Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Page 10
70 SKOÐUN LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Samfélagið ber ábyrgðina Það er vont líf og engum bjóðandi í velferðar- samfélagi okkar að sofa úti undir berum himni á dýnuræfli með sængurbleðil yfir sér. Það er kuldalegt, jafnvel að sumarlagi, að hringa sig undir tré og hafa ekkert til að orna sér við nema örlida hlýju frá félaga á dýnunni í sömu ömur- legu stöðunni. Blaðamaður og ljósmyndari DV urðu vitni að því þegar útigangsmenn í Reykjavík risu úr rekkju síðastíiðinn fimmtudagsmorgun, ef hægt er að kalla þá athöfn svo virðulegu nafni. Þeir voru að kynna sér aðstæður þeirra sem verst eru settir í samfélaginu, útigangsmanna sem hvergi eiga skjól, ekki einu sinni í yfirgefnu húsi, báti eða bíl- ræfli. Þeir fleygja sér aðeins á jörðina og taka ör- lögum sínum, langdrukknir og illa til reika. Blaðamennirnir urðu vitni að því þegar úti- gangsmennirnir stauluðust úr fleti sínu. Þeirra beið hvorki heitur drykkur né föst fæða heldur Camel og kardimommudropar. Líðanin var skelfileg, hvort heldur var líkamlega eða andlega. Blaðamönnunum, mönnum sem kynnst hafa ýmsu í starfi sínu, varð um þegar minnstu bræð- ur þeirra kúguðust af fyrstu dropum áfengisins. Það var erfitt að koma þeim niður en það varð að takast. Líðanin hefði orðið enn ömurlegri hefði það ekki lukkast. Víman var eina haldreipi þeirra sem sokkið höfðu á botninn. Þeir fleygðu sér drukknir á fletið í rjóðri almenningsgarðsins og gátu hvorki né vildu horfast í augu við daginn án áhrifa vímunnar. Veðrið var gott þennan sumarmorgun og það rigndi ekki. Mennirnir tveir vöknuðu því þurrir. Blaðamennirnir urðu vitni að því þegar útigangsmennirnir stauluð- ust úr fleti sínu. Þeirra beið hvorki heitur drykkur né föst fæða heldur Camel og kardimommudropar. Það var eins gott því ekki höfðu þeir föt til skipt- anna enda sváfu þeir í öllu því sem þeir áttu. En þrátt fyrir sumartíð eru afföllin mikil í hópi þeirra sem hvergi búa heldur henda sér niður þar sem þeir eru staddir. Fimm útigangsmenn hafa látist í Reykjavík undanfarna tvo mánuði. Það hefur gerst þrátt fyrir að fréttir hermi að þessir tveir mánuðir séu þeir hlýjustu í borginni frá því að mælingar hófust. Sumir verða úti, aðrir deyja af völdum vímuefnanna. Sjáffsagt eru þetta þó samverkandi ástæður fyrir dauða manna sem áttu lítið til að lifa fyrir. Deyi fimm útigangsmenn í Reykjavík þegar sól er hæst á lofti má búast við meiri afföllum þegar vetur gengur í garð. Ástandið er óviðunandi. Ekki liggur fyrir hve margir útigangsmennimir em. Sumir segja að þeir séu uiii fjömtíu. Aðrir telja að þeir séu um eða yfir eitt hundrað. Því er haldið fram að þeim hafi Qölgað umtalsvert vegna fækkunar rýma á meðferðarstofnunum. Deila má um fjölda hinna ólánsömu manna en ekki aðgerðir þeim til bjarg- ar. Þessum mönnum þarf að koma í húsaskjól, þeir þurfa umönnun vegna báginda sinna, afeitr- un og læknismeðferð enda flestir illa á sig komnir líkamlega og þurfa auk þess á geðhjálp að halda. Frá því var greint í DV á föstudaginn að vanda heimilislausra hefði borið á góma á fundi sem heilbrigðisráðherra átti með formanni félags- málaráðs Reykjavíkur á dögunum. Þar var ákveð- ið að koma upp starfshópi sem falið verður að komast að fjölda þeirra sem hvergi eiga höfði sínu að að halla vegna áfengisneyslu eða geð- sjúkdóma. Þeirri vinnu þarf að flýta svo sem unnt er. Það er sameiginlegt verkefni ríkis og borgar að taka á vandanum. Ráðherra nefndi að til greina kæmi að Heilbrigðisstofnun Suðurlands kæmi að mál- um og tæki yfir þá starfsemi sem lögð var niður á vistheimilinu í Gunnarsholti. Vilji heimamanna stæði til þess. Þann vilja þarf að nýta. Ástandið er ekki boðlegt, jafnvel þótt segja megi að ástand þessara manna sé, að hluta til að minnsta kosti, sjálfskaparvítí. Samfélagið er ábyrgt. Því ber skylda til að taka í taumana. Hverjum er best treystandi? RITSTJÓRNARBRff Ólafur Teitur Guðnason olafur@dv.is Árið 1812 stofnuðu bresk stjórnvöld mikilvægt opinbert embætti. Maður nokkur var ráðinn til að sitja í turni á Suð- ur-Englandi með sjónauka og skima út á haf. Hann átti að láta vita ef hann sæi Napóleon koma siglandi. Þetta opinbera embætti var ekki lagt niður fyrr en nokkru eftir síðari heimsstyrjöld, árið 1948. Eamonn Butler, framkvæmda- stjóri Adam Smith Institute í Lund- únum, rifjaði þetta upp á morgun- verðarfundi Verslunarráðs og Bresk-fslenska verslunarráðsins í vikunni og tók sem dæmi um þá sóun á peningum skattgreiðenda sem hið opinbera stendur svo gjarnan íyrir. Skynsemi fyrir borð Hún er mörg dellan. En hvers vegna? Stjórnmálamenn eru ekki vitlausari en annað fólk nema síður sé. Gangverk hins opinbera er hins vegar einhver mikilvirkasta muln- ingsvél á almenna skynsemi sem fyrirfinnst. Það er einkum tvennt sem ræður niðurlögum hennar. Annars vegar linnulausar árásir sérhagsmuna, sem allir kannast við og þekkja dæmi um. Hins vegar fyr- irbæri sem er ekki eins augljóst, þótt það geri ekki minni skaða: tak- markalaus þrá til góðra verka sem veldur í fyrsta lagi því að fólk verð- ur svo heillað af göfugum tilgangin- um að það sér ekki banvænar auka- verkanir meðalsins, og í öðru lagi því að það hefur svo ótalmörg göf- ug markmið að það snýst í hringi í eilífum eltingarleik við mótsagnir. Banvæn meðul Almenn skynsemi sagði til dæm- is Adam Smith fyrir rúmum 200 árum að þótt óhugsandi væri að stjórnendur fyrirtækja á sama markaði hittust án þess að á fúnd- um þeirra yrði til samsæri gegn al- menningi um að hækka verð, væri ómögulegt að koma í veg fyrir slíkt samráð með lögum; lögin yrðu óhjákvæmilega óréttlát og brytu gegn frelsi einstaklingsins. Þetta liggur í augum uppi. Hvergi nema hugsanlega í verstu alræðis- ríkjum er mönnum bannað að hitt- ast og ræða saman. Samt em nú komnar fram hugmyndir um að leysa beri upp hagsmunasamtök fyr- irtækja í sömu atvinnugrein og banna þau, vegna þess að þau geti hugsanlega orðið vettvangur ólög- legs samráðs! Em menn viti sínu fjær? Hvað næst? Verður græddur miðunarbúnaður undir húð for- stjóranna svo að gervihnettir geti fylgst með hvort þeir gista á sama hóteli í útlöndum? Hvar eru takmörk þessarar ævintýralegu og staur- blindu „velvildar" í garð neytenda? Væri ekki nær að leysa upp sam- ráðsfundina á Alþingi, þegar þing- menn allra flokka koma saman og semja um hvaða privat gæluverk- efni - sem hvert og eitt kostar millj- ónir - skattgreiðendur fá að borga fyrir á næsta ári til að tryggja þeim endurkjör? Mótsagnir Þegar velviljinn æðir áfram af til- fmningasemi verða til óleysanlegar mótsagnir sem geta af sér sjö dellur fyrir hverja eina sem sniðin er af. Niðurstaðan er auðvitað snarringl- aðir stjórnmálamenn sem engin leið er að sjá hvert stefna. Þeim finnst til dæmis rétt að styðja myndarlega við bakið á þeim sem hafa lægstar tekjur og gefa þeim þess vegna ríflegan afslátt af sköttum, raunar allt upp í 100% af- slátt. Gott og vel. En þegar hagur þessa fólks vænkast loksins þarf það auðvitað að greiða miklu hærri skatta en áður. Þá hlaupa stjórn- málamennirnir upp til handa og fóta - og ekki til að fagna! Nei, til að fordæma skattkerfi sem býr til „fá- tæktargildrur" með snarhækkandi sköttum á þá sem lyfta sér upp úr lægstu tekjuþrepunum. Eins og þeir Stjórnmálamenn eru ekki vitlausari en annað fólk nema síður sé. Gangverk hins opinbera er hins vegar einhver mikilvirkasta mulningsvél á almenna skynsemi sem fyrirfinnst. hafi bara gleymt að gera ráð fyrir þeim möguleika að tekjur fólks gætu hækkað! Og öllum nema þeim sjálfum verður ljóst að þeir hafa tal- að svo oft og mikið um fátæktar- gildrur um ævina að þeir eru farnir að trúa að þær séu náttúrulögmál. Engum hugkvæmist að réttlátast - og einfaldast - sé að allir greiði sömu skattprósentu. Nei, í staðinn er lagt af stað í óskiljanlega herferð gegn áhrifum jaðarskatta sem gengur út á að fjölga skattþrepum og auka þannig áhrif jaðarskatta! Og dellurn- ar spretta fram hver af annarri. Sleppt og haldið Af sama meiði er söngurinn um að kerfið hirði svo hressilega alls kyns bætur og fríðindi af hjónum og sambúðarfólki, annaðhvort vegna tekna maka (eins og fjallað var um í „öryrkjamálinu") eða ein- faldlega vegna sambúðarinnar (t.d. afslátt af leikskólagjöldum), að það sé beinlínis fjandsamlegt hjóna- bandinu og þröngvi fólki til að slíta samvistum. En hvers vegna er kerf- ið að mörgu leyti óhagstætt hjón- um? ]ú, vegna þess að góðhjartaðir stjórnmálamenn telja augljóst að einstæðir eigi rétt á að hafa nokkurt hagræði af kerfinu umfram aðra. Nú eru flestir sammála um að al- menn skynsemi segi að ekki verði bæði sleppt og haldið. Þeir eru hins vegar greinilega til sem annað- hvort skilja það ekki eða finnst það bara hreinasta vitleysa. Hringlandahátturinn er slíkur að enginn veit hvaða grundvallar- stefnu er fylgt. Sama kerfi og hyglir einstæðum umfram hjón er t.d. á sama tíma hannað til að hlaupa sérstaklega undir bagga með hjón- um umfram einstæða! Einstakling- ur sem hefur milljón króna á mán- uði í laun fær allt að 50 þúsund krónur á mánuði ævilangt í brúð- kaupsgjöf frá hinu opinbera þegar hann giftist einstaklingi með mjög lágar eða engar tekjur; 25 þúsund krónur í millifæranlegan persónu- afslátt og önnur 25 þúsund í afslátt af hátekjuskatti (m.v. 7% skatthlut- fall), því að skatturinn miðast við samanlagðar tekjur hjóna. Algild siðalögmálin eru annars vegar „Einstæðir eiga rétt á sér- stakri aðstoð!" og hins vegar „Fjöl- skyldan í fyrirrúmi!" Enginn virðist átta sig á að þau stangast á, hvað þá að einhver geti svarað því hvort skuli ganga fyrir. Þetta með skynsemina Tilefni þess að örlög almennrar skynsemi í gangverki hins opinbera eru tíunduð hér er að nú stendur vinna við fjárlagafrumvarpið sem hæst. Álagning skatta vegna tekna síðasta árs sýnir að í fyrra hirti hið opinbera 23% allra skattskyldra tekna landsmanna í tekjuskatt, eft- ir að greiðslur í formi barna- og vaxabóta hafa verið dregnar frá. Sveitarfélögin fengu ríflega helm- inginn en rfkissjóður rest. Þetta hlutfall var 15% árið 1990. Fimmtán prósent! Hið opinbera hirti því 40 milljörðum meira í tekju- skatt en ef hlutfallið hefði haldist óbreytt. Og það er bara þetta eina ár. Fyrir þá fjármuni mætti t.d. lækka tekjuskatta til ríkissjóðs um tvo þriðju með einu pennastriki! Það skal fullyrt blákalt hér að það sem gert hefitr verið við þessa stjarn- fræðilegu fjármuni hefur ekki orðið til að bæta lff landsmanna jafnmikið og skattpfningin hefur aukist. Þegar upp er staðið er aðeins eitt ágreiningsmál í stjórnmálum flestra þróaðra lýðræðisríkja svo djúpstætt að það hlýtur að skipta mönnum í fýlkingar, þótt stjórn- málaflokkarnir séu af einhverjum ástæðum fleiri: Að hvaða marki er skynsamlegt að ríkið ráðskist með líf fólks - þ.m.t. fjármuni þess - frekar en fólkið sjálft? Þeir sem standa nú í ströngu við að hemja tortímingarmátt gang- verks ríkisins - sjálfsagt í góðri trú - skulu því hvattir til að endurgjalda það traust sem þeim hefur sjálfum verið sýnt og minntir á einn eigin- leika skynseminnar sem þeim sést gjaman yfir: Hún er almenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.