Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl2003
Fagnaðarefni
VARNARMÁUN: Þingflokkur
Vinstrihreyfingarinnar - graens
framboðs fagnar því að sá tími
skuli nú í sjónmáli að erlendur
her hverfi með öllu úr landinu. (
ályktun, sem samþykkt var í
gær, hvetur þingflokkurinn til
þess að leynd verði aflétt af
efnisatriðum viðræðnanna við
Bandaríkjamenn um framtíð
varnarsamstarfsins til þess að
oþin og lýðræðisleg umræða
geti farið fram um stefnumótun
til framtíðar, enda verði því ekki
trúað að erlend herseta um
ókomna tíð og óháð aðstæðum
sé markmið í sjálfu sér. Brýnt sé
að ræða eflingu atvinnulífs á
Suðurnesjum og hvernig tryggt
verði að viðskilnaður Banda-
ríkjamanna verði sómasamleg-
ur í umhverfislegu tilliti.
McShane sigraði á Grænlandsmótinu
HRÓKURINN: Grænlandsmót-
inu í skák, minningarmótinu
um Willard Fiske, lauk með
glæsilegum sigri Luke McS-
hane. Luke tapaði aðeins niður
hálfum vinningi og sigur hans
var öruggur.
Mótið var í alla staði vel
heppnað og vakti mikla og
verðskuldaða athygli bæði hjá
bæjarbúum í Qaqortoq og
grænlenskum fjölmiðlum.
Mótið er hluti af stórri skákhá-
tíð í bænum, skipulagt af fé-
laginu Skák í norðri sem var
sérstaklega stofnað vegna
skipulags þessa ævintýris.
Næstu daga verða hraðskák-
mót og fjöltefli oýmsir við-
burðir til að glæða áhuga
heimamanna. Lokastaðan var
sú að Luke McShane sigraði
með8 1/2vinning af9. Jóhann
Hjartarson var í öðru sæti með
7 1/2 vinning og Predrag Niko-
lic með 7. Kvennaverðlaun fékk
Regina Pokorna.
Neyðarnúmer sumar-
bústaðar virkaði ekki
„Falskt öryggi'að mati sumarbústaðaeiganda
Um helgina þurfti að kalla
sjúkrabíl út í sumarbúastaða-
hverfi í Hvalfirði og kom þá í
Ijós að neyðarnúmer, sem sett
hafði verið á bústaðinn til að
einfalda sjúkraflutningamönn-
um að finna bústaðinn, virkaði
ekki.
Miklum fjölda sumarbústaða
hefur verið úthlutað númeri sem
þessu síðustu tvö árin en mörg
númeranna eru enn ekki orðin
virk í kerfi Neyðarlínunnar. „Fólk-
ið þurfti að keyra niður á veg til
móts við sjúkrabílinn og lóðsa
hann hérna um svæðið til að kom-
ast að sjúklingnum," sagði sumar-
búastaðareigandi í grenndinni
sem fylgdist með atburðinum.
„Þau hafa haft neyðarnúmerið á
bústaðnum um nokkurt skeið og
var því brugðið þegar það virkaði
ekki þegar á þurfti að halda.
Þetta númerakerfi veitir okkur
sumarbústaðaeigendum því aug-
ljóslega falskt öryggi."
Tekur tíma að skrá númerin
Hjá Neyðarlínunni fengust þær
upplýsingar að ferlið frá því að
sumarbústað sé úthlutað númeri
og þangað til hann er skráður inn í
tölvukerfi Neyðarlínunnar geti
tekið nokkurn tíma. Það sé líkleg-
asta skýringin á því að númerið
virkaði ekki í þessu tilfelli.
Nú eru um það bil 4.000 bústað-
ir komnir inn í kerfi Neyðarlínunn-
KYRRÐ OG RÓ: Það er afslappandi að komast í sveitasæluna en í neyðartilvikum
getur verið erfitt að fá aðstoð, sér (lagi ef neyðarnúmer sumarbústaðarins er ekki
virkt.
ar með virk númer og segir tals-
maður Neyðarlínunnar að kerfið
hafi reynst mjög vel þegar þurft
hefur að senda sjúkrabíla í slaáða
sumarbústaði. Hins vegar séu
sumarbústaðir á landinu um
10.000 og því rúmur helmingur
þeirra enn ekki kominn inn í kerfi
Neyðarlínunnar, jafnvel þótt þeim
hafi verið úthlutað númeri. Hann
sagði jafnframt að nokkuð væri
um það að sumarbústaðaeigendur
hringdu í Neyðarlínuna til að at-
huga hvort sumarbústaðir þeirra
væru skráðir í kerfið. Þá getur
starfsfólk flett númeri bústaðanna
upp og sagt til um hvort svo sé.
kja@dv.is
Áætluð hækkun á yfirborði setlónsins.
Laxármál þarfn-
ast varfærni
„Ég held að öll mál sem lúta að
Laxárstöðvum og hækkun stífl-
unnar þurfi að nálgast á mjög
varfærinn hátt," segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
VG og þingmaður Norðaustur-
kjördæmis, í samtali við blaðið.
Eins og DV greindi frá í síðustu
viku ráðgerir Landsvirkjun að
hækka stífluna við efstu virkjunina
af þremur við Laxá úr hálfum
þriðja metra í allt að tólf metra til
að mynda þar setlón. Með því er
ætlunin að koma í veg fyrir krapa
og að sandur komist inn í hverfla
virkjunarinnar þar sem hann veld-
ur skaða.
„Það væri ef til vill hægt að ná
samkomulagi um minni háttar
stækkun stíflunnar en öllu öðru
tek ég með miklum fyrirvara.
Vissulega hafa verið þarna ákveðin
vandamál vegna sandburðar og íss
og það held ég að menn verði að
líta á sem ákveðinn fórnarkostnað
þegar virkjunin funkerar og fram-
leiðir rafmagn," sagði Steingrímur.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
arráðherra og þingmaður kjör-
dæmisins, kvaðst ekki vilja tjá sig
um málið að svo stöddu.s/gbog/@íív'./s
Sjóvá-Almennar með spennandi verkefni fyrír
Vinnuskólakrakka:
Telja þá sem tala í
síma við aksturinn
TEUA GEMSA A LOFTI: Elsa Ýr Bernhardsdóttir, t.h., og Gígja Hólmgeirsdóttir frá
Vinnuskóla Reykjavlkur mæla farsímanotkun á Miklubrautinni (hádeginu í gær. DV-
mynd Pjetur
Krakkar úr Vinnuskóla Reykja-
víkur hafa fengið það verkefni
að telja bíla sem fara um
ákveðnar umferðargötur og í
hve mörgum bílum bílstjórinn
er að tala í farsíma undir stýri.
„Við höfum nokkuð reglulega
talið fjölda þeirra sem tala í farsíma
undir stýri og erum með eitt slíkt
verkefni í gangi um þessa dagana.
Við vinnum þetta í samstarfi við
Vinnuskóla Reykjavíkur og fáum 16
ára krakka til að telja fyrir okkur. Það
hefur gengið mjög vel enda krakk-
arnir samviskusemin uppmáluð,"
sagði Sigurjón Andrésson, forvarn-
arfulltrúi hjá Sjóvá-Almennum, við
DV.
Krakkar frá Vinnuskólanum sátu
beggja vegna Miklubrautarinnar, við
DV-húsið, um hádegisbil í gær. Þau
töldu bíla sem fóru fram hjá í báðar
áttir og síðan hve margir voru að tala
í síma undir stýri, þ.e. hve margir
héldu sfma upp að eyranu.
Elsa Ýr Bernhardsdóttir og Gígja
Hólmgeirsdóttir sátu norðan megin
og töldu bíla sem óku f vesturátt.
Þær höfðu setíð þama milli kl. 8 og 9
um morguninn, í hádeginu og loks
áttu þær að taka törn milli kl. 16 og
17. önnur talningatöm var fyrirhug-
uð í dag, á götu með 50 km hámarks-
hraða. Þess má auðvitað geta að
bannað er að tala í farsíma við akst-
ur án þess að nota handfrjálsan bún-
að og liggja sektir við brotum á þeim
reglum.
„Þetta er alveg ágætt starf. Við
emm sosum ekki með neinar niður-
stöður en þó virðist sem atvinnubíl-
stjórar tali meira í farsíma undir stýri
en aðrir," sögðu þær þegar hrina bíla
hafði farið ffam hjá. Svo kom önnur
hrina og þær smelltu á sérstök taln-
ingatæki án afláts. Eftír um þriggja
kortera talningu höfðu þær talið 759
bíla. í þeim höfðu 35 ökumenn verið
að tala í símann með hönd upp að
eyra, eða um 5 prósent.
Sigurjón segir að niðurstöður úr
þessum talningum ættu að liggja
fyrir síðar í vikunni og verði þær þá
bornar saman við eldri niðurstöður.
Taldir em bílar almennt og niður-
stöðurnar síðan greindar eftir því
hvort um einkabíla eða atvinnubíla
er að ræða.
„Það á engum að dyljast mikilvægi
þess að hafa fulla athygli við akstur-
inn. Við viljum fá vísbendingu um
hve algeng farsímanotkun er undir
stýri því hér er um alvarlegt umferð-
aröryggismál að ræða," sagði Sigur-
jón. hlh@dv.is
I