Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 30.ÁGÚST2003 Vísitala stofnstærðar rækju lækkar Grímsey: í nýlokinni stofn- mælingu Hafrannsóknastofn- unar á úthafsrækju á rann- sóknaskipinu Dröfn fyrir norð- an og austan land kemur í Ijós að vísitala stofnstærðar er um 20% lægri í ár miðað við árið 2002 ef litið er á svæðið í heild en um 6% hærri en árið 1999 sem var lakasta árið á níunda áratugnum. Vísitala lækkaði á flestum miðunum fyrir norðan og austan land en hækkaði nokkuð við Grímsey, við Sléttugrunn og í Héraðsdjúpi miðað við árið 2002. Þorskur var mjög víða og fékkst jafnmikið af þorski nú og árið 1997, þegar þorsk- gengd var sem mest á tíunda áratugnum. I kjölfar þess minnkaði rækjustofninn til muna. f fyrsta sinn varð einnig vart við töluvert af kolmunna. Miðað við stofn- mælinguna árið 2002 hefur meðalstærð rækju aukist á öllum svæðum norðan- og austanlands nema við Kol- beinsey og í Eyjafjarðarál. Smæst var rækjan við Sléttu- grunn, 356 stkýkg. Nýliðun var yfir meðaltali á öllum svæðum nema í Bakkaflóa- djúpi og í Héraðsdjúpi og svipuð og árið 2002. Af þorski fékkst nú fimm sinnum meira en í stofnmælingu rækju árið 2002. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 20 þúsund tonn fyrir næsta fiskveiðiár. Svarthvítt „ Sú auglýsing sem mesta athygli vakti í kosningabaráttunni var safn svart- hvítra mynda af forsætisráðherra og forverum hans í stjórnarráðinu með litmynd af Ingibjörgu Sólrúnu í for- grunni. (gær birtist svipuð auglýsing frá Samfylkingunni; safn svarthvítra passamynda af nýkjörnum þing- mönnum flokksins. „Kærar þakkir" segja þeir stórum stöfum undir passamyndasafninu og þakka þar með kjósendum fýrir stuðninginn, en sumum þykir það skrýtin byrjun hjá nútímalegum flokki að setja sjálfan sig í búning þess sem átti að tákna liðna tíð og lúna í auglýsingum fýrir kosningar.Til að bæta gráu ofan á svart finnst lesandanum ósjálfrátt eitthvað vanta á þessa kunnuglegu mynd, sem svo grimmt var auglýst fýrir aðeins nokkrum dögum. Það er auðvitað litmyndin... Ungmenni detta út úr skóla vegna greiðslukortaskulda Framhaldsskólanemi segir sínar farir ekki sléttar Þess eru mörg dæmi að ung- menni taki sér hlé frá skóla- göngu eða hreinlega detti út úr skóla vegna greiðslukorta- skulda. „Við vitum um fjölmörg dæmi þess að framhaldsskólanemar geta ekki haldið áfram námi tímabund- ið, eða þá hreinlega að þeir hætta alveg námi, af því að þeir eru orðn- ir svo stórskuldugir að þeir ráða ekki neitt við neitt. Þeir verða að fara að vinna íyrir skuldunum," segja þær Kristín Clausen og Védís Einarsdóttir, stúlkur um tvítugt, sem báðar stunda nám í Mennta- skólanum í Kópavogi. Þær gagn- rýna harðlega þá „ásókn bank- anna“ í að efna til slíkra viðskipta við ungt fólk sem þær segja við- gangast. Kristín er með greiðslukort, svo- kallað „svarta kortið", og hún segir að sér hafí alltaf tekist að standa í skilum. Védís lenti verr í því. Hún vill segja sögu sína ef það gæti orð- ið til þess að eitthvert ungmennið hugsaði sig um tvisvar áður en það fengi sér greiðslukort án þess að þurfa nauðsynlega á því að halda. „Ég var 18 ára þegar ég fór í banka og fékk mér greiðslukort, svarta kortið. Ég hafði séð það aug- lýst í bíó. Ég hafði haft litlar tekjur og átti því lítinn pening. Með kort- inu fékk ég 40.000 króna heimild. Ég keypti það sem ég taldi að mig vanhagaði um, svo sem föt, og upp- hæðin flaug út af kortinu. Ég hugs- aði með mér að pabbi og mamma þyrftu ekkert að vita af þessu. Ég var ekkert spurð um tekjur í bank- anum, né neitt annað, og ég þurfti engan ábyrgðarmann." Fleiri kort og yfirdráttur Fljótlega var Védís komin langt fram úr heimildinni. Hún lét yfir- dráttinn þá á raðgreiðslur, fór siðan og skipti um banka, þar sem hún fékk nýtt greiðslukort. Þá var hún komin með tvö greiðslukort, auk „Ég keypti það sem ég taldi að mig vanhagaði um, svo sem föt, og upphæðin flaug út af kortinu." 80.000 króna yfirdráttarheimildar sem hún varð sér úti um. Hún seg- ist alltaf hafa ætlað að spara en um leið og dráttarvextimir hefðu skoll- ið á vegna fyrstu skuldarinnar hefði hringekjan farið af stáð. í f Jorjda þarftu að; Fara með krákkana í Disney World. Heimsaekja St. Augustine, sem er einn áf elstu bæjum Bandarikjanna. á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld. ICELANDAIR SKÓLADAGBÓKIN LÍKA: Kristín Clausen og Védis Einarsdóttir segja að kornið sem fyllti mælinn hafi verið heilsiðu-greiðslukortaauglýs- ing á forsíðu skóladagbókarinnar sem dreift er til allra nemenda. Hér eru þær stöllur með eintak af skóladagbókinni. DV-mynd Hari „Þá var ég alveg búin að missa yf- irsýn yfir þetta þótt ég væri alltaf að reyna að greiða skuldina niður,“ segir hún. í maí barst henni svo stefna í bréfi þar sem henni var stefnt fyrir rétt ef hún borgaði ekki skuldir sínar. Málinu lauk með rétt- arsátt sem felur í sér að nú greiðir hún 50.000 krónur á mánuði. „Þetta er ekki mikil upphæð í sjálfu sér en þetta er mikill pening- ur fyrir námsmann," segir hún og bætir við að hún kenni ekki neinum öðmm en sjálfri sér um hvernig fór. Kristín og Védís undirstrika að greiðslukortaþjónusta fyrir náms- menn sé nauðsynleg. Fólk geti þurft að fleyta séryfir ákveðið tíma- bil til að fjármagna skólagönguna. Trommusett og gallabuxur „En þetta er alltof auðvelt," segja þær og bæta við að auglýsingar á kortunum láti ekki einungis vita af því að þjónustan sé fyrir hendi heldur sé ungs fólks beinlínis freist- að til að fjármagna trommusett, nýjar gallabuxur o.fl. sem komi framfærslu ekkert við. Skilaboðin séu þau að þetta sé ekkert mál - ungt fólk geti eignast allt sem það vilji á stundinni. „Fyrstu 2-3 dagana í skólanum voru þjónustufulltrúar frá öllum bönkunum með bása í skólahús- næðinu, þar sem nemendum var gefið sælgæti og kortaþjónustan kynnt," segja þær. „Það þarf engan ábyrgðarmann vegna kortanna, né heldur fyrir yfirdráttarheimildum allt upp í 250 þúsund. Það þarf held- ur ekki ábyrgðarmann fyrir tölvu- láni sem boðið er, allt upp í 300.000 krónur. Maður er ekki spurður um eitt né neitt og engar upplýsingar virðast fara á milli bankanna um skuldastöðu korthafa. Það er vel skiljanlegt að margir missi sig í þetta í þessu rosalega neysluþjóðfélagi sem við lifum f. Og þegar upp er staðið er það alltaf bankinn sem stórgræðir á öllu saman." -JSS Flughátíð á Selfossi: Vegleg dagskrá á flugdegi Flugklúbbur Selfoss heldur ár- legan flugdag sinn á Selfoss- flugvelli í dag. Fjölbreytt dagskráin hefst kl. 10 með fslandsmóti í vélflugi. Þor- váldur Guðmundsson, formaður bæjaitáðs Arborgar, flytur ávarp kl. 14. Ýmis flugtæki verða sýnd, bæði mönnuð og ómönnuð, svo sem vél- knúin fallhlíf og flugmódel. Einnig verður listflugsýning, fallhlífar- stökk, svifflug og margt fleira. Dag- skrá lýkur með lendingarkeppni sem er iiður í íslandsmóti í vélflugi. Jafnhliða verður Flugskóli Is- A FLUGDEGI: Flugvélar draga alltaf að sér mikla athygli. Það mátti glögglega sjá á flughátíð í Reykjavík fyrir skömmu og vísast verður raunin sú sama á flugdegi á Selfossi. DV-mynd GG lands með kynningu á starfsemi sinni og veitir upplýsingar um flug- nám. Svifflugfélagið verður einnig með kynningu, sem og módelflug- klúbburinn Smástund. Búist er við að fjöldi flugvéla komi á svæðið ef veður leyfir. Óvissan um framtíð Selfossflug- vallar veldur því að nú er haldinn veglegri flugdagur en oft áður. Að sögn Einars Elíassonar, formanns flugklúbbsins, eru málefni vallarins ekki í höfn en menn eru þó von- góðir um að halda velli. sigbogi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.