverjir taka fram farsímana, bara til að tékka hvort það sé nokkurt samband, enda hefði ekki verið leið- inlegt að senda sms í bæinn úr þessari hæð. SKÁL Örn Úlfar, Flóki og Elísabet skála í freyðivíni á Morinsheiði þaðan sem útsýnið er ægifagurt. SJÁLFBOÐAVINNA: Göngugörpum var boðið upp á freyðivínstár á Morinsheiði en alls voru 50 sjálfboð- aliðar frá Útivist og Björgunarsveit Hafnarfjarðar I ferðinni (ár. NAMMI, NAMM: Hálft kíló af kjöti, salat, kartöflur og brauð. Þannig hljómaði matseðillinn í Básum. Við venjulegar aðstæður duga um 300 g af kjöti til að metta meðalmann en reynsla Útivistar er sú að eftir næturgöngur þarf að meðaltali 500 g á mann til að allir fái sitt og voru 70 lambalæri grilluð ofan í mannskapinn. AUMIR FÆTUR: „Teipið" er oft besti vinur göngu- mannsins. (ár komust allir yfir hálsinn nema ein kona. NUDDÞJÓNUSTA: Ingunn, nuddari í Baðhúsinu, var vinsæl meðal samferðamanna á leiðinni. SVfTATÁR: Menn geta svitnað á hinum undarleg- ustu stöðum í svona löngum göngum, líka á eyr- unum. Eftir súpuþamb og margar stunur yfir nátt- úrufegurðinni tekur við ganga yfir blautar snjóbreiður. Leiðin er vel stikuð og í svo góðu veðri sem þessu væri lítið mál að fara þetta einn. Þreytan er þó farin að segja til sín, enda flestir búnir að vera á fótum frá því snemma um morguninn og komu beint úr vinnu í rút- una niður á BSI. Loforð um freyðivínstár fram undan hressir þó marga við, að ekki sé talað um salíbunu niður snævi þakið Bröttu- fannarfellið sem margir taka á rassinum og bölva því að þeir skuli ekki hafa tekið plast- poka eða þoturass með sér. Galsinn snýst þó fljótlega upp í aivöru því við tekur ganga yfir Heljarkamb, með bröttum skriðum til beggja handa, og þeir lofthræddustu hika aðeins. Hetjutilfinning og þreyta Fyrr en varir er hópurinn þó kominn heill á húfi yfir á Morinsheiði þar sem leiðsögu- mennirnir draga freyðivínsflöskur fram úr farteskinu. Það er kominn morgunn og út- sýnið er ótrúlegt, áfangastaðurinn er fram undan og kominn tími til að skála. Hugsunin um sturtu og svefnpoka rekur syfjað og þreytt en ánægt og stolt fólkið áfram síðasta spöl- inn. Hópurinn dreifist og sumir hlaupa síð- ustu metrana. Náttúrufegurðin er yfirþyrm- andi og þegar starfsmenn Útivistar taka á móti manni í Básum með Gammel dansk og lýsi er maður ekki viss um hvort það eru þreyttir fætur, hetjutilfinningin eða náttúru- fegurðin sem maður finnur mest fýrir. Klukk- an er að verða níu þegar tjaldið er komið upp og það er yndislegt að skríða útkeyrður ofan í svefnpokann við hliðina á manneskju sem manni þykir vænt um og sofna með regnið driplandi á tjaldinu. Daginn eftir mátti þekkja þá sem höfðu gengið yfir hálsinn um nóttina langar leiðir á göngulaginu sem var í stirðara lagi hjá fiest- um. Margir mýktu þó liðina upp með rauð- víni þegar líða tók á kvöldið. Starfsmenn Úti- vistar grilluðu 70 lambalæri ofan í mann- skapinn sem runnu meira en ljúflega niður. Að mat loknum var safnast saman við varð- eld þar sem allir þeir sem eitthvað kunnu á gítar létu til sín taka - og það berir að ofan enda við hæfi að fækka fötum á sjálfri Jóns- messunni. Sumir gengu enn lengra í því en aðrir og sást til dæmis til eins manns velta sér nakinn að neðan upp úr dögginni - vonandi honum til góða, eins og þjóðtrúin segir. -snaeja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.