Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 22
 llmsjón: Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is 22 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003_ Betri helmingurinn (gamla daga var fingurbjörg- in mikið þarfaþing. Nú er hún komin í nýrri og mýkri út- gáfu, ekki ætluð til sauma- skapar heldur til notkunar í kynlífinu fyrir fleiri og betri fullnægingar. „Unaðsbjörgin" er nafnið á nýju hjálpartæki fyrir konur sem er ný- komið í sölu hér á íslandi. Hjálpar- tæki þetta hefur farið sigurför um Bretland en það vann til verðlauna þar í landi nýverið þegar hönnuður þess var kjörinn „British Female In- ventor of the Year,“ eða kvenkyns uppfmningmaður ársins. Unaðs- björgin gengur undir nafninu Vielle á ensku en hún er ætluð öllum þeim konum sem hafa áhuga á því GLEÐIGJAFI: Unaðsbjörgin vann til verðlauna á Bretlandi í ár en það er 49 ára gömul þriggja barna móðir sem hannaði hana. Á Islandi er einungis hægt að kaupa björgina hjá Femin.is. að fá aðstoð við það að fá fullnæg- ingu. Unaðsbjörgin lítur í raun út eins og fingurbjörg nema hún er úr teygjanlegu PVC-plastefni og á gómhliðinni eru hnúðar. Hún er sett á fingur áður en gælt er við snípinn eða önnur kynörvandi svæði en hnúðarnir örva blóð- streymið tii kynfæranna. Glærog hljóðlaus Unaðsbjörgin er uppfinning 49 ára gamaílar konu að nafni Liz Paul. Hún hefur verið gift sama Mörgum konum finnst hljóðin í hjálpartækjum ástarlífsins pirrandi en unaðsbjörgin er algjör- lega hljóðlaus manninum í 23 ár og á með honum þrjú börn. Hún segist með upp- finningunni vilja hjálpa þeim kon- um sem eiga við fullnægingar- vanda að etja en samkvæmt víð- tækri könnun sem gerð var nýlega á Bretlandi eiga 41% kvenna þar í landi við langvarandi kynlífsvanda að stríða og 68% þeirra hafa ein- hvern tímann á ævinni strítt við kynlífsvandamál. Að auki sýna rannsóknir að 25% kvenna eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu. Fyrstu útgáfumar af unaðsbjörg- inni vom, að sögn Liz, svo ljótar að þær minntu á stígvél Paddington bangsans en með þróun breyttist útlitið í það sem það er í dag. Það fer ekki mikið fýrir unaðsbjörginni, gúmmíið sem hún er úr er glært og þar sem hún gengur ekki fýrir nein- um batteríum, eins og titrarar og önnur unaðsleikföng, getur hún varla bilað. Mörgum konum finnst líka hljóðin í hjálpartækjum ástar- lífsins pirrandi en unaðsbjörgin er algjörlega hljóðlaus og því góður kostur fyrir þær konur sem ekki em hrifnar af batterísleikföngum. Það þarf ekki heldur að taka það fram að það má nota unaðsbjörgina hvar sem er, líka í baði. Árangursríkari sjálfsfróun Unaðsbjörgin hefur selst eins og heitar lummur í Bretlandi en þar í landi hefur hún fengið mikla um- fjöllun í kjölfar verðlaunanna sem hönnuður hennar hlaut. Við þróun hennar var hópur kvenna fenginn til þess að fróa sér bæði með og án tækisins og kom í ljós að unaðs- björgin gerði sjálfsfróunina bæði árangursríkari og unaðslegri. Sam- kvæmt rannsóknum sýndi notkun tækisins að það kalíar almennt LEIKIÐ VIÐ HVERN SINN FINGUR: Með unaðsbjörginni hafa konur sem hafa átt erfitt með að fá fullnægingu fengið hana oftar og fljótar, bæði einar og sér eða í ástarleik með mök- um slnum. fram fleiri, hraðari og betri fullnæg- ingar en hefðbundin sjálfsfróun. Auk þess hefur unaðsbjörgin sann- að sig í samh'fi para enda sannað að margar konur eiga erfiðara með það að fá fullnægingar í samfömm en einar sjálfar. Hér á landi hefur unaðsbjörgin einnig mnnið út en hún er einungis seld hjá Femin.is. Þar fást þrjár unaðsbjargir saman í pakka á 1990 krónur. -snaeja&dv.is Einhleypt fólk deyr fyrr en fólk í sambúð Nú er það sannað. Það borgar sig að gifta sig eða allavega að vera í sambúð. Norðmenn hafa nefnilega komist að því að einhleypt fólk deyr fyrr en hinir sem binda sig. Nýlega birtust í norska blaðinu „Tidskrift for Den norske læ- geforening" niðurstöður norskr- ar könnunar sem sýnir það að einhleypt fólk deyr fyrr en þeir sem em í sambúð. Bornar vom saman niðurstöður dánarorsaka og upplýsingar í þjóðskrá á ámn- um 1970 til 1990 og þá kom í ljós að dánartíðni fólks sem var í sambúð hafði minnkað um 30%, það er að segja að þetta fólk lifir mun lengur en áður. Könnunin sýndi að hættan á ótfmabæmm dauða er 130% meiri hjá karl- mönnum sem búa einir en hjá mönnum sem em í sambúð. Hvað konurnar varðar þá em 76% meiri líkur á dauða hjá ein- hleypum konum en þeim sem búa með einhverjum. Ástæðan fyrir þessum mun hjá einhleyp- um konum og körlum ku liggja í því að konur eru duglegri við að halda sambandi við fólk og eiga þar af leiðandi fleiri vini og em því ekki eins einmana. Auk þessa má benda á að líkurnar á ótfma- bæmm dauðdaga em mestar hjá þeim sem em með lág laun og litla menntun. Einhleypt fólk á aldrinum 60-69 ára er þó ekki í eins mikilli áhættu og fólk á miðj- um aldri því í þessum hópi er mikið af ekklum og ekkjum og það hefur oft ágætis fjárráð og er komið yfir missinn á maka sín- um. Nýskildir em hins vegar í inikilli áhættu. Finnskar og norskar konur lifa lengst Aðrar kannanir sýna að í heild- ina em það samt karlmenn, hvort sem þeir em í sambúð eða ekki, sem hafa aukið lífslíkur sínar síð- ustu árin meira en konur, ef marka má niðurstöður könnunar sem var birt í vísindatímaritinu The Journal. Ástæður þess em sagðar margar en t.d er talið sannað að konur séu með auk- inni kvenréttindabaráttu stress- aðri en karlmenn þar sem þær hafa yfirleitt meiri áhyggjur af heimilislffinu en þeir auk þess að vera útivinnandi og þetta kemur niður á heilsu þeirra. Einnig má benda á að karlmenn em dug- legri við að hætta að reykja en konur og vinna karlmanna í dag er mun þægilegri og léttari en á sjötta áratugnum. Konur em einnig farnar bæði að drekka og reykja meira en þær gerðu. Allt þetta hefur sem sagt með það að gera að konur lifa skemur og skemur á meðan ævi karlmanna Iengist jafnt og þétt og ef þessi þróun heldur áfram munu karl- menn brátt skáka konum á þessu sviði. Á Norðurlöndunum em það norskar og finnskar konur sem tróna á toppnum hvað lffaldur varðar. SAMBÚÐ BORGAR SIG: Nýskilið fólk er (mestri áhættu fyrir ótímabærum dauð- daga á meðan fólk isambúð virðist vera í mun betri málum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.