Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 31
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DV HELGARBLAÐ 35 iarsson, út- , skemmtikraft- jarna, er kom- Ivöl ÍTaílandi. 'VÍ hvað hann „Ég hef aldrei verið giftur. Þegar ég var ungur maður í Austurríki dó kærastan mín í bflslysi á leiðinni til mín. Ég lokaði þetta innra með með í sjö ár áður en ég gat talað um þetta við nokkurn mann. Ég lærði einu sinni setninguna: Þú getur elskað einhvern en þú átt hann ekki. Ég notaði þetta sem flóttaleið úr samböndum árum sam- an og sagði alltaf: Það getur enginn átt mig. Svo var það 4 ára dóttir mín sem læknaði mig. Við vomm í bíltúr þegar hún sat í aftursæt- inu og sagði: Pabbi, ég elska þig. Ég fékk sting í hjartað því að þetta vom orð sem ég hafði aldrei getað sagt við neinn. En ég stöðvaði bíl- inn, sneri mér við og sagði: Ég elska þig lflca. Þá spurði hún: Má ég eiga þig? Þá hmndu múrarnir og ég sagði já. Síðan hef ég vitað að auðvitað getur maður átt aðra manneskju og aðrir geta átt mann.“ Bakkus konungur og Hemmi - En hvað hefur verið versta mótlætíð á þeirri löngu og krókóttu en fjölbreyttu leið sem er kallað lífshlaup Hermanns Gunnarssonar? „Það versta var að missa unnustu mína og móður mína sem lést fyrir 10 ámm og var minn besti vinur. Einnig að missa góða félaga en ég sá á eftir fjómm vinum á síðasta ári. Það er líka vont þegar börnunum manns er gert eitthvað. Svo er það ýmislegt mótíæti tengt Bakkusi konungi sem hefur verið mér erfitt." - Hefur hann verið þér erfiður? „Hann hefur alltaf verið að tmfla mig þótt ég hafi ofl náð mjög löngum tíma án vinfengis við hann.“ - Var hann þér erfiður úti í Tailandi? „Hann fór ekki að verða það fyrr en eftir nokkra mánuði en þá var það með öðmm hætti en áður. Þetta er auðvitað ákveðin blekking því að ef maður er alkóhólisti þá er það alltaf eins, vandamálið breytist ekkert. En þessu fylgir að vera snillingur í að blekkja sig, sérstaklega þeg- ar vel gengur. Ég var auðvitað á alveg kolvitlausum stað. Það hentaði mér ekki að sitja yfir veitíngastað með barinn fyrir framan mig. Þá fór ég að blekkja mig með bjórdrykkju og fannst það vera í lagi meðan ég snerti ekki sterkara. Þetta var farið að tmfla mig talsvert og var ein ástæða þess að ég kom heim. Þetta var ekki starf sem hentar alkóhólista. Svo var náttúrlega mörgu logið upp á mig en það þýðir ekkert að fást um það.“ Sýnist þér ég vera dáinn? - Hér gefst færi á að rifja það upp þegar Hemmi í eina skiptið á ferlinum sá ástæðu til að senda frá sér opinbera tilkynningu vegna Gróu á Leití sem hefur annars fylgt honum all- an hans feril. Það var þegar sú saga gekk staf- laust um allt ísland að Hemmi væri dáinn. „Það fór allt í einu að loga síminn hjá mér útí í Taílandi og menn að spyrja hvernig ég hefði það og hvort væri ekki allt í lagi. Þegar ég komst að því hvemig í þessu lá þá blöskraði mér alveg. Ég á fjölskyldu hér heima, böm, aldraðan föður og vini og þetta hafði hræðileg áhrif á þau. Þess vegna setti ég saman svolítið bréf sem ég birti í DV í samvinnu við ágætan blaðamann þar. Ég verð að segja að þeir sem dreifa svona sögum hljóta að þurfa að leita sér hjálpar eða sýnist þér ég vera dauður?" segir Hemmi og hlær eins og honum einum er lagið. „Maður hefur ýmsar sögur heyrt sem gaman hefði verið að upplifa en ég hélt að ég fengi að vera í friði hinum megin á hnettínum. Vinir mínir hafa nýlega bent mér á að á Veraldar- vefnum er enn hægt að finna sögur um Hemma Gunn, þar á meðal að hann sé dauður og hafi verið bitínn af hákarli við Pattaya- ströndina," segir Hemmi og hlær enn hærra. Feiminn einfari - Hemmi segist þannig í rauninni vera al- kominn heim en eiga samt eftir eitt og hálft ár af samningi sínum við eiganda veitingastaðar- ins en hann hafi fengið ágætan mann í sinn stað sem trúlega muni valda verkefninu ekki síður en Hemmi. Það er gaman að sitja með Hemma og spjalla við hann og rifja upp forna daga og við fömm að reyna að grafast fyrir um það hvernig maður sé bak við brosið og sögumar og hinn ódauð- lega hlátur. „Það trúa því kannski ekki margir en ég er mikill einfari og þjáist af öfúgri feimni. Ég er mjög feiminn innan um fólk sem ég þekki ekki. Það eru fá ár síðan ég fór einn í bíó eða leikhús. Að fara upp á svið fannst mér ekkert mál sem öðrum finnst erfitt. Það em mjög fáir sem þekkja mig í raun og vita hvernig ég er í raun og vem. Maður notar oft grímu og sérstaklega þegar maður var án áfengis á veitingastöðum og þess háttar. Ég get fellt grimuna í viðurvist nokkurra mjög góðra vina en það eru ekki nema fá ár síð- an og þá vil ég leyfa einlægni minni að njóta sín. Það eina sem ég vil er að fá að vera ég sjálfur. Ég vil bara fá að vera einn á meðal fólks eins og venjulegur maður og átta mig á því hvað ég vil verða þegar ég verð stór." polli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.