Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 32
36 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003 Allur gróður dafnar í skógarlundi Ein- ars Odds Kristjánssonar alþingismanns við Öndunarfjörð. Hans leikur er að rækta skóg - og er hvíld hans frá dags- ins önnum. „Sumir eru vissulega að fást við skógrækt og sinna henni alveg af lífi og sál. Ég er, vinur minn, ekkert að fást við að rækta skóg, er bara að leika mér,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson alþingismaður. DV heimsótti hann um síðustu helgi þar sem hann var að sýsla í skógarlundi sínum, færa til tré og grafa holur í hlíðinni ofan við hús sitt að Sólbakka við Önundarfjörð. Ljómar einsog sólin sjálf Ég hitti Einar Odd á Reykjavíkurflugvelli snemma morguns þegar hann var á leiðinni vestur. Þar var hann í fundafötum þing- mannsins. í fluginu vestur talaðist okkur svo til að ég mætti heimsækja hann síðar um daginn þar sem hann yrði að stússa í skógar- reit sínum. „Ég verð sjálfsagt heima," sagði þingmaðurinn. Allt stóð þetta heima. Við annan mann renndi ég í hlað á Sólbakka laust eftir hádegi og þá var okkar maður kominn í vinnugall- ann og undi sér hið besta í ræktunarstarfinu. Hann ijómaði eins og sólin sjálf. Hann var að forfæra plöntur og setja grenitré til geymslu í bæjarlæknum. f vökvanum er hægt að geyma þær lengi og setja síðan seinna niður f ein- hverja af þeim holum sem Einar hefur grafið í lundi sínum. Gleymi mér í stússinu „Einhverju sinni hlustaði ég á skógfræðing flytja langt erindi um skógrækt. Hann út- skýrði þetta í löngu máli, en þegar því lauk sagði ég honum að hann hefði auðvitað sleppt því sem mestu máli skipti. Maðurinn hváði og vissi ekki alveg hvað ég átti við. Jú, hann talaði aldrei um þá hugarfró sem skóg- ræktin getur gefið mönnum. Það að gleyma sér í þessu stússi - og þá verður allt annað aukabónus," segir Einar Oddur. Ekki er það svo að Einar Oddur hafi alltaf haft gaman af skógrækt. Sú var tíð að hann hélt því fram með staðfestu að ef menn vildu endilega hafa garða sína græna væri ráð að mála þá í þeim lit. Datt Einar á höfuðið? „Svo gerðist það allt í einu, rétt eins og sál á leið til Damaskus," segir Einar Oddur. „Ég hringdi strax f minn gamla vin, Tómas Inga Olrich, sem þá var formaður Skógræktarfé- lags Eyfirðinga: „Tommi, ég er á leið til Akur- eyrar. Þú kennir mér allt um skógrækt!" Tómas bauð mig velkominn og kvaðst mundu kenna mér allt sem hann kynni, hvað hann og gerði. Ég vissi ekki fyrr en mörgum árum seinna að strax eftir að þessu samtali lauk hringdi Tommi í konuna mína og spurði hvort Einar hefði dottið á höfuðið og hvort hann væri mikið veikur." Þær tegundir plantna sem ræktaðar eru í garðinum á Sólbakka eru nú orðnar nokkuð á annað hundrað. „Annars hef ég töluna ekki á hreinu og held ekkert bókhald utan um þetta, veit bara að hér dafnar allur gróður og vex, bara mismunandi hratt," segir Einar Oddur. Hann og Tómas Ingi eru ekki einu skóg- ræktarmennirnir í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Davíð Oddsson forsætisráðherra fæst einnig við skógrækt á sumarbústaða- landi sínu austur í Rangárþingi - og neitar Einar því ekki að skógrækt beri stundum á góma í samtölum þeirra f millum. Skjólskógar dafna Auk þess að stússa sjálfur í skógrækt í heimaranni er Einar Oddur ráðherraskipaður formaður Skjólskóga, landshlutabundins skógræktarverkefnis sem nær yfír hið gamla Vestfjarðakjördæmi. Framgangur Skjólskógaverkefnisins er með ágætum, að sögn formannsins, hvar- vetna þar sem menn leggja sig fram um rækt- unarstarfið enda skilyrði til skógræktar á Vestfjörðum með ágætum, svo sem í Austur- Barðastrandarsýslu, á Ströndum og í Djúpi, svo nefnd séu nokkur þau svæði vestra þar sem menn hafa gefið sig í að skrýða landið grænum lundum. sigbogi@dv.is Kristína R. Berman vill afhjúpa leyndardóma íslenskrajurta. „í íslenskri náttúru eru margs konar jurtir. Sumar þeirra er hægt að nota til litunar en það eru ekki til neinar ítarlegar heimildir um þessar jurtir né hvernig má nota þær í þeim tilgangi," segir Kristína R. Berman f viðtali við Helgarblað DV. Hún er lærður textílhönnuð- ur og ætlar sér að kanna möguleika íslenskra jurta til litunar og leitar nú eftir styrktaraðil- um til þess. Kristína hefur starfað við ýmislegt og leitar sífellt að nýjum, krefjandi verkefnum. Hún vann Smimoff-hönnunarkeppnina á íslandi árið 1999 með afar frumlega ullarkápu. Einn dómaranna var sonur Vivienne Westvood og hann benti Kristínu á að sækja um sem lær- lingur hjá móður sinni. Lífsfylling framar ríkidæmi Skemmst er ffá því að segja að hún fékk stöðuna og eftir aðeins tvo mánuði var hún orðin aðstoðarmaður hönnuðarins sem sá um karlalínu Vivienne. Slík tækifæri em ekki á allra færi, en Kristina fann sig ekki. Hún segist ekki stefna að ríkidæmi, heldur lífsfyll- ingu og hana telur hún sig ekki geta öðlast í tískuheiminum. „Þetta var skemmtilegur tími en tísku- heimurinn, eins og hann birtist mér, er eldd fyrir mig. Hönnuðirnir leituðust við að gera vöm sína söluhæfa og við hönnun vara var það ávallt haft í huga hvað þóknaðist hugsan- legum kaupendum." Einstaklingseðlið ætti að fá að njóta sín Kristína ákvað því að snúa baki við þessum heimi og sneri til íslands þar sem hún kláraði nám sitt í textíl við Listaháskóla fslands. Lokaverkefnið, sem var tískusýning með öf- ugum formerkjum, var sett upp f einu her- bergi sem hún hafði til umráða og aðeins einn gestur fékk að skoða verkefnið í einu. Þegar gengið var inn í herbergið gengu gestirnir eftir sýningarpalli og í kringum pall- inn vom ungar stúlkur, allar eins klæddar, og klöppuðu þær fyrir gestum sýningarinnar sem urðu nú óvænt að fyrirsætum. „Með því að vinna lokaverkefni mitt í Lista- háskólanum fékk ég útrás fyrir það sem var að brjótast um inni í mér á þeim tíma, það er í raun fáránlegt að það sé í fárra hendur sett hvað er í tísku hverju sinni. í tískuheiminum fær einstaklingseðlið ekki notið sín. Sá heim- ur hentar mér ekki." Magadans og víkingar Það verður að teljast virðingarvert að ung stúlka skuli ákveða að snúa baki við tískuheiminum þar sem hún átti góða möguleika á því að koma sér á framfæri. Síðan Kristína útskrifaðist hefur hún séð um leikmynda- og búningahönnun, aðallega fyrir leiklistardeild Listaháskólans og menntaskólafélög, gert búningana í Sögusafninu sem staðsett er í Perlunni, kennt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.