Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Page 37
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 41
Hvaða stöðu spitar þú?
„Hægri kant."
Hvernig hefur ykkur gengið?
„Ágætlega."
Hvert er uppáhaldslið/leik-
maðurí enska boltanum?
„Manchester United er lang-
best. Uppáhaldsleikmaðurinn
var Beckham en núna er það
Nistelrooy.”
Hverjir verða meistarar?
„KR, hvað annað?"
PéturJónsson,
aö verða 10 ára, f KR.
Hvaða stöðu spilar þú?
„Frammi og reyni að skora
mörk."
Hvernig hefur ykkur gengið?
„Okkur hefur gengið vel,
spilað tvo og unnið báða."
Hvert er uppáhaldslið/leik-
maður í enska boltanum?
„Newcastle og Alan Shearer
er langbestur."
Hverjir veröa meistarar?
„Fylkir eða KR.“
Rögnvaldur Þorgrfmsson, varð
9 ára f gær og er (Vfkingl.
.Hvaða stöðu spilar þú?
„Á miðjunni."
Hvernig hefurykkur gengið?
„Við höfum aldrei tapað,
nema einu sinni fyrir Fjölni á
Reebook-mótinu."
Hvert er uppáhaldsliö/leik-
maður i enska boltanum?
„Man. Utd og Beckham."
Hverjir verða meistarar?
„Það veit ég ekki. (R kemst
bara upp í 1. deild."
Patrekur Róbertsson,
10ára, úrfR
Í.
rnar að skýrast
ihellmótsgesti í Vestmannaeyjum
var mikil stemning og hávaðinn þegar strák-
arnir byrjuðu að syngja olei, olei var alveg ör-
ugglega yfir hættumörkum því allir reyndu
að yfirgnæfa næsta mann. I reiptoginu var
„Heimamenn hafa einmitt ver-
ið að minnastáþað að tjald-
búðirnar bæði í Herjólfsdal og
við mótssvæðið hafi aldrei
verið stærri."
vel tekið á því en þar var félögunum skipt
upp í fjögur lið, Landið, Suðvesturland,
Reykjavík og Stór-Reykjavíkursvæðið. Næst-
ur á sviðið var maður sem er vel þekktur í
Reykjanesbæ, Freyr Sverrisson, og sýndi
hann listir í gervi trúðs við miklar og góðar
undirtektir. Hamborgaraátið er árlegur við-
burður en toppurinn á kvöldvökunni var ör-
ugglega þegar Skari Skrípó steig á stokk og
sýndi listir sínar.
Línurnar eru farnar að skýrast í riðla-
keppninni en alls eru riðlarnir sextán í A-, B,
C- og D-liðum og eru sex lið í hverjum riðli.
Tvö lið komast áfram í undanúrslit og spilar
t.d. lið númer eitt í A-riðli gegn liði númer tvö
í B-riðli. Öll liðin leika þó áfram og þau lið
sem ekki komast í undanúrslit spila áfram
um sæti.
í mótinu er forðast að láta úrslit leikja ráð-
ast í vítaspyrnukeppni en þegar leikið er í úr-
slitum og jafnt er eftir venjulegan leiktíma
telst það lið sigurvegari sem skorar fyrst í
hvorum hálfleiknum fyrir sig. Ef t.d. lið A og
lið B eru að spila og þegar leiktíminn er bú-
inn er jafnt, 1-1, er gripið til þessara ráða. Lið
A skoraði sitt mark í fyrri hálfleik á 8. mínútu
„Toppurinn á kvöldvökunni
var örugglega þegar Skari
Skrípó steig á stokk og sýndi
listir sínar."
en lið B skoraði sitt mark í síðari hálfleik á
fjórðu mfnútu og telst lið B sigurvegari leiks-
ins. Ef ekkert mark hefur verið skorað er
gripið til vítaspyrnukeppni.
Það verða því áreiðanlega spennandi leikir
fram undan í Shellmótinu, en eins og allir
vita er þetta hið árlega heimsmeistaramót ís-
lenskra knattspymustráka. -jgi
f-